Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 23 Ég held, að einhver þarfasta breyting „byggðastefnunar“ væri sú, að enginn þingmaður mætti sitja á Alþingi í einu nema tvö kjörtímabil. Ég hef trú á því, að nýtt fólk á Alþingi hafi meiri áhuga á að takast á við vanda okkar og leysa hann á sómasam- legan hátt, heldur en það, sem lifir og hrærist á Alþingi áratug- um saman, og hugsar í dag eins og það hugsaði í gær og ætlar að hugsa eins á morgun, þrátt fyrir breyttar kröfur og þarfir sam- félagsins. Látrum 18/7—74. ÞAÐ voru góðir dagar fyrir Barðastrandarsýslu, þegar sjálf- stæðis- og athafnamaðurinn Gísli Jónsson gerðist þingmaður hennar og gjörbreytti hér til betri vegar allri aðstöðu á flestum svið- um til hins almenna lífs á skömm- um tfma. Eitt af þvf, sem Gísli lagði höfuðáherzlu á, var vegasamband og sfmaþjónusta, enda skorti hvorttveggja mjög, og ég held líka, að fyrir það höfum við verið honum þakklátust, þótt margt bæri honum að þakka, svo fólk á mfnum aldri mun muna þann þingmann fyrir drenglyndi og skörungsskap, svo lengi sem lifir. Mikið vatn hefir runnið til sjávar, sfðan Gfsli Jónsson Iét af þingmennsku og margir mætir menn tekið við af honum sem þingmenn okkar Barðstrendinga og Vestfirðinga. Að sjálfsögðu hafa þeir margt gott gert fyrir okkur strjálbýlisfólk á undan- förnum árum á flestum sviðum, og það ber vissulega að þakka, en einhvernveginn finnst mér, að það sé þeirra fgripavinna, sem þeir sinni, þegar tími vinnst til frá þjóðmálum og málefnum Reykjavíkur og nágrennis, svo og öðrum þéttbýlismálum. Við erum hjá þeim sem öðrum sett skör neðar en það fólk, sem betur er búið að af hinu opinbera. En fyrir hverjar kosningar upp- götva okkar kæru dreifbýlisþing- menn, að til þess að komast á Alþingi, til dæmis fyrir Vestfirði, þurfa þeir að fá atkvæði dreif- býlisfólksins, og þá erum við fólkið, sem þeir ætla að rétta höndina og vinna fyrir, svo kjör þess verði sem næst því, sem er á Stór-Rey kj a vfkursvæði nu. En um leið og atkvæði hafa verið talin, er lítið eftir af um- hyggjunni nema fagurt nafn, sem oft er á vörum þingmanna og þingmannsefna um kosningar og þeir hafa fundið upp sjálfir sem samheiti á öllu þvf góða, sem þeir blessaðir ætla fyrir okkur að gera, en þaóer „byggðastefna". Ég verð þó að segja það, að eins og þeir háttvirtir þingmenn okkur Vestfirðinga hafa fram- kvæmt þessa stefnu í minni sveit að undanförnu, þá er hún heldur óbyggðaleg. Við höfum allt frá þingmanns- tíð Gfsla Jónssonar haft hér þokkalega símaþjónustu, sem var fyrir mörgum árum komin upp í það, að við höfðum sfmasamband við umheiminn frá 8,30 að morgni til 23,00 að kveldi og var okkur ákaflega mikils virði á öllum svið- um. Nú eftir kjördag var þessi þjónusta skorin niður um tvo og hálfan tíma á sólahring. Þetta kemur sér að sjálfsögðu mjög illa og skerðir alla öryggisþjónustu okkar verulega og jafnvel ein- hverra annarra. Þessu var kippt af okkur, án þess að við værum látin nokkuð vita um það, fyrr en við rákum okkur á þennan þátt byggðastefnunar í framkvæmd með þvf að hringja og hringja án þess að fá nokkurt svar. Aftur á móti er það látið berast til okkar með fyrirvara, að