Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 Helztu forsendur dómsins ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN í Haag gaf f gær út frétta- tilkynningu, þar sem rakin er málsmeðferð og helztu forsendur dómstölsins fyrir úrskurði þeim, sem upp var kveðinn f gær f máli þvf er Bretar höfðuðu gegn tslendingum vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar f 50 sjómflur 1. september 1972. Þessi fréttatilkynning fer hér á eftir nokkurn veginn f heild en það skal tekið fram að þýðingin er mjög lausleg: ISLAND tók ekki þátt í með- ferð málsins á neinu stigi þess. Islenzka stjórnin tilkynnti dóm- stólnum í bréfi dagsettu 29. maí 1972, að hún teldi samninginn frá 1961 útrunninn. Það væri hennar álit, að dómstóllinn hefði ekki lögsögu f málinu og þar sem lífshagsmunir landsins væru í veði væru Islendingar ekki tilbúnir til að hlfta lögsögu dómsins f neinu því máli, er varðaði útfærslu fiskveiðilögu landsmanna. I bréfi dagsettu 11. janúar 1974 lýsti tsland þvf yfir, að það tæki ekki til greina rökfærslur, staðhæfingar eða lagatilvísanir Bretlands í mál- inu. Þar sem Bretland hafða vfs- að til 53. greinar laga dómstóls- ins varð dómstóllinn að ganga úr skugga um, hvort krafa Bret- lands væri byggð á staðreynd- um og iögum. Staðreyndirnar, sem dómstóllinn þurfti að fhuga, voru rökstuddar af skjal- festum sönnunargögnum og sá dómstóllinn enga ástæðu til að efast um sannleiksgildi þeirra. Hvað lögin snerti hlaut dóm- stóllinn að taka til viðmiðunar alþjóðalög, sem voru innan lög- fræðilegrar þekkingar hans, þó að harma bæri, að tsland mætti ekki fyrir dómstólnum, enda hafði dómstóllinn þá tekið tillit til sjónarmiða beggja aðila, einkum með tilliti til þess, að varnaraðilinn f málinu mætti ekki. Það varð álit dómstólsins, að hann hefði fyrir sér nauð- synleg gögn til að geta kveðið upp úrskurð. SAGA DEILUNNAR — LÖGSAGA DÓMSTÓLSINS Dómstólinn minntist þess, er Alþingi tslendingi afgreiddi árið 1948 lög varðandi vfsinda- lega verndun landgrunns Is- lands, sem veitti ríkisstjórn landsins heimild til að ákveða verndarsvæði, þar sem allar fiskveiðar voru háðar íslenzk- um reglum og eftirliti í sam- ræmi við samninga við erlend ríki. I kjölfar þessa var brezk- danska samkomulaginu frá 1901 sagt upp árið 1951, en þetta samkomulag kvað á um svæði umhverfis Island, þar sem Islendingar höfðu einka- rétt til fiskveiða. Með nýrri reglugerð árið 1958 var lýst yfir 12 mHna landhelgi og Alþingi ályktaði árið 1959 að „afla skyldi viðurkenningar á rétti tslendinga til landgrunnssvæð- isins alls í samræmi við þá stefnu, sem mörkuð hefði verið með lögunum 1948“. Eftir nokkur átök og ítrekað- ar samningaviðræður urðu stjórnir tslands og Bretlands á eitt sáttar um að skiptast á orð- sendingum, það gerðist 11. marz 1961 og var þar svo kveðið á „inter alia“, að Bretland beitti sér ekki lengur gegn 12 mHna fiskveiðilögsögu, að Is- lendingar mundu halda áfram að vinna að framkvæmd álykt- unarinnar frá 1959 varðandi út- færslu fiskveiðilögsögunnar, en mundu skýra Bretlandi frá slfkri útfærslu með sex mánaða fyrirvara — og að „ef deila rís vegna slíkrar útfærslu, getur hvor aðilinn sem er farið þess á leit, að málið