Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLl 1974 Fa jl /tíi. t /./;/<.. i \ 'AFlUt; BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGAN EYSIR CAR RENTAL «“24460 í HVERJUM BÍL PIONCEŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI MARGAR HENDUR I ^ VINNA ÉTT VERK § SAMVINNUBANKINN . ... f ■■■■■ ■Tilboft AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN 11 Á SÉRSTÖKU ■■ AFSLÁTTARVERÐI SHODtt LEIGAN CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. ■4 ® 4-2600 Bílaleiga GAB RENTAL Sendum CJÞ 41660 - 42902 Leiguflug - þjónustuflug- vöruf lug - sjúkraf lug - útsýnisflug INNANLANDS OG UTAN ........_ r afe’'--'— Sverrir Þóroddsson /I Gamla flugturninum —^ fc Reykjavikurflugvelli \\ Simi28420 Allan sólarhringinn Lágmarks- kröfur Alþýðu- bandalagsins Ólafi Jóhannessyni hefur nú verið falið að gera tilraunir til þess að endurlffga vínstri stjðrnina með aðstoð Alþýðu- flokksins. Eins og kunnugt er, lýsti Þjóðviljinn yfir þvf, að þingmenn Alþýðubandalagsins hefðu keypt köttinn f sekknum, er þeir kusu formann Alþýðu- flokksins f forsæti sameinaðs Alþingis. 1 gær segir Þjóðvilj- inn um þær stjórnarmyndunar- viðræður, sem framundan eru: „Þetta verða erfiðar viðræð- ur, um það þarf enginn að ef- ast, og þær hljóta að taka all- langan tfma, þvf að ágreinings- efnin eru mörg og varða mjög þýðingarmikil mál.“ Sfðar seg- ir Þjóðviljinn: „Hér skal að svo stöddu engu um það spáð, hvort viðræður flokkanna fjögurra muni leiða til stjórnarmyndun- ar eða ekki; f þeim efnum eru báðir möguleikar til.“ Þjóðviljinn gerir sfðan grein fyrir sjö lágmarksskilyrðum. sem Alþýðubandalagið mun setja fram f stjórnarmyndunar- viðræðunum. 1 þvf sambandi leggur Þjóðviljinn áherzlu á, að hver sá flokkur, sem ekki gangi undir merkjum hentistefnunn- ar, hljóti að setja ákveðin lág- marksskilyrði fyrir þátttöku sinni f samsteypustjórn. Eitt af lágmarksskilyrðun- um, sem Þjóðviljinn lýsir, er þetta: „Alþýðubandalagið mun gera þá kröfu, að ný rfkisstjórn eigi gott samstarf við verka- lýðshreyfinguna og stuðli með starfi sfnu að þvf, að treysta áhrif verkalýðshreyfingarinnar og verkafólks f þjóðlffinu." Fráfarandi vinstri stjórn sprakk einmitt á þvf, að Ólaf- ur Jóhannesson neitaði að hafa það samráð við launþegasam- tökin, sem forseti Alþýðusam- bandsins óskaði eftir. Alþýðu- bandalagið studdi forsætisráð- herrann dyggilega f þessum efnum eins og þá háttaði til. Nú er slfkt samstarf lágmarksskíl- yrði fyrir stjórnarþátttöku af hálfu Alþýðubandalagsins. Ekki er nóg með, að þing- menn Alþýðubandalagsins krefjist samstarfs, heldur er það lágmarkskrafa af þeirra hálfu, að áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar verði aukin. Þegar» Ólafur Jóhannesson hafði knú- ið Björn Jónsson til þess að segja af sér ráðherradómi sl. vor, lét hann þau orð falla á Alþingi, að það gæti ekki farið saman að gegna ráðherrastörf- um og vera forseti Alþýðusam- bandsins. I þeim efnum yrðu menn að velja og hafna. Komm- únístar studdu ólaf Jóhannes- son eindregið f þessari aðför hans að forseta Alþýðusam- bandsins. Ekkert var þó betur fallið til þess að veikja áhrif verkalýðshreyfingarinnar f þjóðlffinu en að hrekja forseta ^Alþýðusambandsins úr rfkis- stjórn hinna vinnandi stétta. En kommúnistar virðast nú sjá sér hag f þvf að snúa við blað- inu f þessum efnum og snúast gegn sjónarmiðum Ólafs Jó- hannessonar. Loks segir Þjóðviljinn um lágmarkskröfur Alþýðubanda- lagsins: „Sfðast en ekki sfst mun Alþýðubandalagið gera þá kröfu, að staðið verði undan- bragðalaust við samkomulag það, sem gert var f núverandi rfkisstjórn þann 21. mars sl. um brottför bandarfska hersins frá tslandi á næstu tveimur ár- um.“ Þetta er lágmarkskrafa af hálfu Alþýðubandalagsins. A hinn bóginn er ijóst.aðGylfiÞ. Gfslason náði kjöri f Reykjavfk fyrst og fremst vegna eindreg- innar andstöðu sinnar fyrir kosningar við stefnu fráfarandi vinstri stjórnar f varnarmálum. Einar Ágústsson hefði einnig að öllum Ifkindum fallið, ef hann hefði ekki flett ofan af samstarfsmönnum sfnum f rfk- isstjórn og lýst yfir þvf, að af- staða kommúnista til varnar- málanna byggðist á óþjóðholl- um grunni. Nú verður fróðlegt að sjá, hvort þessir tveir menn muni ganga að kröfum kommúnista undanbragðalaust, þannig að landið verði varnarlaust að tveimur árum liðnum. Slfk af- staða gæti hæglega leitt til grundvallarbreytinga á fs- lenzku flokkakerfi f næstu kosningum. Þar er tónlist fuglatíst eini liávaðinn. A síðasta áratug hafa samtals um tuttugu íslenzkir hljóðfæra- leikarar úr Sinfónfuhljómsveit Islands átt þess kost að fara til 2—3 vikna sumardvalar í Orkney Springs f Virginiu í Bandaríkjunum og leika þar með bandarískri sinfóníuhljóm- sveit. Hafa ferðir þessar verið farnar á vegum tónlistar- nefndar stofnunar í Washing- ton, sem nefnist People to People, en hún var sett á laggirnar árið 1956 að tilhlutan Dwights D. Eisenhowers þá- verandi forseta. Hann hafði mikinn áhuga á því að stuðla að auknum samskiptum einstakl inga af mismunandi þjóðern- um og úr ýmsum greinum. Stofnun þessi hefur ekki sér- staka heildarskipulagningu, heldur starfar hún f sjálfstæð- um nefndum, sem hver um sig vinnur að tilteknum verkefn- um, sumar stuðla til dæmis að gagnkvæmum kynnum fatlaðra barna, aðrar að kynnum og samstarfi fþróttamanna, enn aðrar vinna að auknum sam- skiptum lækna o.s.frv. Forseti tónlistarnefndar- innar er pfanóleikarinn Ann Schein, sem nokkrum sinnum hefur komið hingað til Islands og bæði haldið sjálfstæða hljómleika og leikið með Sin- fóníuhljómsveitinni. Fram- kvæmdastjóri er hinsvegar Ruth Sickafus og kom hún hér við á dögunum ásamt eigin- manni sínum, Charles Sickafus, tónlistarkennara, er þau voru á leið til Evrópu. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þau sem snöggvast á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit íslands, þar sem þau voru að hlusta á íslandsforleik Jóns Leifs, sem flytja á nk. sunnu- dag á þjóðhátfðinni á Þingvöll- um. Með þeim f för var Árni Kristjánsson, píanóleikari og tónlistarstjóri Rfkisútvarpsins. Þau skýrðu svo frá, að tildrög þessa starfs hefði verið að þau Ruth og Árni kynntust f Washington, þegar Árni var þar á ferð í boði bandarfska utanríkisráðuneytisins. Þá kom upp sú hugmynd að greiða fyrir því, að íslenzkir hljóðfæra- leikarar, einn eða fleiri gætu komið til Orkney Springs, þar sem á sumri hverju safnast saman hljóðfæraleikarar