Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLl 1974
31
Stórsölur
í Englandi
Brian Kidd var ( fyrradag seldur frá Manchester United tii Arsenai
fyrir 115 þúsund pund. Þá eru Kkur á þvf, að Peter Shilton verði
næstu daga seldur frá Leicester og hafa bæði Liverpool og Leeds
heyrzt nefnd sem Ifklegir kaupendur að þessum snjalla markverði.
Shilton hefur sjálfur farið fram á að verða seldur, en félag hans mun
ekki vera neitt hrifið af þessari ðsk landsliðsmarkvarðarins.
Framlfnuleikmaðurinn Alfie Conn var f vikunni keyptur til Totter-
ham frá Rangers. A Conn að taka við stöðu Gilzeans f liðinu, sem
leikur f S-Afrfku um þessar mundir. Fyrir Conn greiddi Tottenham
150 þúsund pund. George Lyall, miðjuleikmaður Nottingham Forest,
hefur neitað að endurnýja samning sinn við félag sitt.
Var afskrifaður, en
kom aftur og sigraffi
HINN fyrrverandi heimsmeistari
f tugþraut, Kurt Bendlin, átti gott
„come-back“ á þýzka meistara-
mðtinu f frjálsum fþrðttum.
Hann sigraði f tugþrautinni og
hlaut 7945.
Heimsmet sitt setti Bendlin árið
1967 og aðeins tveir menn hafa
gert betur en hann. Olympíu-
meistararnir Bill Toomey 1968
(8417 stig) og Nikolaj Avilov f
Mtinchen 1972 ( 8454 stig). Fyrir
þremur árum meiddist Bendlin
svo illa á Evrópumeistaramótinu í
frjálsum íþróttum, að talið var, að
Oosterhuis
sigurstranglegur
í Svíþjóð
STÆRSTA golfmót, sem haldið
verður á Norðurlöndum f ár og
það annað stærsta f Evrðpu, fer
fram á Bokskðgs-golfvellinum við
Malmö um næstu helgi. Lfklegast-
ur sigurvegari er talinn Bretinn
Peter Oosterhuis, sem varð 2. f
Britísh Open um sfðustu helgi.
Þessí 25 ára golfleikari, sem verið
hefur atvinnumaður f golfi
sfðustu 5 ár, hefur unnið 16 sigrc.
á stðrmðtum þann tfma og margir
telja, að 17. titillinn verði hans f
Svfþjðð um helgina.
Bob Charles frá Nýja-Sjálandi,
einn af beztu vinstri handar kylf-
ingum í heimi, sigraði í þessari
keppni, sem heitir „Skandinavfa
Enterprise", fyrir ári sfðan og er
einnig með í keppninni að þessu
sinni. Fleiri kunnir kappar verða
meðal keppenda, nefna má Bret-
ann Tony Jacklin og Astralfu-
manninn Bruce Devlin.
hann gæti ekki iðkað íþróttir
framar. Með þrautseigju og
dugnaði hefur hann þó byggt
líkama sinn markvisst upp á ný og
nú þremur árum sfðar kemur
hann og sigrar á fyrsta mótinu,
sem hann tekur þátt í.
Veltu bílnum,
enunnu samt
Það slys varð í Noregi á mánu-
daginn, að vagn með skozkum
knattspyrnumönnum innanborðs
valt og skemmdist illa. Eigi að
sfður mættu leikmenn skozka liðs-
ins til leiks gegn norsku 5.
deildarliði í fyrrakvöld eins og
ráð hafði verið fyrir gert. Ekki
gátu Skotarnir þó mætt með sitt
sterkasta lið og ýmsir leikmanna
liðsins voru meira og minna
plástraðir. Það virtist þó ekki
koma að sök, Skotarnir unnu
örugglega, skoruðu 3 mörk gegn
1.
Margir stórkostlegir
markverðir sýndu snilli
sfna f heimsmeistara-
keppninni f Þýzkalandi á
dögunum. Tveir af þeim
beztu voru Leao frá
Brasilfu og markvörður
þýzku heimsmeistar-
anna, Sepp Maier. Þessir
menn eru þð ólfkir sem
dagur og nðtt.