verði lagt fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag“. Árið 1971 tilkynnti fslenzka rfkisstjórnin, að samkomulagið við Bretland um fiskveiðilög- sögu væri úr gildi fallið og lög- sögumörk þess svæðis, þar sem tslendingar hefðu einkarétt- indi til fiskveiða, yrðu færð út f 50 sjómHur. Bretum var formlega skýrt frá þessari fyrirætlun í orð- sendingu 24. febrúar 1972. I svari sínu lögðu þeir áherzlu á, að samkomulaginu um orðsend- ingaskiptin (1961) væri ekki hægt að vfsa á bug einhliða og þeir væru þeirrar skoðunar, að þær aðgerðir, sem til stæðu, „mundu ekki eiga sér neina stoð í alþjóðalögum". 14. júlf voru settar nýjar reglugerðir, þar sem fiskveiði- lögsaga tslands var færð út í 50 sjómflur frá 1. september 1972 að telja og allar fiskveiðar er- lendra fiskiskipa bannaðar innan þessara marka. Fram- kvæmd reglugerðanna leiddi til nokkurra átaka — meðan mál flutningur fór fram fyrir dóm- stólnum og Islendingar neituðu að viðurkenna ákvarðanir hans — og samningaviðræðna, sem báru þann árangur, að 13. nóvember 1973 skiptust hlutað- eigandi aðilar á orðsendingum, þar sem kveðið var á um bráða- birgðasamkomulag milli Bret- lands og tslands. Þetta sam- komulag, sem var gert til tveggja ára, gerði ráð fyrir bráðabirgðafyrirkomulagi „meðan beðið sé samkomulags um deiluna og án þess að það hafi áhrif á lagalega stöðu eða réttindi hlutaðeigandi ríkis- stjórnar f þvf sambandi". Dómstóllinn taldi, að bráða- birgðasamkomulag ætti ekki að koma í veg fyrir, að hann kvæði upp dóm f málinu: Ekki væri unnt að segja, að þau málefni, sem fyrir dóminum lægju, væru úr sér gengin þar eð deilan stæði enn yfir og þó að dómstóllinn hefði ekki vald til að kveða á um lög, sem gilda ættu milli deiluaðila, þegar bráðabirgðasamkomulagið rynni út, eins og þau kynnu að verða þá, gæti þetta ekki komið dómstólnum undan þeirri ábyrgð að úrskurða á grund- velli núgildandi laga. Auk þessa ætti dómstóllinn ekki að draga úr því, að komið yrði á bráðabirgðasamkomulagi f slfk- um deilum í framtfðinni í þeim tilgangi að minnka lfkur á árekstrum. I sambandi við skipti á orð- sendingum árið 1961, sem dóm- stóllinn kvað á um árið 1973, að væru samningur, sem enn væri f gildi, lagði dómstóllinn á það áherzlu, að það væri of þröng túlkun á málamiðlunargrein- inni (sem vitnað var til að ofan), að hún takmarkaði lög- sögu dómstólsins þannig, að hann gæti aðeins gefið jákvætt eða neikvætt svar við spurning- unni um, hvort íslenzku regl- urnar frá árinu 1972 væru í samræmi við alþjóðalög. Það virtist augljóst, að deila þessara aðila tæki til ósamkomulags um veiðiréttindi þeirra og gildi ráð- stafana til verndar stofnunum. Það væri á valdi dómstólsins að taka til athugunar allar mikil- vægar hliðar málsins. VIÐEIGANDI REGLUR ALÞJÓÐALAGA (GR. 49—78 t ÚRSKURÐINUM) Fyrsta alþjóðahafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna (Genf 1958) hafði sett reglu fyrir úthöfin og í annarri grein þeirra er lýst yfir grundvallar- reglunni um frelsi úthafanna, þ.e.a.s. siglingafrelsi, veiði- frelsi o.s.frv., „sem öll ríki eiga Fulltrúar Breta við Alþjóðadómstólinn. Frá vinstri: sendiráðs- ritari, sir John Barnes og M. D. H. Anderson hlýða á dóminn 1 máli Bretlands gegn tslandi lesinn upp. að notfæra sér með réttlátu til- liti til hagsmuna annarra ríkja . ..