Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGDST 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjóifur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson, Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. yrði mætt með gengislækk- un og þeir hreyfðu ekki andmælum við tillögu, sem fram kom um, að engir kjarasamningar væru gild- ir nema þeir hefðu hlotið samþykki ríkisstjórnarinn- ar, en slíkt jafngilti í raun afnámi hins frjálsa samn- ingsréttar. En það var ekki aðeins um að ræða, að ráðherrar Alþýðubandalagsins kæmu fram með slíkar tillögur, sem hljóta að mati Þjóð- Þetta eru „vinstri úrræðin,, essa dagana hafa málgögn vinstri flokk- anna uppi miklar heit- strengingar um, að ekki komi til greina að skerða hag láglaunafólks í þeim efnahagsaðgerðum, sem fyrirsjáanlegt sé að grípa verði til. Þannig segir Þjóðviljinn í forystugrein í gær: „Alkunna er, að nokkrir erfiðleikar steðja nú að í efnahagsmálum, erfiðleikar, sem eru í sjálfu sér vel viðráðanlegir ef tekið er á málum af raun- sæi og án ofsatrúar á þau hagfræðingameðul, sem brugguð eru i tilraunaglös- um erlendra auðvera. Svo lítur út sem deila þurfi ein- hverjum efnahagslegum byrðum á landsmenn, a.m.k. um stundarsakir. Launafólk hlýtur þá að krefjast þess, að beitt sé vinstri úrræðum, sem byggjast á reglunni um niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum." Svo vel vill til, að „vinstri úrræði“ þau, sem Þjóðviljinn talar um, eru kunn. í umræðum, sem fram fóru innan ríkis- stjórnarinnar sl. vor um ráðstafanir í efnahagsmál- um, gerðu ráðherrar Al- þýðubandalagsins ýmsar tillögur, sem fólu í sér skerðingu á kjarasamning- um verkalýðsféláganna og lífskjörum launþega og þeir hreyfðu ekki andmæl- um við tillögum, sem höfðu svipuð áhrif og fram komu hjá öðrum. Þannig lögðu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins til, að allar kjara- bætur, sem væru umfram 20%, yrðu afnumdar, en sú ráðstöfum hefði m.a. komið hart niður á ýmsu lág- launafólki, t.d. fólki í fisk- vinnslu. Þá lögðu sömu ráðherrar einnig til, að vísitöluhækkun, sem áætl- að var, að kæmi til útborg- unar 1. sept. n.k., yrði frestað til 1. des. Þeir lögðu ennfremur til, að vanda út- flutningsatvinnuveganna viljans að flokkast undir „vinstri úrræði“, heldur stóðu þeir einnig að fram- kvæmd ýmissa aðgerða, sem beinlínis skertu kjör láglaunafólks. I fyrsta lagi stóðu þeir að því, að áfengi og tóbak var tekið út úr vísitölunni, en slíkt kallaði Magnús Kjartansson „föls- un“ á grundvelli vísitöl- unnar haustið 1970. Með bráðabirgðalögum sam- þykktu þeir, að kostnaður við einkabifreið yrði tek- inn út úr vísitölu, þ.e. önn- ur „fölsun“ á grundvelli vísitölunnar. Þeir stóðu að því, að nokkur vísitölustig voru hreinlega tekin af launþegum um mánaða- mótin maí—júní, sem jafn- gildir því, að þúsund milljónir króna væru tekn- ar úr vasa launafólks. Þeir samþykktu, að hækkun söluskatts kæmi ekki fram í vísitölu og þeir stóðu að því, að vinstri stjórnin neitaði að hafa samráð við verkalýðssamtökin um efnahagsráðstafanir sl. vor. í ályktun, sem miðstjórn Alþýðusambandsins gerði í fyrradag, er lögð sérstök áherzla á að létta verði hús- næðiskostnað láglauna- fólks. í því sambandi er eftirtektarvert, að nokkr- um dögum fyrir kosningar stóðu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins að því að auka húsnæðiskostnað launafólks með því að lán húsnæðismálastjórnar voru verðtryggð og vextir af þeim hækkaðir, en slíkt kaUaði Þjóðviljinn fyrir nokkrum árum „okur- vexti“. Þetta eru þau „vinstri úrræði“, sem Þjóðviljinn boðar, og hvað sem líður yfirlýsingum þess blaðs um, að Alþýðubandalagið muni ekki standa að nein- um þeim efnahagsráðstöf- unum, sem skerða muni kjör láglaunafólks, er í fyrsta lagi ljóst, að Alþýðu- bandalagið hefur gert formlegar tillögur um verulega kjaraskerðingu innan ríkisstjórnarinnar og í öðru lagi, að Alþýðu- bandalagið hefur staðið að framkvæmd aðgerða, sem hafa skert verulega kjör láglaunafólks og svo mjög, að á tímabilinu frá 1. marz til 1. júní minnkaði kaup- máttur tekna láglaunafólks um 12%. Þannig eru þá „vinstri úrræðin“ í raun. Ræktarsemi ,r V estur-Islendinga ,r Itilefni þjóðhátíðarárs- ins kom myndarlegur hópur Vestur-íslend- inga hingað til lands og tóku fulltrúar þeirra m.a. þátt í hátíðarhöldunum á Þingvöllum sl. sunnu- dag. