Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 15 Sýningin Þróun 874 — 1974 formlega opnuð Gestir skoða sýninguna. Á myndinni sjást m.a. Birgir tsl. Gunnars- son, borgarstjóri og frú. Forsetinn ásamt Jónasi Jónssyni formanni sýningarráðs fylgjast með, hvernig Hulda Marinsdóttir ber sig að við keramikrennsiu. Fangarnir hóta að myrða gíslana Huntsville, 25. júlf—NTB. FJÖLMENNAR sveitir lögreglu- manna umkringdu f dag rfkis- fangelsið f Huntsville f Texas, þar sem allt að sex vopnaðir fangar hafa haldið 10 manns f gfslingu, þar af 7 konum, frá þvf á miðviku- dag. Hafa fangarnir hótað að Fischer sviptur titlinum? Solingen, Þýzkalandi, 25. júlf—AP. BOBBY Ficher mun verða svipt- ur heimsmeis'oiratitli sfnum f skák 1. aprfl næsta ár, ef hann Iætur ekki af kröfum sfnum um breytingar á vinningakerfi heimsmeistarakeppninnar fyrir árið 1975, að þvf er dr. Max Euwe forseti Alþjóða skáksambandsins skýrði frá f dag. „Ef hann glatar titlinum á næsta ári mun hann ekki fá tækifæri til að endur- heimta hann fyrr en f heims- meistarakeppninni 1978,“ sagði dr. Euwe. Fischer hefur krafizt þess, að áskorandi í heimsmeistaraeinvígi vinni einvígið ef hann vinnur að minnsta kosti tveimur skákum fleiri en titilhafinn í einvíginu. Samkvæmt núgildandi reglum er sá sigurvegari í einvíginu, sem fyrstur nær tíu vinningum. drepa gfsiana ef fangelsisyfirvöld verða ekki við kröfum þeirra. Krefjast fangarnir þess að fá fleiri vopn, en þvf hafa yfirvöld vfsað á bug. Ekki hefur verið látið uppi, hvort fangarnir hafa einnig krafizt þess að fá að yfirgefa fangelsið. Stóðu í dag yfir samningaum- leitanir við fyrirliða fanganna, hinn 34 ára gamla Fred Gomez Carrasco, en hann er talinn einn af helztu eiturlyfjasölunum í Texas og situr inni ævilangt fyrir tilraun til að myrða lögreglumann einn. Telur lögreglan, að Carrasco beri ábyrgð á allt að 30 morðum alls. Er talið, að vopnunum hafi ver- ið smyglað til fanganna, en ekki er vitað með hverjum hætti það var gert. Hearst-gabb Los Angeles, 25. júlí —AP. LÖGREGLAN í Los Angeles réðst í gær inn í íbúð eina eftir að hafa fengið sfmhringingu þess efnis, að milljónamæringsdóttirin Patricia Hearst, sem nú er leitað um öll Bandaríkin fyrir aðild að Symbíónesíska frelsishernum, væri þar stödd. Reyndist þetta > vera gabb eitt. Var gabbið tekið svo alvarlega, að foreldrar Patr- iciu flugu til Los Angeles frá San Fransisco vegna þess arna. I íbúð þessari reyndust vera þrír nyt- samir sakleysingjar og einn kött- ur auk nokkurra skotvopna. Eng- inn þessara manna reyndist vera viðriðinn Hearst-málið. Séð yfir sviðið og hluta sýningarsaiarins. A sviðinu er Skólahljómsveit Kópavogs. SYNINGIN Þróun 874 — 1974 var formlega opnuð 1 Laugar- dalshöllinni kl. 14.00 f gær. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, opnaði sýninguna, en hann er verndari hennar. Ávörp fluttu: Jónas Jónsson formaður sýningarráðs, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og borgarstjórinn f Reykjavfk, Birgir Ísleifur Gunnarsson. Fyrir opnunina lék Skóia- hljómsveit Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónssonar og Eddukórinn söng nokkur lög á miiii ávarpa. Sýningin var svo opnuð almenningi kl. 19.00, en hún verður sfðan opin daglega frákl. 14—22 til 11. ágúst. Eins og fram hefur komið i fréttum bregður sýningin upp mynd af þróun atvinnuvega landsmanna — landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, samgöng um, verzlun og menntamál- um auk þess sem þætti ríkis- valdsins og Reykjavíkurborgar eru gerð skil f sérstökum deild- um. Á þessari sýningu er því að finna mikinn fróðleik úr flest- um þáttum þjóðlifsins f gegn- um aldirnar. Skemmtiatriði af ýmsu tagi verða alla dagana, s.s. kvikmyndasýningar, leik- sýningar, héraðsvökur, tfzku- sýningar og sýnikennsla. Hægt er að kaupa vandaða sýningar- skrá, sem sýnir uppdrætti af skipulagi sýningarinnar og birt- ir margvíslegan fróðleik um sýningardeildirnar, kostar hún 150 krónur. Aðgangur að sýn- ingunni sjálfri kostar 250 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn 7—12 ára. KÓRÓNA BÚÐIRNAR Herrahúsiö Aóalstræti4, Herrabúöin viö Lækjartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.