Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 29 BRUÐURIN SEIvf ■ J % # Eftir Manu Lang \f Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir — Ég vildi óska ég gæti svarað spurningunni, sagði hún. — Hann er af fínni skozkri aðalsætt og mér er sagt, að hann sé i meira lagi loðinn um lofana. Hann flutt- ist hingað til bæjarins í nóvember og keypti vefnaðarverksmiðjuna. — Hann er sannarlega meira en lítið loðinn um lófana. Verksmiðj- an er milljónafyrirtæki, ef ég man rétt. Og á hvaða aldri er hann? — Hann er þrjátíu og fimm ára gamall. Ef fylgja á þeim sið, að maðurinn sé tíu árum eldri en konan, þá er allt eins og það á að vera... — Þú ert ekkert sérstaklega hrifin i rómnum. Hvers vegna? Segðu mér nú allt af létta, mamma mín. Við höfum aldrei verið að pukrast með leyndarmál hvort fyrir öðru. Frú Wijk hafði látið saumadót- ið síga niður í kjöltu sér. Hún hrukkaði ennið eins og hún væri að brjóta heilann. Svo fór hún allt f einu að hlæja. — Það versta er, að það ER ekkert dularfullt við þetta. Það er aðeins óljóst og mjög skrítið hug- boð um að hann sé... ja, ég veit ekki, hvernig á að orða það... einhvern veginn óvenjulegur. Hann er ekki eins og annað fólk. Ég get ekki áttað mig á honum.. . Mér þætti fróðlegt að vita, hvort Anneli hefur tekizt það. — Hefur hún ekki trúað þér fyrir neinu? Er hún hrifin af hon- um? — Það held ég áreiðanlega að hún sé. Hvers vegna skyldi hún giftast honum annars? Jú, ég veit, hvað þú ert með í huga. En þegar Anneli á í hlut þá geta það ekki verið peningarnir, sem skipta hana neinu máli. Hún skeytir ekki hætis hót um slíkt. Christer hugsaði sig um dálitla stund og rifjaði upp endurminn- ingar frá stuttum heimsóknum sinum til Skóga á liðnum árum. Hann mundi eftir Anneli sem lítilli telpu, sem var ákaflega hænd að föður sinum, Hammar lækni og vék helzt ekki frá hon- Leiðin til bæjarins ? — Akið bara á eftir mér — ég er að fara þangað. um. Og síðar... Anneli fyrir tveimur árum, fullvaxta kona með fagurt andlit og þokkafullan vöxt. Og alltaf með dóttur dómar- ans, Dinu Richardsson... Hann var ekki kominn lengra í hugsunum sínum, þegar fótatak heyrðist á mölinni úti fyrir og Dina stakk höfðinu í gættina. — Sæl vertu Helena! Og bless- aður Christer, og velkominn heim. Hann stóð upp úr stólnum og heilsaði henni. Og varð gripinn nokkurri undrun um leið. Hafði hún alltaf verið svona aðlaðandi? Hafði hún breytzt, eða hafði hann ekki veitt henni athygli fyrr? Hann tók eftir fallegum brúnum augum hennar, sérkennilegu and- litsfallinu, kvenlegum vexti og eldrauðum kjólnum. Af ýmsu mátti ráða, að hún tók ekki eftir aðdáunaraugnaráði því, sem hann sendi henni. Dina Riehardsson var miður sin og það var í meira lagi óvenjulegt. — Þetta er allt brjálæði, sagði hún og lagði áherzlu á hvert orð. — Þetta er hreinasta della, frá upphafi til enda. Klukkan er orð- in níu og enginn hefur séð Anneli bregða fyrir í allan dag og það er hreint ekki líkt henni og hvað eigum við... — Fáðu þér sæti, vina mfn, sagði Helena — og reyndu að slaka á. Segðu okkur, hvað hefur komið fyrir. Dina settist ekki. Hún hallaði sér upp að glasaskápnum í stof- unni og sagði: — Anneli hefur gufað upp. HÚN GEKK INN I BLÖMA- VERZLUN FANNÝJAR