Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 CAT STEVENS Hundleiðinlegir UM NOKKURT skeið hafa staðið ritdeilur milli lesenda Slagsfðunnar um „súkkulaði- froðugauka“ og fleira f þeim dúr. Annar helmingurinn hefur fussað og sveiað yfir poppstjörnum eins og Slade, Sweet, David Cassidy, Osmonds og David Bowie, svo að nokkur nöfn séu nefnd, en lofað og prfsað hljómsveitir eins og Pink Floyd, YES, Genesís o.fl. Hinn hópurinn hefur hins vegar verið á gjörsamlega önd- verðri skoðun. Umræðan hefur raunar upp á sfðkastið snúizt upp f deilur um Örn Petersen og þátt hans „Tfu á toppnum" og Ijóst er, að mikið bil er á milli þessara tveggja fylkinga. Slagsfðunni þykir gaman að leggja dálftið til málanna og að þessu sinni verður það gert með þvf að bera á borð fyrir lesendur inntakið úr grein, sem blaðamaðurinn Allan Jones við Melody Maker reit á dögunum. Þar lýsir hann þvf yfir, að Pink Floyd, Moody Blues, Yes o.fl. séu hundleiðinlegar hljóm- sveitir! Og hana nú! Hér fer á eftir inntakið f grein hans. Þeir, sem vilja gera athuga- semdir, geta ritað Slagsfðunni lfnu. Það skal tekið fram, að þótt Slagsfðan birti þessar skoðanir Allans, er hún þó ekki endilega að lýsa sig sammála þeim. Hitt vegur þyngra, að vart er hægt að halda þvf fram um Allan, að hann hafi ekkert vit á tónlist eða hafi ekkert heyrt frá „þróuðu" hljóm sveitunum. Hins vegar hafa andstæðingar „súkkulaðifroðu- gaukanna" alltaf viljað halda því fram, að fylgjendur „Gauk- anna“, sem gagnrýna Pink Floyd og aðrar slfkar hljóm- sveitir, hefðu f rauninni ekkert vit á tónlist, eins og tónlistar- smekkur þeirra sýndi. Inntakið f grein Allans er þetta: Heimur versnandi fer og allt virðist á hraðri leið til and- skotans. En ef litið er á listana yfir þær stóru plötur, sem mest seljast, kemur f ljós, að tón- listin þar er gjörsamlega úrelt; hún er tónlist blómakynslóðar- innar (frá 1967), en lætur sig vandamál Ifðandi stundar -engu varða. Hljómsveitirnar, sem þessa tónlist flytja, eru steingeldar, þrælar hljómtækjanna og tón- list þeirra jafn Iffvana og sótt- hreinsað klæði. Þær þykjast allar hafa sér- staka alheimslffsskoðun og skynjun; viðfangsefni þeirra eru vfddir alheimsins, ekki daglegt Iff og erfiðleikar ung- menna f borgum velmegunar- þjóðfélagsins. Verðbólgan, mengunin, mannfjölgunin, hungursneyð, ofbeldið, giæpir, þetta kemur þeim hreint ekkert við. Þær eru niður- sokknar f að finna hinn eina hreina tón tilverunnar, ein- hvers staðar bak við skýin á sjöunda himninum. Og þar með hefur tónlistin glatað biti sfnu og áhrifamætti. Þessar hljómsveitir spila ekki popptónlist (eða rokk, eins og erlendu tónlistarblöðin kalla hana almennt nú orðið), heldur einhvers konar sinfónfu-popp. Mest er lagt upp úr þvf að ná miklum sinfónfu- blæ á tónlistina, rétt eins og verið sé að skapa sfgilda tónlist fyrir komandi kynslóðir. Til þessa þarf gffurlegan tækni- búnað, jafnt við upptökur sem á hljómleikum. Hljómlistar- mennirnir verða við þetta þrælar vélanna og skipulags- ins. Þeir hafa ekkert frelsi til að gefa eitthvað af sjálfum sér