Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 Akureyri —V íkingur ■ 1 GÆR var dregið um það, hvaða lið mætast f sextán liða úrslitum Bikarkeppni KSt, en sú umferð fer fram miðvikudaginn 31. júlf n.k. Eftir f keppninni eru 1. deildar liðin átta, fimm lið úr 2. deild og þrjú lið úr 3. deild. Fóru sfðustu leikir fyrir 16. liða keppn- ina fram f fyrrakvöld og er skýrt frá þeim á öcrum stað f blaðinu. Liðin 16 leika þannig saman f 16. liða úrslitun- um: Völsungur — Þróttur, Neskaupstað Haukar — Valur Víkingur, Ólafsvík — ÍA IBV — UBK Fram — Fylkir ÍBA — Vfkingur, Reykjavík Ármann — KR Selfoss — IBK Einu 1. deildarliðin sem leika saman í 16 liða úrslitunum Sá háttur var hafður á, er dregið var í gær, að fyrst voru dregin nöfn þeirra liða, sem fá leiki á heimavelli. Fyrrverandi formaður mótnefndar, Jens Sumarliðason dró fyrst út nafn Völsunga, en Jón Magnússon, sem um árabil var formaður móta- nefndar, dró út nafn Hauka. Svo sem sjá má af upptalning- unni, er það aðeins f einu tilfelli, sem 1. deildar lið leika saman, og ísland mætir N-írum í Evrópukeppni unglingaliða DREGIÐ var um það 1 Zurich í Sviss í fyrradag hvaða lið leika saman í riðlum í Evrópukeppni unglingalandsliða. Island leikur í 8. riðli og þar verða mótherjar fslenzka liðsins Norður-írar. Sigri íslenzka liðið f leikjum sfnum við trana mætir liðið sigurvegurun- um úr þriðja og f jórða riðli ásamt gestgjöfum Sviss í úrslitakeppn- inni. Úrslitin fara fram f Sviss f maí á næsta ári, leikirnir í úrslita- riðlunum fara fram 9., 11. og 13. maí, undanúrslitin þann 16. og úrslitaleikurinn 19. maí. Telja verður líklegt að það verði Belgar og Englendingar sem sigri í 3. og 4. riðli. Riðiaskiptingin er sem hér seg- ir: 1. riðill: Júgóslavía og A-Þýzkaland 2. riðill: V-Þýzkaland og Austurrfki 3. riðill: England og Spánn 4. riðill: Belgfa og trland 5. riðill: Búlgaría og Ungverjaland 6. riðill: Danmörk og Skotland 7. riðill: Noregur og Finnland 8. riðill: N-írland og tsland 9. riðill: Italía og Portugal 10. riðill: Wales og Malta 11. riðill: Svíþjóð og Pólland 12. riðill: Rúmenía og Sviss 13. riðill: Tékkóslóvakía og Tyrkland 14. riðill: Holland og Frakkland 15. riðill: Liechtenstein og Luxemburg I úrslitunum leika saman sigur- vegarar úr eftirtöldum riðlum: a. riðill: 6, 13,14. og 15. b. riðill: 3., 4. og 8 ásamt gestgjöfunum frá Sviss c. riðill: 1., 2., 7. og 12. d. riðill: 5., 9., 10. og 11. eru það Akureyringar og Vík- ingar. Fer sá leikur fram á Akur- eyri. Akurnesingar fara til Ólafs- víkur og Ieika þar, Ármann mætir KR á Armannsvellinum, Selfoss leikur við Keflavík á Selfossi, Haukar við Val f Hafnarfirði og Þróttur frá Neskaupstað sækir Völsunga á Húsavik heim. Átta liða úrslit bikarkeppn- innar fara fram 14. ágúst, undan- úrslitin 28.,ágúst og úrslitaleikur- inn verður sfðan háður á Laugar- dalsvellinum 11. september. Alls tóku 34 lið þátt f bikar- keppni KSl að þessu sinni. 8 úr 1. deild, 8 úr 2. deild og 26 úr 3. deild. Urslit leikja til þessa hafa orðið sem hér segir: Suðurland: 1. umferð: Dregið hjá HSK Dregið hefur verið í skyndi- happdrætti HSK. Vinningar komu á eftirtalda miða: Vikuferð fyrir tvo til Danmerkur: 4177 og vikuferð fyrir einn til Danmerk- ur: 4180. (Vinningsnúmer birt án ábyrgðar). IR — Stjarnan 3—1 Grótta — Selfoss 3—4 2. umferð: FH — Haukar 0—2 Þróttur — Armann 1—2 UBK — Vfðir 9—0 ÍR — Selfoss 0—2 Leiknir — Fylkir 0—3 Vesturland: ÍBl — Stefnir 2—0 UMSB — Víkingur, Ól. UMSB gaf 2. umferð: Víkingur, 01 — IBI 4—2 Austurland: 1. umferð Austri — Leiknir 1—3 Þróttur, N — Valur 2—1 2. umferð: Höttur — Huginn 3—5 Leiknir — Þróttur 5—6 3. umferð: Huginn — Þróttur 0—3 Norðurland: Völsungur — KS 2—0 Leiftur — UMSS 3—1 2. umferð: Völsungur — Leiftur 7—1 Sigurður Leifsson markahæsti leikmaður Armannsliðsins á keppnis- tfmabilinu f baráttu við Friðþjðf Helgason fyrrum leikmann lA og Breiðabliks. (Ijósm. RAX). Ármann hristi í B í af sér með 2:1 sigri gegn Selfossi Armenningar mjökuðu sér af hættusvæðinu á botni 2. deildar, er liðið vann Selfyssinga með 2 mörkum gegn eínu á Armanns- velli f fyrrakvöld. Armenningar eru