Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULI 1974 Hans Ragnar Þórðarson stórkaupmaður—Minning F. 19. nóvember 1901 D. 18. júlf 1974 „Til moldar oss vígði hið mikla vald hvert mannslff, sem jörðin elur.“ Til moldar er genginn góður vinur og frændi, traustur félagi, nýtur borgari, Hans Ragnar Þórðarson forstjóri. En minningarnar lifa um mikinn drengskaparmann, þær hlaðast upp f huga manns og „sækja þing í sinnis hljóð; i borg“. Hans Ragnar fæddist 1 Borgar- nesi 19. nóvember 1901. Móðir hans var Hansína Hansdóttir Linnet, en faðir hans Þórður Bjarnason frá Reykhólum, verzlunarmaður og síðar kaup- maður í Reykjavík og á Blldudal. Móðir Þórðar var Þórey Pálsdótt- ir, en móðir hennar Jóhanna, dóttir Þóreyjar Gunnlaugsdóttur og Þórðar Þóroddssonar á Reyk- hólum, og var Jóhanna systir Jóns Thoroddsens skálds og sýslu- manns. Var Hans því af Reykhóla- ætt. Hans gekk 1 Verzlunarskóla Is- lands og lauk prófi þaðan árið 1919. Fór hann síðan utan og stundaði framhaldsnám í verzlunarfræðum við Nelson College 1 Edinborg í Skotlandi og starfaði þar einnig í skrifstofu verzlunarfyrirtækis. Þegar heim kom, vann hann að verzlun og útgerð hjá fyrirtæki föður síns árin 1922 — ’26. Árið 1928 urðu þáttaskil í ævi- starfi Hans. Hann hóf þá störf við rafmagnsmál, sem urðu síðan aðalþáttur í ævistarfi hans. Gerðist hann einn af forvígis- mönnum um rafvæðingu Islands og kom þar vfða við sögu. Hann stofnaði fyrirtækið Rafmagn h.f. 1928 og var sölumaður hjá þvf félagi og Raftækjaverzlun Islands h.f. til 1934. Þá stofnaði hann Raftækjaheildsöluna og stjórnaði henni þar til Raftækjaeinkasala ríkisins var stofnsett 1935. Starfaði hann sem sölumaður hennar unz hún var iögð niður 1. janúar 1940. Um þær mundir stofnuðu Hans Ragnar, Ólafur Jónsson frá Kambi í Reykhólasveit og 5 vinir þeirra fyrirtækið Electric h.f. Var hann síðan til æviloka forstjóri þess ásamt Ólafi Jónssyni. Hans var jafnan hinn mesti áhuga- og framkvæmdamaður á sviði rafmagnsmála. Hann hafði forgöngu um útvegun á mörgum hinna meiri háttar tækja til raf- virkjana og rafbúnaðar á íslandi síðustu áratugi. Hann beitti sér fyrir samtökum innflytjenda raf- tækja og var ávallt vakandi og áhugasamur um vöxt og viðgang þessarar atvinnugreinar. Hann var eindreginn fylgismaður frjálsrar verzlunar og munu störf hans við einkasöluna á sínum tíma hafa styrkt stórum sannfær- ingu hans um verzlunarfrelsið og mikilvægi þess. Hans var einn af stofnendum félags raftækjasala 1943 og forystumaður þar meðan miklir örðugleikar steðjuðu að á stríðsár- unum um útvegun og innflutning á rafmagnstækjum. Þegar stofnað var félag raftækjaheildsala 1950 varð hann formaður þess og gegndi lengi þvf starfi. Hans var fyrsti og eini heiðursfélagi þess. Um hrið átti hann sæti 1 stjórn Verzlunarráðs íslands. I stjórn Ljóstæknifélags Islands var hann frá stofnun þess. Atorka og frumkvæði Hans Þórðarsonar birtist glöggt í hinu mikla starfi hans að rafmagns- málum. Félagslyndi hans leyndi sér ekki. Hann var hvatamaður og forgöngumaður um samtök í sinni grein, ötull og laginn. Trúnaðar- störfin sýna það traust, sem starfsbræður hans báru til hans. En félagslyndi og frjór hugur kröfðust stærri og víðari verka- hrings en rafmagnsmálanna einna. Hann lagði mikið starf af mörkum 1 mannúðar- og líknar málum. Meðal annars starfaði hann í Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og var í stjórn þess í mörg ár. Sjálfstæðismaður eindreginn var Hans, hugsjónamaður um frelsi og framfarir og framkvæmda- maður í anda sinna hugsjóna. Sjálfstæðisflokknum vann hann vel og dyggilega. Hans kvæntist 1923 Guðrúnu Sveinsdóttur, en missti hana eftir tæpra tveggja ára sambúð. Börn þeirra eru: Helga, gift Þorsteini viðskiptafræðingi Þorsteinssyni Þorsteinssonar hagstofustjóra, og Gunnar húsameistari, kvæntur Huldu Valtýsdóttur Stefánssonar ritstjóra. 