Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 Grænalónshlaup hvenær sem er Nú er kvenfólkið loksins komið I raðir götulögreglunnar hér f Reykjavfk, en þvf fer samt fjarri, að gatan sé gengin til enda á þeim slóðum hér á eyjunni okkar. Kvenfólk ytra verður sffelit umsvifameira I lögreglustarfinu. Hér er mynd af Alice Sherman, lögreglukonu I New York, sem núna nýlega tók til starfa f riddaraliði lögreglunnar þarna f stórborginni. Alice er þó ekki sú fyrsta, sem hleypir lögregluhesti; önnur stúlka varð á undan henni og hefust staðið sig með mesta sóma. — Makarios - segir Sigurjón Rist „Vatnsstaða i Grænalóni er nú I hámarki og þvf getur hlaup úr þvf komið hvenær sem er,“ sagði Sigurjón Rist vatnamælinga- maður þegar Morgunblaðið ræddi viðhann fgær. Hann sagði, að hlaup úr Græna- lóni f Súlu hefðu komið reglu- bundið undanfarin ár og þá oftast í ágúst- september. Smáskvettur hefðu að vfsu komið úr Grænalóni síðustu vikur, en þær mætti kalla gerfihlaup. Ástæðan fyrir þvf, hve mikið vatn er í Grænalóni um Garðræktarfélag Reykhverfinga 70 ára Húsavík 17. júlí. GARÐRÆKTARFÉLAG Reyk- hverfinga er 70 ára í dag og minn- ist þess með aðalfundi og veglegu hófi á Húsavík. Félagið rekur mikla gróðurhúsarækt á Hvera- völlum og ræktar aðallega tóm- ata og agúrkur. Áformað er að auka ræktunina og byggja nýtt gróðurhús á næsta ári. Formaður stjórnar er Þórður Arnason en framkvæmdastjórar félagsins í þessi 70 ár hafa aðeins verið tveir, þeir feðgar Baldvin Friðleifsson og Atli Baldvinsson, sem er núverandi framkvæmda- stjóri. Einn af stofnendum félagsins, Árni Sigurpálsson í Skógum, sem nú er 96 ára, hefur setið alla aðalfundi félagsins nema einn. Fréttaritari. --------------- — Alþingi Framhald af bls. 32 stendur væntanlega í fáeinar vikur. Þingið mun mótast af þjóð- hátíðinni. Annan sunnudag verð- ur haldinn þingfundur á Lög- bergi. Mér finnst því æskilegt og hefi raunar lagt það til, að reynt verði að ná samstöðu allra þing- flokka um kosningu forseta sam- einaðs þings, deildarforseta og varaforseta, svo og þingnefnda, án þess að blanda því við stjórnar- myndun. Við slfka samninga yrði að hafa hliðsjón af þingstyrk flokkanna. Eg held, að slfk samstaða á hinni miklu landnámshátfð myndi mælast vel fyrir og lyfta Alþingi í áliti þjóðarinnar. Fyrir þingið verða lögð bráða- birgðalögin frá því f maí um við- nám gegn verðbólgu og einnig vegaáætlun og tekjuöflun til hennar. Þessi mál munu að sjálf- sögðu ganga til nefnda og fá þar málefnalega athugun og þinglega meðferð. Hvort hægt verður að ljúka þessum málum áður en stjórn verður myndúð er ógerningur að segja um á þessari stundu.“ Þórarinn Þórarinsson taldi, að ekkert sérstakt myndi gerast á aukaþinginu fyrstu vikuna. Fram- sóknarflokkurinn væri ekki búinn að draga ályktanir af skýrslu Geirs Hallgrímssonar. Einkum þyrfti að gera ráðstafanir vegna fjárvöntunar við fram- kvæmd vegaáætlunar og bæta stöðu fjárfestingarlánasjóða, en staða þeirra nú væri þó e.t.v. betri en menn hefðu haldið. Hann sagðist ekki reikna með, að þetta þing þyrfti að standa lengi. En að sínu mati yrði ekki tekið af alvöru á efnahagsmálunum fyrr en búið væri að mynda ríkisstjórn. Eina stóra verkefnið, sem biði þessa þings væri að koma í veg fyrir hækkun vfsitölunnar 1. september n.k. Hann