Morgunblaðið - 18.07.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.07.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 7 ‘v V Ví'— V/ THE OBSERVER Eftir Michael Davie Magruder skrifar um Watergate Af þeim ungu og áhugasömu mönnum, sem hófu störf í Hvita húsinu til að „þjóna" — eins og þeir sjálfir sögðu — hagsmunum Richards Nixons, var enginn efnilegri og fáir álitilegri en Jeb Stuart Magruder. Forfaðir hans fluttist frá Skotlandi til Banda- ríkjanna árið 1 659 að því er ættarsagan hermir og auðgaðist vel á tóbaks- rækt í Maryland-ríki. Faðir Magruders var for- ingi í síðustu riddaraliðs- sveit bandarlska hersins í fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar annar sonur hans fæddist árið 1934 var hann skírður Jeb Stuart eftir átrúnaðargoði föðursins, herhöfð- ingjanum Jeb Stuart, sem var yfirmaður riddaraliðs Suðurríkj- anna í borgarastyrjöld- inni, eða þrælastríðinu, eins og það er stundum nefnt. Jeb Stuart Magruder er ekki lengur í Hvíta húsinu, heldur í Allen- dale-fagelsinu fyrir aðild sína að Watergate-sam- særinu. Það er róleg- heita fangelsi. Magruder er góður tennisleikari og kennir nú meðföngum slnum þá íþrótt. í fyrri viku, meðan Magruder var enn að afplána refsingu sína, fylltust bókabúðir um öll Bandarikin af stöflum af nýútkominni sjálfsævi- sögu hans. Bókin heitir: „An American Life: One Man's Road to Water- gate", og er talið senni- legt, að hún verði met- sölubók. Bókin er þykk, vel prentuð á þykkan pappír, og kostar 10 dollara. Á kápubaki er stór mynd af samsæris- manninum sjálfum, brosandi og með hand- leggina á baki sófans, sem hann situr í, en um- hverfis hann sitja konan hans og börnin fjögur, öll brosandi, og svo heimiliskötturinn. Það er eins og myndin eigi að sýna Magruder eins og hann vill koma öðrum fyrir sjónir: vin- sæll, áreiðanlegur, vel launaður framkvæmda- maður á uppleið í þjóð- félagsstiganum. Hvaða veila var það, sem sendi hann í fangelsi? Það verður að viður- kenna, að bókin hans er nokkuð góð og í henni kemur fram ákveðið mat Jeb Stuart Magruder hans á samstarfsmönn- unum í Hvíta húsinu og á forsetanum. Þá gefur bókin einnig til kynna hvað varð Magruder að falli. Bókin varpar skýru Ijósi á ósjálfráða og óskammfeilna efnis- hyggju Magruders, og framaþrá. Sem drengur dvaldist Magruder á sumrin meðal auðmanna á Cape Cod, þar sem „ég heillaðist af glæsileik húsanna, og ákvað með sjálfum mér að heim- sækja þau öll, sem ég gerði með því að ræða við ibúana á ströndinni og fá þá til að bjóða mér. „Hann hafði lag á koma sér innundir hjá fólki. Að loknu háskólanámi hóf hann störf hjá risa- fyrirtækinu IBM „vegna þess, að IBM var ímynd áhrifa og álits". Seinna vann hann hjá Crown Zellerbach-félaginu um skeið. Hann hafði jafnan augun opin, og brátt komst hann að því, að það var ekki nóg að vera ríkur til að verða mikils metinn, heldur þurfti einnig að komast til áhrifa í stjórnmálum. Hann ákvað þessvegna að vinna að kosninga- undirbúningi fyrir ýmsa frambjóðendur repú- blikana. „Mér þótti gaman að sigra i kosn- ingum, og til að vinna sigur varð ég að vera laus við allar grillur." Um skeið vann hann samtímis fyrir bæði Barry Goldwater, sem var mjög hægrisinnað- ur, og Charles Percy, sem var fulltrúi frjáls- lyndra repúblikana. Árið 1960 hóf hann störf fyrir Nixon. Ekkert bendir til þess i frásögn Magruders, að neitt af stórmálum þeirra tima — Vietnam-styrjöldin, mannréttindabaráttan eða stúdentaóeirðirnar — hafi hrært hann eða vakið áhuga hans. Að eigin sögn var hann gagntekinn af eigin frama á pólitiska sviðinu og skipulagningu kosn- ingabaráttunnar. Eitt sinn á árinu 1970 fylgdist hann með þvi i Hvíta húsinu þegar Nixon skýrði þjóðinni frá einni mest umdeildu ákvörðun stjórnar hans til þess tima: innrásinni i Kambódíu. Magruder lýsir viðbrögðum sinum: Hann hugsaði ekkert um það hvort ákvörðun Nixons hafi verið rétt eða röng; hann hafði aðeins áhyggjur af þvi, að orðalag forsetans var ekki nógu loðið til þess að draga úr deilunum, og átti þvi eftir að