1928 kvæntist Hans Jóhönnu dóttur Eðvarðs Frederiksens bakarameistara. Börn þeirra eru tvö: Ragnar rafvirki, kvæntur Lovísu Theódórsdóttur, og Hrund, gift Erni Þór hæstaréttar- lögmanni. Hans Ragnar var maður glaður og reifur, hvers manns hugljúfi, örlátur og hjálpfús. Gestrisni þeirra hjóna Hans og Hönnu var t Faðir okkar, ALFREÐ ROSENBERG, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju f dag, föstudaginn 26 júlí kl. 3. Blóm vinsamlega afþökkuð. Bömin. t Faðir minn, SIGTRYGGUR FLÓVENTSSON frð Siglufirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 27. júlíkí. 10.30 Fyrir hönd vandamanna Unnur Sigtryggsdóttir. annáluð og nutu margir menn bæði íslenzkir og erlendir þeirrar hlýju gestrisni 1 rfkum mæli á hinu fagra heimili þeirra. Voru þau samvalin og samhent f allri sinni alúð. I 45 ár rúm, bjuggu þau Hans og Hanna í ástríku og farsælu hjónabandi. Betri lífsförunaut en frú Hönnu munu fáir eignast. Ég sendi henni og f jölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Hin sfðustu ár átti Hans við erfiða vanheilsu að striða, en bar hana með karlmennsku og gekk til vinnu sinnar hvenær sem af bráði. Frá þeim þrautum hefur hann fengið hvíld. Trúmaður var Hans ognúmunhonumverða að trú sinni um fagurt framhaldslíf, „því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur.“ Gunnar Thoroddsen. Nú, er leiðir skilja, vil ég þakka félaga mínum og vini Hans R. Þórðarsyni fyrir samstarfið, er staðið hefur í nærfellt fjörutíu ár. Fyrst lágu leiðir okkar saman, er Raftækjaeinkasala ríkisins var stofnuð 1935 og unnum við þar báðir meðan hún starfaði. En þeg- ar hún var lögð niður 1940 stofn- uðum við Electric h.f. ásamt fimm góðum vinum okkar. Tveim árum síðar keyptum við svo þeirra hluta og höfum sfðan verið eig- endur að jöfnu. Samstarfið er því orðið langt og á ég margar góðar endurminning- ar tengdar þvf. Hans var mikið prúðmenni og Ijúfur í umgengni og eignaðist fjölda vina bæði hér heima og erlendis. Hann naut þess að finna hlýhug annarra sem vfðast. Gest- gjafi var hann mikill og góður. Fyrir nokkrum árum tók heilsa hans mjög að bila, en ávallt bar hann veikindi sín með karl- mennsku og æðruleysi, enda naut hann mikils styrks hjá ágætri konu sinni, Hönnu. Þeir eru margir, sem eiga góðar og Ijúfar endurminningar frá heimsóknum til þeirra hjóna á hið fallega heimili þeirra. Við hjónin vottum Hönnu, börnunum og öðru skylduliði okk- ar dýpstu samúð. Ólafur Jónsson. Kveðja frá Félagi raftækjaheild- sala Með þessum fátæklegu orðum viljum við félagar Hans R. Þórðarsonar í Félagi raftækja- heildsala um mörg undanfarin ár minnast hans með þakklátum huga. Er Félag raftækjaheildsala var stofnað árið 1950, var Hans R. Þórðarson sjálfkjörinn formaður þess félagsskapar sökum reynslu sinnar og mannkosta. Félag þetta hefur, eðli sínu samkvæmt, aldrei verið mannmargt. Engu að síður þurfti félagið að takast á við margháttuð vandamál við hinar síbreytilegu aðstæður í inn- flutnings- og efnahagsmálum. I slfkum félagsskap sem þessum mæddu þvf oft mikil vandamál á formanninum, og kom þá jafnan að góðum notum samningslipurð hans og skjót viðbrögð. Aður en Félag raftækjaheild- sala var stofnað, hafði Hans verið í stjórn Félags raftækjasala og unnið þar að svipuðum verk- efnum af