UM ÞRJU LEYTIÐ I DAG OG SlÐAN HEFUR ENGINN SÉÐ HAUS EÐA SPORÐ Á HENNI. Hókus pókus! Þetta er eins og galdrar. Helena Wijk leit á ungu stúlk- una og sá hversu föl hún var í andliti, þrátt fyrir sólbrúnkuna. Hún teygði sig eftir kaffikönn- unni — Það er gott að fá sér sterkt kaffi, þegar maður er svona mið- ur sín, sagði hún. — Og ég á einhvers staðar konjakstár. Þú hefðir gott af að fá þér lögg. Dina brosti dauflega og fékk ] sér sæti í sófanum. — 0, Helena, þú værir ekki | rólegri en ég, ef þú hefðir lifað annan eins dag. Og ég, sem átti ' eftir að þvo mér um hárið og \ skrifa ræðuna mina og svo ætlaði ég að fara snemma í háttinn. Hún hvolfdi i sig kaffinu og | konjakinu, sem Christer færði henni. Svo var eins og hún tæki ' allt í einu eftir, að hann var I þarna. Hún strauk fingrum gegn- um úfið hárið og lagðaði á sér j kjólinn. — Ég gat bara ekki haldizt við á I Sjávarbökkum. Gretel talar í það óendanlega, þvælist um og hefur þessar ægilegu áhyggjur. Jóakim virðist einna helzt vilja skella allri skuldinni á mig. Get ég kannski að því gert, að kærastan stingur hann af daginn fyrir brúð- I kaupið? — Heldurðu, að hún sé stungin i af? Christer horfðist í augu við hana. Hún roðnaði við og sagði: — Það er vfst eina skýringin. Að vísu skil ég hvorki hvernig það gat gerzt, né heldur hvers vegna hún gerði það... Christer kveikti sér aftur í pípu og endurtók þá spurningu, sem móðir hans hafði borið upp fáein- um mínútum áður. — Hvað hefur eiginlega komið fyrir? Dina hafði margsinnis áður þennan dag orðið að segja frá því, hvað hafði gerzt. Hún hafði sagt móður Anneli það. Og stjúpföður og unnusta. Og hún átti eftir að segja það mörgum sinnum enn fyrir hina ýmsu rannsóknarlög- reglumenn. Sá, sem nú hlýddi á hana var yfirmaður glæpadeildar Rlkislögreglunnar. En Dina hugs- aði oft um það sfðar, að hann hafði hlýtt á hana af mestri rósemi og fengið hana til að skýra einna nákvæmast frá. Og enn grunaði þau ekki, að þau væru við upphaf á viðbjóðslegu morðmáli. En það var eðli Christers að reyna að finna kjarna málsins hverju sinni og fá sem flest atriði með, hvort sem þau virtust I fljótu bragði skipta máli eða ekki. VELVAKAINIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hundahald aftur á dagskrá. Hljótt hefur verið um hundahald hér I borginni að und- anförnu. Annaðhvort er, að það er ekkert vandamál lengur, eða þá að svo hefur keyrt um þverbak hvað skrif snertir, að allir hafi verið orðnir hundleiðir á því. En hvað um það, nú hefur „Dýravin- ur“ hvatt sér hljóðs með eftirfar- andi bréfi: „Kæri Velvakandi. Þú ert kannski ekkert hrifinn af þvl að ég fari að vekja upp gamlan draug, það er að segja skrifa um hundahald. En þann'ig er mál með vexti, að ég var er- lendis fyrir nokkru og rakst þar af tilviljun á gamalt blað, þarsem rætt var um blóðbaðið mikla I þeirri vondu borg Reykjavik á tslandi. Um tvö þúsund hundar voru leiddir þar til slátrunar — á einni nóttu skildist mér — við mikinn grát og harmakvein. # Vonlaust ad leiðrétta. Mér kom þetta satt að segja mjög spánskt fyrir sjónir, en þarna stöð þetta á erlendu prenti. Að vísu hafði ég heyrt um að sllkar tröllasögur hefðu birzt I erlendum blöðum á sfnum tima, en þetta var I fyrsta sinn, sem