Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 21 Þessi mynd var tekin nýlega af ms. Hvítá, nýjasta skipi Hafskips hf. Minning: Sigurlaug Gísla- dóttir, Hvassafelli F. 6.1.1891 D. 5.6.1974 Hinn 13. júní sl. var jarðsett að Hvammi f Norðurárdal húsfrú Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudags- blaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Greinarnar verða að vera vélritaðar með gððu Ifnu- bili. Anarkistar sprengja bifreiðir Lourdes, 16. júlf — NTB. SPÁNSKIR anarkistar sprengdu á þriðjudag f loft upp 13 lang- ferðabifreiðir f franska bænum Lourdes. Bifreiðarnar voru notað- ar af starfsmönnum og þátttak- endum f hjólreiðakeppninni Tour de France. Jafnframt var kveikt f 14 öðr- um bifreiðum. I grennd við hinar ónýtu bifreiðar fundust flugrit, þar sem sagði, að Samtök um alþjóðlegar byltingaraðgerðir bæru ábyrgð á sprengingunum. Ekkert manntjón varð. Sigurlaug Gísladóttir, Hvassa- felli. Hún var fædd að Hvammi, dóttir hjónanna séra Gísla Einars- sonar og frú Vigdísar Pálsdóttur. Þar ólst hún upp á menningar- heimili, f glöðum og góðum syst- kinahóp og fluttist að Stafholti, þegar séra Gísli varð prestur þar. Sigurlaug stundaði nám í Kvennaskóla Reykjavíkur f 2 vet- ur, en vann að búi foreldra sinna að sumrinu og einnig að námi loknu helgaði hún foreldrum sín- um og æskuheimili starf sitt. Haustið 1917 kom ég öllum ókunnugur í Borgarfjörð og dvaldi 2 næstu vetur f Hvftár- bakkaskóla. Fljótt mynduðust náin kynni mín við frændfólkið í Stafholti, varð ég þar sem heima- gangur. Var mjög góð vinátta milli okkar frændsystkinanna alla tfð. Heimilið í Stafholti, undir stjórn hinna merku prófastshjóna var í fremstu röð myndarheimila í Borgarfirði á þeim árum. Þar voru allir samhentir. En það fór ekki fram hjá neinum hlutur Sigurlaugar í allri umgengni þar. Það var sama hvort heldur hún rúði lambærnar á vorin eða gekk að heyvinnu á sumrin, hvort hún fór í f jósið og mjólkaði kýrnar eða var við matseld og framreiðslu eða sat inni í stofu við sauma og hannyrðir, allt leysti hún af hendi með sama myndarbrag. — Geðprýði þessarar konu var frá- bær. Hún var sannur ljúflingur fjölskyldunnar. Hún var mjög söngvin og það var léttur blær og ljúfur yfir lífinu í stofunni f Staf- holti, þegar Björn Gfslason sat við orgelið og þau sungu saman syst- kinin. Þau voru einnig mjög góð- ur styrkur í starfi ungmenna- félaganna í Borgarfirði á þeim árum. Árið 1928 giftist Sigurlaug eft- irlifandi manni sínum, Þorsteini Snorrasyni frá Laxfossi, miklum dugnaðar og mannkostamanni. Þau hófu búskap á Hvassafelli, keyptu þá jörð og bjuggu þar all- an sinn búskap. Þau voru sam- hent í því að stofna og viðhalda traustu myndarheimili og brást húsfreyjan hvergi í öruggu sam- starfi við sinn lífsförunaut. Þeim varð tveggja sona auðið, eru það: Snorri, yfirkennari við Sam- vinnuskólann í Bifröst, giftur Eygló Guðmundsdóttur, og Gísli bóndi á Hvassafelli, giftur Elínu Jóhannesdóttur. Reka þeir bræð- ur báðir búið á Hvassafelli. Nú er Sigurlaug farin yfir landamærin. Ég geymi í huga mér hlýja þökk til hennar, sem ég skoðaði ætíð sem systur mína og bið henni blessunar Guðs. Kæri Þorsteinn! Þessi fáu minningarorð eru seinna á ferð en ég vildi og bið ég þig velvirð- ingar á því. En að lokum þakka ég ykkur báðum fyrir langa og trygga vin- áttu. Um leið og ég votta ykkur öllum mfna innilegustu samúð, veit ég að minningin, sem þú átt um frændsystur mfna, verður þér styrkur og leiðarljós, þangað til þið