miklum dugnaði. Frá því að Hans kom frá fram- haldsnámi f Bretlandi 1921 má heita, að hann hafi starfað óslitið að viðskiptum og félagsmálum tengdum rafvæðingu landsins, eða um nær hálfrar aldar skeið, og hefur hann lagt drjúgan skerf til þeirra mála. Auk ofangreindra starfa gaf Hans R. Þórðarson sér tfma til starfa föðrumfélagasamtökum, samfara annríkum rekstri eigin fyrirtækis. Með Hans R. Þórðar- syni er horfinn dugmikill braut- ryðjandi á sviði viðskipta- og inn- flutningsmála á Islandi. Við þökkum honum áralangt samstarf, ánægjulegar stundir í félagsstörfum svo og rausn hans og gestrisni á hinu fagra heimili þeirra hjóna. Við sendum konu hans og börn- um innilegar samúðarkveðjur. Samstarfsmenn f Félagi raftækjaheildsala. svar mitt EFTIR BILLY GRAHAM Einu sinni heyrði ég yður segja, að sá, sem gæfi Jesú Kristi lff sitt, mundi öðlast frið. Eg gaf mig fram til samtals f einni herferð yðar, en sfðan hef ég stöðugt átt f erfiðleikum. Ég veit, að Kristur er með mér, en það er eins og fólk skilji ekki f raun og veru, hvað hefur gerst, og ég hef misst suma bestu vini mfna. Hvaða ráð getið þér gefið mér? Þegar við komum til Krists, öðlumst við frið við Guð, en ekki endilega frið við alla í kringum okkur. Öll þráum við að lifa í friði vió nágranna okkar. En Jesús kenndi, að sá, sem fylgdi honum, yrði að fara aðra leið en allur fjöldinn færi. „Mjói vegurinn“ liggur til lífsins, og „breiði vegurinn“ liggur til glötunarinnar. Þar af leiðandi hljóta að verða ein- hverjir árekstrar við heiminn f kringum okkur. Páll skrifaöi: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari.“ Með öðrum orðum: Þegar við förum að fylgja Kristi, segjum við skilið við heiminn og verðum borgarar annars lands, himinsins. I vissum skilningi erum við pílagrimar og gestir, sérstakt fólk, sem á annað markmið og aðra þrá en aðrir og nýjan kærleika til mannanna. Það er eðli manna, að þeim gest ekki að þeim, sem eru mjög ólíkir þeim sjálfum. Kristinn maður er sérstæður, öðru vísi en aðrir. Þetta táknar ekki, að við eigum að vera einhverjir sérvitringar, heldur hitt, að við höfum ákveðið að feta hinn kristna lífsveg og að heimurinn getur rangtúlkað hvatir okkar og gerðir. En svona hlýtur þetta að vera. Enginn getur lyft öðrum upp, nema hann standi hærra sjálfur. Jesús sagði, að eftirfylgdin við hann fæli f sér sjálfsafneitun og að taka upp kross. En án kross er engin kóróna. Verið hughraustur! Hedda Louise Gandil Síðbúin kveðja F. 17. ág. 1933 D. 5. júní 1974 Man ég æskuárin yndisbros og tárin gleði og sviðasárin sól og daga langa. Vinarhönd á vanga. Nú græt ég sárt um sólarlag þau sumarbros og liðinn dag. Horfin er burt til birtu og blóma — hugljúf vina. Ég man það eins og það hefði gerzt í gær, er hún kom hæglát, stolt og prúð yfir hafió frá heims- borginni við Sundið, — 1 lltinn kaupstað austur á landi. Hún bar með sér framandi blæ menningar, lífsreynslu og jafn- vægis, mildan og dulan. En þannig var hún unz yfir lauk. Hún virtist eldri en árin tólf sem húnhafðidvaliðí Danmörku sem var hennar annað föðurland. Hún setti svip á litla kaupstaðinn Lokað í dag vegna jarðarfarar Hans R. Þórðarsonar. Electric h/ f. og þeir, sem urðu henni samferða og áttu hana að vini, þroskuðust og færðust nær hinum stóra heimi. Ég þakka Heddu fyrir árin á Ekru og allt síðan og bið hugg- unar ástvinum hennar — Helgu móður hennar, Kidda, drengjun- um tveim og bróður hennar. Kveikt er ljós við ljós burt er sortans svið, angar rós við rós opnast himins hlið. Sigga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.