Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 19 Fylgisaukning Palme eftir sam- komulag við stjórnarandstöðuna SAMKVÆMT nýlegri skoðanakönnun hafa flokkur sænskra sósíal-demókrata, sem er í stjórn, og flokkur frjálslyndra, sem er í stjórnar- andstöðu, báðir aukið fylgi sitt. Skoðanakönnunin var talin mjög mikilvæg, þarsem hún er sú fyrsta, sem gerð hefur verið meðal almenn- ings, síðan flokkarnir tveir gerðu með sér samkomulag, sem tryggði Olof Palme for- sætisráðherra í sessi, klauf stjórnarandstöðuna, og olli því, að stjórnarskipti virðast nú enn ólíklegri en áður eftir 42ja ára stjórnartíð sósíalista. Sósíal-demókratar virðast standa völtum fótum. Þeir eru nú sem stendur í minni- hluta á þingi, hafa 156 þing- sæti af 350. Kommúnistar, sem veita þeim stuðning, hafa 1 9 þingsæti, og þannig skapast vandræðaástand: sósíalistar hafa 1 75 þingsæti og hinir sömuleiðis 175 þingsæti. Af þessum sökum mætti búast við mikilli pólitískri kreppu, en slíkt hef- ur þó ekki gerzt. Eftir 40 ára stjórnarandstöðu, og jafnvel lengur, hafa hægri öflin sljóvgazt gagnvart valdhöf- unum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Almennt má segja, að í hugum meirihluta kjósenda og mikils hluta stjórnarand- stöðuflokksmanna standi sænskir sísíal-demókratar sem sameiginlegt þjóðfélags- legt tákn. Af íhaldsflokki, Frjálslyndum, og Mið- (Bændað)flokki, sem mynda stjórnarandstöðu, er aðeins hægt að segja, að hægri sinnar í Ihaldsflokknum standi gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar. Og hvað sem leiðtogar Miðflokks og Frjálslyndra kunna að hugsa með sjálfum sér, áræða þeir *£& THE OBSEKVER jrpns Höfundur: Roland Huntford ekki að gagnrýna ríkisstjórn- ina of harðlega í fjölmiðlum af óta við afleiðingarnar með- al kjósenda. Flokkarnir þrír, sem mynda hægri öflin, hafa aldrei myndað með sér samstöðu, hvorki í framboði né í þing- sölum, þar sem slíkt yrði mjög óþægilegt fyrir Frjáls- lynda og Miðflokkinn. Skýr- ingin er þessi; Svíþióð er stjórnað af „samskipan" eða „samræmi" (consensus), sem nú liggur frekar á vinstra væng Miðflokksins. Ef þeir (þ.e.a.s. Frjálslyndir og Mið- flokkurinn) tækju upp sam- vinnu við íhaldsflokkinn, myndi sltkt binda þá við hægra vænginn. Frjálslyndir hafa þegarséð afleiðingarnar af hægra samstarfi. Samkvæmt skoðana- könnun í júní 1967 höfðu Frjálslyndir 20% fylgi, en snemma á þessu ári hafði fylgi þeirra hrapað niður í 6,5%. Lítill vafi leikur á því, að þetta fylgishrun stafaði af því, að þeir tóku upp svo- kallaða „miðsamvinnu" við Miðflokkinn. Jafnvel þótt íhaldsflokknum væri harð- lega hafnað, stóðu Frjáls- lyndir t skugga hægra vængsins. Við þeim blasti hreinlega útilokun frá þingi. Sænsk kosningalög eru nefnilega þannig, að hver sá flokkur, sem hlýtur minna en 4% atkvæða, er útilokaður frá þingi. Það hefur áður sýnt sig, að meginviðfangsefni sænskra stjórnarandstöðuflokka hefur verið barátta fyrir eigin til- veru frekar en andstaða við stjórnina. Frjálslyndir eru þar engin undantekning. Nú í vor tilkynnti Palme, að vissar nýjungar hefðu verið lögfestar (þar á meðal aukin afskipti ríkisstjórn- arinnar af málefnum iðnaðar- ins), en eftir væri að komast að samkomulagi um fjár- mögnun þeirra. Ef stjórnar- andstaðan vildi ekki koma til móts við hann i þessu máli, yrði efnt til kosninga í skyndi. Ef stjórnarandstæð- ingar væru hinsvegar fúsir til samstarfs, yrðu engar kosn- ingar. Þessar aðferðir gætu virzt hrokafull tilraun til kúgunar og algjör stríðsyfirlýsing. En sænskum stjórnmálamönn- um finnst þó ekki svo. Kosn- ingar í því andrúmslofti, sem þá ríkti, hefðu haft óviss áhrif á stöðu sósíal-demókrata, en hefðu þýtt hrun frjálslyndra. Þessvegna kaus Gunnar Helén, leiðtogi frjálslyndra, að skilja áskorun Palme sem tilboð. Hann samþykkti fjár- málatillögur ríkisstjórnarinn- ar, sem gerðu ráð fyrir skattahækkunum, sem hljóta að hafa brotið í bága við fjármálastefnu flokks hans. Á Ijótu máli má segja, að hann hafi selt flokkinn. En hann hefur hlotið launin. Frjáls- lyndir eru nú á uppleið. Ný- leg skoðanakönnun sýndi fylgisaukningu frá 6,5% upp í 8%, sem er fyrsta fylgis- aukning þeirra