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þess- ari ræktarsemi Vestur- íslendinga við þeirra gamla föðurland og þeirri starfsemi, sem haldið er uppi á vegum Þjóðræknis- félags íslendinga í Vestur- heimi og hefur stuðlað að því að viðhalda sterkum tengslum milli íslands og afkomenda þeirra íslend- inga, sem fluttust vestur um haf á síðustu öld. Ótrú- legt er að kynnast því, hve margir Vestur-lslendingar hafa gott vald á íslenzkri tungu og það framtak þeirra, að halda úti ís- lenzku blaði í Kanada, Lög- bergi-Heimskringlu, er mjög mikilsvert og þýð- ingarmikið, að þeirri út- gáfustarfsemi verði haldið áfram. Á næsta ári efna Vestur- íslendingar til hátíðar- halda í tilefni af 100 ára landnámi íslendinga í Víði- nesi við Winnipegvatn og eigum við þá að sýna þess- um löndum okkar ekki minni ræktarsemi en þeir hafa sýnt okkur. GOÐSÖGUR OG SJÓNHVERFINGAR ÖÐAVERÐBÓLGA, öngþveiti, ringulreið, kjaraskerðing. Or- sökin: Getuleysi, stjórnleysi, ráðdeildarleysi. Með hæfilegri einföldun má segja, að þannig séu viðhorfin f efnahagsmálum lslendinga um þessar mundír. Það er haft eftir Willý Brandt, að lýðræðisskipulag Vestur- landa muni ekki standast ringulreiðina nema f svo sem 25 ár til viðbótar. Vmsir máls- metandi menn hafa tekið undir þessa tilgátu. Eflaust er hún fyrst og fremst bölsýni og frem- ur fjarstæðukennd en raunsæ. Hinu er þó ekki að leyna, að margvfsleg rök má færa að til- gátu sem þessari eins og nú standa sakir. Jafnvel Islending- um gæti verið hollt að leiða hugann að þvf, hvað gæti gerzt á þessu sviði. Verðbólgan hefur lengi reynzt erfiður Ijár f þúfu. Langt er sfðan tslendingar reyndu það f þessum efnum, sem fjölmörg vestræn iðnaðar- og velferðarrfki eru nú fyrst að súpa seyðið af. Framhjá þvf verður þó ekki litið, að verð- bólgan hefur vaxið meira f tfð fráfarandi vinstri stjórnar en nokkru sinni fyrr f sögu lands- ins. Þetta eitt útaf fyrir sig er ekki í frásögu færandi. Hver rfkisstjórn reynir jú að taka þeirri næstu á undan fram f einhverju efni! Hitt er at- hyglisvert, að verðbólguvöxtur- inn hefur f valdatfð vinstri afla náð sama marki og f þeim rfkj- um Vestur-Evrópu, sem lotið hafa einræðisstjórn allt fram til þessa. I fljótu bragði kann sam- hengið hér á milli að vera vand- fundið. En f tilefni af þvf, að fréttaskýrandi Þjóðviljans sagði þjóðinni f sjónvarp, að valdarán herforingjanna f Chile hefði verið sá atburður erfendis á sfðasta ári, er snerti íslendinga mest, er ekki úr vegi að bera saman efnahags- stefnu Allendes og vinstri afl- anna á Islandi. ! nýútkomnu tölublaði Eimreiðarinnar er birt grein eftir David Holden fréttastjóra The Sunday Times, þar sem skyggnzt er undir hufiðshjálm þeirrar goðsögu, er spunnin hefur verið upp um Allende og stjórnmálastefnu hans. Holden skýrir frá þvf á einfaldan og skýran hátt, hvernig sá grefur sér gröf, þótt öðrum grafi. Að vfsu er samlfk- ingin við Chile ónákvæm að þvf leyti, að verðbólguöngþveitið þar var orðið margfalt' á við þá ófreskju, sem við eigum við að glfma. Og eins og þess að gæta, að fæstum kemur til hugar, að ráðdeildarleysi valdhafanna hér fæði af sér vopnaða bylt- ingu. Eigi að sfður er Ijóst, að vinnubrögðin eru af sömu rót sprottin og efnahagslegar af- feiðingar þeirra áþekkar. Helden bendir f Ei mreiðar- greininni á tvfskinnunginn f háttum Alfendes, sem birtist f þeirri rökleysu að halda fram f senn byltingaráformunum og þingræðishyggjunni. Og ein- mitt af þessum sökum hafi hann neyðzt til þess að treysta f æ rfkari mæli á pólitfskar sjón- hverfingar. Hver þekkir svo ekki loddaraháttinn f sjónar- spili sósfalista og framsóknar- manna f valdastólunum hér undangengin þrjú ár? Munur- inn er e.t.v. sá, að f blámóðu fjarlægðarinnar hefur tekizt að mynda goðsögn um Allende, en Ölafur Jóhannesson stendur berskjaldaður