Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JtJLl 1974 Beint útvarp og sjón- varp frá Þingvöllum BEINT útvarp og sjónvarp verður frá öllum hátfðarhöldunum á Þingvöllum á sunnudag, frá þvf að þau hefjast um morguninn þar til þeim lýkur undir kvöldmat. Hjá útvarpinu hefst þjóðhátfð- arútvarp strax kl. 9 með því að Pétur Sveinbjarnarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs verð- ur með leiðbeiningar til vegfar- enda á leið til Þingvalla. Hefur Pétur aðsetur í aðalstjórnstöðinni á Þingvöllum og er útvarpað þaðan beint. Jón Ásgeirsson fréttamaður verður við hljóðnem- ann á Þingvöllum og mun rabba á milli atriða, en annars verður allri dagskránni á þingvöllum út- varpað beint. mynd, sem sjónvarpið hefur látið gera í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar, og er Magnús Bjarnfreðsson umsjónarmaður. Tollverðir bera smygl- góssið út f bfl við Straumsvfkurhöfn. Reykhús brann í Þykkvabænum ! FYRRINÓTT kom upp eldur f reykhúsi Afurðasölu Friðriks Friðrikssonar f Miðkoti f Þykkva- bæ. Brann reykhúsið til grunna og eyðilögðust þar um 1100 kfló af kjöti, sem f reykofnum voru, og allur búnaður f húsinu. Miklar skemmdir urðu af reyk f pökk- unar- og sögunarsal. Talið er, að tjónið nemi 2'A—3 milljónum króna. Eldsins varð vart um kl. hálf- fimm í fyrrinótt. Þá var Sigurður Ólafsson í Vatnskoti á leið í Þykkvabæinn og tók hann eftir eldinum og gerði mönnum aðvart. Að sögn Magnúsar Sigurlássonar á Eyrarlandi, sem rekur afurða- söluna, komu um 60 manns á vett- vang og tókst þeim að hefta út- breiðslu eldsins. Slökkvilið frá Hellu og Hvolsvelli komu á stað- inn um'kl. 5.15 og var búið að ráða niðurlögum eldsins um klukku- tíma sfðar. Að sögn Magnúsar verður ekki atvinnutruflum af völdum þessa bruna, því að hægt verður að vinna áfram f kjöt- vinnslunni. -------------- Mörg sjúkraflug að undaförnu MIKIÐ hefur verið um sjúkra- flug að undanförnu og hafa t.d. flugvélar Flugstöðvarinnar verið mikið f slfkum flutningum. Elfes- er Jónsson forstjóri Flugstöðv- arinnar sagði nýlega f stuttu sam- tali við Mbl., að flugmenn stöðv- arinnar væru jafnan viðbúnir að fljúga sjúkraflug og væri ávallt a.m.k. einn þeirra á vakt. Þá hefði stöðin lista yfir lækna, sem hringja mætti f á öllum tfmum út af sjúkraflugi, og færu þeir með flugvélunum, þegar þær héldu frá Reykjavík. Þyrfti því læknar úti á landi ekki að fara burt af svæðum sfnum með sjúklingnum. Flugvélar Flugstöðvarinnar hafa einnig talsvert flogið í milli- landaflugi síðustu vikur, m.a. til Grænlands á vegum dönsku flug- málastjórnarinnar, Færeyja, Nor- egs og Danmerkur. Vængir fljúga tíl Reykhóla og í Búðardal FLUGFÉLAGIÐ Vængir hóf í síð- ustu viku áætlunarflug í Búðar- dal og til Reykhóla. Flugið f Reyk- hólasveit frá Reykjavík tekur um 45 mfnútur, en um 40 mínútur í Búðardal. Sveinn Guðmundsson f Miðhúsum hefur sent Mbl. eftir- farandi í tilefni þess, að flug þetta er hafið: Miðhúsum 22. júlf. Á síðastliðnum vetri gekkst séra Sigurður Pálsson vígslubisk- up fyrir því, að tekið yrði upp áætlunarflug til Reykhóla vegna lélegra samgangna við héraðið. 1 góðri samvinnu við þingmenn og aðra ráðamenn hefur þetta nú tekizt. Flugfélagið Vængir hefur nú hafið áætlunarflug til Reyk- hóla og er flogið frá Reykjavík á mánudögum og föstudögum. Smyglið í Laxfossi: þúsund flöskur Sjónvarpað verður með margt manna á Þingvöllum og mun einnig sjónvarpa allri dagskránni beint — allt frá því um morgun- inn og þar til henni lýkur kl. 18.40. Stjórnandi útsendingar verður Rúnar Gunnarsson. Um kvöldið verður svo frumsýnd Lokun eingöngu vegna sumarleyfa VEGNA fréttar í blaðinu í gær skal tekið fram að ósk forráða- manna Sjólastöðvarinnar h.f. í Hafnarfirði, að lokun frystihúss- ins stendur