Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. AGUST 1974 19 „Stórkostleg- ur atburður” Framhald af bls. 11 þegar ýmis önnur þjóðlönd virð- ast vera að glata þeirri stjórn- málalegu festu, er þau hafa búið við um árabil, er engu lfkara en Finnland sé að öðlast hana. Auð- vitað eigum við enn við margvís- leg vandamál að glíma, sérstak- lega ásviði efnahagsmála. Veru- legur viðskiptahalli er við útlönd á síðasta ári og mikill verðbólgu vöxtur, sem mér skilst, að sé nú heldur ekki alveg óþekktur hér á landi. En fyrirsjáanlegt er, að við munum aftur verða að glfma við þessa vandamál með haustinu.“ Tarjanne sagði, að það væri ekki sízt olíukreppan, sem komið hefði illa niður á efnahag Finn- lands. „Sú staðreynd, að við eig- um engar olfulindir eða kolanám- ur og erum yfirleitt fátæk af öll- um hráefnum gerir okkur auðvit- að ekki lífið auðveldara á tímum olfukreppu. Ég er þó bjartsýnis- maður að eðlisfari og hef trú á, að málin þróist okkur f hag.“ Tarjanne er kjarneðlisfræðing- ur að mennt, var prófessor í þeirri grein við háskólann í Helsinki um tíma og þess vegna ekki óeðlilegt að spyrja hann um möguleika Finna á því að leysa orkuvanda- mál sln að einhverju leyti með kjarnorkuverum. „Jú vissulega,“ svarði hann. „Raunar hefur verið rætt um að reisa tvö kjarnorkuver í Finnlandi og nú í allri olíu- kreppunni harmar maður eigin- lega, að það mál skyldi ekki vera lengra á veg komið. En hver gat séð það fyrir? Auk þess eru mörg óleyst vandamál varðandi nýtingu kjarnorkunnar á þessu sviði, þá einkum umhverfisleg. Þetta eru þó ekki óleysanleg vandamál og ég fyrir mitt leyti er bjartsýnn á, að fundinn verði aðferð til að nýta kjarnorkuna sem orkugjafa, sem ekki er eins hættuleg. Mann- eskjan deyr ekki út vegna orku- skorts." Tarjanne var spurður að því, hvort ríkisstjórn hans gæti hugsanlega sprungið á þeim efna- hagsvanda, er nú steðjaði að. Hann svaraði því játandi. „Það er alltaf mögulegt, að upp geti komið slfkur ágreiningur um lausn vandans, að hann leiði til þess. Hins vegar er ég persónulega þeirrar skoðunar, að það leysi ekkert að kalla yfir sig stjórnar- kreppu og efna til nýrra kosn- inga. Nú, annað höfuðmál Finnlands um þessar mundir er á sviði utan- rfkismálanna. Þar á ég við öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem við berum mjög fyrir brjósti eins og allir vita. Við höfum vænzt þess, að lokaþáttur hennar yrði núna í júlf, en svo einfalt er það nú ekki, þegar öryggismál þjóða eru annars vegar. Núna ger- um við okkur vonir um, að þessi lokaþáttur ráðstefnunnar geti hafizt með haustinu og þá verði ekki alltof Iangt að bfða að ein- hverjar niðurstöður fáist,“ sagði Tarjanne. Hugheilar þakkir til allra, sem heiðruðu mig áttræðan, með heimsóknum, gjöfum og vinarkveðjum. Ykkur öllum bið ég blessunar Guðs, og farsældar starfi. Magnús Eiríksson, Skúfslæk. MflBGFflLIlflR Við lokum vegna sumarleyfa til 12. ágúst. HE/LDVERZLUN ANDRÉSAR GUÐNASONAR Klettagörðum J1 — 13 — sími 86388. Öskum að ráða prentara — pressumann og nemanda í prent- un. Einnig stúlku til aðstoðar. Offsetprent h.f., Smiðjustíg 11, sími 15145. Hrólfur Benediktsson. Silungs — laxveiði Njótið útiverunnar og fallegs umhverfis. í Meðalfellsvatni, Kjós, sem er örstutt frá Reykja- vík er ágæt silungs og laxveiði. Veiðileyfi eru seld á bænum Meðalfelli. ATHUGIÐ Sökum þess gífurlega filmumagns er oss hefur borist til framköllunar að undanförnu, og vegna ýmissa byrjuna örðugleika getum við ekki staðið við þær tímaáætlanir sem auglýstar voru. Biðjum við viðskiptavini velvirðinga á þessu og vonumst til að þjónusta okkar verði komin í eðlilegt horf í lok mánaðarins. Myndiðjan Ástþór hf., Suðurlandsbraut 20 sími 82733, Reykjavík. HHMpIK 74 Nýkomið! Nýkomið! Velourjakkar ★ Velour bolir ★ Blússur ★ Peysur ★ Gallabuxur ★ Kjólar Op/Ö til kl. 10 í kvöld Sendum gegn póstkröfu um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.