Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 31 — Gróðurvernd Framhald af bls. 32 3. Rannsóknastofnun land- búnaðarins: Rannsóknir á nýt- ingu beitargróðurs, aðrar til- raunir og gróðurkortagerð 80 millj. kr. 4. Annað: Ráðstafanir tii bættr- ar landnýtingar og stuðningur við fræðslustarf samtaka áhugamanna 50 millj. kr. Samtals 1000 milljónir króna. Árlegar fjárveitingar af ríkisfé til áætlunar þessarar miðist við, að hún haldi núverandi fram- kvæmdagildi sfnu hliöstætt því, sem gildir um jarðræktarframlög samkvæmt 12. gr. jarðræktarlaga, og að áætlunin komi til fram- kvæmda í jöfnum árlegum áföng- um á árunum 1975—1979. Fjár- veitingar til áætlunarinnar skulu ekki blandast saman við venjuleg- ar fjárveitingar til þeirra mála- flokka, sem áætlunin tekur til, og ekki rýra þær. Landbúnaðarráðherra setur á fót samstarfsnefnd til þess að efla samvinnu þeirra stofnana, sem hafa með höndum framkvæmd áætlunar þessarar. Ráðherra skip- ar formann nefndarinnar að eigin vali, en aðrir nefndarmenn verði þessir: landgræðslustjóri, búnaðarmálastjóri, skógræktar- stjóri og framkvæmdastjóri Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins." I greinargerð með þings- ályktunartillögunni segir: „Landið hefur nú fóstrað þjóð- ina f ellefu hundruð ár. Gróðurinn á landinu og lffið í hafinu umhverfis það hafa alla tíð verið undirstöður þjóðlífsins og svo er enn. Sambúð lands og þjóðar hefur stundum verið hörð, og víst er, að landið hefur goldið mikið afhroð í þeim samskiptum. I harðri lffsbaráttu neyddust menn oft til þess að ganga nærri landinu, skerða gróðurinn til þess að bjarga lífi sfnu og sinna. Þjóð- in varð að taka lán hjá landinu, þegar verst lét, til þess að geta lifað. Enn er sú skuld hvergi nærri goldin. Nú er öldin önnur en áður var. Stórsókn hefur staðið um sinn í ræktun Iandgræðslu og skógrækt og árangur orðið stórbrotinn. Samt er mikill hluti landsins enn f sárum, uppblásin auðn, og gróö- ur er enn víða á undanhaldi, svo að hætta stafar af. Árangur þess starfs, sem unnið hefur verið að ræktunar-, land- græðslu- og skógræktarmálum á þessari öld sýnir glöggt, að öll skilyrði eru til þess, að þjóðinni sé kleift að greiða skuldina við landið. Landsmenn eiga nú orðið þá reynslu og þekkingu, sem þarft til að svo megi verða. Þessi tillaga til þingsályktunar kveður svo á, að nú á 1100 ára afmæli byggðar á Islandi verði tekin ákvörðun á Alþingi um nýtt stórátak í landgræðslu og gróður- vernd. Verði ákveðin fimm ára áætlun, sem skiptist í fjóra höfuð- þætti: 1. Gróðurverndar- og land- græðsluáætlun, þ.e. um þann hluta þessara máía, sem fellur undir starfsemi Landgræðslu ríkisins. 2. Skógræktar- og skógverndar- áætlun á vegum Skógræktar ríkis- ins, og fylgja þar með rannsóknir vegna skógræktar. 3. Rannsóknaáætlun, sem fjallar um þær rannsóknir, sem brýnast er að efla á sviði gróður- verndar, landgræðslu og landnýt- ingar. 4. Annað, sem miðar að því að auðvelda og bæta meðferð og nýt- ingu landsins. Aætlunin er byggð á nefndar- áliti Landgræðslu- og landnýt- ingarnefndar, sem landbúnaðar- ráðherra skipaði og starfað hefur undanfarin tvö ár. Er kafli úr áliti hennar prentaður sem fylgiskjal með þessari tillögu. Markmiðin í landgræðslu- og landnýtingarmálum hljóta að vera þessi: Stöðva uppblástur, sandfok og aðra jarðvegseyðingu, koma gróðurnýtingu í byggðum og óbyggðum í það horf, að gróðri fari fram. Hlynna að skóglendi og tryggja, að það gangi ekki úr sér. Leggja grundvöll að nýjum skóg- um til fegrunar, nytja, skjóls og útivistar. Græða örfoka og ógróið land, sem æskilegt er að breytist í gróðurlendi. Efla rannsóknir og tilraunir á þessum sviðum, þannig að það, sem gert er, hvfli á traustum grunni. Aætlunin nær til allra þessara þátta og á að vera stórt spor í þessa átt. Hún er við það miðuð, að Alþingi ákveði nýtt myndar- legt átak f þessum efnum til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu. Ætlast er til, að með réttu megi kalla þessa ákvörðun tímamót f viðleitni þjóðarinnar til þess að bæta og fegra land sitt og gjalda þvf fósturlaun.“ I fylgiskjali með þingsálykt- unartillögunni er gerð nánari grein fyrir verkefnum einstakra stofnana, sem falla undir áætlun- ina. Gunnar Thoroddsen gat þess f framsöguræðu sinni, að áætlun sú, sem þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, hefði verið samin af nefnd, er Eysteinn Jónsson, fyrrum forseti sameinaðs Alþingis, hefði veitt forstöðu. Sagði Gunnar, að Eysteinn hefði átt drýgstan þátt í framgangi málsíns. Halldór E. Sigurðsson þakkaði einnig nefndinni fyrir vel unnin störf. Fleiri tóku ekki til máls. — Haag- dómurinn Framhald af bls. 32 hefði snúið úrskurðinum okkur f vil auk þess sem okkur var í lófa lagið að fresta uppkvaðningu úr- skurðarins með gagnaöflun og upplýsingamiðlun þar til þróun hafréttar væri enn skýrar fram komin. Ég tel ekki rétt að fjalla um mál þetta frekar fyrr en for- sendur dómsins eru kunnar.