Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULÍ 1974 GULLSKALIN Eftir Mirra Grinsburg Endur fyrir löngu var uppi khan nokkur, Sanad að nafni. Sanad ákvað að flytjast með öllum þegnum sínum á nýjar lendur, þar sem jörðin var frjósamari og gjöfulli og auðveldara væri að sjá sér farborða. En þangað var bæði löng og erfið leið. Sanad gaf þvf út þá tilskipun, áður en haldið var af stað, að allir öldungar skyldu teknir af lífi. „Þeir verða okkur bara til trafala á ferðalaginu“, sagði hann. „Ekki einn einasti öldungur skal fara með okkur. Enginn þeirra skal lífi halda. Sá sem óhlýðnast þessari tilskipun, mun hljóta þyngstu refsingu". Þegnarnir voru harmi slegnir, en allir óttuðust khaninn og þorðu ekki að ganga í berhögg við vilja hans. Aðeins einn af þegnum khansins hlýddi ekki fyrirskipuninni. Það var Zyren hinn ungi. Honum tókst að halda hlífskildi yfir föður sínum. Þeim feðgunum kom saman um, að gamli maður- &JZ /7-3 Hér stendur yfir keppni milli krakkanna. — Þau eru með jafnlanga spotta og er lykill á enda hvers. Sá ber sigur úr býtum, sem fyrst- ur verður til þess að draga lykilinn að fingrin- um með því að vefja bandinu upp á hann, eins og myndin sýnir. inn skyldi leynast í stórum leðurpoka og sonurinn skyldi flytja hann þannig til nýja landsins, án þess að khaninn eða nokkur annar vissi. Þegar þangað kæmi ætluðu þeir að sjá hvað yrði. Sanad khan lagði af stað með alla þegna sína og búfénað í norðurátt til hinna fjarlægu landa. Og í föruneytinu var líka faðir Zyrens, þversum í poka á baki eins hestsins. Zyren færði föður sínum mat og drykk og um nætur, þegar aðrir voru í fasta svefni, hleypti hann föður sínum úr pokanum, svo hann gæti hvílt sig og teygt úr þreyttum limum sínum. Ferðin var löng og ströng. Loks var komið að klettóttri sjávarströnd. Khaninn gaf út þá skipun, að þar skyldi haldið kyrru fyrir um nóttina. Einn af þjónum khansins gekk fram á klettasnös og sá þá glitta í eitthvað á miklu dýpi framan við klettana. Þegar hann gáði betur, sá hann, að þetta var stór gullskál fögur og sérkennileg að lögun. Hann flýtti sér þegar á fund khansins og sagði honum frá þessari dýrmætu skál á hafsbotninum. Sanad khan kallaði strax til þegna sinna, að ein- hver yrði að kafa niður á botn og færa honum skálina. En enginn gaf sig fram. Þá sagði khaninn, að hlutkesti skyldi ráða, hver færi. Einn þegnanna var valinn. Hann fleygði sér í sjóinn, en kom ekki aftur upp úr kafinu. Annar maður var sendur niður. Hann kastaði sér fram af hömrunum, en átti heldur ekki afturkvæmt úr djúpinu. Og þannig fór hver á eftir öðrum, og allir týndu þeir lífi sínu. En hinum grimma khan datt ekki í hug að láta af ætlun sinni. Loks kom röðin að Zyren. Hann gekk þangað sem faðir hans lá í leynum til að kveðja hann. „Faðir minn“, sagði Zyren. „Nú förumst við báðir.. .þú og ég“. „Hvað er á seyði?“, spurði gamli maðurinn. Zyren sagði föður sínum, að nú væri röðin komin að sér að kafa eftir skálinni á botni hafsins. „Og enginn hefur komizt lífs af“, sagði hann. „ Ég mun drukkna að skipun khansins og þjónar hans munu finna þig og taka þig af lífi...“. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld eftirJón Trausta. sjálfa kyndilmessu og rifið niður krossinn heilaga, sem guð hafði gefið mátt til að gera kraftaverk á sjúkum og særð- um. Heilagan dóm hefir hann dirfzt að sncrta með sin- um saurugu höndum. Vei, vei! Bölvun guðs er yfir honum!“ „Sei-sei! Vertu ekki svona æstur, heilagi pater. Engar for- mælingar inni hjá mér að minnsta kosti.“ Munkurinn sefaðist ögn við þetta. „0, ég vildi, að guð hefði gert mig að biskupi! Ég skyldi hafa bannfært þá, bannfært þá, alla saman, þessa guðníð- inga, — bannfært þá alla saman, konunginn lika. Bannfært þá, þangað til jörðin hefði opnað sig og gleypt þá lifandi!" Anna horfði stöðugt á hann með góðlegri kímni. „Skelfing liggur illa á þér í dag, pater,l‘ mælti hún. „Hirðirinn er sleginn og hjörðin tvístruð,“ mælti munkur- inn með „heilagri“ gremju. „Helgidómar eru saurgaðir og helgir menn svívirtir. Klaustrin eru lögð undir kóng, og guðs fólk hrekst vegalaust á hjaminu, eigandi hvergi höfði sinu að að halla.“ „Það er satt. Þið eruð illa staddir núna, vesalings munk- amir. Viltu nú ekki vera hjá mér í vetur, pater, og kemba ull?“ Munkurinn lét sem hann heyrði ekki þetta. Hann kreppti hnefana og hóf þá til himna um leið og hann mælti: „En guð reisir aftur við ríki sitt! Þetta er aðeins reynslu- tími. Heilagir kerúbar koma með logasverð og sveifla þeim yfir fylkingum fjandmannanna. Enn em margir guði trúir. — Og enn lifir Jón biskup Arason á Hólum.“ Munkurinn stóð um stund og horfði til himins, eins og spámannleg andagift væri yfir honum. Svo lét hann fallast á kné við kistil, sem stóð frammi undir dymnum, og bað hátt fyrir munni sér með hálfsyngjandi rómi: „Maria, regina, mater misericordiae, virgo prudentissima! Ora pro nobis!Ul) „Þú ert svangur og þyrstur, pater, þú ert kaldur og þreytt- ur. Settu þig nú inn til piltanna og láttu þér hlýna. Mat skaltu fá nógan.“ Munkurinn anzaði engu, en tautaði eitthvað fyrir munni sér. „Eða kannske þú viljir heldur setjast inn til stúlknanna? Ég skal biðja þær að vera góðar við þig og misbjóða í engu heilagleik þínum.“ Anna vissi það vel, að ekkert kom Halli verr að heyra nefnt á nafn en kvenmann. Munkurinn lét enn sem hann heyrði ekki. En hann stóð á fætur og augu hans bmnnu enn draugs- legar en áður. fncótnorgunhciffinu — Hann elti mig heim og þú hefur sagt, að ég mætti fá gæludýr, svo að.... — Allt í lagi, ég stekk einu sinni enn, en svo er það líka búið.... — Það er varðandi þessa fljótþurrkandi máln- ingu, sem þú seldir mér í gær.... sfftT — Heyrirðu sterióið pabbi?????

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.