Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JULl 1974 29 BRÚÐURIN SEIVi HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 11 Allur þessi vandi hótelstjórans og gestanna stafaði meðfram af því að brúðguminn Jóakim Kruse fékk ekki þeim vilja sínum fram- gengt að aflýsa formlega veizlu og vígslu. Að vísu hafði Gretel Ström ekki verið flutt f sjúkrabfl á spftalann, en hún brast í æðis- legan grát, þegar Jóakim reyndi að segja henni, að Anneli myndi sennilega ekki koma í tæka tíð til athafnarinnar og því væri skyn- samlegast að aflýsa öllu. Egon Ström og hann náði loks sam- komulagi. Ef brúðurinn hafði ekki gefið frá sér lffsmark klukkan tvö ætluðu þeir að setjast sinn við hvom símann og láta þá vita, sem hlut áttu að máli. — Ég býst við því, sagði Egon Ström þreytulega — að þetta verði erfiðara fyrir þig en mig. Heldurðu þú hafir kjark f að tala við þetta fólk? Jóakim var fýlulegur á svip. — Það er ekki hægt að nota neina aðra aðferð. Og ég býst við, að fólk sýni mér kannski fvið meiri nærgætni og fari ekki að spyrja hinn yfirgefna unnusta spjörunum úr í símanum? Eg er viss um, að þú verður frekar fyrir barðinu á þeim spurulu. Það var enn eitt, sem Gretel Ström reis algerlega öndverð gegn — þegar stungið var upp á því, að lögreglan yrði kvödd á vettvang eða lýst yrði eftir Anneli í útvarpinu. — Ég get ekki sætt mið við þá tilhugsun, að hún Anneli min verði eftirlýst eins og hver annar afbrotamaður, sagði hún grátandi. — Jú, ég veit að það er oft iýst eftir fóki, en ég get ekki afborið þá tilhugsun að einhver hress og kátur þulur lesi fyrir milljónir hlustenda, að „hún hafi verið klædd hvftum baðmullar- kjól o.s.frv.... og að hún hafi verið þunglynd og niðurdregin þegar hún hvarf.“ Egon Ström strauk henni blfð- lega um vangann, sem var votur af tárum, og lofaði að hann myndi alls ekki leita til lögreglunnar. Þegar Gretel var ekki lengur inn- an seilingar hringdi hann engu að síður til lögreglustöðvarinnar og trúði vini sfnum Leo Berggren fyrir því, hvernig komið væri... Þegar samtalinu var lokið, lagði Leo Berggren sfmann á, þurrkaði sér um ennið með stórum vasa- klút og sagði Christer Wijk, sem sat hinum megin við skrifborðið hans, hvað hann hafði sagt. — Sem sagt, sagði hann — við getum enn ekki blandað okkur f málið. Ekki formlega. Sfðustu tvö orðin sagði hann með sérstakri áherzlu. Christer leit á búlduleitt og vingjarnlegt andlit yfirlögregluþjónsins og brosti. Leo Berggren hafði kannski aldrei unnið nein sérstök afrek á löngum ferli sfnum sem lögreglu- maður í bænum, en hann var all- ur af vilja gerður og hann skildi einnig, að meira gat legið að baki þessu hvarfi en það eitt, að stúlk- an Anneli hefði gengið burtu í þunglyndiskasti ... Hann sagði því hæglátlega: — Og á hvaða enda eigum við að byrja? — Hjá Fanny Falkman, sagði Christer án þess að hika. — Hún lokar verzluninni klukkan þrjú og þá hafði ég hugsað mér að við skryppum til hennar. En þangað til geturðu gefið mér upplýsingar um hitt og annað, sem mér leikur forvitni á að vita. Hvað veiztu til dæmis um samkomulagið á milli Anneli og hins virðulega unnusta hennar? — Svo sem ekki mikið, rumdi f Leo. — Hann skaut hér upp koll- inum f fyrrahaust og allar mæður, sem áttu ótrúlofaðar dætur, ruku upp til handa og fóta og buðu honum heim í löngum bunum. Ég sagði einmitt við konuna mína um daginn, að það hefði svei mér verið gott, að hún dóttir okkar, Marta, var gift... Christer kveikti í pípu sinni. — Hver var það, sem náði hon- um í netið? Gretel Ström? Eða Anneli? — Já, þetta ér nú samvizku- spurning. Ég býst við, að það hafi í