póstþjónustuna til okkar eigi einnig að skera niður verulega, en í ráðherratíð Hannibals Valdimarssonar var hún aukin upp í tvær ferðir í viku. Vegaþjónustan, sem við búum hér við, er komin niður í það ófremdarástand, að það er orðið feimnismál að tala um það og því miður heimreknum þingmönnum okkar Vestfirðinga til lítils sóma. A ég þó þar sérstaklega við veg- inn úr örlygshöfn og út á Látra- bjarg, en hann liggur um Breiða- vík og Látra, en um hann er veru- leg umferð að sumrinu af inn- lendu og erlendu fólki, þvf að Látrabjarg laðar fólk til sín, hvernig sem vegamálin standa. Þannig á ekki að framkvæma þá tfttnefndu „byggðastefnu", ef ég hef skilið tilgang hennar rétt. Við í dreifbýlinu eigum ekki ann- arra kosta völ en gera þá kröfu til háttvirtra alþingismanna okkar, hvar í flokki sem þeir standa, að þeir standi vörð um rétt okkar á hinu háa Alþingi við skiptingu sameiginlegra þjóðartekna, þjón- ustu og þegnréttar, en það er á svo mörgum sviðum, sem þess er þörf. Jafnvel hlutleysi ríkisút- varpsins virðist telja okkur dreif- býlisfólk fyrir utan sína hlut- helgi. Til dæmis viljum við út- nesjamenn senda spurningu f þáttinn „Spurt og svarað", svo eitthvað sé nefnt, þá er það mjög hæpið, að það fáist, því að þeir ganga fyrir sem eru með sjálf- virkan sfma, að þess eigin sögn (að hafa betri þjónustu). Við get- um að vísu beðið í símanum, þar til þeir hafa lokið sér af eða þá hringt aftur og aftur á Reykjavík, en bá kostar þetta orðið veru- legan pening. Ef til vill skiptir þetta engú máli, en fólk finnur það samt, að hvar sem gripið er niður, f smáu sem stóru, þá erum við dreifbýlisfólk alls staðar sett skör Iægra í allri þjónustu og fyrirgreiðslu hins opinbera. w AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810 NYTT NYTT! ★ Velour bolir ★ Velour jakkar ★ Blússur ★ Flauels jakkar ★ Gallabuxur ★ Bolir ifeÆ1. . HUSIÐ Grettisgotu 46 - ‘Sf 25580 MEÐ AVOLUM ÁVALUR "BANI” „BANA“ BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRI STÖÐUGLEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yður fleiri kosti fyrir sama verð. Sölustaðir: Reykjavík: Hekla h.f., Laugaveg 1 70—1 72 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gislasonar, Laugaveg 171. Keflavik: Gúmmiviðgerðin, Hafnargötu 89. Hveragerði: Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/Þelamörk. Akranes: Hjólbarðaviðgerðin h.f., Suður- götu 41. Akureyri: Hjólbarðaverkstæði Arthurs Benediktssonar. Hafnarstræti 7. Baugur h.f., bifreiðaverkstæði Norðurgötu 62. Stykkishólmur: Bilaver h.f. v/Ásklif. Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan, Strandgötu 54. Vestm a n naeyja r: Hjólbarðavinnustofan, Strand- vegi 95. Dalvík: Bilaverkstæði Dalvikur, Kirkjubæjarklaustur Steinþór Jóhannesson. Hornafjörður Jón Ágústsson, Söluskála B.P. Reyðarfjörður Bilaverkstæðið Lykill. Egilsstaðir Þráinn Jónsson, Vegaveitingar við Lagarfljótsbrú. Ólafsfjörður Bilaverkstæðið Múlatindur. Húnavatnssýsla Vélaverkstæðið Viðir, Viðidal. HEKLAhf Laugaveg. 170—172 — Sim. 21240 mnRCFHLDRR mÖGULEIKR VÐRR Þórður Jónsson, Látrum: „Byggðastefnan’ ’ í framkvæmd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.