Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 Bretar styrkja varnir um flugvöllinn Nikosíu, Genf, 25. júní — AP, NTB. BRYNVARÐAR bifreiðir Breta óku inn á alþjóðaflugvöllinn f Nikosfu á fimmtudag til að styrkja það Iið Sameinuðu þjóð- anna, sem þar gætir þess að hvorki grfskum Kýpurmönnum né Tyrkjum takist að leggja hann undir sig. Grfskar og tyrkneskar sveitir Aþenu, Róm, Washington, 25. júlf— AP, NTB. HIN NVJA stjórn Grikklands eyddi öðrum tilvistardegi sfnum á stöðugum fundum um Kýpur og hættuna, sem enn vofir yfir, á að strfð brjótist út á milli Grikk- Iands og Tyrklands. Hinn nýi utanrfkisráðherra landsins, George Mavros, fór á fimmtudag til Genf, þar sem hann hitti starfsbræður sfna frá Tyrklandi og Bretlandi, en löndin þrjú halda nú með sér fund f Genf til að ræða hugsanlegar leiðir til lausnar Kýpurdeil- unnar. Við komuna til Genf gagn- rýndi Mavros Tyrki fyrir að hafa rofið vopnahléð. Meðan á fundum stjórnar Kara- manlis stóð héldu fagnaðarlætin stóðu augliti til auglits með 500 metra á milli sfn við vesturhluta flugvallarins, en þangað hafa tyrkneskar sveitir rutt sér leið með brynvörðum bifreiðum og lokað þjóðveginum til Nikosfu. Tyrkneska utanfkisráðherrann Turan Gunes sagði, þegar hann kom til Genf á fimmtudagsmorg- un, að Tyrkir gætu ekki sætt sig við neina lausn Kýpurdeilunnar nema Tyrkjum búsettum á eynni áfram hvarvetna um landið vegna heimkomu útlaga og lausnar póli- tfskra fanga. Sú ákvörðun að sleppa pólitísk- um föngum er af fréttamönnum túlkuð sem merki um ásetning stjórnarinnar að koma á lýðræði í Grikklandi. Eitt þeirra mála, sem rædd voru á fundum stjórnarinn- ar, mun hafa verið möguleikinn að því, að þingkosningar fari fram innan skamms. 1 ræðu, sem útvarpað var og sjónvarpað, sagði Karamanlis for- sætisráðherra á fimmtudag, að megin verkefni stjórnar sinnar væri að verja sjálfstæði og full- veldi Kýpur með öllum sfnum styrk. Varaði hann Tyrki við því, að innrás þeirra í eyna gæti leitt til strfðs á milli bandamanna innan Atlantshafsbandalagsins. yrðu veitt meiri réttindi og þeir fengju aukna hlutdeild f stjórn eyjunnar. Ráðstefna landanna þriggja Grikklands, Tyrklands og Bret- lands f Genf um friðarsamkomu- lag á Kýpur mun væntanlega hefjast á föstudagsmorgun. Brezki utanrfkisráðherrann Callaghan kom einnig á fimmtu- dagsmorgun til Genf, en Mavros utanrfkisráðherra Grikklands kom sfðar um daginn. Kærir EBE IBM? Brtissel, 25. júlí, AP—NTB. EFNAHAGSBANDALAGIÐ er f þann veginn að hefja rannsókn á þvf, hvort bandarfska risafyrir- tækið International Business Machines (IBM) hafi brotið einokurnarreglur þær, sem gilda á bandalagssvæðinu, að þvf er opinber talsmaður EBE tilkynnti f dag. „Við höfum látið fara fram vissar athuganir á undanförnum sex mánuðum og komizt að viss- um niðurstöðum,** sagði talsmað- urinn, en vildi ekki gefa nánari skýringar. Hann sagði, að IBM hefði nú um 61% af tölvu- markaðinum f Vestur-Evrópu og að sfnu mati væri það alger yfir- burðaaðstaða. Verði IBM fundið sekt um brot á einokunarreglun- um á fyrirtækið yfir höfði sér mjög þungar sektir. Nýja stjórnin gagnrýnir Tyrki ÞRÓUIM SÝNING í LAUGARDALSHÖLLINNI OPIN DAGLEGA KL. 14.00—22.00 Sýningin bregður upp mynd af þróun atvinnuvega landsmanna — LANDBÚNAÐI, SJÁVARÚTVEGI, IÐNAÐI, SAMGÖNGUM, VERSLUN OG MENNTAMÁLUM, auk þess sem þættir ríkisvalds og Reykjavíkur eru gerðskil í sérstökum deildum. Skemmtiatriði verða af ýmsu tagi alla daga, svo sem: KVIKMYNDASÝNINGAR, LEIKSÝNINGAR, HÉRAÐSVÖKUR, TÍZKUSÝNINGAR OG SÝNIKENNSLA. í KVÖLD: TÍZKUSÝNING KL. 9.15 • Þessa sýningu má enginn láta fram hjá sér fara, því „HÚN ER SAGA ÍSLANDS í 1 1 ALDIR" Auðir stólar Islendinga, þegar forseti alþjóðadómstólsins Ies úrskurðinn f máli Breta gegn Islendingum. — 10 dómarar Framhald af bls. 1 saman f ljósi þeirrar vitneskju sem fyrir liggur að verndun. Fullt tillit verður þó að taka til gildandi laga og þeim breytingum sem á þeim kunna að verða. BRETAR ANÆGÐIR Mbl. hafði f gærkvöld samband við 'Hans G. Andersen, formann sendinefndar tslands á hafréttar- ráðstefnunni f Karakas. Sagði hann, að þeim hefði rétt verið að berast fregnir af úrskurðinum en ekki fengið dómsorðin. Sagðist