fyrstu umferð verið Egon frekar en Gretel. Hann og Jóakim Kruse fóru að tefla skák reglulega og þeim féll greinilega mjög vel hvorum við annan. Nú, svo gekk hitt einhvern veginn fyrir sig inn- an veggja á Sjávarbakka og við fylgdumst ekki svo ýkja mikið með því fyrr en allt var komið í kring. Marta, sem er góð kunn- ingjakona Anneli, segist halda, að hún sé mjög hrifin af honum og að hún hafi verið mjög hamingju- söm. — Og aðrir, sem koma við sögu? Ungur verkfræðingur Larsson að nafni, til dæmis... ? — Lars Ove? Jú, hann er prýð- isdrengur. Hann er kannski í það bráðlyndasta ef maður espar hann upp. Hann hefur verið vinur þeirra Dinu og Anneli frá því þau voru börn og oft höfum við velt því fyrir okkur, hvorri þeirra hann myndi á endanum giftast. Af einhverri ástæðu vildi lög- regluforinginn ekki ræða nánar um Dinu Richardsson. Hann sagði aftur á móti: — Það er verið að pfskra um það úti í bæ, að Anneli hafi sézt koma út af skrifstofu Sebastians Petrén útgrátin ... — Nú já? Mér skilst að hún hafi hætt sem ritari þar fyrir þó nokkrum dögum, en auðvitað kemur vel til greina, að henni hafi dottið í hug að bregða sér þangað í heimsókn. Þó er skiln- ingi mínum ofvaxið, hvað það feita fól hefur getað sagt, sem hefði átt að koma henni til að gráta. — En segðu mér þá, hvaða álit þú hefur á Fanny Falkman? Leo Breggren sló Iauslega með fingrunum á borðplötuna. — Eins og þú vezt hefur hún ákaflega mikið talþol og ekki er hægt að segja, að hún sé þrifin með sjálfa sig eða eggjandi í út- liti. En hún er ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera. Hún hefur unniðverzluninaupp eftir að maðurinn hennar dó svo að til fyrirmyndar er og ég býst við, að hún megi teljast í góðum efnum. Hún á bæði litla íbúð í sama húsi og verzlunin og svo hús úti við gróðurhúsin eða í útjaðri bæjar- ins. — Skammt frá Sjávarbökkum, eða hvað? sagði Christer fhugull. — Jú. sagði Berggren og drð seiminn. — Það er ekki langt frá. Þó fæ ég ekki séð, að það sé til neinnar hjálpar. Anneli hvarf í verzluninni f Lillgötu og þaðan er drjúgur spölur út í gróðurhúsin. Christer reis upp og sagði eins og í hálfkæringi: —Jæja — af stað. Ég iða í skinninu að sjá blómaverzlunina. Þeir gengu saman út og alls staðar var fólk saman í hópum og starði á eftir lögreglumönnunum tveimur. Stundarfjórðungi síðar vissi hvert mannsbarn í bænum, að mennirnir tveir höfðu farið til verzlunar Fanny Falkmans. Og þá færðist enn meira líf í vangavelt- urnar og heilabrotin. Inni í búðinni var hálfrökkur þrátt fyrir gluggana tvo, sem sneru út að götunni. Grænar pottaplöntur upp um alla veggi, VELVAKANDI Velvakandi svarar i síma 1.0-100 kl. 1 0.30 — 11.30. frá mánudegi til föstudags. • ÓANÆGÐ með SKRIF UM GRINDAVlK Fjóla Jóelsdóttir f Grindavfk skrifar okkur bréf að gefnu til- efni. Finnst henni ómaklega veg- ið að Grindvíkingum. Fer bréf Fjólu hér á eftir: „Heiðraði Velvakandi: Igreinsinni „Á Garðbekknum", er birtist f Morgunblaðinu 18/7 s.l., gerir Hafliði Jónsson heim- sókn til Grindavíkur að umtals- efni. Þar sem mér finnst gæta mis- skilnings og ósanngirni f þessari grein, langar mig að gera athuga- semdir við nokkur atriði hennar. Orðrétt segir Hafliði um Grindavík: „Falleg og dýr hús standa þar f foksandi og hvergi örlar á snyrtilegu umhveri". Hús- in f Grindavík standa ekki f fok- sandi, foksandur er einfaldlega ekki til hér, aðeins venjulegt göturyk, þegar vindar blása f þurrki, þvf ennþá er aðeins ein gata hér olfumalarborin, þá segir Hafliði, að hvergi örli á snyrtilegu umhverfi. # TEKUR SINN TÍMA Ég leyfi mér að segja, að þetta er ósanngirni, það er