“. Spurningunni um vfðfeðmi landhelgi og fiskveiðilögsögu strandrfkja hafði verið látið ósvarað á ráðstefnunni árið 1958 og hún var ekki heldur afgreidd á ráðstefnunni í Genf árið 1960. Engu að síður höfðu tvö hugtök komið fram sem hefðbundin lög og var það af- leiðing almenns samkomulags á ráðstefnunni í Genf: annars vegar fiskveiðilögsaga á milli landhelgi og úthafs, innan hennar geta strandrfki krafizt lögsögu yfir öllum veiðum og útilokað þær öðrum, þar eð það sé nú almennt viðurkennt, að sú lögsaga geti náð til 12 mflna markanna. Og hins vegar hugtakið varð- andi mið, sem liggja að sérlegu veiðisvæði, um forréttindi strandríkja til veiða vegna sér- staks mikilvægis fiskveiða fyrir afkomu þeirra. Dómstólnum var ljóst, að sfðustu ár hafa allmörg ríki fært sjálf út þau mörk, sem leyfa sérleg veiði- réttindi þeirra. Dómstólnum var einnig kunnugt um þær til- raunir, sem nú fara fram fyrir forystu Sameinuðu þjóðanna á þriðju hafréttarráðstefnunni, að ná frekari skrásetningu, flokkun og þróun þessara laga, svo og um ýmsar tillögur og undirbúningsskjöl sem lögð hafa verið fram þar. En sem slíkur getur dómstóllinn ekki kveðið upp dóm með tilliti til laga, sem enn eru ekki orðin til, né heldur reynt að skýra lög, sem enn hafa ekki verið sett. Hann verður að taka tillit til núgildandi reglna alþjóðalaga og skipta á orðsendingum árið 1961. Hugtakið um forréttindi til veiða á rætur sínar að rekja til tillagna, sem island lagði fram á ráðstefnunni í Genf árið 1958, en þær mæltu með því að: „Þar sem nauðsynlegt reynist af verndunarástæðum að tak- marka heildarafla fiskstofns eða fiskstofna á úthafssvæði, sem liggur að landhelgi strand- ríkis, þá eiga öll önnur ríki, sem veiða á þessu svæði, að hafa samvinnu við strandríkið til þess að tryggja réttláta meðferð slíkum kringumstæðum með því að ná samkomulagi um að- gerðir, sem viðurkenna allar hugsanlegar sérkröfur strand- rfkisins vegna mikilvægis við- komandi fiskveiða fyrir af- komu þess um leið og tekið er tillit til hagsmuna annarra rfkja." A ráðstefnunni árið 1960 var þetta sama hugtak tekið inn f breytingartillögu, sem sam- þykkt var með talsverðu at- kvæðamagni, að innlimuð yrði í tillögurnar um fiskveiðilög- sögu. Aðgerðir ríkja í dag sýndu, að þetta hugtak væri viðtekið og framkvæmt í samn- ingum, annaðhvort tvíhliða eða marghliða, auk þess sem það væri í vaxandi mæli viðurkennt sem slfkt. I þessu máli, þar sem ekki væri deilt um sérlega fisk- veiðilögsögú innan 12 mflna markanna, hefði Bretland gagngert viðurkennt forrétt- indi hins aðilans á hinum um- deildu miðum utan þeirra marka. Enginn þyrfti að efast um hið óvenjulega mikilvægi fiskveiða fyrir Island og það ástand virtist vera fyrir hendi, að skýlaus nauðsyn væri á verndun fiskstofnanna vegna skynsamlegrar og efnahags- legrar nýtingar þeirra. Hins vegar geta forréttindi strandríkis til veiða vegna af- komu mikilvægis þess ekki fal- ið f sér afnám sameiginlegra réttinda annarra rfkja, þó að þau feli í sér viss sérréttindi. Sú staðreynd, á Island átti rétt til að krefjast forréttinda nægðu ekki