Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULt 1974 ® 22 022 RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA m CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGAN VfelEYSIR CAR RENTAL A24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒn ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI Bilaleiga CAR RENTAL Sendum 14*41660-42902 Ferðabílar hf. BilaleigaS—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbílar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjórn) Leiguflug - þjónustuflug- vöruf lug - sjúkraf lug - útsýnisflug INNANLANDS OG UTAN Sverrir Þóroddsson Gamlaflugturninum Reykjavikurflugvelli Simi28420 Allan sálarhringinn Sovétfréttir Stundum virðast „austur“ og „vestur“ ósættanlegir fjendur, sem ávallt sjá allt hið versta hvor hjá öðrum, en gleyma hinu, sem gleður og bætir. Svo langt gengur þessi for- dómafulla afstaða, að pólitísk blöð og blaðamenn með lituð gleraugu, glámskyggni, skamm- sýni og þröngsýni, sjá aðeins hið versta eða minnast ekki á annað. Nú hefur mánuðum saman verið hamrað á Watergatemál- inu og Spiro Agnew-hneyksli, sem auðvitað eru sízt til að skapa virðingu vestan hafs, en sýna þó hins vegar frelsi — ritfrelsi, skoðanafrelsi og jöfn- uð — því að þarna eru einmitt sakir æðstu manna og ákærur á það, sem allt snýst um. I austrinu virðist svo ekkert gerast nema útlegð og ofsóknir á Solzhenitsyn, ofsóknir á hendur Gyðingum og pyndanir á saklausu fólki í fangelsum. Sjálfsagt er þetta þvf miður sannleikur á báðum stöðum eða í báðum áttum. En — ekki allur sannleikurinn, það er eitthvað betra og bjartara til á báðum stöðunum. Við þekkjum raunar Ameríku betur og vitum, að hvergi hefur frelsið komizt á hærra stig og stjórnmálamenn orðið öllu heiðarlegri og hug- sjónir bjartari, hvernig sem nú virðist komið. Við vitum líka, að fáir hafa tekið fram þeim Tolstoy og Krapotkin, sem hófu söngva sósíalisma og mannréttinda í veraldarsögunni, þótt á slfkt sé nú sjaldan minnzt. Fýrir nokkrum dögum rakst ég á nokkrar greinar og sem betur fór og bezt var í amerísku tímariti. Þær voru einmitt um það, hve sovézkir vísindamenn standa framarlega í rannsókn- um og uppgötvunum í læknis- dómum, lífeðlisfræði og raf- eindatækni. Virðist svo sem þarna standi rússneskir læknar þrepi ofar öllum öðrum þjóð- um. Hér skal örfáum orðum farið um hið helzta, sem þarna var fjallað um. Sérstaklega skal það gert til að gefa annan tón í fréttaflutningi en nú tfðkast f pólitískt lituðum fordómum og með það eitt í huga að vekja öfgafulla undrun, hrylling eða skelfingu. En þannig virðast valdar flestar fréttir fjölmiðla. Nýjustu rannsóknir f lffeðlis- fræði sanna, að líkamsfrum- urnar sjálfar sendast á þráð- lausum skeytum með ultra- geislum. Rannsóknir þessar gætu lagt grunn að vörnum gegn veirum, bakterium og eitrunum bæði af geislavirkni og sýklum. Heilaskurður, þar sem æxli eru numin brott meira að segja úr miðheila, er orðinn litlu hættulegri en botnlangaupp- skurður í höndum lækna í Len- ingrad. Svona mætti lengur telja með sönnunum óteljandi skýrslna og skriffinna með tölvur og tæki. Þá eru framfarir í uppeldi mikið miðaðar við vinnu barna í görðum og gróðurreitum, þar sem þau í fjölbreyttu starfi þró- ast til fræðistarfa og vísinda- mennsku í alls konar ræktun, fegrun og verndun umhverfis, auk þess sem þau sjálf fá að njóta ávaxta iðju sinnar með því að annast sölu og dreifingu þeirra plantna, ávaxta og blóma, sem þau rækta. Mætti nefna þetta starfsnám á breiðum vettvangi, þar sem ungmennið vex með náminu. beint inn í raðir iðnaðar, rækt- unar, verzlunar og framleiðslu síns héraðs. Sérstök áherzla er lögð á, að ungmennið finni hvernig allt íífið er ein þúsund- þætt heild. Síðasta fréttin frá Sovétrfkj- unum, sem hér skal sögð, er um fjarstýrðar jarðýtur til notk- unar við námugröft. Víða í námum er að sjálf- sögðu bæði erfitt og hættulegt mönnum og gefur að skilja, hve gott er þá að