nú komnir með þremur stig- um meira en Isfirðingarnir, sem virðast vera dæmdir til að falla þrátt fyrir góða spretti upp á sfð- kastið. Leikur Armanns og Selfoss var ekki ýkja ójafn, en þó ekki ósann- gjarnt að heimaliðið hlyti bæði stigin. Smári Jónsson skoraði eina mark fyrri hálfieiksins og f byrjun þess sfðari kom hann Ar- mannsliðinu tveimur mörkum yfir. Gfsli Sváfnisson átti sfðasta orðið f leiknum, er hann komst einn inn fyrir eftir mistök f vörn Armanns og skoraði auðveldlega. Isfirðingar eiga eftir að leika fjóra leiki í 2. deild og eiga þeir því möguleika á að ná átta stigum í viðbót. Þó verður að telja harla ólíklegt að svo fari. Mótherjar IBÍ í þessum leikjum eru sterkir, FH og Ármann úti, Breiðablik og Völsungar á Isafirði. öll nótt er þó ekki úti enn hjá ísfirðingum. Fari svo að ísafjarðarliðið byrji að hala inn stig færast fleiri lið en Ármann á hættusvæðið. Völsung- ar hafa hlotið 7 stig, Ármann og Selfoss 6. Þó er óhætt fyrir Sel- fyssinga að reikna með tveimur stigum í viðbót. Ólafur Hákonar- son mun hafa leikið í marki Breiðabliks gegn Selfyssingum og verið ólöglegur eftir að hafa fyrst leikið með Val á keppnistímabil- Olaisvíkur-Víkingarnir óstöðvandi Úrslita- leikur HM sýndur á þriðjudag SEM kunnugt er hefjast sjón- varpsútsendingar að nýju á sunnudaginn, að loknu sumar leyfi sjónvarpsstarfsmanna. Iþróttaunnendur eru orðnir anzi langeygir eftir að sjá úr- slitaleik heimsmeistarakeppn innar f knattspyrnu milli Vestur-Þjóðverja og Hol lendinga, og þvf hafði Mbi samband við Ómar Ragnarsson f gær og spurðist fyrir um það, hvenær af þvf yrði. Sagði Ómar, að leikurinn yrði að öllum Ifkindum á dagskrá n.k. þriðjudagskvöld og einnig yrðu sýndar myndir frá keppn- inni á mánudags- og föstudags- kvöld. Auðvelt hjá Völsungi VÖLSUNGUR frá Húsavfk átti ekki f míklum erfiðleikum með að sigra Leiftur frá Ólafs- firði f bikarkeppninni í fyrra- kvöld. Húsavfkurliðið hafði yfirburði og sigraði 7:1. Stóru nöfnin f liði Völsungs gerðu bróðurpartinn af mörkunum, Hreinn EUiðason gerði 3 mörk og Magnús Torfason 2, Her- mann og Páll skrifuðu einnig nöfn sfn á markareikninginn. Mark Ólafsfirðinganna var sjálfsmark og var það sfðasta mark leiksins. Þessa mynd tók Hermann Stefánsson af leik Vfkinga f 3. deiidar keppninni, en þar hafa þeir verið sigursælir. VlKINGAR frá Ólafsvík hafa staðið sig með miklum sóma í þriðju deildinni í sumar. Þeir eru öruggir í úrslitin og hafa aðeins gert eitt jafntefli. I fyrrakvöld gerðu Víkingarnir sér svo lítið fyrir og unnu 2. deildar lið IBI í bikarkeppninni. Leikurinn fór fram á Ólafsvík og úrslitin urðu 4:2 heimamönnum í vil, í leikhléi var staðan 3:2. Komust Víkingarnir í 3:0 á fyrstu 20 mfnútum leiksins. Fyrsta markið var sjálfsmark, en síðan skoraði Guðmundur tvö góð mörk og var það fyrra gullfallegt. ísfirðingar áttu góðan leikkafla það sem eftir var hálfleiksins og skoruðu þá Gunnar Pétursson og örn Leósson tvö mörk fyrir gest- ina. Það dugði þó skammt því í síðari hálfleiknum héldu Víking- arnir áfram sinni árangursríku baráttu og skoruðu þá eitt mark. Enn var Guðmundur Gunnarsson að verki eftir að hafa prjónað í gegnum vörn Isfirðinganna. Vfkingarnir taka nú í fyrsta skipti þátt í bikarkeppninni og eru komnir í 16 liða úrslit. Er það mál manna að Vfkingsliðið hafi aldrei verið betra og þakka Ólafs- víkingar þjálfara sfnum, Gylfa Þ. Gíslasyni frá Selfossi, góðan árangur. Gylfi leikur einnig með liðinu og hvetur sfna menn óspart áfram. Hann var ásamt Guðmundi Gunnarssyni bezti maður liðs síns í leiknum í fyrrakvöld. • • Oruggur sigur Norð- firðinga NORÐFJARÐAR-Þróttur hafði talsverða yfirburði fram yfir Hugin frá Seyðisfirði er liðin mættust í bikarkeppninni í fyrra- kvöld. Leikurinn fór fram á Eski- firði og skoraði Þróttur 3 mörk gegn engu. Það var Arni Guðjóns- son sem opnaði leikinn fyrir Þrótt í fyrri hálfleiknum og í þeim síð- ari skoraði Jón Hermannsson tví- vegis fyrir liðið. Þessir tveir leik- menn báru af í liði Þróttar, sem nú er bæði í úrslitunum í 3ju deildinni og 16 liða úrslitum bikarsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.