valda erfiðleikum, sem unnt hefði verið að komast hjá. Jafnvel eftir að Magruder var orðinn uppvis að meinsæri og ósannsögli i sambandi við rannsókn Watergate- málsins hafði hann aug- un opin fyrir eigin frama. Stuttu eftir að hann hafði borið Ijúgvitni við yfirheyrslur hjá FBI, ríkisrétti og hjá sak- sóknara dómsmálaráðu- neytisins, fór hann flug- leiðis til Kaliforníu til að kanna möguleika á eigin framboði við rikisstjóra- kjör þar (og taldi hann likurnar góðar). Hann segir, að sér hafi likað stjórnmálalífið vel. Á sinn hátt á hann við það, að sér hafi likað vel leyfisferðir til Bahama, að aka um i bifreið á skrásetningarnúmerum Hvita hússins, og ferðast um Bandaríkin i einka- flugvélum oliufélaga. Daginn, sem innbrotið var framið i Watergate, var hann staddur i þekktasta hóteli Kali- forniu, Beverly Hills Hotel: „Polosalurinn þeirra var uppáhalds- staðurinn minn i Los Angeles; hann var einn þeirra fáu staða þar sem ég gat fengið reykta síld i morgunverð." Hann gefur í bókinni góða mynd af daglegu lífi i Hvita húsinu. Þar var saman kominn fjöldi ungra, greindra og framagjarnra manna, sem töldu sig ekki þang- að komna til að þjóna hagsmunum þjóðarinn- ar. Flestir þeirra hugsuðu aðeins um eigin upphefð, þó það væri á kostnað félag- anna. (Stytt) 50 ferm. íbúð i Paris til leigu til 1. okt. Hluti sumars kemur til greina. Upplýsingar i sima 10481. Taunus 1 7 M árg. '59 station til sölu. Þarfnast smá við- gerðar. Vél góð og nýleg bretti. Varastykki fylgja. Selst ódýr. Uppl. i sima 53424 eða 53686 eftir kl. 7 á kvöldin. Atvinnurekendur Ung stúlka vön vélritun óskar eftir skrifstofustaifi. Upplýsingar i sima 43634. Keflavik til sölu vel með farið hús við Austurgötu ásamt bílskúr, má selj- ast i tvennu lagi. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7 sími 1420. íbúð til leigu i Njarðvikum. Fyrirframgreiðsla óskast. Upplýsingar i sima 92-8283 kl. 8 — 1 0 á kvöldin. Keflavik til sölu lítið einbýlishús ásamt bil- skúr á góðum stað. Fasteignasalan Hafnargötu 27 simi 1420 Saumakona okkur vantar konu til léttra sauma- starfa f.h. Upplýsingar i Fönn • Langholtsvegi 113, i simum 82220 og 82221. Hjólhýsi Mjög vel með farið 6 manna hjól- hýsi til sölu. Upplýsingar i sima 92-2772 eftirkl. 1 9.00 Til sölu VW sendibill árg. '66. Simi 53240. Hiab bilkrani 3Vi tonn til sölu. Upplýsingar i sima 92-1066 og kl. 7—7.30 i sima 92-1 333. Til leigu 4ra herb. ibúð á 2. hæð i Fossvogi til leigu. Tilboð sendist Mhl. merkt: 1060. Bedford '73 Sendiferðabill 1400 kg burðar- magn með leyfi. gjaldmæli og tal- stöð til sölu. Uppl. i sima 42073. Ódýr sængurföt Night and day sængurföt aðeins 2075. Handkl. 190. Dömublússur 880. Versl. Sunnuhvoll Viðimel 35, Rvik. Keflavik Lítil kjallaraibúð til leigu frá 1. ágúst i mjög góðu standi. Uppl. i síma 1812 eftir kl. 7.30 á kvöldin. Önnumst Tollskýrslugerðir og verðútreikn- inga fyrir smærri fyrirtæki og ein- staklinga. Uppl. i síma 26779 kl. 10 — 12 og á kvöldin. Sandgerði Til sölu 84ra fm einbýlishús ásamt 40 fm einangruðum bilskúr. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- fihns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1263 og 2890. VW Microbus Til sölu VW. Microbus árg. '70. Bifreiðin er i góðu lagi. Skoðaður '74. Nývél. Góð dekk. Útvarp. Uppl. i síma 50508. jWsrjjunWntnti =^» mnRGFRLDRR mÖGULEIKH VORR ,iiuiöiimi LJtbúum borðfána, hornveifur og bílmerki fyrir íþróttafélög og önnur samtök. Prentum merki og myndir á boli. Prentum gluggamerkingar fyrir verzlanir og fyrirtæki. Útbúum alls konar plast- skilti. Reynið viðskiptin, vönduð vinna. Silkiprent Lindargötu 48 simi 14480. Þjóðhátíð Snæfellinga og Hnappdæla verður haldin að Búðum á Snæfellsnesi dagana 20. og 21. júlí. Fjölbreytt skemmtiatriði báða dagana. Öll meðferð áfengis bönnuð. Aðgangur 500 kr. fyrir fullorðna. Börn innan fermingaraldurs fá ókeypis aðgang. Fólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um staðinn. Verið velkomin Þjóðhátíðarnefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.