Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGtJST 1974 3 „Bátamir þeystust fram af ölchmum og riðu á brotunum” Rabbað við tvo íslenzku sæfarana um borð í Erni og Hrafni örn siglir fyrir þöndum seglum fram hjá Garðskaga inn til Keflavíkur. Það er lygn sjðr þarna miðað við 4—5 m háar öldur og 9 vindstig. Ljósmynd Mbl. árnijohnsen. ÞEGAR sæfararnir á norsk-fs lenzku víkingaskipunum komu til Keflavfkur f fyrrakvöld, hittum við tvo tslendingana um borð að máli og röbbuðum við þá um gang ferðarinnar. Skip- verjar á Erni og Hrafni voru 8 á hvorum bát, en einn skipverja á Hrafni var 18 ára stúlka frá Osló, Bodil Birkiland að nafni, prestsdóttir. Báðir skipstjór- arnir á skipunum eru norskir, en um borð gengu þeir undir nafninu „höfðingi" að gömlum sið. lslendingarnir á vfkingaskip- unum eru Kjartan Mogesen, Stefán Sigtryggsson, Haraldur Asgeirsson og Hilmar J. Hauks- son. Við röbbuðum við þá Stefán og Hilmar. Stefán er 22 ára gamall Akureyringur og Hilm- ar er 24 ára Reykvfkingur. Blm: Hvenær fóruð þið út? Stefán: Við fórum ut 1. júlf og sigldum skipunum fyrst frá Afjord 7. júlí suður eftir til Fjalar, en við lögðum upp skammt frá þeim bæ, sem Ing- ólfur Arnarson bjó á og örn faðir hans er einmitt grafinn þar. Þarna höfðum við tvo daga til að græja bátana, en af stað út á hafið lögðum við kl. 8 19. júlí. Hilmar: Stundvíslega. Og við fengum ágætan byr út fjörðinn, en helvítis brælu strax utan fjarðar. Stefán: örugglega 8—9 vind- stig. Hilmar: Það var sfðan krusað upp og niður meðfram strönd- inni vegna óhagstæðs byrs. Stefán: Vest-suðvestanáttin var erfiðasta áttin og vegna hennar urðum við að rása með- fram ströndinni þarna til að reyna að fá byr. Hilmar: Bátarnir hafa einn talsverðan galla, en það er, að þeir geta ekki siglt mikið upp í vind. Það er hægt að halda 30 gráður upp í vindinn í sæmi- legu, en í mikilli öldu minnkar möguleikinn. Stefán: En svo fór þetta nú að breytast, þegar hann fór f suðr- ið. Við fengum ffnan sunnan- byr í tvo daga og þá gátum við siglt norður á 64. gráðu fyrir norðan Færeyjar, en vegna þess hve okkur bar horðarlega f sunnanáttinni hættum við við að koma við í Færeyjum. Hilmar: Norðan Færeyja lentum við í dúnalogni í heilan dag og þá var ekkert annað að gera en taka þessu létt. Það var trítlað upp á þak, spilað, sungið og drukkið öl og grillaður mat- ur í rólegheitunum. Stefán: Það var tilbreyting frá kartöflustöppunni, sem sumir héldu mest upp á, en það var fullur pottur af kartöflum með svínakjötsbitum út í, nokkrum bitum. I logninu voru bátarnir bundnir saman og bara látið reka. Þetta var mikill fjördagur. Hilmar: Yfirleitt var mikið f jör um borð í bátunum. Stefán: Sungið og trallað. Hilmar: Menn gerðu mikið grín, þetta voru allt hressir ná- ungar. Svo fór hann f norðrið og norðaustrið og þá var stund- um rásað lengi án þess að kom- ast langt. Siglt út og suður og ekkert gekk. Þegar við vorum á 200 mílna mörkunum, tókum við rána niður á Hrafni, felld- um segl og hffðum upp íslenzk flögg. Svo eyðilagðist masturs- blökkin á Hrafni og við urðum að taka niður mastrið, en það kom sér vel, að við höfðum einn um borð, sem hefur komizt f aðeins 300 m hæð frá tindi Himalaiafjalla. Hann fór létt með 12 metrana upp í mastrið þrátt fyrir ölduna. Stefán: Ég var á Erni. Hilmar: Og ég á Hrafni. Hrafninn flýgur um aftaninn. Hann gekk betur, var betur hlaðinn og svo fengum við hel- víti góðan byr undan Stokks- nesi, púrabyr og þá voru oft mikil átök að halda um stýris- völinn. Á þessum