ekki f neinu sambandi við taprekstur eða rekstrarerfið- leika. Þar er einungis um lokun vegna sumarleyfa að ræða og þótti því heppilegra að loka um tíma fremur en halda samfelldum rekstri, en trufluðum af sumar- leyfum einstakra starfsmanna. Tæplega Eins og kom fram f Mbl. I gær varð uppvfst um stórsmygl f ms. Laxfossi f fyrradag. I fréttatil- kynningu frá tollgæzlunni sagði að tollverðir hefðu fundið smygl- ið f sérsmfðuðu hólfi f vatnstanki f lest skipsins. Var um að ræða 80 kassa af sénever, alls 960 flöskur. Einnig fannst sjónvarpstæki á sama stað. Eigendur smyglvarn- ingsins reyndust vera allir þrfr stýrimenn skipsins, vélstjóri, matsveinn, rafvirki, bátsmaður og tveir hásetar. Kristinn Ólafsson tollgæzlu- stjóri sagði í samtali við Mbl. f gær, að hér væri um að ræða einn stærsta smyglfarm, sem fundizt hefði í ár. Sagði Kristinn, að mál- ið gengi nú venjulega leið sem almennt sakamál f lögsagnarum- dæmum þeirra, sem smyglið áttu. Sagði hann jafnframt, að útgerð 50000 pylsur Alls verða 10 aðilar með söluaðstöðu í tjöldum á þjóðhátiðinni, þ.á m. ýmis íþróttafélög. Verður þar á boðstólum mikið magn af ýmsum mat- og drykkjar- föngum. Gizkað hefur ver- skipsins, Eimskipafélag íslands, þyrfti að borga allan kostnað vegna leitar í skipinu og það væri jafnframt ábyrgt fyrir þeim sekt- um, sem mennirnir kynnu að fá á þjóðhátíð ið á, að seldar verði um 50000 pylsur á þessum eina degi á Þingvöllum, nokkur þúsund samlokur og gos- drykkjaflöskur auk annars góðgætis. Minnisvarði um land- / r nám Ira á Islandi Mikil ýsa í afla Akurnesinga Akranesi 25. júlí. SKUTTOGARINN Krossvík land- aði hér í dag 115 lestum af fiski. Skuttogarinn Ver landaði í fyrra- dag 148 lestum og vs. Grótta var UMFERÐARYFIRVÖLD hafa tekið eftirfarandi ákvarðanir varðandi umferð að og frá hátfðarsvæðinu á Þingvöllum á sunnudag: Einstefnuakstur verð- ur annars vegar á Þingvallavegi um Mosfellsheiði milli Vestur- landsvegar og Þingvalla og hins vegar á eystri hluta Þingvallaveg- ar (Sogsvegi) um Grfmsnes milli Biskupstungnabrautar og Þing- valla, þannig að akstur verður einungis leyfður til Þingvalla á tfmabilinu frá kl. 8 til kl. 12 og einungis frá Þingvöllum á tfma- bilinu frá kl. 17 til kl. 21. A tfmabilinu milli kl. 12 og 17 verð- ur frjálst að aka f báðar áttir á þessum vegum. Umferð með hjólhýsi og aðra tengivagna er óheimil á tímabil- inu frá kl. 6 til kl. 22 á eftirtöld- um vegum: Þingvallavegi (milli Vesturlandsvegar og Biskups- tungnabrautar), Kjósarskarðs- vegi, Grafningsvegi efri, Gjá- bakkavegi (milli Gjábakka og Laugarvatns) og Uxahryggjavegi (milli Þingvalla og Borgarfjarðar- brautar hjá Hesti). Að sögn Óskars Ólasonar yfir- lögregluþjóns verða þessar reglur mjög sveigjanlegar og mun lög- AÐGANGUR ÓKEYPIS Á HÁTIÐARSVÆÐIÐ ÞJÖÐHÁTlÐARNEFND vill að gefnu tilefni taka fram, að að- gangseyrir er að sjálfsögðu eng- inn inn á hátfðarsvæðið á Þing- völlum nk. sunnudag. ÖU almenn þjónusta verður veitt ókeypis t.d. strætisvagnaferðir, bflastæði o.s.frv., en veitingar og annað, sem fæst á sölutjöldum, verður vitanlega að greiða fyrir. með 20 lestir. I aflanum er mikið af ýsu, þar af 30% smáýsa og hef ur þessi ýsuganga komið mönnum á óvart. Skip, sem veiða með fær- um, hafa undanfarið fengið 15—20 lestir á þrem sólarhring- um. Afli þeirra er mestmegnis ufsi. Aflinn er enn þá unninn í hraðfrystihúsunum. -Júlíus. reglan breyta þeim ef ástæða þyk- ir til. Sagði óskar, að vonazt væri til, að heldur tækist að stytta ein- stefnutímann en lengja. A MORGUN, laugardag 27. júlf, verður afhjúpaður á Akranesi frskur minnisvarði, sem er gjöf frá frsku þjóðinni til hinnar fslenzku. Sr. Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur á Akranesi, er upp- hafsmaður þessarar hugmyndar, en fyrir atbeina ræðismanns !ra á Islandi, Asgeirs Magnússonar, forstjóra, og sendiherra Irlands á Islandi, Dermott Patrick Waldr- on, hefur nú borizt steinsúla með gelfskri og fslenzkri áletrun til minningar um Iandnám Ira hér. Athöfnin hefst kl. 10.30 f.h. við byggðasafnið á Görðum, en þar syngur m.a. kirkjukór Akraness og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur írska og íslenzka þjóðsönginn. Þá afhjúpar kona Conor Cruise O’Brien, póst- og símamálaráð- herra Ira, minnisvarðann, en Magnús Torfi Ólafsson, mennta- málaráðherra, tekur við gjöfinni fyrir hönd fslenzku ríkisstjórnar- innar. Athöfnin hefst með stuttri guð- ræknisstund, vegna þess að landnám Ira á Akranesi var kristið og Garðar eru í sögunni kunnir fyrir búsetu kristinna manna frá upphafi. ERU ÞEIR Laxá á Ásum. Arngrfmur Isberg veiðivörður við þá makalausu á Laxá á Ásum sagði okkur f gær, að um 700 laxar væru komnir á land, en að- eins er leyft að veiða með tvær stengur og ekki meira en 20 laxa á stöng. Allmargir hafa náð þeirri tölu f sumar. Sem dæmi um hina miklu veiði f Laxá má taka, að ef t.d. Laxá f Þing. gæfi af sér sama laxafjölda ættu nú að vera komn- ir þar á land 7—8000 laxar miðað við stangafjölda. Er áreiðanlega ekki f jarri lagi að segja, að Laxá á Asum sé einhver bezta laxveiðiá f heimi. Arngrfmur sagði okkur, að framundir miðjan júlf hefði lax- inn f ánni verði mjög vænn, frá 15—20 pund, en nú væri farið að bera talsvert á smálaxi og svo stórlaxi, en millistærðina vantaði algerlega. Laxá á Asum er ekki bundin af veðráttu hvað vatns- magn snertir, þvf að hún rennur úr tveimur stórum stöðuvötnum. Er vatnið f henni gott og jafnt. Við höfðum samband við tfö- indamann okkar á Sauðárkróki, Árna Þorbjörnsson, sem er kunn- ur veiðimaður og áhugamaður um veiðimál og spurðum hann frétta af veiðum f Norðurlandskjör- dæmi vestra. Arni sagði okkur, að veiðin f ánum f Skagafirði hefði verið mun lélegri en sl. ár og það væri fyrst núna, sem eitthvað væri farið að örla á laxi. Hins vegar hefði silungsveiðin verið mjög góð og orðið það strax f vor. Árni sagði, að Blanda stæði sig einna bezt og þar væri meiri veiði en mörg undanfarin ár, hins veg- ar hefði áin verið erfið til veiða vegna þess hve gruggug hún hefði orðið f hinum miklu hitum und- anfarið. Taldi hann, að þar væru komnir 4—500 laxar á land á 3 stengur. Húseyjarkvísl Þar er veiðin miklu lélegri en f fyrra og ekki nema nokkrir tugir laxa komnir á land. Ekki er vitað, hvort lax er genginn upp laxastig- ann í Svartá upp á nýja svæðið þar, þvf að engin tæki eru til að telja lax f stiganum. Sæmundará Þar hefur verið steindautt fram til þessa, en f fyrradag sást tals- verður lax á göngu upp f hana. Eru menn að vonast til, að laxa- gengd aukist nú f kjölfar stór- streymisins. Hofsá f Vesturdal Hofsá er eínkum bleikjuá, en eitthvað var farið að sjást af laxi f henni nú f byrjun vikunnar. Laxá í Ytri Laxárdal 1 hana er genginn einhver lax, en bleikjuveiði hefur verið þar með eindæmum góð. Þar eru leyfðar tvær stengur. Fossá á Skaga Þar hafði Arni heyrt, að eitt- hvert lff væri að kvikna. Hjaltadalsá og Kolka Þessar tvær ár voru nýlega teknar f ræktun og þar fengust nokkrir fiskar f fyrra, en ekkert hefur enn heyrzt þar um veiði f sumar. Fljótá Talsverður lax mun vera geng- inn í Fljótá, hefur hann sézt fram við virkjun, en verið eitthvað tregur á að Ifta við agni veiði- mannanna. Svartá f Svartárdal Þar munu vera komnir um 100 laxar á land, sem er svipað og f fyrra, en laxinn gengur fremur seint úr Blöndu upp f Svartá. Ekki hafði Arni fréttir af fleiri ám að sinni, en við þökkum hon- um kærlega fyrir. Einstefna til og frá Þingvöllum á þjóðhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.