Morgunblaðið - 02.08.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 02.08.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974 15 Líklega kosið í Bret- landi 3. október nk. Wilson vandi á höndum Harold Wilson teflir á tvær hætt- ur með að boða til kosninga. flokksins, hafa lýst sig andviga svo róttækum ráðstöfunum. En nú er sumarfundi þingsins lokið og flest bendir til, að það muni ekki koma saman fyrr en í október og þá væntanlega að af- stöðnum nýjum kosningum. Það má búast við því, að hin pólitíska staða hafi breytzt og Wilson lagt fram frumvörp um ráðstafanir, sem ekki verða eins róttæk og þau tvö, sem hér hefur verið fjallað um. Það eru nefnilega ekki allir stuðningsmenn Verkamanna- flokksins eins hrifnir af þjóðnýt- ingastefnunni og ýmsir háttsettir flokksleiðtogar, þar á meðal ráð- herrar, sem hafa gagnrýnt stefnu Healeys og Anthony Wedgewood Benns í iðnaðarmálum. Wilson á því nokkur erfið verkefni fyrir höndum. Hann verður að halda flokksmönnum saman á sama tíma og hann biðlar til kjósenda með ýmsum ráðstöfunum eða lof- orðum um ráðstafanir. Arangur- inn liggur væntanlega fyrir eftir 3. október. London 1. ágúst NTB. Stjórnmálafréttaritarar f Lundúnum telja nú nær víst, að kosningar verði haldnar f Bretlandi 3. októ- ber nk. Gert er ráð fyrir, að Wilson forsætisráðherra tilkynni um kosningadag- inn í byrjun september, en minnsti frestur til að boða til kosninga er 3 vikur. Fréttaritararnir telja, að Wil- son tefli nokkuð á tvær hættur með því að leggja út í kosningar, en leiðtogar Verkamannaflokks- ins eru sagðir þeirrar skoðunar, að brezkir kjósendur séu óánægð- ir með úrslit kosninganna 28. febrúar sl., sem leiddu til þess, að Wilson varð að mynda fyrstu minnihlutastjórnina, sem setið hefur í Bretlandi á sl. 40 árum. Telja leiðtogarnir líkur á þvf, að kjósendur veiti Verkamanna- flokknum nægilegan stuðníng til myndunar meirihlutastjórnar. Það varð ljóst, að Wilson hygð- ist boða til kosninga í náinni framtíð, er stjórn hans lagði fram tvö frumvörp í þinginu, mjög um- deild, sem stjórnmálafréttaritar- ar telja upphafið að kosningabar- áttu. Fyrra frumvarpið var um breytingar á fjárlögum, þar sem gert er ráð fyrir að virðisauka- skattur lækki úr 10% í 8%. Þettá myndi kosta ríkið um 700 milljón- ir sterlingspunda á ársgrundvelli, en veita neytendum meiri kaup- getu og þar með tryggja Verka- mannaflokknum aukið fylgi. Ihaldsmenn hafa gagnrýnt þetta frumvarp harðlega og segja, að ríkið hafi engin efni á því að missa þessar tekjur á sama tíma og Healey fjármálaráðherra taki hvert stórlánið á fætur öðru hjá erlendum lánastofnunum. Brezk blöð hafa hvað eftir annað skrifað í ritstjórnargreinum, að Bretlandi riði á barmi gjaldþrots og það sé þvi ábyrgðarleysi að ætla sér að svipta ríkið svo stórum tekju- stofni á erfiðleikatímum. Seinni liðurinn f undirbúningi kosningabaráttunnar var svo frumvarp ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta stærstu skipasmfða- stöðvarnar og stærstu skipavið- gerðarstöðvarnar. Það var lagt fyrir þingið í gær. Tilgangurinn með þessu frumvarpi er greini- lega að þóknast stuðningsmönn- um flokksins á vinstri væng. Það er á stefnuskrá Verkamanna- flokksins að auka þátttöku rikis- ins