Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974
11
„Stórkostleg-
ur atburður”
— segir Pekka Tarjanne um þjóð-
hátíðina á Þingvöllum, þar sem
hann flutti ávarp sitt á íslenzku
Það vakti töluverða athygli
þjððhátíðargesta á Þingvöllum,
þegar Pekka Tarjanne sté þar í
ræðustólinn og ávarpaði við-
stadda á nær lýtalausri fslenzku.
Þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins spjallaði stuttlega við
Tarjanne degi sfðar var ekki
nema eðliiegt, að fyrsta spurning-
in væri á þá leið, hvar hann hefði
tileinkað sér þennan ágæta fs-
lenzka framburð og hvers vegna
hann hefði flutt ávarp sitt á fs-
lenzku.
„Eg hef jafnan haft gaman af
tungumálum," svaraði Tarjanne,
sem er sendiherrasonur, „fæddur
í Stokkhólmi, gekk í skóla í Osló
og stundaði framhaldsnám í
Kaupmannahöfn og stend því
nokkuð vel að vígi hvað þau
tungumál áhrærir. Málefni
Norðurlanda og samvinna þeirra
hefur alltaf verið mér hugleikin
og innan stjórnarinnar fer ég ein-
mitt með þau málefni. Mér fannst
þess vegna skylda mfn að geta
tileinkað mér einhvern þátt ís-
lenzkunnar. Finnskan og íslenzk-
an eiga ýmislegt sameiginlegt.
Við Finnar erum stoltir af tungu
okkar og mér skilst, að þið séuð
líka stoltir af ykkar tungu og meg-
ið vera það. Finnska og íslenzka
eru annars ekki svo ósvipaðar að
hljómbrigðum og ég held að auð-
veldara hljóti að vera fyrir Finna
og Islendinga að læra mál hvorir
annarra en fyrir fólk af ýmsum
öðrum þjóðernum."
Tarjanne sagði einnig, að megin
ástæðan fyrir því að hann kaus að
flytja ávarp sitt á íslenzku hefði
verið, að hann stóð frammi fyrir
þeirri staðreynd, að allir aðrir er-
lendir gestir á þjóðhátíðinni, er
ávörp fluttu, gátu flutt ávörpin á
eigin tungumáli og gert sig
skiljanlega. „Enginn hefði hins
vegar skilið mig ef ég hefði farið
eins að,“ sagði Tarjanne. „Ég varð
þvf að velja milli — átti ég að
flytja ávarpiðáeinhverju hinna
Norðurlandamálanna eða reyna
að flytja það sjálfur á íslenzku.
Mér fannst sfðari kosturinn meira
við hæfi við þessar kringumstæð-
ur. Þess vegna varð ég mér úti um
aðstoð heima til að geta nú gert
þetta sómasamlega."
Tarjanne kvaðst lengi hafa haft
áhuga á íslandi og hefur nokkr-
um sinnum áður komið hingað til
lands í sambandi við norræna
samvinnu. „En gærdagurinn
kenndi okkur útlendu gestunum
að dá og virða þetta land og þessa
þjóð jafnvel meir en áður. Mér
fannst Þingvallahátíðin stórkost-
legur atburður, já, ekki aðeins
hátíðin heldur hvernig þið
minnizt afmælisins. Ég nefni, sem
dæmi um það Þróunarsýninguna,
sem ég sá í morgun, þar varð ég
margs vísari um land og þjóð.“
Tarjanne er nú á fertugsaldri
og hefur átt að fagna óvenju
skjótum frama innan finnskra
stjórnmála eins og rakið var hér í
blaðinu á dögunum. „Ég varð ráð-
herra árið 1972 og sú stjórn er nú
að verða tveggja ára innan fá-
einna vikna. Hún er mynduð með
samstarfi jafnaðarmanna, Mið-
flokksins Sænska þjóðarflokksins
og Frjálslynda þjóðarflokksins,
sem ég er úr. Eftir eru þá utan
stjórnar íhaldmenn og kommún-
istar, en skoðanagjáin milli þeirra
hefur reynzt of mikil til að þeir
megi að skapa öfluga andstöðu
gegn stjórninni. Ég hef frá upp-
hafi verið samgönguráðherra í
þessari stjórn, enda hafði ég áður
verið formaður samgöngunefndar
norræna ráðsins."
Tarjanne var spurður að því,
hvort ekki væri fremur óvenju-
legt, að ríkisstjórn sæti þar svo
traust 1 sessi svo langan tíma sem
raun ber vitni. „Það er ekki nema
von þú spyrjir. Finnsk stjórnmál
eru löngum kunn fyrir skammlff-
ar ríkisstjórnir og fyrstu 57 árin
eftir sjálfstæði landsins sátu 56
rfkisstjórnir svo að meðalaldur
þeirra var um eitt ár. En nú,
Framhald á bls. 19
Pekka Tarjanne samgönguráðherra Finnlands.
LAUGAVEG 37
W \ ' / *
V \\\\
\
\ N \\ \\ \ ' .
\ N \\\ \ y
\ W \ X V \ v > .J
FYRIR VERZLUNARMANNAHELGINA
BJÓÐUM VIÐ NÚ GLÆSILEGT ÚRVAL
AF FALLEGUM VÖRUM FYRIR
DÖMUR OG HERRA