Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 Illa mætt á lands- liðsæfingar Knattspyrnulandsliðið hefur leikið einn leik á sumrinu. Leik- inn gegn Færeyingum, sem mönnum er eflaust f fersku minni, ekki vegna sigursins, sem vannst heldur vegna þess, að hann er sá naumasti, sem fslenzkt knattspyrnulandslið hefur unnið gegn Færeyingum. Næsti lands- leikur Islendinga verður gegn Finnum hér í Reykjavfk 19. ágúst. Undirbúningi fyrir þann leik verður þannig háttað, að æft verður einu sinni f viku og sfðustu þrjá dagana fyrir leikinn verður dvalið f æfingabúðum. 1 byrjun júnf var félögunum send áætlun landsliðsnefndar og þar kynnt fyrir félögunum á hvaða tfma landsliðið þyrfti á leikmönnunum á halda. Túku félögin þessari áætlun vel og lýstu yfir ánægju sinni með að fá að vita með svo gúðum fyrirvara á hvaða tfma landsliðið æfði. Eigi að sfður hefur gengið illa að fá leikmenn ýmissa félaga til að mæta á æfingar. Fyrst voru það Keflvfkingar, sem áttu úeðli- lega erfitt með að mæta á lands- liðsæfingar. Á æfingu landsliðs- ins f fyrrakvöld brá hins vegar svo við, að Keflvfkingar þeir, sem boðaðir voru, mættu allir, en Ieik- menn ýmissa annarra félaga létu ekki sjá sig. Á æfinguna á þriðjudaginn mættu 9 leikmenn, en til hennar Sovétmenn heimsmeist- arar í körfuknattleik ÞO AÐ þjálfari sovézka körfu- knattleikslandsliðsins hafi sagt á sunnudaginn, að lið hans sé ekki eins sterkt nú og f Miinchen fyrir tveimur árum urðu Sovétmenn öruggir heimsmeistarar f körfu- knattleik áhugamanna. Mútið hef- ur undanfarna daga farið fram f Puerto Rico og á sunnudaginn unnu Sovétmenn lið Bandarfkj- anna með 105 stigum gegn 94. Bandarfkin höfðu ekki tapað leik fram að sfðasta leiknum, en Sov- étmenn hins vegar tapað fyrir Júgúslövum. Lið þessara þriggja þjúða fengu jafn mörg stig, en stigatalan úr leikjum þeirra inn- byrðis var látin ráða. Rússarnir urðu heimsmeistarar, Júgúslavar f 2. sæti og Bandarlkjamenn f þvf þriðja. Lokastaðan í úrslitakeppninni varð sem hér segir: Sovétríkin 6 unnir, 1 tapaður Júgóslavía 6 unnir, 1 tapaður Bandaríkin 6 unnir, 1 tapaður Kúba 3 unnir, 4 tapaðir Spánn 2 unnir, 5 tapaðir Brasilía 2 unnir, 5 tapaðir Puerto Rico 2 unnir, 5 tapaðir Kanada 1 unninn, 6tapaðir Einvígi Reykja- víkurliðanna Yals og Fram í kvöld Reykjavíkurfélögin Fram og Valur leiða saman hesta slna á Laugardals- vellinum í kvöld. Hefst leikurinn klukkan 20.00. Leikir þessara liða undan- farin ár hafa yfirleitt verið mjög spennandi og er eng- in ástæða til að reikna með, að annað verði upp á ten- ingnum að þessu sinni. Valsmenn hafa mjög sótt í sig veðrið upp á síðkastið og leikið skemmtilega knattspyrnu. Hafa þeir hlotið 9 stig það sem af er þessu móti. Framarar hafa hins vegar ekki safnað eins mörgum stigum, þeir eru í neðsta sæti 1. deildarinnar með sín 6 stig. Sá stigafjöldi er þó ekkert í samræmi við þá knattspyrnu sem lið Fram hefur leikið í sumar. Ef meiri festa og betra leikskipulag hefði verið á Framliðinu væri það í einu af efstu sætum deildarinnar, en ekki f því áttunda. En svo einkennilegt sem það kann að virðast þá er það eigi að síður staðreynd, að með sigri f kvöld Kastmóti frestað KASTMÓTI Fannars, sem fara átti fram f dag, hefur veriú frest- að um úákveðinn tfma af úviðráð- anlegum orsökum. getur botnliðið hoppað upp í 5. sæti deildarinnar. höfðu helmingi fleiri verið boðað- ir. Þeir, sem mættu, voru Akur- nesingurinn Matthfas Hallgrfms- son, Framararnir Jón Pétursson og Ásgeir Elíasson, Keflvíking- arnir Þorsteinn Ólafsson, Guðní Kjartansson, Grétar Magnússon og Karl Hermannsson, KR-ingur- inn Atli Þór Héðinsson og Vík- ingurinn Óskar Tómasson. Þnr Vestmannaeyingar voru boðaðir, Ólafur Sigurvinsson, Ár- sæll Sveinsson og Óskar Valtýs- son. Enginn þeirra mætti og ekki voru boðuð forföll. Valsmenn hafa beðið um leyfi fyrir sína menn frá landsliðsæfingum þessa viku og þá næstu. Mættu þeir Jóhannes Eðvaldsson, Sigurður Haraldsson og Hörður Hilmars- son ekki. Víkingurinn Magnús Þorvaldsson fékk frí, en þjálfari Víkings var óánægður með hve Eiríkur Þorsteinsson fékk lítinn fyrirvara og mætti