Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 17
margra alda
ólga og óvissa
SEGJA má, að eyjan Kýpur
hafi rambað á barmi öng-
þveitis og upplausnar I heila
tvo áratugi. Hún hefur að þvi
er virðist hlotið í vöggugjöf
blessun náttúrunnar, en
bölvun sögunnar. Þvi sjálf-
stæði, sem eyjan hlaut árið
1960, hefur ekki tekizt að
létta af þessari bölvun. Bylt-
ingin í fyrri viku var suðu-
punktur þeirrar ólgu, sem á
Kýpur hefur verið leynt og
Ijóst F þessi tuttugu ár.
] Ekki er ofmælt, að flestar
þjóðir Miðausturlanda hafi
gegnum aldirnar haft stjórn
þessa eylands með höndum.
Egyptar, Grikkir, Persar,
Rómverjar, Bysanzbúar,
krossfarar, Feneyingar og
Tyrkir, — allir hafa þeir um
skeið verið við völd á Kýpur.
Tyrkir, sem tóku við stjórn
eyjarinnar árið 1571, létu
hana af hendi við Breta árið
1878 í því augnamiði að fá
Breta í bandalag gegn
Rússum. Forsætisráðherra
Viktoríu drottningar, Benja-
min Disraeli, hafði i hyggju
að nýta Kýpursem eins konar
varðstöð fyrir hinn nýja Suez-
skurð og sjóleiðina til Ind-
lands. Fyrir þetta greiddi
hann drjúga leigu, en hér var
ekkert samráð haft við Kýp-
urbúa sjálfa. Þegar Tyrkir
gengu i lið með Þjóðverjum i
fyrri heimsstyrjöldinni, yfir-
tóku Bretar hins vegar
eyjuna.
En fjarri fer þó því, að Kýpur-
búar hafi tekið þessu öllu
þegjandi og hljóðalaust. Ýmsar
sjálfstæðishreyfingar létu á sér
kræla á millistríðsárunum, og á
fjórða áratugnum var setur
brezka landsstjórans brennt til
grunna. Raunveruleg uppreisn
varð hins vegar árið 1954.
Kýpurmenn voru glúrnir í
skæruhernaði og eftir verulegt
mannfall urðu Bretar að hafa
sig á brott.
Byltingin á Kýpur, undir
forustu og vernd Makariosar
erkibiskups, átti sér það tak-
mark, að alger sameining yrði
við Grikkland. En endalok
brezkrar drottnunar árið 1960
leiddi hins vegar ekki til þess
takmarks, „Enosis" eða
sameiningar, heldur til sjálf-
stæðis. Sameiningunni var
frestað um óákveðinn tíma, og
þegar Makarios var endurkjör-
inn forseti árið 1968, hlaut
þessi frestun fullkominn stuðn-
ing kjósenda. Blákaldar stað-
reyndir þvinguðu Makaríos og
meirihluta kjósenda til að
skipta um skoðun. í augum
sumra var þetta hins vegar kall-
að svik við hugsjón byltingar-
innar, „Enosis".
Meginástæða þessarar kú-
vendingar var að sjálfsögðu
andstaða hinna 100.000 tyrk-
nesku Múhameðstrúarmanna,
sem búa á Kýpur, og eru um
18% af 633.000 ibúum eyjar-
innar. Snerust þeir eindregið
gegn öllum tillögum um
sameiningu við Grikkland, og
nutu fulls stuðnings ættlands-
ins, Tyrklands.
Þá risu upp harðskeyttustu
fylgjendur sameiningarinnar
meðal grísku Kýpurbúanna og
endurvöktu gömlu Eoka-
baráttusveitirnar. Undir forystu
George Grivasar, hers-
höfðingja, hófu þeir nýja
baráttu fyrir „Enosis", réðust á
lögreglustöðvar, frömdu
hermdarverk og reyndu m.a.
tvívegis að ráða Makaríos af
dögum.
Hvergi i heiminum hefur
verið fjandskapur milli tveggja
þjóða eða þjóðarbrota jafn
lengi og milli Grikkja og Tyrkja
á Kýpur. Til dæmis er ekki talið
ráðlegt að þeir keppi i knatt:
spyrnu hvorir á móti öðrum. í
margar aldir hefur verið
metingur og samkeppni á milli
Grikklands og Tyrklands. Á
miðöldum gerðu Tyrkir innrás i
Konstantínópel og náðu
þessari öldnu höfuðborg gríska
heimsveldisins á sitt vald, og
þar með öllum helgustu stöð-
um Grikkja, og að lokum öllu
Grikklandi og auðvitað Kýpur.