sagðist þó draga í efa, að það yrði gert fyrr en ríkis- stjórn hefði verið mynduð. þessar mundir, getur verið sú, að tiltölulega hlýtt hefur verið í sumar, og því meira vatn komið frá jöklunum en undanfarin sumur. Sagði Sigurjón, að þeir vatna-' mælingamenn væru viðbúnir Grænalónshlaupi og þegar það kæmi yrði kannað hvaða áhrif slfkt hlaup hefði á varnargarðana, sem eru við brúna yfir Súlu og Núpsvötn. Skattstofa Suðurlands á ný til Eyja SKATTSTOFA Suðurlands hefur allt frá því að eldgosið í Vest- mannaeyjum hófst, haft aðsetur sitt hjá ríkisskattstjóra og skatt- stofunni í Reykjavík. I næstu viku verður hins vegar sú breyt- ing á, að skattstofan mun aftur flytjast til Vestmannaeyja. Einar H. Eiríksson, skattstjóri Suður- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið f gær, að enn væri ekkert hægt að segja um, hvenær skatt- skrá Suðurlands kæmi út. Skráin færi til vinnslu hjá Skýrsluvélum ríkisins í dag, og útkoma hennar færi eftir því hve vel gengi að vinna úr gögnunum. Hann sagði, að er skattstofan væri komin til Eyja störfuðu þar 4 mannsekjur. — Þjóðarganga Framhald af bls. 3. leikafélaginu Gerplu í Kópavogi undir stjórn Margrétar Bjarna- dóttur og piltar úr Glímufélaginu Armanni, Reykjavík, taka samsett leikfimistökk undir stjórn Guðna Sigfússonar. Hundrað unglingar úr Húna- vatns- og Strandasýslu skrá á Efri-Vellina með hreyfingum sín- um og litríkum slæðum tákn og ártöl úr sögu þjóðarinnar. Stjórn- andi er Höskuldur Goði Karlsson. Fimleikaflokkur stúlkna úr IR, Reykjavík, undir stjórn Olgu B. Magnúsdóttur bregður svo upp með háttbundnum æfingum eld- inum úr merki hátíðarinnar. Hljómlist til þess að leiða þessa sýningu stúlknanna hefur Carl Billich samið. Þessir fjórir sfðasttöldu flokkar bera svo uppi lokaatriði hátíðar- innar áður en forsætisráðherra flytur ávarp. — Friðun Framhald af bls. 32 vissulega svo á, að þetta geti ís- lenzka rikisstjórnin ekki gert“. McKenáe kvað veiðar á þessu svæði vera bannaðar í marz og apríl, og þar sem það veiðibann gilti ekki nú, væri Bretum heimilt að veiða á svæðinu. Hann sagði, að samkvæmt skýrslum, sem hann hefði um veiðar togaranna, væri nú aðeins einn brezkur togari á svæðinu og táknaði það sjálfsagt, að þar væri lítinn fisk að fá. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar reyndist enginn brezkur togari vera innan svæðis- ins á Strandagrunni í fyrradag, er landhelgisgæzluflugvélin flaug yfir svæðið. Talsmaður Gæzlunn- ar, Gísli Isleifsson, kvað varðskip- in mundu fyrst í stað stugga við skipum að veiðum á svæðinu — a.m.k. á meðan talið er, að togara- skipstjórar hafi ekki heyrt uul þessar nýju friðunarráðstafanir* Jón Olgeirsson, ræðismaður Islands í Grimsby, sagði í samtali við Morgunblaðið, að friðun svæðisins hefði komið mjög á óvart í Grimsby og Hull; enda hefði fslenzka ríkisstjórnin ekki sent úr neina viðvörun áður en hún lokaði svæðinu. „Togaramenn hér hafa sagt, að skemmtilegra hefði verið að til- kynna lokunina með einhverjum fyrirvara, og einstaka skipstjóri hefur sagt í hita dagsins, að hann muni halda áfram veiðum á frið- aða svæðinu. Hins vegar tel ég, að brezkir sjómenn muni virða þessa friðun. Þeir vita vel, að ekki þýðir að veiða ókynþroska fisk, og stór hluti þess afla, sem togararnir hafa fengið á