Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 Gestir á þjóðhátíð: Trygve Martin Bratteli Trygve Bratteli forsætisráð- herra Noregs verður fulltrúi norsku rfkisstjórnarinnar á þjóðháttðinni. Bratteli er leið- togi norska Verkamanna- flokksins og hefur að þessu sinni gegnt embætti forsætis- ráðherra frá 16. október f fyrra. Hann tók við formennsku flokksins árið 1965 og hefur átt sæti á Stórþinginu f 24 ár. Að loknu barnaskólanámi fór hann strax að vinna fyrir sér, stundaði meðal annars byggingavinnu og var um tfma á hvalveiðum. Átján ára hóf hann störf fyrir Verkamanna- flokkinn og gegndi ýmsum trúnaðarstöðum fyrir ung- mennasamtök hans árin 1928—’33. Arið 1934 varð hann ritstjóri „Folkets Frihet“ f Kirkenes, sem var málgagn flokksins þar, og sfðar ritstjóri tfmaritsins „Arbeider-ung- domrnen". Þá var hann einnig framkvæmdastjóri æskulýðs- samtaka flokksins, AUF, til ársins 1940. Arin 1940—'42 starfaði Bratteli sem trésmiður f Kristiansund, eða þar til Þjóð- verjar handtóku hann fyrir störf f neðanjarðarhreyfing- unni og fluttu hann til Þýzka- lands. Þar sat Bratteli f fanga- búðum nasista til strfðsloka. Eftir heimkomuna úr fanga- búðunum var Bratteli kjörinn varaformaður flokksins árið 1945 og gegndi þvf embætti þar til hann tók við formennskunni tuttugu árum sfðar. A þeim ár- um gegndi hann auk þess ýms- um öðrum trúnaðarstöðum á vegum flokksins, var meðal annars fjármálaráðherra tvf- forsætisráð- herra Noregs vegis f alls átta ár og samgöngu- málaráðherra f f jögur ár. Eftir að Per Borten þá- verandi forsætisráðherra baðst lausnar f marz 1971 fyrir sig og ráðuneyti sitt vegna ágreinings um birtingu leyniskjala f sam- bandi við samninga Norð- manna um aðild að Efnahags- bandalaginu og ekki tókust samningar um áframhaldandi stjórnarsamvinnu borgar- flokkanna fjögurra, var Trygve Bratteli faiið að mynda rfkis- stjórn. Tók sú stjórn við 13. marz og var eingöngu skipuð fulltrúum Verkamannaflokks- ins, sem var f minnihluta á þingi með 74 þingmenn á móti 76 þingmönnum stjórnarand- stöðunnar. Þegar Bratteli tók við forsætisráðherraembættinu tilkynnti hann, að haldið yrði áfram samningum um fulla aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu og að málið yrði lagt undir þjóðaratkvæða- greiðslu áður en endanlegir samningar yrðu gerðir. Undir lok samningaviðræðna fulltrúa Noregs við EBE var almennt talið, að meirihluti þjóðarinnar væri fylgjandi aðild og þegar ákveðið var, að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram dagana 24. og 25. septem- ber 1972 lýsti Bratteli þvf yfir, að yrði tillaga stjórnarinnar um aðild felld væri hann ákveð- inn f að biðjast lausnar. Ljóst var, að tillagan um aðild að EBE naut stuðnings mikils meirihluta á þingi og flest norsku blöðin voru henni fylgjandi. Engu að sfður var tillagan felld við þjóðarat- kvæðagreiðsluna með 53.5% at- kvæða, en 46,5% voru fylgjandi aðild. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsl- una ftrekaði Bratteli fyrri yfir- lýsingu sfna um að stjórnin færi frá, en það dróst nokkuð meðan verið var að afgreiða f járlög á þingi. Lausnarbeiðnin var svo lögð fram 7. október og sama dag fól konungur Lars Korvald að reyna stjórnar- myndun. Myndaði Korvald minnihlutastjórn, sem fór með völd fram að þingkosningunum í fyrrahaust. Við þær kosningar fjölgaði þingmönnum úr 150 f 155, en Verkamannaflokkur Brattelis tapaði engu að sfður 12 þingsætum og hlaut aðeins 62 menn kjörna f stað 74 áður. Flokkurinn var þó enn lang stærsti flokkurinn og var Bratteli á ný falið að reyna stjórnarmyndun. Aftur kaus Bratteli að mynda minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins og tók sú stjórn við 16. október f fyrra, eins og fyrr segir. Bratteli er nú 64 ára að aldri og hefur lýst þvf yfir, að hann ætli að segja af sér flokksfor- mennsku. Er talið, að þess verði ekki langt að bfða, að