Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974
DAGBÖK
1 dag er föstudagurinn 2. ágúst, 214. dagur ársins 1974.
Ardegisflóð f Reykjavfk er kl. 06.07, sfðdegisfióð kl. 18.25.
1 Reykjavfk er sólarupprás kl. 04.36, sólarlag kl. 22.30.
Sólarupprás á Akureyri er kl. 04.04, sóiarlag kl. 22.31.
(Heimild: tsiandsalmanakið).
Uppskeran er mikil, en verkamennirnir eru fáir; biðjið þvf herra uppskerunnar,
að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar.
(Mattheus, 9. 38).
ÁRNAD
MEiLLA
5. júlí gaf séra Jón A. Sigurðs-
son saman f hjónaband f Kirkju-
vogskirkju Elfnu Sigrfði Jóseps-
dóttur og Snæbjörn Guðbjörns-
son. Heimili þeirra verður að Ala-
fossvegi 14, Mosfellssveit.
(Ljósmyndast. Gunnars
Ingimarss.)
Margt er skemmtilegt að skoða á þróunarsýningunni, sem stendur í Laugar-
dalshöll þessa dagana. Þetta skipslíkan er í sjávarútvegsdeildinni og hjá því er
einn starfsmanns sýningarinnar.
| BRIDGE
Hér fer á eftir spil frá leik milli
Bandarfkjanna og Þýzkalands I
Olympfumóti fyrir nokkrum
árum.
Norður
S. A-K-9-3
H. 10-9-8-3
T. Á-K-8-6
L. 2
Vestur
S. G-4-2
H. 6-5
T. D-G-10-9-2
L. K-D-5
Austur
S. 10-7-6
H. A-K-4
T. 7
L. G-10-9-8-7-4
Suður
S. D-8-5
H. D-G-7-2
T. 5-4-3
L. A-6-5
Við annað borðið sátu banda-
rísku spilararnir N—S og þar
gegnu sagnir þannig:
s V N A
p P lt 21
D 31 41 P
4 h P P P
Með ágætum sögnum fundu
N—S beztu lokasögnina og spilið
vannst auðveldlega.
Við hitt borðið gengu sagnir
þannig:
S V N A
P P 2 s P
lg P 21 P
2 s P P 31
P P p
Hér eru sagnir frekar stirðar og
N—S hreinlega gefast upp þegar
austur segir 3 lauf. Spilið varð
einn niður, en bandarfska sveitin
græddi samtals 9 stig á spilinu.
13. júlí gaf séra Oskar J. Þor-
láksson saman í hjónaband í Dóm-
krikjunni Margréti Ástu
Gunnarsdóttur og Guðlaug
Sessilúus Helgason. Heimili
þeirra verður að Engihlíð 10,
Reykjavík.
(Ljósmyndast. Gunnars
Ingimarss.)
14. júlí gaf séra Ólafur Skúla-
son saman í hjónaband f Bústaða-
kirkju Sólveigu Óiafsdóttur og
Gunnai Má Sigurgeirsson.
Heimili þeirra verður að Stangar-
holti Reykjavík.
(Ljósmyndast. Gunnars
Ingimarss.)
r
Til Vestur-Islendinga
Winnipeg-hópurinn fer frá Um-
feróarmiðstöðinni á morgun,
iaugardag, kl. 9.30 fyrir hádegi,
eða frá Keflavfkurflugvelli ki.
10.30.
I khdssgáta I Pennayinir
Lárétt: 2. reykja 5. tímabil 7. sam-
hljóðar 8. skítur 10. 2 eins 11.
hrasi 13. tvfhljóði 14. hyski 15.
tala 16. sérhljóðar 17. skip
Lóðrétt: 1. ílátið 3. herpast saman
4. munar 6. blautur 7. poka 9.
klukka 12. sérhljóðar
Lausn á sfðustu krossgátu
Lárétt: 1. ausa 6. öln 8. ÖF 10.
ansa 12. kappinn 14. raup 15. ÆN
16. NU 17. metrar
Lóðrétt: 2. VÖ 3. slappur 4. anni 5.
vökrum 7. banna 9. fáa 11. snæ 13.
punt
Svfþjóð
Ingela Hagberg,
Hagen Hákantorp,
53400 Vara,
Sverige.
Hún er 15 ára og vill skrifast á
við 15—16 ára unglinga. Getur
skrifað á ensku, þýzku eða
sænsku.
Bandarfkin
Jim Phelps,
P.O. box 9003,
Mobile, Ala. 36609.
U.S.A.
Hann er fertugur kaupsýslu-
maður, sem óskar eftir bréfa-
skiptum við kvenfólk á aldrinum
25—35 ára.
Bretiand
Jaqui Richardson,
117 North Road,
Clayton,
Manchester 11,
England.
