Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR, 26. JtJLÍ 1974 Geir Hallgrímsson um Haag-dóminn: Kemur ekki til greina að hlíta úrskurðinum EINS og áður hefur komið fram f fréttum slæddi varðskipið Ægir vörpu úr sjónum á svipuðum slóðum og varðskipíð Þór stóð brezka togarann C.S. Forester að landhelgisbroti innan 12 mflna mark- anna. Varpan var sfðan færð yfir f varð- skipið Þór, sem kom með hana til Reykjavfkur. Er ætlunin, að hún verði skoðuð nákvæmlega af sérfróðum mönnum. Lifandi fiskur var f vörpunni, þegar hún var slædd að sögn Pálma Hlöðverssonar hjá Landhelgisgæzlunni og voru vfrar hennar marðir og litu út eins og höggvið hefði verið á. Meðfylgj- andi mynd var tekin, þegar varðskips- menn á Þór tóku börpuna inn. MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gær til formanna allra þeirra stjórn- málaflokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi, og leitaði álits þeirra á úrskurði Haag-dómstðlsins, sem kveðinn var upp f gær. 1 viðtali við Morgunblaðið sagði Geir Hallgrfmsson formaður Sjálfstæðisflokksins, að ekki kæmi til greina að hlfta úrskurðinum. Hann sagði ennfremur, að það væri óskiljanlegt, að dómstóllinn skyldi kveða upp úrskurð, sem væri f algeru ósamræmi við þróun hafréttar og að svo miklu leyti sem þessi úrskurður yrði okkur til ðhags yrði að lýsa ábyrgð á hendur stjórnvöldum, sem hefðu látið undir höfuð leggjast að flytja mál okkar fyrir dómstólnum. Ummæli formanna flokkanna fara hér á eftir. Minning um 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu: Þúsund milljónir kr. til land- græðslu og gróðurverndar UMMÆLI GEIRS HALLGRlMSSONAR: Geir Hallgrimsson sagði: „Ég hef áður lýst því yfir, að ekki komi til greina, að tslendingar hlýði úrskurði Alþjóðadómstóls- ins, er gangi okkur á móti, þegar af þeirri ástæðu, að við höfum ekki flutt mál okkar fyrir dóm- stólnum og dómstóllinn hef ur þvf ekki forsendur til þess að kveða upp úrskurð, er byggist á mati Veiða Bretar á friðaða svæðinu á Strandagrunni NOKKUR óánægja hefur gert vart við sig i röðum vestfirzkra sjómanna vegna þess að einhver brögð hafa verið að því, að brezkir togarar hafa ekki virt reglurnar um friðun hluta Strandagrunns, sem settar voru nýlega. Mbl. hringdi í Ásgeir Guð- bjartsson skipstjóra á Guðbjörgu frá Isafirði, sem var að veiðum á Halamiðum. Sagði Asgeir að Guðbjörg hefði siglt um lokaða svæðið á Strandagrunni fyrir nokkrum dögum og hefðu menn orðið varir við um 10 brezka togara að veiðum nokkrar mflur innan svæðisins. Sagði Ásgeir, að gæzlan hefði verið látin vita af þessum veiðum. Morton fulltrúi Bandaríkjanna á þjóðhátíð Tilkynnt hefur verið, að Rogers C.B. Morton innanrikisráðherra Bandaríkjanna verði fulltrúi lands sfns á þjóðhátíðinni á Þing- völlum. Mun hann flytja þar stutt ávarp eins og fulltrúar 8 annarra rikja. Morton hefur verið ráð- herra frá árinu 1971, en hann var þingmaður f fulltrúadeild Banda- ríkjaþings á árunum 1962—’70. Morton kemur til landsins n.k. laugardag ásamt konu sinni og snýr aftur til Bandarfkjanna á þriðjudag. t fyrrinótt kviknaði eldur f veiðihúsinu á Vfghól við Kjarrá ofarlega f Borgarfirði. I húsinu voru 8 menn, 4 erlendir laxveiði- menn, 3 leiðsögumenn og kokkur. Vöknuðu þeir um sexleytið f fyrrinótt við hita og reyk og kom- ust út áður en eldurinn magnað- ist. Veiðihúsið, sem var allstórt. allra staðreynda og málsatvika. Mér er að vfsu óskiljanlegt, að dómstóllinn treystist til að kveða upp úrskurð, er sýnist vera í al- geru ósamræmi við þróun haf- réttar eins og fram hefur komið að þessu leyti á hafréttarráðstefn- unni í Caracas. Ég vonast því til, að þessi úrskurður skipti engu máli um framgang fiskveiðilög- sögumála okkar og þ. á m. væntanlega útfærslu í 200 milur, en að svo miklu leyti sem þessi úrskurður kynni að verða okkur til óhags verður að lýsa ábyrgð á hendur stjórnvöldum, er létu undir höfuð leggjast að flytja mál okkar fyrir dómstólnum. Það er vissa mín, að slfkur málflutningur Framhald á bls. 31 TILLAGA til þingsályktunar um landgræðslu- og gróðurverndar- áætlun til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar f landinu kom til