hann ekki vilja gefa neinar yfir- lýsingar um málið fyrr en hann hefði kynnt sér úrskurð dómstóls- ins nákvæmlega. Talsmaður brezka utanrfkis- ráðuneytisins, sagði f samtali við Mbl. að Bretar fögnuðu úrskurð- inum. Utanríkisráðuneytið hefði hins vegar enn ekki kynnt sér nákvæmlega niðurstöður dómsins „en nákvæm athugun á honum mun fara fram“ sagði talsmaður- inn, og þvf getum við ekki sagt neitt nánar um málið að svo stöddu". Vestur-þýzka utanríkisráðu- neytið var seint í gærkvöld ekki reiðubúið til að segja neitt um úrskurð dómstólsins. Brezkir togaraeigendur fögn- uðu niðurstöðum dómstólsins. Hann „hefur sýnt fram á, að við höfum rétt fyrir okkur, lagalega og siðferðislega" sagði formaður samtaka togaraeigenda, Sudaby. „Grundvallar atriði I okkar rök- semdafærslu var ekki fiskveiði- mörkin heldur einhliða útfærsla þeirra sem við sögðum vera ólög- lega“. Jens Evensen, viðskiptamála- ráðherra Noregs, sem nú situr hafréttarráðstefnuna f Karakas, sagði f viðtali við NTB fréttastof- una, að of snemmt væri að segja hvaða áhrif úrskurður alþjóða- dómstóllinn gæti haft á framgang mála á ráðstefnunni, en sú stað- reynd, að meirihluti dómaranna hafi látið fylgja sérálit með úr- skurðinum bendi til þess að mjög mismunandi sjónarmið séu uppi um þau alþjóðalög, sem meiri- hlutinn styðst við. Tálsmaður norska utanrfkis- ráðuneytisins sagði að margar skoðanir eigi eftir að vera uppi um réttmæti úrskurðarins, bæði f Noregi og annars staðar. Þvf væri við því að búast, að þessi úrskurð- ur hefði minni þýðingu en úr- skurðir dómstólsins f öðrum mál- um. Segir NTB, að þó að brezka stjórnin lýsi sig opinberlega fagna úrskurðinum, þá sé það skoðun stjórnmálamanna f Lond on að hann muni ekki hafa nokkra raunhæfa þýðingu. Af dómurunum tfu sem greiddu atkvæði með úrskurðinum skiluðu forseti dómsins og Nagerdra Singh viðbótaráliti. Dómararnir Gorester, Bengzon, Jimenez de Arechaga, Nagerdra Singh og Ruda bættu við sam- eiginlegu séráliti og dómararnir Dillard, de Castro og sir Humprey Waldcon bættu við eigin sérálit- um. Af þeim fjórum dómurum sem atkvæði greiddu gegn úrskurðin- um bætti Ignacio Pinto við sér- stakri yfirlýsingu og dómararnir Cros, Petren og Onyeama skiluðu séráliti f andstöðu við úrskurð meiri hlutans. 1 yfirlýsingum þessum og álitum gerðu dómar- arnir grein fyrir og útskýrðu af- stöðu sfna. Franco að fara á kreik Madrid, 25. júlí—AP. FRANSISCO Franco einræðis- herra á Spáni er á góðum bata- vegi og mun sennilega hvað úr hverju fara af sjúkrahúsinu, þar sem hann hefur legið undanfarna daga. Mun Franco Ifklega halda til sumarseturs sfns á Norður- Spáni. Er talið hugsanlegt, að hann muni aftur taka við stjórnartaumunum, sem afhentir voru Juan Carlos prinsi, er ein- ræðisherrann veiktist, en blöð f Madrid gáfu f skyn f dag, að heillavænlegra væri, að hann gerði það ekki. Heilt þorp þurrkað út Stokkhólmi, 25. júlí — NTB. HEILU sveitaþorpi f norðurhluta Namibfu var f september f fyrra gjöreytt af suður-afrfskum her- mönnum, að þvf er haldið var fram f þættinum Rapport f sænska sjónvarpinu f gær. Eiga 105 fbúar þorpsins að hafa verið myrtir og aðeins einn fbúi þess slapp. Það var með hjálp þessa manns og frelsissamtakanna SWAPO, sem flokki sænskra sjónvarpsmanna tókst að komast á staðinn og ná myndum af rúst- um þorpsins, þar sem hauskúpur og beinagrindur voru f haugum. Maðurinn, sem komst undan, 74 ára að aldri, sagði sjónvarps- mönnunum, að hermennirnir hefðu stillt þorpsbúum upp f röð. Hefði þá Portúgali einn sagt sér að flýja, „og ég varð að yfirgefa fjölskyldu mfna, sem sfðan var brennd lifandi. Hermennirnir helltu yfir fólkið bensfni og kveiktu svo f,“ sagði gamli maðurinn. „Síðar var ég tekinn til fanga og pyntaður. Suður-Afríkumenn- irnir vildu fá upplýsingar um frelsissamtökin," sagði hann enn- fremur. Eftir einn mánuð eiga maður þessi og sænski kvik- myndatökumaðurinn Rudi Spee, sem að þættinum stóð, að gefa skýrslu um málið fyrir sérstakri nefnd Sameinuðu þjóðanna. Eru þau gögn, sem fyrir liggja um fjöldamorð þetta, talin mun ná- kvæmari en þau, sem verið hafa fyrir hendi f fyrri tilvikum af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.