hittist aftur og hún tekur á móti þér f landi lífsins. Bjarni Halldórsson, Uppsölum. — Hæstaréttar- dómur Framhald af bls. 19 mörkum. I verksviðslýsingunni er m.a. lögð sú spurning til úrlausn- ar fyrir gerðardómsmenn, í hvaða gjaldmiðli skyldi greiða bætur. Gerðardómsmenn úrskurðuðu, að vita- og hafnarmálastjórn skyldi greiða gagnáfrýjendum íslenzkar krónur 149.455.000.00 en tóku fram, að fjárhæð þessari bæri „að breyta samkvæmt hverskyns gengislækkun, sem verða kynni, áður en hún er greidd“, eða eins og segir í hinum enska texta gerð- arinnar „This sum should be readjusted by any devaluation which might occur prior to its payment", Með hliðsjón af ákvæðum verksamningsins og verksviðslýsingarinnar var gerð- ardómsmönnum rétt að taka af- stöðu til þess, í hvaða gjaldmiðli bætur skyldu greiddar og hvort þær, ef til kæmi, skyldu háðar gengisbreytingum. Orðalag gerð- arinnar að þessu leyti er að vfsu eigi skýrt, en telja verður dóm- stólum heimilt að skýra það. Þykja gallar á gerðinni að þessu leyti eigi það veigamiklir, að varð- að geti ójrldingu hennar. Þá verð- ur eigi talið; eins og atvikum er háttað, að ákvæði 1. gr. laga nr. 71/1966 standi þvf í vegi, að dæmdar bætur séu háðar gengis- breytingum. Dómsorð eru á þessa leið: — Aðaláfrýjandi, vita- og hafn- armálastjóri, samgöngumálaráð- herra f.h. rfkissjóðs, greiði gagn- áfrýjendum, Hochtief A/G og Véltækni h/f, 149.455.000.00 með 7% ársvöxtum frá 8. júlf 1971 til greiðsludags. Fjárhæð þessi skal breytast f samræmi við þær breyt- ingar á gengi fslenzkrar krónu, sem verða vegna breytinga á stofngengi hennar og hliðstæðra ráðstafana fslenzkra stjórnvalda á tfmabiiinu frá 8. júlf 1971 til greiðsludags. Dómskuldin þannig reiknuð skal þó eigi nema hærri f járhæð en svarar til þeirra breyt- inga, sem orðið hafa á gengi fs- lenzkrar krónu gagnvart vestur- þýzku marki á tfmabilinu frá 8. júlf 1971 til greiðsludags, miðað við söiugengi f Reykjavfk. Málskostnaður f héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Tveir af fimm hæstaréttardóm- urum, sem kváðu upp dóminn, skiluðu sératkvæði og fer dóms- niðurstaða þeirra hér á eftir: Aðaláfrýjandi, vita- og hafnar málastjóri, samgönguráðherra og fjármálaráðherra f.h. rfkissjóðs á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýj- enda, Hochtief A/G og Véltækni h/f í máli þessu. Málskostnaður f héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. * , PorsMnliIaöiíi margfaldnr markad vðar HATIÐAR UMSLOG Þjóðhátiðarnefndar 1974 ÞINGVELLIR 874-1974 25 \ V28juHl974/ / ÞJÓÐHÁTlÐ ÍSLENDINGA 28 VII-1974 Þjóðhátíðamefnd 1974 Þjóðhátfðarnefnd 1974.gefur út umslög til stimplunar á Þingvöllum 28. júlí n.k. Þar verður í notkun sér- stakur hátíðarstimpill. Umslögin verða í tveimur stærðum, venjulegri stærð og stærri. Stærri umslögin rúma öll þjóðhátíðarfrímerkin, ellefu talsins. Umslögin verða númeruð. Til þess að forðast óþægindi og bið við póstafgreiðsluna á Þingvöll- um, gefst mönnum kostur á að leggja umslögin inn álimd hjá póstafgreiðsl- um, til stimplunar, til og með föstu- deginum 26. júlí. Umslögin fá menn síðan afhent, stimpluð, á sömu póst- afgreiðslum að hátið lokinni. Forsala umslaganna hófst 18. júlí á pósthúsinu í Reykjavík, ýmsum póst- húsum úti á landi, í Frímerkjamiðstöð- inni og Frímerkjahúsinu. Á Þingvöllum verða umslögin til sölu í póstafgreiðslunni á hátíðar- svæðinu. Sala annarra umslaga á hátíðar- svæðinu er bönnuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.