Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Stjórnarskráinn frá 1952 í gildi Gríski herinn sviptur völdum Aþenu 1. ágúst AP — NTB. KONSTANTIN Karamanlis, for- sætisráðherra Grikklands, skýrði frá þvf f dag, að grfska stjórnin hefði ákveðið, að nema úr gildi stjórnarskrá herforingjanna frá ÞAÐ var mikið um að vera aust- ur á Ingóffshöfða f gær. Afhjúpað var minnismerki um Ingóif Arnarson og lagt var af stað f boðhlaup til Reykjavfkur með logandi kyndil. A blaðsfðu 2 er sagt frá afhjúpun minnis- varðans, en á meðfylgjandi mynd flytur Birgir Isleifur Gunnarsson ávarp áður en fyrsti hlauparinn lagði af stað f boðhlaupinu til Reykjavfkur. Við hlið borgarstjóra er Gfsli Halldórsson formaður þjóð- hátfðarnefndar Reykjavfkur. Lengst til hægri er Ari Magnús- son sem hljóp fyrsta spölinn með kyndilinn. Gæzlulið S.þ. fær auk- in völd á Kýpur Tyrkir sækja ennþá fram New York, Nixosiu, Ankara og Aþenu 1. ágúst AP-NTB. ÖRVGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sfnum f kvöld ályktun, þar sem friðarsveitum S.þ. er veitt aukin'völd til að tryggja, að vopnahlé það, sem samþykkt var af Bretum, Grikkjum og Tyrkjum sl. þriðjudag, verði haldið. Alyktunin er svipuð og sú, sem Sovétrfkin felldu með neitunarvaldi f gær, er Jakob Malik sendiherra Sovétrfkj- anna mótmælti öskureiður, að sér hefði ekki verið gefinn tfmi til að ráðgast við yfirboðara sfna f Moskvu. Sovétrfkin og Hvfta-Rússland sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og Kfna tók ekki þátt f umræðum. Var ályktunin samþykkt með 12 atkvæðum gegn engu. menningarleg verkefni á tyrk- neska landssvæðinu á Kýpur. Tyrkneska stjórnin hefur neitað að ræða framtíðaráætlanir sínar á Kýpur, áður en næsta Genfarráð- stefna um Kýpurmálið verður sett 8. þessa mánaðar. Hins vegar hafa blöð f Tyrklandi hvatt til þess, að tyrknesk stjórn verði sett í Kyran- ía og eyjunni skipt í griska og tyrkneska hluta. Makarfos erkibiskup, fyrrum forseti Kýpur, krafðist þess á fundi með fréttamönnum í Lond- on í dag, að látið yrði til skarar skrfða gegn Tyrkjum vegna brota þeirra á vopnahléssamkomulag- inu. Sagði Makaríos það hörmu- legt, að Tyrkir skyldu hafa tekið tvö þorp og valdið miklu mann- falli sólarhring eftir að vopna- hléssamkomulagið átti að taka gildi. Makarios, sem var að koma af fundi með Callaghan utanrikis- ráðherra Breta, sagðist ekki mundu snúa aftur til Kýpur á næstunni. Tyrkneskt stórskotalið hélt áfram skothrið með fallbyssum og sprengjuvörpum á stöðvar grískra Kýpurbúa við bæinn Kyranfa f dag og tyrkneskt herlið hélt áfram sókn sinni í vestur framhjá vopnahléslínunni, sem samþykkt var sl. þriðjudag. Talsmaður gæzluliðs S.þ. sagði, að Tyrkir hefðu f dag náð tveimur þorpum á sitt vald, eftir að skotið hafði ver- ið á annað þeirra frá tyrknesku herskipi undan strönduin lands- Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, hélt í dag áfram við- ræðum við hershöfðingja sína um undirbúning að byggingu flota- hafnar við bæinn Kyranfa og flug- vallar uppi á landinu, sem forsæt- isráðherrann sagði lffsnauðsyn- legar framkvæmdir til að tryggja nauðsynjaflutning til tyrkneska hersins og tyrkneskra Kýpurbúa. Fregnir herma, að tyrkneski bún- aðarbankinn muni innan skamms opna útibú f Kyranía til að fjár magna félagsleg, efnahagsleg og 200 mílna frumvarp fyrir Bandaríkjaþing Carrasco heldur enn gíslunum 13 Huntsville, Texas 1. ágúst AP. AFBROTAMAÐURINN Fred Gomes Carrasco, sem haidið hef- ur 13 gfslum frá þvf 24. júlf f bókasafni rfkisfangelsisins f HuntsviIIe f Texas, hefur f engu hvikað frá þeim ásetningi sfnum að nota gfslana til að komast und- an. I dag gaf hann yfirvöldum 15 mfnútna frest til að ganga að kröfum sfnum, ella myndi hann sprengja gíslana f loft upp. Fresturinn rann út, en engin sprenging varð. Carasco hefur nú boðizt til að láta 9 gísla lausa, gegn þvi að fá faratæki og vopn fyrir sig og tvo meðfanga og ætla þeir að taka 4 gisla með sér. Carasco afplánar lffstiðarfangelsi fyrir morð á lög- regluþjóni, en talið er að hann hafi myrt eða borið ábyrgð á morðum 30 