Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGÚST 1974 Minning: Jónína Schram I dag verður gerð útför Jónínu Schram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Jónína, eða Jonna eins og hún var að jafnaði nefnd meðal vina sinna, var fædd að Arnarnesi við Eyjafjörð 23. maí 1897, dóttir Jóns Antonssonar bónda þar og Guðlaugar Helgu Sveinsdóttur konu hans. Er Jonna var enn í æsku, fluttust foreldrar hennar til Hjalteyrar, þar sem þau gerð- ust frumbyggjar. Hóf Jón útgerð þaðan, jafnframt því sem hann stundaði skipasmíðar, og lagði þar með grundvöll að þeirri útgerðar- t Systir mln, GUÐNÝ EINARSDÓTTIR, andaðist 31. júli. Fyrir hönd vandamanna, Svala Einarsdóttir. stöð, sem Hjalteyri varð síðan um langt skeið. Ólst Jonna upp á Hjalteyri í stórum systkinahópi. Var hún yngst átta systkina, sem nú eru öll látin. Rúmiega tvítug að aldri helypti Jonna heimdraganum. Lá leið hennar fyrst til Kaupmannahafn- ar, þar sem hún dvaldist um eins árs skeið, en síðan til Akureyrar. Næstu árin vann hún ýmis störf þar, m.a. nokkur ár hjá Lands- síma Islands. Árið 1929 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Gunnari Schram, er var þá og lengi síðan símstjóri á Akureyri. Eignuðust þau tvö börn, Gunnar lögfræðing, fulltrúa í sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðun- um, og Margréti fóstru. Er börnin voru enn í bernsku varð Jonna fyrir þeirri þungbæru reynslu, að hún tók berklaveiki, sem á þeim árum var mjög mann- skæður sjúkdómur. Varð hún að yfirgefa börn sín og eiginmann til að heyja mjög tvísýna baráttu við hinn hvíta dauða. Um síðir sigraði lífið, en merki sjúkdómsins bar Jonna alla ævi, þó að hún léti sem minnst á þvf bera. + Útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, JÓNÍNU SCHRAM sem andaðist 27 júlí, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Gunnar Schram Gunnar G. Schram, Ellsa Schram, Margrét G. Schram, Helgi Hallgrfmsson, t Eiginkona min og fósturmóðir mín GEIRÞRÚÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Hrauntcigi 28, Reykjavlk, verður jarðsungin frá Útskálakirkju I Garði laugardaginn 3. ágúst 1974, kl. 2. Kristinn Einarsson, Geir R. Andersen. + Eiginmaður minn, bróðursonur, faðir, tengdafaðir og afi STEFÁN ÓLAFSSON Laufásvegi 61 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 3. ágúst, kl. 1 0.30 árdegis. Judith Júllusdóttir, Stefán Stefánsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Sonur minn og bróðir okkar GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON Erpsstöðum, Miðdölum, Dalasýslu, er lést 28. júli s.l. verður jarðsunginn að Kvennabrekkukirkju laugar- daginn 3 ágúst kl. 2 e h Ágúst Sigurjónsson og systur hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS VILHJÁLMSSONAR, Hátúni 35. Guðlaug Guðlaugsdóttir og fjölskylda. Þau Jonna og Gunnar bjuggu á Akureyri allt til ársins 1966, er Gunnar tók við starfi rítsíma- stjóra I Reykjavík. Fluttu þau þá að Stýrimannastíg 8 hér I bæ, en þar hafði verið æskuheimili Gunnars. Jónína andaðist að Vífilsstöðum laugardaginn 27. júlí s.l., eftir nokkurra vikna þunga og erfiða sjúkdómsíegu. Ég, er þessar línur rita, átti því láni að fagna að eiga Jonnu að tengdamóður. Þegar ég lít til baka yfir samferð okkar kemur margt í hugann, þó að fátt eitt af því verði rakið hér. Jonna Schram hafði til að bera sterkan persónuleika og lifandi áhuga á öllu þvl, sem skeði I kringum hana. Það gilti einu hvað var til umræðu, málefni fjölskyld- unnar, atburðir hverdagsllfsins, stjórnmál eða menningarmál hvers konar. Hún hafði þróttmik- inn og vakandi áhuga á öllum sviðum mannlífsins, á lífinu sjálfu. Hún hafði gjarnan ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefn- um, en laus við þröngsýni og var opin fyrir skoðunum annarra, þó að andstæðar væru hennar eigin skoðunum. Var jafnan fróðlegt og skemmtilegt að ræða við hana. Hafði hún og mikla ánægju af að hafa fólk I kringum sig, og þá ekki sízt ungt fólk. Var oft gest- kvæmt á heimilinu og aldrei naut Jonna sín betur en I glöðum hópi góðra vina. Meðan Jonna og Gunnar bjuggu á Akureyri, var það fyrirheitna landið I augum barnabarna þeirra að fá að dvelja hjá ömmu og afa. Endurminningar frá dvöl sumars- ins voru rifjaðar upp og ræddar langt fram á vetur, og um leið og sól fór að hækka á lofti var farið að ráðgera nýja ferð. Hin síðari ár hefur þurft um styttri veg að fara til að heimsækja ömmu, og hefur það verið óspart notað. Eiginmanni sínum var Jonna frábærlega traustur