fyrstu umræðu f sameinuðu Alþingi f gær. Flutningsmenn eru formenn allra þingflokka: Gunnar Thoroddsen, Þórarinn Þórarinsson, Ragnar Arnalds, Gyffi Þ. Gfslason og Karvel Pálmason. Tillagan gerir ráð fyrir, að varið verði 1000 milljón- um króna á árunum 1975 til 1979 til landgræðslu og gróðurverndar. Þetta var eina málið á dagskrá fundar f sameinuðu Alþingi f ÖLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra tjáði Mbl. f gær, að for- menn Aiþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hefðu allir svarað jákvætt tilmælum hans um, að þessir flokkar tækju þátt f stjórnarmyndunarviðræðum und- brann tii kaldra kola og eyðilagð- ist allt, sem f þvf var, húsbúnaður og farangur veiðimannanna. Veiðihúsið er allfjarri manna- byggðum og er um klukkustundar akstur á torfærum slóða að hús- inu frá bænum Guðnabakka, en fólk þar hefur séð um veiðihúsið. gær. Gunnar Thoroddsen mælti fyrir tillögunni, sem vfsað var til annarrar umræðu og sérstakrar þingnefndar. 1 þá nefnd voru kjörnir: Gunnar Thoroddsen, Þórarinn Þórarinsson, Ragnar Arnalds, Benedikt Gröndal og Magnús Torfi Óiafsson. Næsti fundur f sameinuðu Alþingi verður á Lögbergi kl. 11 árdegis n.k. sunnudag. Fer þá fram sfðari umræða um þingsályktunartillög- una. Þingsályktunartillaga um land- græðslu- og gróðurverndaráætlun til minningar um 1100 ára búsetu ir forystu Framsóknarflokksins. Hefjast viðræður þessara flokka f dag. Vildi Ólafur Jóhannesson engu spá um, hve langan tfma þessar viðræður tækju, en sagðist gera ráð fyrir, að hátfðarhöldin um helgina mundu eitthvað tefja viðræðurnar. Þeir, sem í húsinu voru, höfðu ekki komið akandi heldur á hest- um og fór einn þeirra rfðandi til byggða, þegar eldsins varð vart. Fóru menn upp eftir þá strax um morguninn og lögreglan úr Borgarnesi síðar um daginn. Talið er, að kviknað hafi í út frá olíu- kyndinguíhúsinu. þjóðarinnar í landinu hljóðar svo: „Alþingi ályktar, að á árunum 1975—79, að báðum árum með- töldum, skuli framkvæma eftir- farandi áætlun um landgræðslu og gróðurvernd til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu og verja til þess ríkisfé f samræmi við hana: 1. Landgræðsia rfkisins: Stöðvun sandfoks, jarðvegs- og gróður- Valur vann KR og kærir Fram Valur sigraði KR með tveimur mörkum gegn engu f 1. deild- arkeppni Islandsmótsins f knatt- spyrnu, en liðin léku á Laugar- dalsvellinum f gærkvöldi. Staðan f hálfleik var 0:0. Mörk Vals- manna skoruðu Jóhannes Eðvaldsson og Kristinn Björns- son. Sýndu Valsmenn mjög góða knattspyrnu f þessum leik. 1 gærkvöldi lögðu Valsmcnn fram kæru á Fram fyrir að nota Elmar Geirsson f leiknum gegn Val. Kekkonen kem- ur 1 ágúst KEKKONEN Finnlandsforseti er væntanlegur til íslands um miðj- an næsta mánuð í einkaferð. For- setinn, sem er góður laxveiðimað- ur, mun væntanlega fara til veiða í Víðidalsá, en þangað hefur hann komið nokkrum sinnum áður og veitt ágætlega. Kekkonen verður á landinu í nokkra daga í þessari ferð sinni. eyðingar. Gróðurvernd og landgræðsla 700 millj. kr. 2. Skógrækt rfkisins: Skóg- græðslukönnun, skógvernd og skógrækt 170 millj. kr. Framhald á bls. 31 Skárri veðurspá: Líkur á 12—15 stiga hita á Þingvöllum VEÐURSPAIN fyrir þjóð- hátfðardaginn hafði fengið aðeins skýrari mynd, þegar Mbl. hafði samband við Pál Bergþórsson veðurfræðing um kvöldmatarleytið f gær. Að mati Páls verður hæg breyti- leg átt á Þingvöllum á sunnu- daginn, áttin þó heldur suð- læg, hiti 12—15 stig yfir há- daginn og að öllum Ifkindum skýjað. Enn er óljóst, hvort búast má við skúrum á hátfðar- svæðinu, en að mati Páls eru sáralitlar lfkur á miklu rign- ingarveðri. Samkvæmt þeim gögnum, sem Páil hafði f höndunum, er búizt við þvf, að lægð verði fyrir sunnan land. Hún mun hafa í för með sér skúraveður á Suðurlandi, en bjartviðri norðanlands. Þingvellir verða á mörkum góða veðursins og hins lakara og þvf rfkir nokkur óvissa um, hvort rignir. „Ekki er ástæða til að ætla annað en veður verði bærilegt á hátfð- inni,“ sagði Páll Berg’þórsson. Stjórnarmyndunarviðræð- ur fjögurra flokka hefjast Veiðihús í Borsrarfirði brann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.