Strandagrunni að undanförnu, hefur farið beint í gúanó. Allt upp í 50—70% af aflanum, sem landað hefur verið hefur reynzt ókynþroska," sagði Jón. Þá sagði hann ennfremur, að friðun svæðisins hefði verið túlk- uð á mjög villandi hátt í Bret- landi. „Flest blöðin sögðu, að svæðið væri aðeins lokað fyrir brezkum togurum. Með þessu ætluðu Islendingar sér að ýta Bretum enn nær 50 mflunum og svona yrði haldið áfram stig af stigi. Ég hef haft nóg að gera í dag, við að leiðrétta þessa mis- sögn,“ sagði Jón. Að lokum sagði Jón, að brezkir togarar hefðu fiskað ágætlega úti fyrir Austfjörðum að undan- förnu, og þar fengist vænn fiskur. — Sjóstangaveiði Framhald af bls. 3. ur og alltaf von á miklu stærri! fiskum, en annars staðar f Evrópu. Það er ekki vitað enn, hvað margir útlendingar koma til leiks að þessu sinni, en þegar hafa borizt þátttökutilkynningar frá mörgum Evrópulöndum, Ameríku og Suður-Afríku. Sjóstangaveiðimót hafa oft verið haldin á Akureyri, en þetta verður það viðamesta. Þeir, sem til þekkja, vita hvaða dásemd það er að róa á Eyjafirði og fram- kvæmd móta Sjóstangaveiðifélags Akureyrar hefur aldrei brugöizt. Vegna mikillar þátttöku ættu menn að panta skipsrúm strax hjá Karli Jörundssyni á Akureyri. Verðlaun á mótinu verða mörg og mikil og eru þau gefin af nokkrum dagblöðum erlendis og Morgunblaðinu í Reykjavík. — Friðrik Framhald af bls. 2 Gunnar Gunnarsson forseti Skáksambands Islands sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að Friðrik hefði verið búinn að ætla sér að taka þátt í I.B.M. mót- inu í Hollandi um þessar mundir, en af því hefði ekki getað orðið vegna veikinda hans. Hann sagði, að Friðrik hefði fyrst fundið fyrir veikindum á Ölympíumótinu í Frakklandi, og hefðu þau trúlega dregið úr árangri hans. Friðrik mun að öll- um líkindum taka þátt í alþjóðlegu móti, sem fer fram f nóvember í haust í Madrid á Spáni. Framhald af bls. 1 Grísk skip voru á leið austur Eyja- haf og tyrknesk orrustnskip og 900 þúsund hermenn eru sagðir reiðubúnir í stöðvum sínum. STÖÐUGIR FUNDIR OG REYNT AÐ FINNA SAMKOMULAGS- GRUNDVÖLL I allan dag voru stöðug funda- höld í London milli ríkisstjórnar Bretlands, Tyrklands og Makariosar til að finna lausn á þessu vandamáli. Meðan Makarios ræddi við Wilson og Callaghan utanríkis- ráðherra bárust þær fréttir frá Kýpur, að þar væri allt með kyrr- um kjörum og svo virtist sem hin- ir nýju valdhafar hefðu öll ráð í sínum höndum. Utgöngubanni var aflétt og útvarpið í Nikosiu flutti hvatningu til tyrkneska minnihlutans um að óttast ekki nýju forystumennina. Forsætisráðherra Tyrklands, Bulent Ecevit, kom til London ásamt ráðgjöfum til að ræða málin og tilkynningar frá Ankara hljóða í þá átt, að stjórnin kjósi helzt að leysa málið eftir diplómatfskum leiðum. I viðræðum þeirra Wilsons og Makariosar lagði brezki forsætis- ráðherrann áherzlu á, að Bretar styddu Makarios og litu á hann sem hinn eina Iöglega stjórnanda Kýpur og sagði Wilson, að Bretar myndu vinna að þvf eftir beztu getu, að Makarios gæti horfið á ný til síns heima sem forseti. Makarios sagðist vera mjög þakklátur brezku stjórninni fyrir alla vinsemd hennar og stuðning og lét í Ijós von um, að betri dagar mættu upp renna hið allra fyrsta. STUÐNINGSMENN MAKARIOS- AR SAGÐIR HAFA GEFIZT UPP I Nikosiu sagði