ég sá slíkt sjálfur. Ég ræddi málið við íslenzkan kunningja minn, sem átti blaðið, og spurði hann að því, hvort þetta hefði ekki verið leiðrétt. Ekki hafði hann orðið var við það, enda sagði hann, að það væri tilgangs- iaust. Ef til vill væri hægt að koma smáklausu með leiðréttingu inn i blöðin, en það tæki bara enginn eftir því. Hann væri stein- hættur að bera á möti þessu hundadrápi, það tryði honum eng- 0 Dýrunum sjálfum líði vel. Og hvernig er það svo með hundana? Er Reykjavík hunda- laus borg? Nei, því fer fjarrí. Ég erast meira að segja um, að þeir hafi verið nokkru sinni verið fleiri en nú. Persónulega er ég því ekki mótfallinn að hundahald sé leyft, en ekki skilyrðislaust og undir ströngu eftirliti. Fyrsta skilyrðið er, að dýrunum sjálfum líði vel, en þau séu ekki eingöngu leikföng barna eða fullorðinna, sem ekkert er hirt um, þegar eig- enaunum býður svo við að horfa. Þá mega hundarnir ekki heldur vera öðrum til ama — og á götum borgarinnar mega þeir ekki sjást. Ef það yrði leyft i stórum stíl (ja, annaðhvort allir hundar eða eng- inn) léti óþrifnaðurinn ekki á sér standa. 0 Gætum tungu okkar. Jæja, en nú finnst þér senni- lega nóg komið. Ég gat bara ekki þagað yfir þessu með blóðbaðið. Þegar ég heyrði fyrst um það hér heima, tók ég því sem hverju öðru gríni, þvl ég vissi betur, en nú hefur það runnið upp fyrir mér, að vegna þeirrar „skáldsögu" lít- ur stór hópur manna úti i heimi á okkur sem hreina barbara. Menn verða sannarlega að gæta tungu sinnar og skrifa, þegar erlendir eiga i hlut. Dýravinur" 0 Hundar í Kópavogi. Þegar Velvakandi var að ganga frá þessu bréfi um hundahaldið, hringdi Uona, sem á heima i austurbænum í Kópavogi, og bað um þá fyrirspurn til lögreglunnar | í kaupstaðnum, hvort hundahald væri leyfilegt þar. Hún sagðist I spyrja að gefnu tilefni, þar sem | hundar gengju oft lausir þar um . götur og færi inn í garða hjá fólki. I Fyrirspurnin er i rauninni | óþörf þar sem sömu eða svipaðar. reglur gilda um hundahald í' Kópavogi og i Reykjavik. Það er | ekki leyfilegt. Sennilegt er þó, að | ekki sé amast við hundunum, ef þeir eru ekki öðrum til óþæginda. I Sannleikurinn er sá, að hunda- I hald i þéttbýli væri ekkert vanda- mál, ef allir hundaeigendur gættu I dýra sinna vel — en hér eins og | annars staðar eru það trassarnir, i eða þeir, sem ekkert tillit taka til ' annarra, sem spilla fyrir. # Olfa í klóakið. Þá hringdi maður hér i borg- ' inni og spurði, hvort leyfilegt væri að tappa olíu af bilum heima við íbúðarhús, fara siðan með hana niður I þvottahús og hella henni niður um klóakið. Aðspurð- ur sagðist maðurinn hafa orðið vitni að þessu og sér væri nær að halda, að sú iðja hefði verið stunduð i mörg ár. Ja, nú getur Velvakandi ekki svarað. Auðvitað má þó ekki vera með eldfim efni inni i ibúðarhúsum, hvað þá i opnum ilátum. Og sennilegt er, að ekki megi heldur hella oliu i niðurfall, að minnsta kosti ef um umtalsvert magn er að ræða. Sú olfa rennur í sjó fram og getur vissulega valdið þar mengun, ef mikið væri um að menn losuðu sig þannig við úr- ganginn. Nýkomið Mikið úrval af tréklossum fyrir börn og fullorðna y Póstsendum V E R Z LU N I N GEfsiPP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.