víðs- vegar að úr Bandarfkjunum og mynda eina stóra sinfóníu- hljómsveit. Starfið f Orkney Springs, sem er í Shenandoah, — dal á fögr- um og kyrrlátum stað — er tvíþætt. Meginverkefnið er þjálfun ungra hljómsveitar- stjóra, en jafnframt er haldið uppi hljómleikahaldi, alltaf 5—6 hljómleikar á sumri hverju. Aðalkennari hljóm- sveitarstjóranna, Richard Lert, stjórnar hljómleikunum — eða aðstoðarmenn hans tveir. Lert, sem er 85 ára að aldri, var hljómsveitarstjóri f Berlfn áður fyrr. Einar Waage, kontrabassa- leikari, er einn Orkneypíla- grímanna (en undir þvf nafni ganga þeir bæði sín í milli og í bréfaskiptum Arna Kristjáns- sonar og Ruth Sickafus). Hann bættist í hópinn, þegar hlé varð á æfingu og skýrði svo frá, að fyrir nokkrum árum hefði verið flutt þarna á hljómleikum nfunda sinfónía Beethovens með forkunnargóðum kór, sem safnað var í söngfólki úr nágrenninu, þar á meðal frá Washington, en einsöngvararn- ir komu frá Metropolitan óperunni í New York. „Þetta var rétt áður en við fluttum sinfóníu undir stjórn Dr. Roberts heitins Ottóssonar og var afskaplega gaman að hafa tekið þátt f þessu. I Orkney Springs er verið að spila og æfa næstum allan sólarhringinn og kyrrðin einstök, — eini hávaðinn þar er tónlist og fuglatíst. Yfirleitt eru útlendingar ekki í sinfónfuhljómsveitinni f Orkney Springs, Islendingarnir mega heita þeir einu, sem hafa fengið þessi boð: „Við gleymd- um eiginlega öðrum þjóðum, eftir að íslendingarnir fóru að koma,“ sagði Ruth Sickafus —“ en nefndin vinnur að ýmsum öðrum verkefnum, meðal annars sendir hún hljóðfæri og kennslugögn til ýmissa van- þróaðra landa, mest til Suður- og Mið-Ameríku, en einnig til Asíu- og Afríkulanda. Þá hefur hún veitt fyrirgreiðslu ýmsum evrópskum aðilum, sem hafa viljað flytja bandarfska músík.“ Tónlistarnefndin hefur að sögn Ruth Sickafus ekki úr miklum fjármunum að moða, en meginfjárstuðningurinn kemur frá samtökum banda- rískra tónlistarkvenna, Sigma Alpha Yota, sem telja um 16.000 félaga. Ruth Sickafus hefur sjálf tón- listarmenntun að baki, en starf sitt sagði hún fyrst og fremst skipulagsstarf. Maður hennar er aftur á móti kennari á blásturshljóðfæri í gagnfræða- skóla í Maryland, þar sem þau hjón eru búsett, en á þeim slóð- um eins víðast í Bandaríkjun- um geta unglingar tekið hljóm- list inn f námsefni sitt eins og aðrar námsgreinar, svo sem mál eða stærðfærði. Til þessa hafa eingöngu strengjahljóðfæraleikarar farið til Orkney Springs, að sögn Ruth Sickafus, en nú vinnur hún að þvf að koma þangað einnig blásurum. „Vandinn er sagði hún, að það er alltaf svo miklu meira framboð á blásur- um en strengjum — það gera lúðrasveitirnar — en við von- um það bezta. Við teljum þetta starf mikilsvert ekki síður fyrir bandarfsku hljóðfæraleikarana en þá fslenzku, þeir fá með þessu tækifæri til að kynnast íslenzkri menningu, en margir okkar manna vita lftið eða ekkert um menningarlff á Islandi — og ég er viss um, að ýmsir yrðu undrandi að sjá, hvað músfklff er hér blómlegt.“ — mbj. Ruth og Charles Sickafus ásamt Einari Waage, kontrabassaleikara og Árna Kristjánssyni, pfanóleikara, tónlistarstjóra Rfkisútvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.