rétt að hér eru byggð falleg og dýr hús, og öll þessi hús eru byggð á hrauni. Það er mikið átak ofan á annan kostn- að við húsbyggingu að breyta þessu hrauni í fallegar lóðir og tekur sinn tima, en ef Hafliði Jónsson hefði gengið um götur Grindavfkur þá hefði hann séð margar snyrtilegar lóðir, sem bú- ið er að leggja f mikla vinnu og fé. Mér er kunnugt um, að hjá mörg- um húseigendum er vaxandi áhugi á fegrun í kringum híbýli, þótt það eins og annað verði oft að fara eftir efnum og ástæðum. Hér eru mörg hús í byggingu, jafnvel heil hverfi, og vita allir, hvernig umhorfs er við slfkar fram- kvæmdir. Máltækið segir „Glöggt er gestsaugað". # ÓTELJANDI HLUTIR, SEM ÞARF AÐ GERA Mér er þó nær að halda, að gestsaugað hans Hafliða Jónsson- ar sé ekki nógu glöggt. Enn þá á að vera hægt að finna hér nokkra þyrna ef vel er að gáð, þó að reynt hafi verið að útrýma þeim. Þrátt fyrir sögufrægan uppruna þeirra, eftir því sem munnmæli herma, hefur okkur Grindvíkingum þótt þeir fremur hvimleiðir heima við hús, og mjög óblíðir viðkomu. Hér einsog sjálfsagt víða ann- arsstaðar eru óteljandi hlutir, er þarf að gera viðkomandi fegrun bæjarins. Hér er til dæmis enginn almenningsgarður, og þar af leið- andi engir „garðbekkir", en von- andi stendur það til bóta, svo að næst þegar Hafliði Jónsson heiðr- ar okkur með heimsókn sinni, geti hann sezt á „garðbekkinn". Grindavík 22/7 1974 Fjóla Jóelsdóttir." • SJÓNVARPSINS SAKNAÐ Sjónvarpið þarf ekki að kvarta undan þvi, að ekki sé mikið um það rætt. Deilt er um efni þess og þegar það hættir útsendingum — I sumarfríi starfsfólksins — er deilt um, hvort gott eða slæmt sé að losna við sjónvarpið. — Og þá kemur hér bréf frá sjónvarpsunn- anda: „Kæri Velvakandi, Mig langar til að svara konunni, sem hringdi i Velvakanda (11. júlí) og bað um að koma því á framfæri við Sjónvarpið, að það framlengdi sumarfríið ... „og saknar þess nokkur?" spyr konan. Já, það sakna margir sjónvarps- ins. Ef þessi góða kona hefur ekki áhuga á að horfa á sjónvarpið, vildi ég mega, f fullri vinsemd, benda henni á það einfalda ráð að slökkva á tæki sfnu, eða láta inn- sigla það, eða jafnvel selja tækið sitt, en leyfa okkur hinum að horfa á það í friði. Fyrir mitt leyti sakna ég sjón- varpsins mjög mikið, ég tel dag- ana þangað til það byrjar aftur, og ég veit, að svo er um fleiri. Sjónvarpsunnandi." • FYRIRFRAM- GREIÐSLA EKKI TEKIN! Maður, sem gerðist starfsmaður hjá ríkisstofnun um sfðustu ára- mót og hefur fengið greidd laun hjá rfkinu sfðan, hringdi til Vel- vakanda og kvartaði um það, að ekkert hefði verið tekið af honum fyrirfram upp í skatta. Hann seg- ist margsinnishafafariðfram á það hjá Iaunadefld fjármálaráðu- neytisins, að ákveðin upphæð yrði tekin af launum hans upp i skatta, en árangurslaust. Hann kvaðst hafa spurzt fyrir um það hjá Gjaldheimtunni, hverju það sætti, að ekki hefði verið tekið af honum upp f skatta, en svo virðist sem engin tilkynn- ing hafi borizt til hennar um greiðsluskylduna. Maðurinn sagðist að vfsu hafa haft rýmri fjárráð en ella sfðustu mánuðina, en nú færi að syrta f álinn. LJOS & ORKA Við bjóðum yður LOFTLAMPA VEGGLAMPA BORÐLAMPA GÓLFLAMPA STOFULAMPA BORÐSTOFULAMPA BAÐLAMPA GANGALAMPA ÚTILAMPA VINNULAMPA PÍANÓLAMPA RÚMLAMPA LJÓSKASTARA KRISTALLAMPA GLERLAMPA MARMARALAMPA MÁLMLAMPA VIÐARLAMPA PLASTLAMPA POSTULÍNSLAMPA KERAMIKLAMPA TAULAMPA LAMPASKERMA HEIMILISTÆKI LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Sendum í póstkröfu. LJÓS & ORKA Snóurlandsbraut 12 sími 84488 MARGFALDAR r»iwi BMillííll Plovöunblatíit*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.