Eirfkur ekki á æfinguna. Bjarni Felixson landsliðs- nefndarmaður sagði í viðtali við Morgunblaðið f gær, að því væri ekki að leyna að samvinna lands- liðsnefndar og félaganna hefði verið mjög misjöfn. Hefði þó áætl- un yfir æfingar landsliðsins verið samin f samráði við félögin. Vetraræfingunum hefði verið sleppt, en í staðinn ákveðið að hafa eina æfingu á viku yfir sumartímann. Það er eðlilegt, að félögin vilji hafa sína menn sem mest á æfing- um yfir sumarið þegar keppnin í deiidunum er f algleymingi. Ekki sízt þar sem öll félögin eru annað- hvort í baráttu á toppi eða botni f. deildar, en þaðan eru jú allir þeir leikmenn, sem landsliðið hefur valið í sumar til æfinga eða leikja. Hins vegar skýtur það skökku við, að félögin skuli samþykkja áætlunina f upphafi keppnistíma- bilsins, en síðan neita KSl um leikmennina þegar á reynir. Næsta mánudag leikur landslið- ið á Akureyri gegn liði IBA. Er það minningarleikur um Jakob Jakobsson. Liðið, sem leikur á Akureyri verður tilkynnt í dag. Sþ Hvorki leikmenn Vals eða IBV mættu á landsliðsæfingu á þriðjudag- inn. SNÖRTUR vann stigakeppnina á héraðsmóti UNÞ Héraðsmút Ungmenna- sambands Norður-Þingeyinga var haldið 6. og 7. þessa mánaðar. Þátttaka var gúð, 50 keppendur frá 6 félögum og veðrið lék við keppendur mútsdagana. Stiga- hæstu einstaklingarnir á mútinu urðu Sigurður Arnason, UMF Snerti, með 19 V* stig og Gunnar Árnason frá sama félagi með 16 V* stig. Af stúlkunum fengu þær Gréta Ólafsdúttir, UMF Öxfirð- inga, og Oddný Arnadúttir, UMF Langnesinga, flest stig, 19 'A stig og 18 stig. UMF Snörtur hlaut flest stig f stigakeppninni eða 87, öxfirðingar urðu f 2. sæti með 82 stig og Langnesingar f þriðja með 26 stig. Þjóðhátíðarnefnd N-Þingeyjar- sýslu gaf verðlaun til mótsins að þessu sinni. Sigurvegarar í hverri grein urðu eftirtalin: Karlar: 100 m hlaup Sigurður Árnason, S 12.3 400 m hlaup Björn Halldórsson, S 56.3 1500 m hlaup Björn Halldórsson, S 4:32.6 3000 m hlaup Björn Halldórsson S 10:05.4 4 x 100 m boðhlaup UMF Snörtur, a-sveit 50.2 Hástökk Gunnar Árnason, S 1.65 Langstökk Sigurður Arnason, S 6.04 Þrístökk Sigurður Árnason, S 12.28 Stangarstökk Auðunn Benediktsson, S 2.95 Kúluvarp Karl S. Björnsson, ö 10.94 Kringlukast Karl S. Björnsson, Ö 32.57 Spjótkast Gunnar Arnason, S 44.84 Konur: 100 m hlaup Oddný Árnadóttir, Þ 14.2 400 m hlaup Oddný Árnadóttir, Þ 67.9 4 x 100 m boðhlaup UMF öxfirðinga, a-sveit 58.4 Hástökk Gréta Ólafsdóttir, ö 1.50 Langstökk Gréta Ólafsdóttir, ö 4.30 Kúluvarp Erla Óskarsdóttir, ö 9.02 Kringlukast Erla Óskarsdóttir, ö 24.40 Spjótkast Gréta Ólafsdóttir, Ö 30.40 Sundlandsliðin, sem fara til Osló og keppa hér gegn Israel, valin FRAMUNDAN eru hjá íslenzku sundfúlki ýmis meiri háttar mút og einnig landskeppni. Dagana 23. og 24. júlf fer fram 8 landa keppni f Oslú og til keppni á þvf múti hafa eftirtalin verið valin: Helga Gunnarsdúttir, Æ, Salúme Þúrisdúttir, Æ, Vilborg Júlfus- dúttir, Æ, Vilborg Sverrisdúttir, SH, og Þúrunn Alfreðsdúttir, Æ, Axel Alfreðsson Æ, Arni Eyþúrs- son, UBK, Friðrik Guðmundsson, KR, Sigurður Ólafsson, Æ, og Steingrfmur Davfðsson, IIRK. Fararstjóri í ferðinni til Osló verður Irmy Toft, en þjálfari hópsins er Guðmundur Gfslason. Þá hefur það lið verið valið, sem tekur þátt í landskeppninni við Israel í Laugardalslauginni 23. og 24. júlí nk. Auk þeirra, sem taka þátt í 8 landa keppninni, eru eftirtalin einnig í landsliðinu gegn Irum: Bára Ólafsdóttir, A, Elfnborg Gunnarsdóttir, Selfossi, Guðmunda Guðmundsdóttir, Sel- fossi, Elías Guðmundsson, KR, Guðmundur Rúnarsson, Æ, og Hafþór B. Guðmundsson, KR. Heimsmet HIN 15 ára gamla ástralska skúla- stúlka Jenny Turrall bættl eigið heimsmet f 1500 metra bringu- sundi fyrir nokkru. Bætti hún eldra metið, sem sett var f janúar, um 4.8 sekúndur. Púlska stúlkan Krystyna Kasperczyk setti nýtt heimsmet f 400 metra grindahlaupi f iands- keppni Púlverja og V-Þjúðverja á laugardaginn. Hljúp hún á 56:51 og bætti eldra metið um tvó sek- úndubrot. Landi hennar Pieczyk setti eldra metið 11. ágúst f fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.