til að réttlæta kröfu þess um, að útiloka ein- hliða brezk veiðiskip frá öllum veiðum handan 12 mílna mark- anna sem samið var um árið 1961. Bretland hafði bent á, að skip þess hefðu veitt á Islandsmið- um í margar aldir, að þau hefðu gert það á svipaðan hátt og veiðar þeirra nú hafa verið stundaðar í meir en 50 ár, og að útilokun þeirra gæti haft mjög alvarlegar og neikvæðar afleið- ingar. Einnig þar kæmi þetta niður á efnahag og lífsviður- væri heilla byggðarlaga og Bretland hefði sömu hagsmuna að gæta og Island, hvað varðaði verndun fiskstofnanna, en Is- land hefði þó fyrir sitt leyti viðurkennt sérstaka sögulega hagsmuni Bretlands um veiðar á hinum umdeildu miðum. Reglugerðin frá 1972 gat því ekki átt við um Bretland? Hún virti að vettugi hefð- bundinn rétt þess ríkis svo og skiptin á orðsendingum árið 1961, og þær voru einnig brot á ákvæðinu (hafréttarráðstefnan árið 1958, grein 2) um réttlátt tillit til hagsmuna annarra rfkja, þ.á m. Bretlands. Nauðsynlegt var, til að finna réttláta lausn á núverandi deilu, að forréttindi Islands til veiða væru samræmd hefð- bundnum veiðiréttindum Bret- lands með þvf að meta hverju sinni mikilvægi viðkomandi fiskveiða fyrir hvort landið um sig um leið og tekið væri tillit til réttinda annarra ríkja og þörf fyrir verndun. Þess vegna hafði Island ekki rétt til að úti- loka einhliða brezk veiðiskip frá miðum utan við 12 mflna mörkin, sem samið var um árið 1961 eða einhliða setja tak- markanir á veiðar þeirra. En það þýddi hins vegar ekki, að Bretland væri algerlega án skuldbindinga gagnvart Islandi með tilliti til veiða á hinum umdeildu miðum milli 12 mflna og 50 mflna markanna. Báðum aðilum bar skylda til að hafa undir eftirliti ástand fiskstofn- anna á þessum miðum og að athuga sameiginlega f ljósi þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu, nauðsynlegar ráðstafanir til verndunar, vaxtar og sann- gjarnrar skiptingar þessara stofna, um leið og tekið væri tillit til sérhvers alþjóðasam- komulags, sem f gildi kynni að vera hverju sinni eða kynni að komast á eftir samningaviðræð- ur. Sú aðferð, sem tilhlýðilegust var til lausnar deilunni, var greinilega samningaviðræður sem beindust að þvf að ákvarða rétt og hagsmuni beggja aðila og koma skipulagi á atriði eins og t.d. aflatakmarkanir, kvóta- úthlutanir og hliðstæðar tak- markanir. Sú skylda deiluaðila að koma á samningaviðræðum stafar af sjálfu eðli þeirra rétt- inda, sem aðilarnir hafa og sam- svara skilmálum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um frið- samlega lausn ágreiningsefna. Dómsstóllinn gat ekki viður- kennt það viðhorf, að báðir aðíl- ar hefðu ætlað að losna við samningaviðræður allt þaö tímabil, sem bráðabirgða san - komulagið frá árinu 1973 nær yfir. Fyrir þeim lægi það verk efni, að halda uppi samninga- viðræðum sfnum á þeim grund- velli, að hvor aðilinn um sig tæki heilshugar sanngjarnt til- lit til lagalegra réttinda hins, til staðreynda hvers tilviks og til hagsmuna annarra rfkja, sem eiga hefðbundin veiðiréttindi á svæðinu. Af þessum ástæðum komst dómstóllinn að þeirri niður- stöðu (79. gr. dóms), sem skýrt er frá að ofan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.