Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 13 Bræðumir Bruvers Daniel Bruvers fæddist árið 1945 i Ríga, höfuð- borg Lettlands. Fyrir nokkrum árum kvæntist hann lettneskri stúlku, sem er fædd í Vestur- Þýzkalandi og alin upp þar. Daniel langaði til þess að flytja með eiginkonu sinni til Vestur-Þýzka- lands, en sovézk yfirvöld meinuðu honum það. Hann fór í meira en mán- aðar hungurverkfall, en yfirvöldin gáfu sig ekki, fyrr en skrifað hafði verið um málið á Vestur- löndum. Nú býr Daniel ásamt eiginkonu sinni í Vestur-Þýzkalandi. Ég fékk bréf frá honum fyrir nokkrum dögum, þar sem hann bað mig að skýra umheim- inum frá þrengingum bræðra sinna. Ólafur verður 27 ára í ágúst. Hann starfar sem leigubílstjóri í Ríga. Yngsti bróðirinn, Pavils, er 25 ára gamall og les læknisfræði f Ríga. Vegna húsnæðisskorts búa þeir báðir heima hjá foreldrum. Pavils og ólafur voru handteknir fyrir hálfum öðrum mánuði; „afbrot“ þeirra var, að þeir gerðu skoðanakönnun á meðal starfsbræðra sinna, leigubifreiðastjóranna og læknanemanna í Ríga. Bruvers bræðurnir spurðu um allt mögulegt: Hvað vilduð þið helzt sjá í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, eða hlýða á í útvarpi? Af hvaða erlendum dagblöðum eða tímaritum vilduð þið gerast áskrifendur? Hvaða lönd hefðuð þið hug á að heimsækja sem ferðamenn? Hver er skoðun ykkar á yfirvinnu sjálfboðaliða á laugar- dögum? Hvað finnst ykk- ur um það, að fólk sé skyldað til að taka þátt í opinberum hátíðahöldum 1. maí, á afmælisdegi októberbyltingarinnar o.s.frv. Við fyrstu sýn virðast þessar spurningar ósköp sakleysislegar. En þar sem sovézkir ríkisborg- arar fá yfirleitt aldrei tækifæri til þess að heim- sækja Vesturlönd né heldur til þess að gerast áskrifendur að vest- rænum blöðum eða tíma- ritum, áleit öryggislög- reglan skoðanakönnun- ina undirróðursstarf- semi. Hún óttaðist, að svörin yrðu alltof hrein- skilin vegna þess að þau mátti senda, án þess að nafns væri getið. Um miðjan maí gerðu átta K.G.B.-menn hús- rannsókn á heimili Bruversfjölskyldunnar. Þeir fundu ekkert sak- næmt. Hið eina, sem þeir tóku með sér, voru nokkrar biblíur, en Bruversfjölskyldan er eftir Andreas Kiing virk í babtistasöfnuð- inum, þrátt fyrir að ríkis- valdið beiti sér gegn þeim trúflokki. Pavlis og Ólafur voru kallaðir til yfirheyrslu hjá K.G.B. Síðan hafa foreldrarnir ekkert heyrt frá þeim. Daniel hefur talað við föður sinn í síma. Þegar hann talaði síðast við hann, vissi faðir hans það eitt, að bræðurnir sætu báðir í einangrunarklefa. Þeir eru í haldi í aðalstöðvum K.G.B. í Ríga. Bréfinu frá Daniel lýkur með þessum orð- um: „Ég bið þig að gera allt, sem í þínu valdi stendur, til þess að skýra umheiminum frá þessu óréttlæti, þannig að það megi stöðva, áður en bræður mínir verða dregnir fyrir rétt og dæmdir „í laganna nafni“ til útlegðar í Sfberíu". Þessi grein er tilraun til þess að hafa áhrif á sovézk yfirvöld. Les- endur Morgunblaðsins geta einnig orðið að liði með því að skrifa sovézka sendiráðinu í Reykjavík og fara þess á leit að Bruvers bræðurnir verði látnir lausir. Andres Kiing. Ófrúlega ldgt verö gœöi ff Einstök4- BAfíUM BfíEGST EKK/ simi 1158 EINKAUMBOÐ: TEKKNESKA BIFREIOAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI SÖLUSTAOIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði# Garðahreppi/ sími 50606. Skodabúðin/ Kópavogi/ sími 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. sími 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar/ Egilsstöðum, Umboð fyrír amerfskar, enskar og japanskar bífreiðir. Allt á sama stai er hjá Agli Frá Bretlandi: SUNBEAM Bflar frá Chrysler U.K. Verð frá kr.475 þús Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJALMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.