á 4 árum. Samtímis juku sósíal-demó kratar fylgi sitt úr 43% upp í 44%, og fylgisaukning þeirra er stöðug og jöfn. Palme mun svo sannarlega ekki hverfa af sjónarsviðinu fyrir næstu kosningar, sem eru á árinu 1976. Engin furða er, þótt hann hafi bros- að blítt i fjölmiðlum upp á síðkastið Hann treystir nú ekki eins mikið á Kommúnista og áð- ur, og eftir að hafa notfært sér og síðan hafnað Mið- flokknum fyrr á þessu ári og fylgt þannig áætlun sinni, virðist hann nú hafa samið varanlegt vopnahlé við Frjáls- lynda. Og hann hefur klofið stjórnarandstöðuna um næstu framtíð. Flestir eru ánægðir með, að þaggað skuli hafa verið niður í hægrr öflunum. Þann- ig vilja Svíar, að þeirra stjórn- mál séu. Sósíal-demókratai virðast traustir í sessi um ókomin ár: Svíar hafa eins og aðrar þjóðir hlotið þá stjórn, sem þeir hafa kosið sér. Hæstaréttardómur: Ríkið greiði Hochtief tæp- ar 150 millj. FYRIR nokkru var kveðinn upp f Hæstarétti dómur f máli þýzka verktakafyrirtækisins Hochtief og rfkissjóðs Islands vegna bygg- ingar Straumsvfkurhafnar. Stað- festi Hæstaréttur niðurstöðu gerðardóms þess efnis, að rfkis- sjóður skyldi greiða þýzka verk- takafyrirtækinu kr. 149.455.000,00 með 7% ársvöxtum frá 8. júnf 1971 til greiðsludags. Greiðsla skal einnig miðast við breytt gengi fslenzku krónunnar á fyrrnefndu tfmabili. Tveir af fimm dómendum Hæstaréttar skiluðu sératkvæði. Hér á eftir verður nánar skýrt frá niðurstöð- um dómsins: Fimmtudaginn 4. júlf var í Hæstarétti dæmt í málinu nr. 51/- 1973: Vita- og hafnarmálastjóri, samgönguráðherra og fjármála- ráðherra f.h. rfkissjóðs, gegn Hochtief A/G og Véltækni h/f og gagnsök. I dómnum segir: „Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 30. marz 1973. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjenda og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Til vara krefst aðaláfrýj- andi þess, aö hann verði „með öllu sýknaður af kröfu gagnáfrýj- enda þess efnis, að höfuóstóil hinnar umstefndu úrskurðarfjár- hæðar verði greiddur með breyt- ingum í samræmi við breytingar á gengi fslenzkrar krónu gagnvart vesturþýzku marki frá 8. júlí 1971 til greiðsludags. Verði fjárhæðin, kr. 149.455.000.00, þá greidd með vöxtum, eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, án téðra breytinga eða nokkurra annarra breytinga vegna gengishreyfinga eða ann- ars“. Þá krefst aðaláfrýjandi þess til þrautavara, „að krafa gagn- áfrýjenda um greiðslu á grund- velli gengisbreytinga verði ein- ungis viðurkennd að þvf marki, að úrskurðarfjárhæðinni beri að breyta til samræmis við gengis- lækkanir á Islandi eftir 8. júlí 1971, þ.e. Iækkanir, sem fela í sér breytingu á stofngengi eða grund- vallargengi íslenzku krónunnar, gerðar í samráði við rikisstjórn- ina, sbr. 18. gr. laga nr. 10/1961 um Seðlabanka Islands". Jafn- framt er þess krafizt á sama hátt, „að umrædd krafa gagnáfrýjenda verði ekki viðurkennd um þann hluta úrskurðar fjárhæðarinnar, er svarar til kostnaðar, sem til er fallinn á Islandi í fslenzkum krón- um“. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 4. apríl 1973. Krefjast þeir staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá segir ennfremur: Svo sem rakið er í héraðsdómi, skyldu greiðslur samkvæmt verk- samningi vita- og hafnarmála- stjórnar og gagnáfrýjenda inntar af hendi í fslenzkum krónum. Samkvæmt samningum skyldu 40% af samningsfjárhæðinni vera háðar gengisbreytingum (fluctuations in the rate of ex- change) og við það miðað, að eitt vestur-þýzkt mark jafngilti 10.75 fslenzkum krónum. Fyrir gerðar- dóminum gerðu gagnáfrýjendur kröfur sínar í vestur-þýzkum Framhald á bls. 21. Vorið er ekki bara grænt gras Á vorin þegar náttúran vaknar til lífsins, grasiö grænkar og gróðurinn springur út, málum viö utanhúss. Við málum til aö prýöa umhverfið og hressa upp á útlitið meö nýjum Kópal Dyrotex litum úr Kópal Dyrotex '74 litabókinni. Veljum litina strax og málum svo einn góðan veðurdag. Kópal Dyrotex er akryl-málning sérstaklega framleidd til málunar utanhúss með viðurkennt veðrunarþol. Kópal Paóermálning málninghlf argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.