f tónlistina. Þeir mega ekki láta tilfinningar sfnar f ljós f hita augnabliksins, heidur verða þeir að halda sig við þær nótur, sem festar voru á blað eða á piötu fyrir mörgum mánuðum. Enda virðist æðsti draumur þeirra vera sá, að geta leikið plötutónlist sfna nótu fyrir nótu á hljómleikum, án þess að nokkur hluti hennar glatist. Fylla þeir þvf sviðið af alls kyns drasli, ekki sfzt rafeinda- tækjum með pfanóborði, en þau eru galdratækin, sem töfra fram hinn volduga samhljóm sinfónfunnar. Og Iffsskoðunin, maður lifandi! Þær stefna allar að þvf að ná sambandi við guðlegar verur f gegnum tónlist sfna. Dugir þá ekki nein kristin trú, heldur er gjarnan leitað til Hindúasiðar og annarra austur- lenzkra trúarbragða og dul- speki. Þessu til stuðnings vitnar Allan f fréttatil- kynningu um Moody Blues annars vegar og viðtal við Jon Anderson, söngvara YES, hins vegar: „Moody Blues blandar saman tónlist, djúpum tilfinningum og raunverulegri þýðingu. Það er hljómsveit dagsins f dag, sem fjallar um málefni morgundagsins, sem miðar geimaldarsálmum sfnum á höfuð og hjarta... tónlist þeirra spyr fremur en að ganga út frá, en þeir hafa komizt að raun um, eins og þú, að leitin að mannlegri hamingju verður ekki afgreidd með nýjum bfl á hverju ári, sjónvarp auðgar sjaldnast mannlega reynslu og mini- eða maxipils vfkka ekki meðvitundina eða auka hæfi- leikann til að elska. Eina kennisetning þeirra (Moody Blues) er: „vertu þú sjálfur og vertu blíður". Jon Anderson um efni „Tales from Topographic Oceans“: „Næstu plötur munu flytja fjögur verk. Það fyrsta er um opinberun Guðs og ánægjuna af þvf að vita, að til er Guð og hvers vegna þetta og hitt gerist f lffinu... Annar hlutinn er um að muna að það voru menningarskeið á undan okkar skeiði. Þriðji hlutinn er um forn menningarskeið f Kfna, Indlandi og Mexfkó og fjórði hlutinn fjallar um helgisiði Iffsins, byggður á sanskrft- iskum ritningum. Þetta verður allt fullt af gleði.“ Ekki er þörf á að fara nánar út f þessa sálma; þetta er inn- takið f grein Allans, enda þótt hann segi þetta kannski ekki með sömu orðum og hér er gert. En krafa hans er: Popptónlistin (eða rokkið) á að fjalla um lffið og tilveruna, eins og þetta blasir við unga fólkinu f dag, þvf unga fólki, sem poppheim- urinn byggir allt sitt á. Dæmi um slfka hljómlist er að finna m.a. hjá WHO í mörgum verkum þeirra og það eru ein- mitt WHO ,, sem hafa skapað það verk, sem hæst allra ber f þessum stíl, meistaraverk, sem vart verður nokkurn tfmann slegið út: „My Generation". NAFN: Cat Stevens (rétta nafnið er raunar Stephen Adams Georgiou, en hver haldið þið að gæti orðið frægur með slíkt nafn?). ALDUR: 26 ára, fæddur 21. júlí 1948. HLJÓÐFÆRI: Gítar og pfanó. FERILL: Cat Stevens vakti óvenju mikla athygli, er hann skautzt fram á sjónar- og heyrnarsvið poppheimsins árið 1966. Lag hans, „I Love My Dog“, gaf fögur fyrirheit, bæði sem tónsmið og vegna út- setningarinnar, og næsta lag, „Matthew And Son“ uppfyllti svo sannarlega þau fyrirheit. Komst það f efsta sæti vin- sældalistans og poppveröldin