Ólíkir
Leao markvörður Brasilfu horfir á eftir knettinum f netið.
sem dagur og nótt
TRUÐURINN
Trúður, en um leið einn
snjallasti markvörður í heimi.
Þannig hefur Sepp Maier verið
lýst, markverði v-þýzku heims-
meistaranna. Sjálfur gefur
hann engar upplýsingar um
Sepp Maier, en að flestra áliti
hefði hann jafnvel getað orðið
enn betri sem útileikmaður.
Hvers vegna hann gerðist
Sepp Maier með bikarinn sem
V-ÞJððverjar unnu f Heims-
meistarakeppninní.
markvörður? — Hvað ætti ég
að gera annað við markmanns-
skóna mína en að nota þá, segir
Maier.
Sú mynd, sem almenningur
hefur fengið af Sepp Maier, er
mynd af grínistanum, brosandi
út að eyrum. Hann á það til á
æfingum að heita á félaga sína;
geti þeir skorað hjá honum, fá
þeir rffleg verðlaun. Er þeir
ætla síðan að skjóta, segir Mai-
er eitthvað smellið svo þeir
hitta ekki knöttinn. Hann hefur
ekki svo sjaldan haldið lífi í
mönnum f leiðinlegum æfinga-
búðum með gamansemi sinni.
Það var hann, sem batt sam-
an skóna hjá öllum fyrirmönn-
unum í einni af fínu veizlunum,
sem haldin var fyrir v-þýzka
landsliðið eftir heimsmeistara-
keppnina. Fólk veit, að Sepp
Maier er mikill spéfugi og einn-
ig stórkostlegur markvörður,
en það er ekki miklu meira,
sem vitað er um hann.
ÓTRULEGA frAhrind-
ANDl
Frægðarljómi brasilískra
knattspyrnumanna hefur
sjaldnast náð til markvarðar-
ins. Á hann hefur verið litið
sem nauðsynlegan í liðinu en
enga stjörnu. Staða hans hefur
verið talin frumstæð — að
koma í veg fyrir það dýrlegasta
af öllu — mörk.
Markvörður brasilfska lands-
liðsins, hinn 24 ára gamli Emer-
son Leao, stóð sig einna bezt
leikmanna Brasilfu í heims-
meistarakeppninni, en á hann
er þó alls ekki litið sem stjörnu
í heimalandi hans. Heiðurinn
fá þeir, sem leika úti á vellin-
um, ef vel gengur, en gangi illa
er honum kennt um.
Leao hefur heldur ekkert til
að bera, sem gæti gert hann
vinsælan, segja þeir í Brasilfu.
Hann er þögull að eðlisfari og
oftast einn. Hann blandar ekki
geði við aðra leikmenn og þjálf-
arinn talar ekki til hans nema
nauðsyn krefji. Oft virðist svo
sem Leao sé mjög einmana.
Um Leao sagði brasilískur
blaðamaður einu sinni: — Leao
er lélegur markvörður og ótrú-
lega fráhrindandi. Ég þoli hann
ekki, áhorfendur þola hann
ekki. Ég held ekki, að hann eigi
nokkra vini.
Harður dómur um markvörð-
inn, sem hélt marki Brasilfu
hreinu í þremur leikjum heims-
meistarakeppninnar á dögun-
um. Hann er í svipuðum gæða-
flokki og Sepp Maier, en ólíkari
menn finnast tæplega.
Ásgeir í Toto-keppninni
Þessa dagana taka mörg
af sterkustu knattspyrnu-
liðum V-Evrðpu þátt í
keppni, sem ber nafnið
Toto-keppnin. Nota félögin
keppni þessa sem æfingu
fyrir komandi keppnis-
tfmabil og leika fæst með
fullskipuð lið. Af liðunum,
sem taka þátt f Toto-keppn-
inni að þessu sinni, má
nefna Standard Liege, For-
tuna Dusseldorf, Spartak
Trnva, Legia Varsjá,
Kaiserlautern og fleiri.