“ UMMÆLI GYLFA Þ. GlSLASONAR: Mbl. innti Gylfa Þ. Gfslason for- mann Alþýðuflokksins eftir áliti hans á úrskurði Haag-dómstólsins og fara orð hans hér á eftir: „Fyrir kosningar lýsti ég því yfir, að úrskurður Haag-dómstóls ins myndi engu breyta og gæti engu breytt um aðstöðu lslands varðandi þá fiskveiðilögsögu, sem Alþingi hefur ákveðið. Sú skoðun mfn er að sjálfsögðu óbreytt. Það, sem nú skiptir máli, er niðurstaða ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna varðandi 200 mflna auð- lindalögsöguna. Allir flokkar eiga að sjálfsögðu að vinna einhuga að þvf, að slfk auðlindalögsaga verði sem fyrst viðurkennd." UMSÖGN ÓLAFS JÓHANNESSONAR: Mbl. sneri sér til Ólafs Jóhannessonar formanns Fram- sóknarflokksins og bað hann að segja skoðun sína á úrskurði Haag-dómsstólsins. Hann sagði: „Ég hef nú ekki séð dóminn ennþá, en mér skilst, að tfu þeirra fjórtán, sem dómstólinn skipa, hafi staðið að úrskurðinum, en hinir fjórir hafi skilað séráliti. Mér hefur einnig skilizt, að ein- hverjir þeirra tíu, sem að úr- skurðinum stóðu, hafi haft ein- hverjar athugasemdir fram að færa í þessu sambandi. Nú, við höfum alltaf lýst því yfir, að við viðurkenndum ekki lögsögu Haag-dómstólsins f þessu máli og úrskurðurinn hefur því engin áhrif á okkar ákvarðanir." UMSÖGN MAGNUSAR TORFA ÓLAFSSONAR: Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra kvaðst ekki hafa haft neinar fregnir af dómsniður- stöðunni að öðru leyti en því, sem komið hefði fram f útvarpsfrétt- um, og hann væri því algjörlega ókunnugur forsendum þessa dóms. Hins vegar kvað hann þessa niðurstöðu ekki hafa komið sér á óvart, en taldi fróðlegt að fá fregnir af þvf, á hverju þessi dómsniðurstaða byggðist — að hvað miklu leyti dómurinn væri byggður á samningnum frá 1961. Þegar sú vitneskja lægi fyrir yrði að sjálfsögðu auðveldara að tjá sig um það, að hvað miklu leyti þessi dómsniðurstaða væri tengd þeim umræðum um landhelgis- málið og meðferð þess, er hér hefðu orðið á síðustu árum. Magnús Torfi Ólafsson sagði enn- fremur, að þessi dómsniðurstaða breytti að sjálfsögðu engu um fyrri ákvarðanir rfkisstjórnarinn- ar f landhelgismálinu. Það væri margyfirlýst af hálfu allra þeirra, sem að útfærslunni f 50 mflur stóðu, að ekki kæmi til mála að veita þessum dómi neitt áhrifa- vald um aðgerðir tslendinga til verndar fiskimiðum og fiskstofn- um hér við land. UMSÖGN RAGNARS ARNALDS: Ragnar Arnalds formaður Al- þýðubandalagsins sagði, að þessi dómur hefði ekki komið sér á óvart. „Það hefur löngum verið talið vfst, að dómararnir væru heldur fhaldssamir f viðhorfum sfnum til deilumáls af þessu tagi, þar sem ekki er við neinar alþjóð- legar reglur að styðjast. Einmitt með þetta f huga hefur það verið lffsspursmál fyrir Islendinga, að Alþjóðadómstóllinn sé ekki í að stöðu til að segja okkur fyrir verkum og skammta okkur land- helgi. Þá aðstöðu hafði dómstóllinn ekki f landhelgisátökunum 1952 og 1958 og þá mælti enginn með þvf, að deilumálum okkar við Breta yrði visað til dómstólsins. Með hinum afleita samningi frá 1961 skuldbundu íslendingar sig til að leggja nýja landhelgisdeilu fyrir dómstólinn. Einmitt vegna þessa var ekkert aðhafzt í land- helgismálinu f tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins. Það var aftur á móti eitt fyrsta verk núverandi ríkis- stjórnar að segja þessum samn- ingi upp og eftir það ber okkur hvorki skylda til þess að sækja dómþing f málinu né hlfta dómin- um. Ég vil sérstaklega benda á, að engar lfkur eru á þvf, að dómur- inn hefði fallið á annan veg, þótt málflytjandi hefði mætt fyrir okkar hönd f Haag. Dómurinn hafði gögn um öll rök okkar og málsástæður, sem þörf var á að kæmi fram af okkar hálfu, en einmitt vegna þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að senda ekki málflytjanda til Haag er okkur nú stætt á því að hafa úrskurð dóm- stólsins að engu. Hefðum við hins vegar sent málflytjanda eins og Sjálfstæðisflokkurinn vildi væri nú aðstaða okkar miklu lakari, þar sem f því hefði óhjákvæmi- lega falizt nokkur viðurkenning á rétti dómsstólsins til að dæma f þessu máli.“ OPIÐ AÐ BERGSTAOASTRÆTI TIL KL. 10 í OPIÐ KVÖLD OG TIL HÁDEGISÁ MORGUN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.