útvarpið frá því, að síðustu herforingjarnir, sem studdu Makarios, hefðu gefizt upp og að engin mótstaða væri nú lengur til f landinu. Nikos Samp- son, sem er sagður hafa tekið við embætti forseta, sagði, að öllum hefði verið skipað að afhenda vopn sfn til lögreglunnar. Yrði gerð húsleit á næstu dögum og þeir leiddir fyrir herrétt, sem hefðu fyrirmælin að engu. VIÐBRÖGÐ VIÐ KYPUR- MALINU Margir hafa látið f ljós skoðun sína á atburðunum á Kýpur og EBE-ráðið f Brflssel sagði í opin- berri yfirlýsingu, að þar væru menn mjög áhyggjufullir vegna ástandsins. Þar er lögð áherzla á, að samningur EBE við Kýpur byggist á þvf, að eyjan sé sjálf- stæð og fullveldi hennar í engu skert, þar sem ávinningurinn eigi að koma öllum eyjarbúum til góða. Konstantín, fyrrverandi kon- ungur Grikklands, sendi frá sér orðsendingu, þar sem hann hvatti til, að lögleg stjórn tæki aftur við á Kýpur og lét hann í ljós stuðning við Makarios. I Pravda, málgagni Sovét- stjórnarinnar, segir, að óhjákvæmileg afleiðing valda- ránsins á Kýpur hljóti að verða aukin spenna á austurhluta Miðjarðarhafsins. Er farið hörð- um orðum um þá, sem hafi staðið að baki valdaráninu og telur Pravda, að þar muni herforingja- stjórnin í Aþenu hafa verið hvað atkvæðamest. Bandarísk og brezk blöð skrifa um atburðina í forystugreinum sfnum og meðal þeirra er New York Times og virðist það einnig lfta svo á, að griska stjórnin hafi verið potturinn og pannan í málinu. Brezka blaðið Guardian segir: „Það skiptir sköpum, að Makarios er á lffi. Það dregur ekki úr þeim harmleik, sem yfir stendur, en það gefur öllum þeim, sem vilja sjálfstæði Kýpur, von um, að svo geti orðið.“ Blaðið telur Makarios vera þann eina, sem geti bjargað Kýpur, efnt til nýrra kosninga og fært Kýpurbúum frið á ný, ein- faldlega af þvf, að Grikkir á Kýp- ur treysti forsjá hans. Ekki sé vafi á því, að NATO muni beita áhrif- um sínum eftir mætti, þar sem með öllu sé óvíst, að Gizikis, forseti Grikklands, treysti sér út f styrjöld við Tyrki þar sem Grikkir myndu að öllum líkindum tapa ,henni. I Grikklandi kveður við annan tón í blaðafregnum. Er þar farið hörðum orðum um Makarios og vegna eiginhagsmunastefnu hans hafi hann leitt hjá sér að gæta hagsmuna þeirra, sem honum bar að þjóna. Blaðið Acropolis segir, að málið sé innanríkismál Kýpur og ítrekar það, sem grfska stjórn- in hefur fyrr lýst yfir, að hún eigi ekki að taka þátt í aðgerðum á eynni. Annað blað í Aþenu, Estia, seg- ir, að samkvæmt óstaðfestum heimildum hafi rösklega 300 manns Iátið Iffið á Kýpur sfðustu tvo daga. Blaðið segir, að ekkert manntjón hafi orðið meðal óbreyttra borgara. Þá segja grísk blöð í dag, að nýja stjórnin á Kýpur virðist traust í sessi og nýja forsetanum berist árnaðar- óskir hvaðanæva að af eyjunni. Eitt blað í Aþenu, Athens News, sem er gefið út á ensku, segir, að það ætli ekki að birta neitt um ástandið á Kýpur, vegna þess, að ritskoðari hafi lýst yfir, að ein- vörðungu megi prenta það í blöð- um, sem sé að skapi stjórnvalda f Aþenu. Otgefandi þessa blaðs, Yannis Horn, hefur tvívegis verið settur f fangelsi vegna þess, að hann hefur hundsað ritskoðunar- lögin í Grikklandi og útgáfa blaðs hans hefur verið bönnuð um stundarsakir að minnsta kosti þrisvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.