Liðunum er skipt f 10 riðla
Þýzku félögin
vilja sjá leik-
menn sína oftar
VESTUR-þýzka knattspyrnu-
landsliðið aflýsti f gær ferð þýzka
landsliðsins til Austur-Asfu
seinna á þessu ári. Ástæðan fyrir
því að hætt var við ferðina er sú,
að félögin, sem eiga leikmenn f
landsliðinu, mótmæltu þvf ákaft,
að Ieikmennirnir væru svo mikið
með landsliðin'u eins og verið
hefur undanfarið. Félögin hafa
skipulagt marga vináttuleiki
næstu mánuði áður en keppnis-
tímabilið hefst f Þýzkalandi og
vilja, að leikmenn heimsmeistara-
liðsins verði með f þeim leikjum.
Norðurlandamet í fimmtar-
þraut og sleggjukasti
og leika 4 f hverjum riðli.
Með Standard Liege leika
Fortuna, KB frá Kaup-
mannahöfn og Bohemians
frá Prag. Standard lék í
gærkvöldi gegn KB í Kaup-
mannahöfn og hefur
Ásgeir væntanlega leikið
með félögum sfnum. Lið
hans hefur leikið tvo leiki f
keppninni, unnið Fortuna
1:0 og tapað fyrir
Bohemians 1:2.
Asgeir Sigurvinsson,
A sænska meistaramðtinu f I
frjálsum fþrðttum, sem fram fðr
um sfðustu helgi, var sett nýtt
Norðurlandamet f fimmtarþraut.
Raimo Phil fékk samtals 3976 stig
og afrek hans f einstökum grein-
um voru sem hér segir: 7.18 —
76.50 — 22.1 — 44.86 — 4:34.9.
Lennart Hedmark átti eldra met-
ið, sem var 3924 stig.
Þá setti Finninn Heikki Kangas
einnig Norðurlandamet um sfð-
ustu helgi. Hann kastaði sleggj-
unni 71.74 metra.
Dágóðar tekjur 19 ára
sænsks tennismeistara
Kínverjar 1FIBA
Kfnverjar voru formlega teknir
inn f Alþjóða körfuknattleikssam-
bandið á miðvikudaginn. Um leið
var Taiwan látið vfkja úr sam-
tökunum. Heimsmeistarakeppnin
I körfuknattleik fyrir áhugamenn
verður árið 1978 haldin f Manilla
á Filippseyjum. Var það ákveðið á
þingi FIBA f Puerto Rico f gær og
hlaut Manilla mun fleiri atkvæði
en bæði Spánn og Argentína, sem
einnig höfðu sótt um að fá að
halda mótið. 1979 verður heims-
meistarakeppni kvenna í körfu-
knattleik haldin f Seoul í S-Kóreu.
Hinn 19 ára gamli sænski
tennismeistari, Björn Borg, hefur
heldur betur þénað vel sfðustu 6
mánuði. Láta mun nærri, að hann
hafi unnið sér inn 8.5 milljónir
fyrir frammistöðu sfna á tennis-
vellinum og að auki hefur hann
fengið gððar upphæðir fyrir aug-
lýsingar og fleira.
Björn Borg sigraði á sunnu-
daginn í opna sænska meistara-
mótinu. I úrslitunum mætti hann
Italanum Adriano Panatti og
vann 6:3, 6:0, 6:7, 6:3. Borg hefur
það sem af er þessu ári komizt í
úrslit í 11 stórmótum og 8 sinnum
unnið. Hann er nú efstur á
skránni yfir beztu tennisleikara í
heimi. Borg hefur hlotið 274 stig,
Stan Smith, USA, 230 Ilie
Nastase, Rúmeníu, 200, og Jimmy
Connors 192 stig. Sá sfðastnefndi
sigraði í Wimbledon-keppninni á
dögunum, en Borg var þá langt
frá sínu bezta. Enda höfðu ungar
stúlkur gert þessari miklu stjörnu
lífið „leitt“ dagana fyrir keppn-
ina.