hann láti einnig af embætti for- sætisráðherra. Frétta- skýrandinn Roland Huntford, sem skrifar fyrir brezka blaðið Observer og er sérfræðingur blaðsins f málum Norður- landanna, segir um Bratteli: „Bratteli er á allan hátt hæg- fara maður. Hann er laus við allar kreddur og fylgir þeirri gömlu jafnaðarstefnu, sem segja má að byggist á tilfinn- ingum og mannkærleika. Hann er einnig strangheiðarlegur og einkennilega ófullnægjandi stjórnmálaferill hans virðist sanna það, að heiðarleiki þarf ekki endilega að vera bezta leiðarstjarnan, að minnsta kosti ekki f stjórnmálum. Stjórnmálaskóli Brattelis var fangabúðavistin f Þýzkalandi f sfðari heimsstyrjöldinni. Þang- að var hann sendur vegna and- stöðu við hersetu Þjóðverja f Noregi. Þótt sú reynsla hafi skilið eftir sig djúp spor, fyllti hún hann hvorki beizkju né hatri. Hann dró þá ályktun af reynslunni, að þjóðernisstefna leiddi til ofbeldis og þvf þyrfti að halda henni f skefjum til að koma í veg fyrir það. Þessi skoðun Brattelis leiddi til þess, að hann varð snemma „evrópskur” f hugsun, gagn- stætt þeim hugsjónum, sem flestir landar hans báru f brjósti. Hann trúði þvf, að hag- stætt væri fyrir Noreg að gerast aðili að Efnahagsbandalaginu. IMeðan á samningaviðræðum stóð árin 1971—1972 um skil- yrði fyrir aðild Noregs að bandalaginu var hann eindreg- inn stuðningsmaður aðildar, jafnvel þótt ljóst væri, að þjóð- in og flokkurinn stæðu ekki með honum. Þegar svo aðild var felld við þjóðaratkvæða- greiðslu f september 1972 sagði hann af sér embætti forsætis- ráðherra, þótt honum bæri engin lagaleg skylda til þess og flokksforustan væri þvf andvfg. Bratteli fannst sér bera sið- ferðileg skylda til að vfkja úr embætti. Bratteli tók á ný við forsætis- ráðherraembættinu f fyrra- haust að þingkosningum lokn- um, en úrslit þeirra voru sfður en svo sigur fyrir flokk hans. Verkamannaflokkurinn tapaði f jölda atkvæða og hann varð að mynda minnihlutastjórn, sem byggði á stuðningi vinstri flokkanna á þingi. Þrátt fyrir þetta hefur Bratteli ekki farið dult með óbeit sfna á vinstri flokkunum. Hann hefur reynt að haida sinni stefnu og forðast að aka seglum eftir vindi og þegar nauðsynlegt hefur reynzt að velja málamiðlunarleiðina hef- ur hann ekki leynt óánægju sinni. Segja má, að þetta sé virðingarverð framkoma, en hún hefur ekki orðið til hags- bóta fyrir flokkinn. Norski Verkamannaflokkurinn á f vök að verjast og þarfnast samn- ingalipurs leiðtoga. Sú lipurð er ekki Bratteli gefin, þvf mið- 111* “ Gunnar Eyjólfsson. Krafta- verka- leikritið Jón Arason Rætt við Gunnar Eyjólfsson leikstjóra 1 TILEFNI þjóðhátfðarári hefur Þjóðleikhúsið þrjár hátfðarsýn- ingar á leikriti Matthfasar Jochumssonar um Jón Arason, sem frumsýnt var á sfðasta leik- ári. Alls koma 77 manns fram f sýningunni, sem vera mun fjöl- mennasta sýning á fslenzku leik- riti sem sett hefur verið upp. Leikarar f aðalhlutverkum eru 27, en aukaleikarar og kór- söngvarar eru 50. Rúrik Haralds- son leikur Jón Arason, en leik- stjóri er Gunnar Eyjólfsson. Sýn- ingin hlaut f vor mjög jákvæða dóma gagnrýnenda. Mbl. ræddi nýlega við leikstjórann, Gunnar Eyjólfsson, um leikritið og upp- setningu hans á þvf. — Það merkilegasta við þetta leikrit, sagði Gunnar Eyjólfsson 1 upphafi, er það, aðþaðvarskrifað fyrir 75 árum, en hefur aldrei verið leikið fyrr en nú. Ástæðurn- ar fyrir því eru þær, að leikritið er ákaflega langt og mannmargt og erfitt viðfangs vegna þess, hve mörg svið eru 1 því. En þegar farið var að leggja drög að verk- efnavali fyrir þjóðhátfðarárið, þá kom fram mjög mikill áhugi hjá þjóðleikhússtjóra og þjóðleikhús- ráði á því að Jón Arason yrði sýndur. Af þvf að Jón Arason saga hans og barátta, lff hans og dauði hefur alltaf heillað mig, þá tók ég það að mér að stytta verkið og búa það til leiks. Verkið er stytt um helming og tekur sýning þess um tvo oe hálfan