manna. Gifurlegt lög- reglulið er umhverfis fangelsið, en yfirvöld hafa ekki þorað að láta til skarar skriða, en reynt að fá Carrasco til að gefast upp. Hann hlær aðeins að þeim til- raunum. Verzlunarnefnd öld- ungadeildar Bandarfkja- þings lýsti í gær stuðningi við lagafrumvarp, sem miðar að þvf að færa fisk- veiðilögsögu Bandarfkj- anna út f 200 mflur og vernda veiðar bandarfskra sjómanna fyrir ágangi er- lendra veiðiskipa, einkum stórra verksmiðjutogara frá Austantjaldslöndum, sem hafa farið sem ryksug- ur yfir miðin undan aust- urströnd Bandarfkjanna. I frumvarpinu er gart ráð fyrir, að erlend fiskiskip fái að stunda einhverjar veiðar innan 20 míln- anna, en að þau verði háð reglum og takmörkunum, sem bandarísk stjórnvöld kunni að setja. Frum- varp þetta er í svipuðum dúr og þær tillögur, sem Bandaríkin hafa lagt fram á hafréttarráð- stefnunni í Caracas. Frumvarp þetta var lagt fyrir þingið á sí. vetri og fyrst sent til nefndarinn- ar. Eftir þessa afgreiðslu verður frumvarpið sent til þingsins til meðferðar og afgreiðslu. 1968 og 1973 og endurreisa stjórn- arskrána frá 1952. Stjórnarskráin frá 1952 var felld úr gildi eftir byltinguna 1967 og herlög tóku við. Karamanlis sagði einnig, að rfkisstjórnin myndi ákveóa hve- nær herlögin yrðu numin úr gildi, en það yrði ekki gert, með- an hætta steðjaði að Grikklandi utan að, en lagði áherzlu á, að þau yrðu ekki notuð gegn hættum inn- anlands frá. Jafnhliða þessari yfirlýsingu var her Grikklands sviptur öllum völdum og settur undir yfirstjórn borgaralegs varnarmálaráðherra í ■ anda stjórnarskrárinnar frá 1952. Atriði þeirrar stjórnarskrár, sem kveða á um, að Grikkland sé kon- ungsdæmi, voru þó sett í biðstöðu og á eftir að taka ákvörðun um, hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um þau verður látin fara fram, en það verður fyrir eða eftir væntan- legar þingkosningar í landinu. Karamanlis er ekki konungssínni og hann fór frá völdum 1963 vegna deilna við konungsfjöl- skylduna. Karamanlis sagði, að þessar stjórnarskráraðgerðir væru fyrsta beina skrefið f átt til þess að endurreisa lýðræði og eðlilegar stjórnmálaaðstæður i Grikklandi, en síðar yrði griska þjóðin í frjálsum kosningum að ákveða, hvaða stjórnarform hún kysi, Iýðveldi eða þingbundið kon- ungsdæmi. Hann lagði áherzlu á, að nýja stjórnarskráin endur- reisti einnig eðlilegt samstarf stjórnvalda og hers landsins. Hann sagði, að afvopnun hersins myndi fara fram i áföngum, en hægt meðan styrjaldarhætta ríkti enn. Átti ráðherrann hér greini- lega við meint vopnahlésbrot Tyrkja á Kýpur. Vitað er, að ríkisstjórnin ræddi í dag möguleika á að leyfa starf- semi kommúnistaflokks landsins KKE, sem bannaður var 1936. Xenophon Zolotas efnahags- málaráðherra Grikklands skýrði frá þvi í dag, að lánatakmarkanir til iðnfyrirtækja hefðu verið af- numdar, en þær voru settar á i nóvember sl., sem liður í baráttu gegn verðbólgu. Hann sagði einn- ig, að efnahagsástand landsins væri gott eftir stríðsreksturinn. Einnig var aflétt takmörkunum á Framhald á bls. 18 Trawling Times: Taka Forresters pólitísk gildra BREZKA blaðið HuII Daily Mail skýrir frá þvf f forsfðu- frétt á miðvikudag f sfðustu viku, að fslenzkir varðskips- menn og stjórnmálamenn hafi hugsanlega leitt Richard Tay- lor skipstjóra C.S. Forresters f gildru og sfðan tekið hann f landhelgi og þar með öðlazt frá- bært áróðursvop til að klekkja á Bretum. Hull Daily Mail hefur þessa kenningu upp úr blaði brezkra togaraeigenda Trawling Times þar sem segir, að skipherrar íslenzku varðskipanna hafi ekki getað hugsað sér feitari veiðibráð en Taylor og Forrest- er til að hressa upp á hetju- myndina sem hafi fölnað nokk- uð eftir síðasta þorskastrið. Trawling Times segir, að Is- lendingar séu nú á heljarþröm fjárhagslega með stjórnlausa óðaverðbólgu og stjómar- kreppu eftir síðustu kosníng- arnar og því hafi stjórnmála- mennirnir þurft eitthvert atvik til að beina athygli landsmanna frá vandamálunum og þar hafi Forrester komið sem sending af himni ofan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.