kafla leiðar- innar fórum við um 150 mílur með allt að 15 mílna ferð á klukkustund. Það var mikið púl að stýra þessu, þetta var stór- hættulegur andskoti, en það var stórkostlegt. Blm: Hvar sáuð þið fyrst land? Stefán: Landið, sem við á Erni sáum fyrst, var Dyrhólaey, kl. 4.10 að morgni 25. júlí. Hilmar: Við sáum Mýrdals- jökul fyrst, en á því svæði hrakti okkur fram og til baka vegna breytilegrar vindáttar undan jöklinum. Svo lentum við f logni i tvo daga og þá var væflast fram og til baka þar til blés. Stefán: Það blés af öllum átt um undan Eyjafjallajökli, er svo komst Hrafn út úr þessu belti og komst i norðanátt fyrii vestan Elliðaey. Þá vorum vié miklu austar að reyna að róa út úr logninu, en það gekk hægt og þar sem við vorum orðnir mjög seinir miðað við þennan þrönga tíma, sem ferðinni var settur vegna hátíðarhaldanna í Reykjavík, var ákveðið að fá spotta hjá mótorbátnum Þor- birni II. úr Grindavfk og hann dró okkur góðan spöl. Blm: Var ekki þröngt um borð? Hilmar: Þröngt mega sáttir sitja og sofa. Stefán: Það var skipt á köfl- um til þess að við gætum stund- um haft lappirnar beinar. Hilmar: Það gátu 3 sofið f einu aftur í og fjórir kúldrast. Stefán: Maður vaknaði á klukkustundar fresti og þeir, sem sváfu frammi við dyr, fengu stöðuga vökvun. Hilmar: En þetta eru aldeilis frábær sjóskip. Stefán: Það er örugt og þessi hraði, sem náðist, þegar beztur var byr, er með ólikindum mik- ill. Bátarnir eru 12,15 m langir og þessum hraða, sem við náð- um, nær maður ekki úr neinum nýtízkubátum af þessari stærð. Blm: Hver var aðalfæðan? Hilmar: Maturinn? Við höfð- um harðfisk. Stefán: Þetta er i fyrsta skipti, sem ég hef etið soðinn hertan fisk, en hann smakkað- ist bara vel i mauki. Hilmar: Svo var það þurrkað kjöt, saltað og reykt. Feiknastór flatbrauð, skraufaþurr; brauð, tvíbökur, súrmjólk, sem var al- bezt, súpur; vatn og kaffi. Stefán: Það var kokkað til skiptis og vaskað upp. Blm: Hvað vantar helzl? Hilmar: Það vantaði helzt meiri bjór. Stefán: Ég hefði þegið betri vind. Hilmar: Þessir giftu söknuðu mest eiginkvenna sinna, en maður hafði nú symbólskan kvenmann um borð. Annars saknaði ég mest harmonikk- unnar minnar; þó vantaði ekki mússikina ég hafði gítarinn með og bjó bara til lög og vísur um ferðina. 13 vísur liggja og ný lög við margar þeirra. Blm. Hvernig vai aó vera um borð í sjóum? Hilmar: 1 versta veðrinu skoppaði maður eins og kork- tappi, maður þarf að venjast því, en ég tel, að menn hafi staðið sig bara anzi vel. Stefán: Það var alltaf mjög gott samkomulag um borð, en ef eitthvað var ekki á hreinu, réði höfðinginn að sjálfsögðu án þess að nokkur segði orð. Hilmar: Já, samkomulagið var sko það alfínasta. Allur sá dúr var frábær og við nutum frábærrar gestrisni bæði í Nor- egi og svo, þegar við komum hingað til landsins. Blm: Hvað er eftirminnileg- ast? Hilmar: Það er svo margt eft- irminnilegt. Stefán: 15 mflna hraði undan 4—5 metra hárri öldu. Hilmar: Já, það var það stór- kostlegasta. Stefán: Bátarnir þeystust fram af öldunum og riðu á brot- unum, en síðan hurfu þeir í dalina á milli. Ruddust síðan aftur upp ölduna fram af henni og allt kögraðist i hvítu löðri. Þetta var hörkudans. — á.j. Áhafnir beggja teinæringana um borð í öðrum þeirra í Keflavík. Norska stúlkan Bodil, sem fslenzku strákarnir sögðu að væri hörku sjómaður. Hilmar, Stefán og Kjartan um borð. Á myndina vantar f jórða tslendinginn, Harald Ásgeirsson. örn og Hrafn komnir til hafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.