í mikilvægustu iðngreinum landsins, en Wilson hefur lítið gert í þeim málum frá því að hann tók við völdum í kjölfar kosning- anna f febrúar. Enginn möguleiki er á, að slík þjóðnýtingaráform nái fram að ganga í þinginu í dag. Skozkir og velskir þjóðernissinn- ar ásamt írskum mótmælendum, sem ráða úrslitum í atkvæða- greiðslu í þinginu ásamt meiri- hluta þingmanna frjálslynda Nýsmfðaður skuttogari frá brezku skipasmfðastöð- inni Brooke Marine Itd f Lowestoft I Suffolk. — Vítaspyrna Framhald af bls. 31 meður Selfossliðsins, varð að bregða honum til þess að stöðva hann. Steinar tók spyrnuna sjálf- ur og jafnvel í henni gætti ekki mikillar vandvirkni. Mark varð þó úr, enda markvörður Selfyss- inga úr jafnvægi, er skotið kom á markið. G1 asgow-London tvisvar í viku Selfyssingar sneru svo vörn f sókn, er líða tók á leikinn og séð varð að þeir myndu ekki fá á sig neina markasúpu frá Keflvíking- unum. Náðu þeir nokkrum sinn- um sæmilegum færum, en tókst ekki að skora. Nú er það stóra spurningin, hvort verið geti að f jarvera Guðna Kjartanssonar hafi svo gífurleg áhrif á Keflavíkurliðið, að það sé nánast eins og skuggi af sjálfu sér, þegar hann er ekki með. Sé svo þurfa Keflvíkingar heldur betur að hugsa sfn mál — enginn leikmaður má vera ómissandi, hversu góður sem hann er, og það er ótvírætt veikleikamerki ef lið stendur og fellur með einum manni. En víst er: Leiki Keflvík- ingar ekki betur en þeir gerðu á Selfossi, og það miklu betur, eiga þeir enga von um að komast í gegnum næstu umferð bikar- keppninnar. British Airways flýgur nú bæöi á miðvikudögum og sunnudögum frá Keflavik til Glasgow og London - og áfram til yfir 200 staöa í 88 löndum. Brottfarartimi kl. 16.05 frá Keflavík, kl. 11.35 frá London. Flogiö meö hinum þægilegu Trident 2 þotum í samvinnu viö Flugfélag íslands og Loftleiöir. British airways Now worldwide you 11 be in good hands ÁVALUR “BANI” „BANA“ BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRISTÖÐUGLEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitiö yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yður fleiri kosti fyrir sama verð. ------------v-------------- Sölustaðir: Reykjavík: Hekla h.f., Laugaveg 1 70—1 72 Hjólbarðaverkstaeði Sigurjóns Gíslasonar, Laugaveg 171. Keflavík: Gúmmiviðgerðin, Hafnargötu 89. Hveragerði: Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/Þelamörk. Akranes: Hjólbarðaviðgerðin h.f., Suður- götu 41. Akureyri: Hjólbarðaverkstæði Arthurs Benediktssonar, Hafnarstræti 7. Baugur h.f., bifreiðaverkstæði Norðurgötu 62. Stykkishólmur: Bilaver h.f. v/Ásklif. Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan, Strandgötu 54. Vestmannaeyjar: Hjólbarðavinnustofan, Strand- vegi 95. Dalvik: Bilaverkstæði Dalvikur, Kirkjubæjarklaustur Steinþór Jóhannesson. Hornafjörður Jón Ágústsson, Söluskála B.P. Reyðarfjörður Bilaverkstæðið Lykill. Egilsstaðir Þráinn Jónsson, Vegaveitingar við Lagarfljótsbrú. Ólafsfjörður Bilaverkstæðið Múlatindur. Húnavatnssýsla Vélaverkstæðið Viðir, Viðidal. ísafjörður Vélsmiðjan Þör h.f. Sauðárkrókur Vélsmiðjan Logi s.f. Siglufjörður Vélaverkstæðið Neisti, Eyrargótu HEKLAh Laugaveg. 170—172 — S.n. 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.