Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULI 1974 ÁFHNIAO HEIL.LA DAGBÓK f dag er fimmtudagur 18. júlf, sem er 199. dagur ársins 1974. Ardegisflóð f Reykjavfk er kl. 5.09, sfðþdegisflóð kl. 17.36. 1 Reykjavfk er sólarupprás kl. 3.48 og sólarlag kl. 23.17. Sólarupprás á Akureyri er kl. 3.06 og sólarlag kl. 23.28. ((Jr almanaki fyrir fsland). En Drottinn sagði: Eg er Jesús, sem þú ofsækir. En rfs þú upp og statt á fætur þfna; þvf að til þess birtist ég þér, til þess að kjósa þig að þjóni og að votti bæði um það, að þú hafir séð mig og um það, er ég mun birtast þér. 25. maí voru gefin saman í Kópavogskirkju af sr. Þorbergi Kristjánssyni ungfrú Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðs- son. Heimili þeirra er að Reyni- hvammi 15. (Studio Guðmundar). BANAÐI MINKUM VIÐ ELLIÐAÁR Sfðastliðinn sunnudag varð Eggert Magnússon, Leifsgötu 24, var við, að minkur fór inn f greni sitt við Vatnsendastffluna f Elliðaánum með laxaseiði. Var Eggert um stund við grenið og beið þess að minkurinn kæmi út. Stuttu sfðar komu tveir minkar úr ánni að greninu og rotaði Eggert þá báða með spýtu. Var þar vel að staðið, enda full ástæða til að berjast hart gegn þessum vargi. Læða týndist í Þjórsárdal Læða grá og hvít að lit tapaðist frá tjaldi i Þjórsárdal sl. sunnudag. Þeir, sem kynnu að vita um ferðir kisu þessarar eru beðnir að hringja í síma 50689. Nýlega voru gefin saman í Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni Guðlaug Steinunn Kristófersdóttir og Hannes Einar Guðlaugsson. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Gnoðarvogi 11. (Ljósm.st. Sigurðar Guðmundss.) 30. júní voru gefin saman í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Öskari Finnbogasyni frá Bíldudal Guð- björg Harðardóttir og Helgi Sæ- mundsson. (Ljósm.st. Hafnarfjarðar) 28. apríl voru gefin saman ungfrú Sigurbjörg Björnsdóttir og Michael Kingsby. Heimili þeirra er 14 Queens Cresent, Burges Hill, Sussex, England. (Studio Guðmundar) Gerið svo vel og fáið yður sæti Þetta byrjaði með þvf að ég ætlaði að leggja inn umsókn hjá opinberri skrifstofu og fékk mér sæti á biðstofunni. Þegar ég hafði beðið f átta daga byrjaði starfsfólkið að gefa mér te. Mörgum hefur þótt sem starfsfólki f þjónustu rfkisins f jölgaði með hröðum og undar- legum hætti. Islendingar eiga ekki einir við þetta vandamál að strfða og danski teiknarinn Bo Bojesen hefur komið fram með eina skýringu eins og sjá 1 *= O O 0 O o i-I ::E Stuttu sfðar fékk ég borð til að hafa bollann á og brátt fékk ég Ifka ruslakörfu og sfma. Og núna er ég komfnn á launaskrá og orðinn yfirmaður biðstofu stofnunarinnar. ást er . . . . . . að hjálpa henni, þegar hún er þreytt. TM Reg. U.S. Rot. Off.—All rights reserved V) 1974 by Los Angeles Times Vikuna 12.—18. júlí verður kvöld-, helgar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Garðsapóteki, en auk þess verður Lyfjabúð- in Iðunn opin utan venjulegs afgreiðslu- tíma til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. |KRDSSGÁTA Lárétt: 1. níða 6. fæða 8. skamm- stöfun 10. ósamstæðir Jl. líknesk- ið 12. 2 eins 13. tónn 14. fugl 16. þrautina Lóðrétt: 2. 2 eins 3. tuskuna 4. róta 5. fleygir 7. hlutina 9. stefna 10. hás 14. sérhljóðar 15. ósam- stæðir Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1. krass 6. örk 8. bakkann 11. brú 12. rán 13. II 15. ri 16. kút 18. narraða Lóðrétt: 1. röku 3. ARK 4. skar 5. obbinn 7. önnina 9. ari 10. nár 14. túr 16. kr. 17. tá Pennavinir Stúlka á Akranesi vill komast í bréfasamband við krakka á aldrinum 12—14 ára. Áhugamál hennar eru útilegur, lestur góðra bóka, dans, frímerki o.fl.: Elfn. Árnadóttir, Hjarðarholti 18, Akranesi. Fjórir krakkar í Keflavík vilja eignast pennavini annars staðar á landinu: Hjalti Gústavsson, Máva- braut 80; Ásdfs Gústavsdóttir/ Mávabraut 80; Hólmfrfður Sigurðardóttir, Faxabraut 35D; vilja skrifast á við krakka á aldr- inum 13—15 ára. Sigrún Marfa Kolbeinsdóttir, Mávabraut 8A vill skrifast á við 11—13 ára krakka. Áhugamálin eru popptónlist, lestur góðra bóka og fleira. 1 BRIPGÉT Hér fer á eftir spil frá leik milli Sviss og Austurríkis f Ólympíu- móti fyrir nokkrum árum. Norður S. 9-4-2 H. 8-6-5-3-2 T. Á-G-10-6-4 L. — Vestur S. A-D H. D-9-4 T. D-8-5-2 L. G-8-4-2 Austur S. 10-8-5-3 H. K-G-10-7 T. K-9-7 L. K-9 Suður S. K-G-7-6 H. Á. T. 3 L. Á-D-10-7-6-5-3 Við annað borðið sátu svissnesku spilararnir N-S og þar gengu sagnir þannig: A 11 Allir pass Með redoblinu ætlaðist norður til, að félagi hans breytti sögn- inni, en honum brá heldur illilega við, þegar suður lét sögnina standa. Vestur lét út hjarta og eins og sést á spilunum á sögnin að vinnast, en sagnhafa voru eitt- hvað mislagðar hendur og spilið varð einn niður. Við hitt borðið voru N-S ákaf- lega bjartsýnir og sögðu 4 spaða. Vestur lét út tígul 2 og það varð til þess, að spilið varð 5 niður, en þar sem það var ódoblað, þá tap- aðist ekki nema 250. SÁ IMÆSTBESTI | — Guði sé lof að ég skuli ekki eiga nema einn strák, sagði Jónas. Og nú verður það ekki meir fyrst ég er orðinn næturvörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.