frammi fyrir þjóð sinni. Vinstri flokkarnir hér voru í raun réttri of sundruþykkir til þess, að þeim tækizt að festa goðsöguna um sjálfa sig f sessi. Eitt dæmi af mý- mörgum: Við valdatökuna fyr- ir þremur árum var því fjálglega lýst, að hér væri komin stjórn hinna vinnandi stétta, félagshyggju, jafnaðar og bræðralags f stað auðhyggju og ójafnaðar, En þessi sjónleikur um félags- hyggju stjórn hinna vinnandi stétta hlaut svo það kátlegt skapdægur, að forseti þeirra, forseti hinna „snauðu," var rekinn úr sjálfri rfkisstjórn- inni. Þannig flctti innbyrðis sundurlyndi valdhafanna ofan af loddarahættinum. Enginn getur þó lokað augunum fyrir þvf, að hann var til staðar og það f rfkum mæli, ekki sfður en f herbúðum Alfendes. En það er ekki einvörðungu, að yfirdrepsskapur og sjónhverfingar vinstrí aflanna hafi átt sér erlendar fyrir- myndir. Allar aðgerðir f efna- hagsmálum hafa verið af svip- uðum toga spunnar. 1 grein sinni drepur Holden á mjólkurgjöf Alfendes. Goðsag- an greinir skilmerkilega frá þvf heiti, að sjá hverju barni fyrir hálfum Iftra mjólkur á dag. Frá hinu segir hún ekki, að þessu marki var náð með þvf að ákveða mjólkurverð svo lágt, að hver lftri kostaði á við átt- unda hfuta úr hænueggi. Af- leiðingin var sú, að land- búnaðarverkamenn flosnuðu upp og framfeiðslan dróst sam- an. Og Allende varð að kaupa I deiglunni þurrmjólk erlendis frá fyrir gjaldeyri, sem ekki var til. Við eigum raunar ekki hliðstæðu, er jafnist til fulls á við þennan sjónleik. En hér hafa vafdhaf- arnir tafið fólki trú um, að þeir hafi beitt sérstökum aðgerðum til þess að stemma stigu við verðbólgunni með þvf að Ieggja bann við þvf, að innlend fyrir- tæki f opinberri eign og einka- eign fengju að selja fram- leiðslu sfna og þjónustu f sam- ræmi við margföldun kostnað- ar. Reikningurinn er sfðan greiddur með erlendum lántök- um. Holden segir, að þessi efna- hagsstefna Alfendes hafi að lokum leitt til þess, að erlendar skuldir hrúguðust upp jafn- framt þvf sem greiðsluhalfinn á fjárlögum þandist út eins og vetnisblaðra. Eitthvað þessu Ifkt hefur einnig gerzt hér. Öða- verðbólga er svo eðlileg og rök- rétt afleiðing þessa glórulausa hugsunarháttar. Fleygu fyrir- heitin um umbætur og félags- hyggju eru aðeins orðin tóm, en það virðist þó nægja sumum. Húsnæðislánin eru til marks um þetta. Þegar vinstri stjórn- in tók við völdum áttu ungir húsbyggjendur kost á lánum, er námu allt að 60% byggingar- kostnaðar. Stjórn Félagshyggju og jafnaðar kom þessu hlutfalli niður f rúm 30%. I raun réttri er það áhyggju- efni, hversu margar hliðstæður má finna með efnahagsstjórn undanfarinna þriggja ára og þeirra sjónhverfinga, er feitt hafa til eins mesta efnahags- hruns, er um getur. Furðu gegnir, að kleift skuli að gera fslenzka útgáfu af þeim sjón- hverfingum, sem Holden lýsir f grein sinni. Og þvf kynlegra er þetta, þegar á það er litið, að forsætisráðherra virðist hafa gert sér grein fyrir þvf, að háttarlag af þessu tagi ætti heima f goðsögu, en ekki raun- verueikanum. ! ræðu á gamla- ársdag 1972 sagði hann: „Það væri að mfnum dómi mikil framför, ef menn slökuðu á hínum skefjalausu kröfum til samfélagsins, en færu þess í stað að gera meiri kröfur til sjálfra sfn. Það eru einföld sannindi, sem við verðum að lifa eftir, þegar til lengdar læt- ur, að við megum ekki eyða meira en við öflum. Við getum ekki skipt annarri köku en þeirri, sem okkar er. Nauðugir viljugir verðum við að snfða okkur stakk eftir vexti.“ Þrátt fyrir þessi spakiegu orð f áramótahugvekju til þjóðar- innar varð það hlutskipti Ólafs Jóhannessonar að bera ábyrgð á þvf glórulausa kviksyndi, er við sitjum nú f. Má vera, að þessi staðreynd bendi til þess, að meðreiðarsveinarnir, skoð- anabræður Allendes, hafi f raun réttri haft töglin og hagldirnar. Það ætti að hvetja til árvekni. En e.t.v. er það ein- mitt sjónleikir af þvf tagi, sem Holden gerir að umræðuefni f Eimreiðargreininni, sem skjóta stoðum undir tilgátur eins og þá, að lýðræðisskipulagið sé á fallandi fæti. -ÞP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.