Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974 - 4 13 Sigurbjörn Kristjáns- son sjómaður 75 ára Snemma kynntist hann sjónum, og marga erfiða ferð hefir hann þar farið, þótti liðtækur og æðru- laus. Oft hefir þurft að taka rösk- lega til hendinni þvf að ekki er gefið eftir af náttúruöflunum. Minnisstæður verður honum jafn- an 29. janúar 1924. Þann dag var hann á m.b. Baldri frá Stykkis- hólmi og lenti f mannskaðaveðri. Þeir björguðust. Og það hefi ég heyrt þá, sem komust af, segja, að Sigurbjörn hefði átt sinn þátt og vel það í, að björgun tókst. For- maður á bátnum þá var Sigurgeir Björnsson. A þessum degi fórst Bliki með hinum dugmikla skip- stjóra Sigvalda Valentínussyni og skipshöfn hans. Sigurbjörn er fæddur að Eiði í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Hildur Helgadóttir og Kristján Ólafsson. Snemma fór Sigurbjörn að vinna á sjónum og nú telst honum til, að þau séu senn að verða 60 árin, sem hann hefir stundað sjómennsku. Hann var heiðraður fyrir nokkrum árum á sjómannadaginn fyrir farsæl störf að sjómennsku. Hann byrjaði á árabátum 13 ára. Síðar fór hann á skútur, fyrst á útvegi Ólafs Jóhannessonar, Patreksfirði, síðar var hann á skipum frá Bfldudal og víðar. Til Stykkishólms flyzt hann 1922 og þar hefir heimili hans verið sfðan. Hann kvæntist 1928 Soffíu Páls- dóttur, Guðmundssonar frá Höskuldsey og hafa þau átt 9 börn. Enn er hann svo tengdur sjón- um, að honum finnst, að þar hljóti hann að eyða sínum seinustu kröftum. Hann hefir litla Iöngun til starfa f landi og þótt oft hafi verið mjótt á munum lífs og dauða, þá er það nú svo, að sjór- inn hefir sitt aðdráttarafl og heilf- ar margan vaskan drenginn. Sigurbjörn er einn þeirra. Hann á margar minningar frá sjóferðum sínum. Þær eru honum kærar. Hann þekkir lífið frá mörgum hliðum og veit um gildi þess. í dag hugsa vinir hans hlýtt til hans og óska honum allrar bless- unar í framtíðinni. Ég sendi þeim hjónum og skylduliði mfnar ein- lægustu afmælisóskir. Arni Helgason Nýtt kaupfélags- útibu við Ásbyrgi Skinnastað, Axarfirði, 25. júlf I dag opnar Kaupfélág Norður- Þingeyinga nýtt útibú við Ásbyrgi f Kelduhverfi. Verður þarna verzlun og bensínsala og auk þess veitingastofa. Fyrst og fremst verður þarna verzlað með mat- vöru og aðrar nauðsynjar fyrir sveitirnar í kring, en þó er verzl- unin mjög svo sniðin eftir þörfum ferðabólks, en þvf fer fjölgandi að sumarlagi. I veitingastofunni er m.a. selt kaffi og smáréttir. Samtfmis verður lagt niður hið gamla útibú KNÞ í Keldunesi og lætur verzlunarstjórinn þar, Sig- tryggur Jónsson, af störfum fyrir aldurs sakir eftir langt og vel unnið starf. Hann var annálað lipurmenni. Smfði nýja hússins við Asbyrgi hófst á sl. sumri og hafa margir sérfræðingar og iðnaðarmenn lagt hönd á plóginn við að koma því upp. Arkitekt var Hákon Hertervig, en innanhússarkitekt Kjartan Kjartansson. Byggingar- meistari var Stefán Óskarsson, en yfirsmiður við innréttingar Marinó Eggertsson. Allt er eftir nýjustu tfzku, vel fyrir komið og snyrtilegt. Utibússtjóri verður Sigurgeir Isaksson, bóndi f Ásbyrgi. — Sigurvin mRRGFRLORR mÖGULEIKR VÐRR Sjónarvotta vantar Rannsóknarlögreglan lýsir eftir sjónarvottum að eftirfarandi um- ferðaróhöppum: 24. júlí á milli kl. 8.30 og 17 var ekið á appelsfnurauðan Volkswagen, R-33939, sem stóð á stæði við Smiðjustfg norðan Hverfisgötu. 27. júlí milli kl. 15 og 17 var ekið á appelsfnugulan sendibíl með skúffu af Volkswagengerð, R-39995, sem stóð á Snorrabraut milli Grettisgötu og Laugarvegar. 28. júlí á tfmabilinu milli kl. 8 og 20.30 var ekið á bláa Cortinu, R-25386, í Tjarnargötu á milli húss Hjálpræðishersins og Happ- drættis Háskóla Islands. Einhvern tfma frá kvöldi 28. júlf til morguns 29. var ekið á Ford Taunus bíl, R-38937, sem stóð á stæði við iðnaðarmanna- húsið við Hallveigarstíg. 31. júlí milli kl. 12.30 og 13 var ekið á rauða Toyotu Coronu, G- 1168, sem stóð gegnt Skúlagötu 76. Talið er, að stór amerísk bif- reið hafi ekið þar á. 29. júlf varð árekstur á mótum Laugavegar og Kringlumýrar- brautar milli jeppa og leigubif- reiðar. Rannsóknarlögreglan biður alla þá, sem borið geta vitni vegna þessara atburða, að gefa sig fram. ÞRÓLHM OPIN DAGLEGA KL 14.00—22.00 í KVÖLD B*7a-iSTTa KL. 9.oo BTa-'isrra BJARTUR í SUMARHÚSUM HEIMSÆKIÐ SÉRA GUÐMUND. LEIKÞÁTTUR ÚR SJÁLFSTÆÐU FÓLKI FLUTTUR AF RÓBERT ARNFINNSSYNI OG VALI GÍSLASYNI TÍZKUSÝNING KL. 9.30 Á VEGUM ÁLAFOSS DAGLEGA NÝJAR ÍSLENZKAR KVIKMYNDIR KL. 4.00 og 8.00 Reykjavíkurdeild: Kynnisferðir um Reykjavík hefjast dagleg kl. 2.45 frá Gimli v/Lækjargötu og Laugardals- höll kl. 3.00. Sætapantanir í síma 28025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.