virtist brosa við Cat Stevens. Hann þótti prýðisgóður laga- höfundur og aðrir listamenn og hljómsveitir kepptust um að fá að hljóðrita lögin hans. (Tremeloes komu bezt út úr þeim slagnum: Þeir gáfu út á plötu „Here Comes My Baby“ og náðu þar með aftur sinni fornu frægð, þótt Brian Poole væri ekki lengur söngvari þeirra.) Næsta plata Cat Stevens hét „I’m Gonna Get Me næst búinn að gleyma honum, þpgar hann komst aftur á kreik, klyfjaður nýjum lögum, sem hann hafði samið á sjúkrahús- um og hressingarhælum. Stór plata, „Mona Bone Jakon", hlaut mjög góða dóma og eitt lag af henni, „Lady D’Arban- ville“, óður um fyrrverandi lagskonu höfundarins, komst hátt á vinsældalista um vfða heim. Cat var greinilega að hressast og síðan hefur hann verið við beztu heilsu, a.m.k. tónlistarlega séð. Fimm stórar plötur hafa bætzt við, „The For The Tillerman”, „Teaser And The Firecat”, „Catch Bull At Four“, • „Foreigner" og „Buddha And The Chocolate Box“, og allar hlotið feiknalega góðar viðtökur. Nokkur lög af þeim hafa komið út á litlum plötum og náð góðum sætum á vinsældalistum, ekki sfzt í Bandaríkjunum, en Cat hefur þó fyrst og fremst skapað sér sess sem „breiðskífu- Iistamaður.” En þótt heilsan sé góð, er Cat ekkert að reyna of mikið á sig. Hann tekur lffinu með ró, gerir aðeins það, sem hann langar til og er ekkert að sperrast við að græða nokkrar krónur (eða A Gun“ og hlaut góðar móttök- ur, þó ekki alveg eins góðar og næsta plata á undan. En enginn taldi þetta nein verkleika- merki; Cat væri betri en svo, að hann dytti upp fyrir með f jórðu eða fimmtu plötu. En sú varð raunin. „A Bad Night“ kom næst og rétt skreið inn f neðstu sætin á vinsældalistanum — og nafnið var táknrænt á sinn hátt: Martröðin skall yfir; Cat Stevens reyndist vera með berkla. Hann var úr leik í tvö ár og poppheimurinn var sem öllu heldur pund) í viðbót með þvf að halda hljómleika úti um allar trissur kvöld eftir kvöld. Hann ferðast þangað, sem hann fýsir að koma og hljóðritar stórar plötur, þegar rétti tíminn er kominn. Tónlist hans er hans eigin tónlist, ekki eftiröpun eða sam- suðu-meðaltalstónlist. Hún er stundum samtvinnuð þjóðlaga- stefjum og stemningu, ekki sízt grískri þjóðlagatónlist, enda er faðir Cats griskur, en móðir hans sænsk. síðustu forvöð Pink Floyd SLAGSÍÐAN vill minna lesendur sína á, að á sunnudaginn rennur úl fresturinn til að skila til- lögum um 100. plötuna í samkeppninni, sem Slag- síðan kynnti fyrir nokkr um vikum. Verðlaunin eru stór plata að eigin vali sigurvegarans. Því er skorað á ykkur, les- endur góðir, að skrifa nú strax i dag meðmæli með þeirri plötu, sem ykkur finnzt helzt vanta á list- ann yfir 100 beztu stóru plöturnar, setja síðan bréfið I umslag, skrifa ut- an á umslagið „Slagsíðan, Morgunblaðinu, Pósthólf 200, Reykjavík“, setja frímerki utan á og labba með bréfið út að næsta póstkassa. Ef bréfið berst okkur með morgunpósti á mánudag, verður það tekið til greina, en úrslit- in verða birt — að öllu óbreyttu — fimmtudag- inn 1. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.