geta beitt þar mannlausum vélum, sem stjórnað er úr margra metra fjarlægð, þar sem stjórnandinn er fyllilega öruggur um líf og limi, þótt vélin vinni fullum krafti á hættusvæðinu. Sannarlega mættu Bretar og vafalaust margir fleiri, sem námagröft stunda, veita slfkum jarðýtum verðskuldaða athygli. Og að síðustu væri ánægju- legt, ef fjölmiðlar, bæði blöð og útvarp, vildu hefja og móta þá stefnu að segja frá því bezta, því fagra og góða beggja aðila, sem eru sjaldan sammála um neitt. Engum er alls varnað og sízt heilum þjóðum, þótt ýmsu sé ábótavant. Sífelldar frásagnir af sorg- um, slysum, glæpum, mann- drápum, kúgunum, fölsunum, lygum, vömmum og skömmum gera hugsanir hlustenda og horfenda myrkar og beizkar, hjartalagið kærulaust, börn og vanþroska fólk samdauna og sljó gagnvart morðum og hryðjuverkum, mannvonzku, hatri og heimsku. Leyfið hinu fagra að fljóta með, svo fordómarnir víki. „Austrið“ og „vestrið" eiga líka sitt sólskin. Utsýn í stærra húsnæði FERÐASKRIFSTOFAN Utsýn jók nýlega stórlega við húsnæði sitt f Austurstræti 17. — Var þá bætt við tveimur skrifstofuherbergjum á 2. hæð, þar sem skrifstofan hefur verið, en einnig er rúmgóð afgreiðsla á götuhæðinni. — Meðfylgjandi mynd var nýlega tekin af Ingólfi Guðbrandssyni forstjóra Utsýnar og starfsfólki ferðaskrifstofunnar. Borgarstjórn: Björgvin og Albert vilja nýjan togara Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag var samþykkt að vfsa til útgerðarráðs tillögu Björgvins Guðmundssonar um kaup á skut- togara til Reykjavfkur. Samþykkt var að vfsa tillögunni til um- sagnar útgerðarráðs með 8 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins gegn 3 atkvæðum Björgvins Guðmundssonar, Alberts Guðmundssonar og Alfreðs Þorsteinssonar. Björgvin Guðmundsson mælti fyrir tillögunni, sem er svo- hljóðandi: Borgarstjórn Reykja- víkur telur æskilegt, að annar þeirra tveggja nýju skuttogara, sem eru að koma til landsins frá Spáni, verði gerður út frá Reykja- vík. — Borgarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við ríkisstjórn- ina um leiðir til þess að tryggja útgerð togarans frá Reykjavík. — Borgarstjórn telur æskilegt, að skipið verði gert út af Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Telur borgar- stjórn, að ríkið eigi að- veita Reykjavfkurborg sérstaka fjár- hagsaðstoð til þess að kaupa skipið og reka það. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, sagðist ekki geta fallizt á það að svo stöddu, að nýr togari yrði keyptur f þvf skyni að hann yrði gerður út á vegum Bæjarútgerðarinnar. Nauðsyn- legt væri, að gagnger úttekt færi fram á rekstri og fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins áður en slíkar ákvarðanir yrðu teknar m.a. vegna þess, hve illa útgerð nýju togaranna hefði gengið. Á þessu stigi væri þvf ekki unnt að sam- þykkja tillögu sem þessa. Lagði borgarstjóri síðan til, að tillög- unni yrði vísað til útgerðarráðs. Albert Guðmundsson sagði, að sér hefði verið falið ásamt Björgvin Guðmundssyni að gera tillögur varðandi rekstur Bæjar- útgerðarinnar. Þeir hefðu lagt til að keyptur yrði nýr togari. Til- lagan hefði hins vegar ekki fengizt afgreidd í kerfinu. Það væri það minnsta, sem unnt væri að gera, að slík mál kæmu til afgreiðslu. Albert sagðist hafa lagt til að togari yrði keyptur frá Spáni og hann hefði ekki skipt um skoðun í því sambandi. Þá tók hann sérstaklega fram, að ekkert væri athugavert við að samþykkja einnig þessa tillögu Björgvins Guðmundssonar. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, ftrekaði þá skoðun sína, að á þessu stigi væri rétt að fresta afgreiðslu málsins, þar sem að sínu mati þyrfti að fara fram úttekt á fjárhagsstöðu Bæjarút- gerðarinnar. Hann sagðist því halda fast við þá tillögu sína að vísa málinu til umsagnar útgerðarráðs. Tillaga borgarstjóra var síðan samþykkt eins og áður segir með 8 atkvæðum gegn 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.