Hún er 22 ára leiklistarnemi,
sem óskar eftir bréfaskiptum við
fólk með svipuð áhugamál.
GENCISSKRÁNING
Nr. 14 1 - 1. ánóst 1974.
SkráC írá Kí ning K1. 12.00 Kaup Sala
i()/7 1974 \ lln n<l.* rik ja«lollar 96, 20 96. 60
1/8 - 1 Stcrlinj;spun«l 229. 0 5 230, 25 #
10/7 *"■ 1 Kanndadolla r 98, 30 98, 80
1 / H - 100 Danwk.ir krónur U>15, 95 1624,35 *
i 100 Norska r krónur 1781, 45 1790,65 #
51/7 - 100 Sannakar kronur 2196,25 2207,65
1/8 - 100 P'innsk mrtrk 2597, 95 26 1 1,45 #
- - ' 100 Frnnskir írankar 2055, io 2065,70 *
- - 100 IVclg. írankar 252, 75 254, 05 #
- - 100 Sviflsn. írankar 324 5, 1 0 3261,90 #
- - 100 G y 11 i n i 1083, 60 3682, (.0 *
■ - 100 V. - l>ý/.k mörk 37 33, 00 3752, J0 *
M/7 - 100 L/rur 14, 90 14, 98
1/8 - 100 Au fltu r r. Sch. 526, 30 529, 00 *
- - 100 Eflcudos 38 3, 60 385, 60 *
10/7 - 100 Peflctar loH,90 169, 80
1 '8 - 100 Yen 32, 1 1 32, 28 #
15/2 197 3 100 Reikningakrónur-
Vöruokiptalönd 99, 86 100,14
30/7 1974 1 Reikningsdollar-
Vöruflkiptalönd 96, 20 96, 60
* Breyting frá eíBuetu ekráningu.
| SÁ IMÆSTBESTI |
Sigga litla fór I ökuferð
með mömmu sinni, sem var
nýbúin að taka bílpróf.
— Jæja, hvernig gekk?
spurði pabbinn forvitinn,
þegar mæðgurnar voru
komnar heim.
— Þetta gekk nú aldeilis
vel, pabbi. Við hittum ekki
einn einasta bölvaðan asna
eða vitleysing, eins og við
mætum alltaf í umferðinni,
þegar þú ert með, sagði
Sigga.
Merkið kettina
Vegna þess hve alltaf er
mikið um að kettir tapist frá
heimilum sfnum, viljum við
enn einu sinni hvetja kattaeig-
endur til að merkja ketti sfna.
Arfðandi er, að einungis séu
notaðar sérstakar kattahálsói-
ar, sem eru þannig útbúnar, að
þær eiga ekki að geta verið
köttunum hættulegar. Við ól-
ina á svo að festa litla plötu
með ágröfnu heimilisfangi og
símanúmeri eigandans. Einnig
fást samanskrúfaðir plasthólk-
ar, sem f er miði með nauðsyn-
Iegum upplýsingum.
(Frá Sambandi dýraverndun-
arfélaga Islands).
Dregið í
happdrætti
Eftirfarandi fréttatilkynning
hefur Morgunblaðinu borizt:
Þann 15. júní fór fram útdrátt-
ur í happdrætti hestamannfélag-
anna Hornfirðings, Hornafirði, og
Freyfaxa, Fljótdalshéraði, vegna
sæluhússbyggingar f Víðidal á
Lónsöræfum.
Eftirtalin númer komu upp.
A miða nr. 581 kom Mallorka-
ferð með Utsýn fyrir tvo.
Nr. 442 kom Kaupmanna-
hafnarferð með Fl fyrir einn.
Nr. 4578 kom flugferð, Egils-
staðir—Reykjavík fram og til
baka með Fl.
Nr. 3509 kom flugferð, Horna-
fjörður—Reykjavík fram og til
baka með Fí.
Vinningshafar snúi sér til
Gunnars Egilssonar, Egilsstöðum
í síma 1190 eða 1207. (Birt án
ábyrgðar)
Ur frétt I Vísi 11. júlf.
Flugvöllurinn er ekki tilbúinn
ennþá. Hann er þakinn mold.
Flugvélin stendur nú utan flug-
vallarbrautar og fer væntanlega
ekki f loftið fyrr en flugvöllurinn
er alveg tilbúinn. Ætlunin er að
þetta verði grasvöllur.
— ÖH.
Þessi fallegi hundur er I óskilum hjá Hundavinafélaginu. — Fyrir
viku til 10 dögum var fyrst auglýst eftir eiganda hans. Til félagsins var
hundinum komið úr Garðahreppi. Komi þessi mynd fyrir augu eig-
enda hundsins eða þeirra, sem vita deili á honum, — vinsamiegast
hafið samband (sfma Hundavinafélagsins 33431 eða sfma 84189.