og ástríkur lífsförunautur, og er hans missir mikill, er nú skilja leiðir um sinn. Börnum slnum var hún góð móðir F. 16. sept. 1910 D. 26. júll 1974. Lítið á blómin, er skrúðfögrum litklæðum skarta, skfnandi brosa þau framan I sólina bjarta, brosa svo blltt, biðja ekki sffellt um nýtt, blómstrin þau kunna ekki að kvarta. Lífið gaf og Iífið tók. Fyrir tíu árum gaf það mér Ársæl að tengdaföður. Að leiðar- lokum langar mig ti! að kveðja hann með nokkrum orðum. Aðeins örfá fátækleg orð sem hinztu kveðju, en þau megna ekki að tjá allt það sem sækir á huga minn nú. Ársæll var I mínum augum ein- stakur maður, sem ótrúlegt væri annað en öllum, sem honum kynntust, geðjaðist að og þætti vænt um. Hann var dugnaðarmað- ur mikill I starfi, en kraftar hans voru ekki lengur þeir sömu I seinni tlð, en hann hafði á yngri árum sínum verið þekktur að líkamshreysti og eljusemi. Hann var heimilismaður fyrst og fremst, ástkær eiginmaóur konu sinni og hann gaf sig allan óskiptan börnum sínum, stjúp- börnum/tengdabörnum og barna- börnum. og sem tengdamóðir sllk, að ég hefði ekki getað hugsað mér hana betri, og er það vitnisburður fimmtán ára reynslu. Þetta sumar hefur verið óvenjugjöfult á fallega góðviðris- daga. Síðasti dagur Jonnu meðal okkar hér var þó einn hinn allra fegursti. í Iífi sínu gerði hún flesta daga góða, og þvl verður söknuður ástvina hennar þeim mun sárari. Þann söknuð fær tím- inn einn læknað og minningin um góða konu og ástrlka eiginkonu. Helgi Hallgrfmsson. Á meðan heimili okkar var nær honum, leið varla sá dagur, að hann kæmi ekki við, og ósjálfrátt var farið að bíða, um það leyti, er von gæti verið á honum. Hann færði alltaf hlýju og birtu með sér, átti svo auðvelt með að gera að gamni sínu og var oft einstak- lega orðheppinn og gagnorður. Hann fór varlega með til- finningar sínar og bar þær ekki á torg. Hann hafði lifað tímana tvenna og minnist ég þess, hve honum var tamt að vitna I og segja frá atvikum úr lífi og starfi, sem hann gæddi þá gjarnan gáska, en hann hafði ágætis kímnigáfu, sem var honum töm. Fráfall hans skilur nú eftir stórt ófyllt skarð á meðal okkar og hans er sárt saknað. Ég vil þakka honum fyrir alla manngæzku hans og hlýju, sem hann auðsýndi mér og þá sérstöku umhyggju og ást, sem hann sýndi syni mínum Hlyni Þór, yngsta barnabarninu slnu, sem kveður hann afa nú I hinzta sinn, eftir þann stutta, en fallega tíma, sem þeir fengu að eiga saman. Mln heita ósk var sú, að hann fengi að vera hjá okkur svo lengi, að Hlyn- ur fengi að kynnast honum, þess- um sérstaka afa, svo lengi, að hann ætti minninguna um hann að veganesti, en nú er hann horf- inn okkur og ég geymi minning- una um afa fyrir hann til seinni tíma. Arsæll hafði ekki gengið heill til skógar um nokkurra ára skeið, líklega mun lengur en nokkurt okkar vissi um. Hann mun hafa vitað, að hverju dró, en fráfall hans kom snögglega, þótt við gengjum þess ekki dulin, að svo gæti farið fyrr en varði. Engan hefði grunað, sem sá hann daginn áður með gamanyrði og bros á vör, að næsta morgun yrði hann allur. Við erum mörg börnin hans, eins og hann var vanur að kalla okkur, sem syrgjum hann nú, en nú hefur hann fengið að sofna svefninum langa og við biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. Ég mun minnast hans sem eins af því bezta sem mér hefur verið gefið. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar, + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar og fósturföður mlns, ÞORKELS ÓLAFSSONAR frá Stlghúsi, Eyrarbakka. Ólaffa Ólafsdóttir, Sigrfður Ólafsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Elfsabet Lárusdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa KRISTJÁNS G. VALDIMARSSONAR, Silfurgötu 9 a, ísafirði. Ingibjörg M. Kristjánsdóttir, Halldór Þorgrímsson, Guðrún J. Kristjánsdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Friðþjófur Kristjánsson, Kristfn Jósepsdóttir, og barnabörn. + Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu, við fráfall og jarðarför TÓMASAR Í.TÓMASSONAR, rafvirkja, Hæðargarði 8. Sérstakar þakkir sendum við öllum samstarfsmönnum hans á Keflavík- urflugvelli fyrir ómetanlega hjálp. Þorbjörg Ottósdóttir, Marfa Þorsteinsdóttir, Marfa Tómasdóttir, Þórunn Þorsteinsdóttir, Þorsteinn J. Tómasson, Gyða Tómasdóttir, Guðmundur O. Tómasson, Ingólfur Hannesson, Guðjón T. Ottósson og fjölskylda Hafdis Þórólfsdóttir og fjölskylda. Minning: Arsœll Valdimar Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.