Frelsi sínu náði Grikkland ekki
fyrr en á síðustu öld, og sá
metnaður Grikkja að sameinast
í einu ríki á enn langt í land.
Stjórnarskráin sem tók gildi
eftir að Kýpur hlaut sjálfstæði
árið 1960, tryggir tyrkneska
þjóðarbrotinu aðild að stjórn
eyjarinnar. En þegar stjórnar-
skráinvar að engu höfðí mikl-
um átökum þjóðarbrotanna
árið 1963, þegar sjórn Tyrk-
lands sendi samlöndum sínum
á eynni liðstyrk, hættu þeir allri
þátttöku í stjórninni. Hafa þeir
að mestu haldið sig á sérstök-
um, afmörkuðum svæðum og
Tákn tveggja trúarbragða: Klaustur griskra rétttrúnaðar-
munka i fjalllendi suðvestur af IMikósfu.
Tákn tveggja trúarbragða: Moska tyrkneskra Múhameðs-
trúarmanna, sem áður var kirkja heilagrar Soffiu, i Nikósíu.
Kýrenfufjöll í bakgrunni.
stjórna sér nokkurn veginn
sjálfir. Og þar blaktir tyrkneski
fáninn við hún, en ekki sá
gríski eins og víðast annars
staðar á Kýpur. Fáir virðast
nota þjóðfána Kýpur.
Átök hafa verið tíð milli
þjóðarbrotanna, og oft lá við
innrás frá Aþenu eða Ankara.
Hersveitir frá Sameinuðu
þjóðunum voru sendartil eyjar-
innartil að halda Tyrkjunum og
Grikkjunum í skefjum, og frá
árinu 1 968 hafa af og til átt sér
stað viðræður á milli deiluaðila
undir forsæti S.Þ. Ekki hafa
þær borið árangur, og þurft
hefur 3.000 manna herlið
samtakanna til að halda aftur
af þjóðarbrotunum. Sjálfur
reyndi Makaríos margoft
samningaleiðina.
Það er í raun ekki aðeins
klofningur á milli grísku og
tyrknesku þjóðarbrotanna,
heldur er einnig klofningur
meðal Grikkja innbyrðis.
Aðeins lítill hluti grískra Kýpur-
búa trúir því, að sameining við
Grikkland sé raunhæf. Þetta
eru þeir menn, sem hvað
harðast börðust gegn yfir-
ráðum Breta og hjálpuðu
Grivasi hershöfðingja til að
endurvekja Eoka-hreyfingu
sína með það fyrir augum að
steypa stjórn Makaríosar. Sjálf-
ur lézt Grivas í janúar sl., en
baráttunni hefur verið haldið
áfram með stuðningi grísku
herforingjanna, sem mynda
þjóðvarðlið eyjarinnar. Það
voru eins og kunnugt er hinir
síðarnefndu, sem sóðu að bylt-
ingunni í fyrri viku.
Hlutur grísku herforingja-
stjórnarinnar í Aþenu í þessum
síðustu atburðum og aðdrag-
anda þeirra hefur ekki verið
leiddur óyggjandi ! Ijós. Fylgis-
menn Makaríosar héldu því
fram, að herforingjastjórnin
hefði gert Grivasi kleift að snúa
aftur til Kýpur árið 1 969 til að
hefja á ný baráttuna fyrir
„Enosis". Þá voru grísku her-
foringjarnir í þjóðvarðliðinu
grunaðir um að vera sérlegir
sendimenn stjórnarinnar í
Aþenu og um að berjast gegn
viðleitni erkibiskupsins til að ná
samkomulagi við Tyrki. Og í
brýnu sló svo milli Makaríosar
og grísku ríkisstjórnarinnar árið
1972, þegar hún mótmælti
leynilegum vopna.kaupum
Makaríosar frá Tékkóslóvakíu.
Allt þetta stuðlaði að aukinni
spennu milli þjóðarbrotanna á
þessu hrjáða eylandi og náði
hámarki í byltingunni í síðustu
viku. Enn um sinn verða því
Kýpurbúar að bíða eftir þvi, að
varanleg lausn finnist á hinu
viðkvæma deilumáli, og enn
sjá þeir ekki fram á friðsama
daga í þessu fallega landi.
Skyldi þó margur ætla að sorg-
arsaga Kýpurbúa gegnum
tíðina sé örðin ærið löng.
(Observer).