tfma. — Hvernig styttir þú verkið? — Ég lagði áherzlu á það, sem viðkom Jóni Arasyni sjálfum og atburðum sfðasta sumarsins í lffi hans, þ.e. sumrinu 1550. Við leik- gerðina studdist ég við það, sem um Jón hefur verið skrifað, m.a. bækur Páls Ekkerts Ölasonar, Guðbrands Jónssonar, Gunnars Gunnarssonar, Torfhildar Hólm, og einnig bréf skrifuð um Jón Arason og til eru f Þjóðskjalasafn- inu. — Hafði höfundurinn, Matthfas Jochumsson, sjálfur athugað vel æviferil Jóns Arasonar? — Já, það er auðséð, að Matthías hefur kynnt sér vel bæði bréf Jóns og einnig annála og árbækur. En leikritaskáldið Matthfas vegur inn í atburðarás- ina rómantík og gamansemi. Það er auðfundið, að Matthías hefur verið undir miklum áhrifum frá Shakespeare, enda þýddi hann fjögur verka hans. Matthfas fer þó aldrei út fyrir ramma heimild- anna eða með rangt mál, þótt hann skáldi inn í. Mikið af róman- tikinni, t.d. atriðin um ástir Þórunnar Jónsdóttur og Þorsteins Guðmundssonar, hef ég fellt alveg niður, þvf að þau atriði snerta lítið sjálfan höfuðþráð leikritsins. — Er þetta meira verk en önnur leikrit Matthíasar að þínu mati? — Skuggasveinn er auðvitað vinsælasta verk Matthfasar, en Jón Arason er hiklaust bezta leik- húsverk hans, þótt hann hafi e.t.v. ekki gert sér grein fyrir öllum þeim tæknilegu erfiðleik- um, sem flutningi þess á sviði yrðu samfara. — Hvað er það við Jón Arason sem einstakling, sem heillar þig svo mjög? — Það er það, sem Jón Sigurðs- son forseti skrifaði um Jón Ara- son og sonu hans. Hann segir á einum stað, að Islendingar hafi skilið dauða þeirra svo sem með þeim hafi fallið sfðustu Islend- ingarnir. — Ert þú sjálfur sammála Jóni Sigurðssyni að þessu Ieyti? — Nei, ég vil ekki vera sam- mála þessu. Ég trúi því ekki að Islendingar séu ekki lengur til. En e.t.v. erum við til f dag vegna þess, að Jón Arason lét lífið fyrir ákveðinn málstað. Menn hafa haldið þvf fram, að hann hafi liðið píslarvætti fyrir trú sfna. T.d. er Guðbrandur Jónsson mjög á þeirri skoðun og ýmsir aðrir. Aðr- ir eru þeirrar skoðunar, að Jón Arason hafi látið lífið í sjálf- stæðisbaráttunni fyrir Island. Ég held, að Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur hafi komizt næst þvf að skilgreina Jón, þegar hann segir, að ekki verði greint á milli trúarhetjunnar og sjálfstæðis- herjunnar í Jóni. — Hverjir voru það raunveru- lega, sem tóku Jón Arason af lffi? — Það voru ekki Danir, sem drápu Jón, heldur Islendingar sjálfir. Sundrungin og eiginhags- munabaráttan meðal Islendinga var orðin svo mikil, að þeir vildu heldur lúta dönsku valdi en gefa Jóni Arasyni færi á að lýsa landið frjálst. Vitanlega vildu Danir hann feigan, en Jón dregur sjálf- ur í efa, þegar hann segir „ef ég skal dæmdur af danskri slekt... “, að íslendingar ætli að láta Dani komast upp með að af- lffa sig. En þeir létu Dani komast upp með það. íslendingar hefðu getað tekið fram fyrir hendurnar á Kristjáni skrifara og stöðvað þessa mestu svívirðu í Islandssög- unni, ef þeir hefðu verið menn til. En í stað þess var þetta réttar- morð láta setja sinn blett á Is- landssöguna. Með dauða Jóns Arasonar sofnar sjálfstæðis- barátta Islendinga löngum álaga- svefni og vaknar ekki fyrr en með baráttu Jóns Sigurðssonar á 19. öld. — Hvaða boðskap hefur þetta leikrit að færa áhorfendum í dag? — Þetta er áminning um það að við höfum átt einn mann, sem dó fyrir Island. Leikritið minnir okkur á, að við höfum aldrei efni á að sofna á verðinum og þurfum stöðugt að standa vörð um frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði. Þetta leikrit bendir okkur á, að Jón Arason og saga hans mega aldrei hverfa f gleymsku. — Ertu ánægður með hvernig þessi sýning hefur til tekizt? — Já, ég er það, og vil þakka það öllum þeim, sem hafa lagt hönd á plóginn við að koma þess- ari sýningu upp. Það er sérstak- Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.