Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974
— Kleppur
Framhald af bls. 32
sem víða eru ekki leystar. Við
ætlum að reyna að hafa göngu-
deildina opna, en þangað koma
þeir til meðferðar, sem hafa verið
útskrifaðir. Þetta er svo alvarlegt
ástand hjá okkur, að það mætti
líkja þvf við Vestmannaeyjagos",
sagði Jakob.
Þá hafði Mbl. enn fremur sam-
band við Magnús Kjartansson
heilbrigðisráðherra. Hann vildi
taka það skýrt fram, að hans ráðu-
neyti væri ekki aðili að launadeil-
unni við gæzlumennina, það væri
fjármálaráðuneytið. Hins vegar
væri Kleppsspítalinn skjólstæð-
ingur sfns ráðuneytis, og því hefði
hann kallað fulltrúa ' gæzlu-
mannanna á sinn fund og boðizt
til að reyna að finna láuSn á þessu
máli, ef gæzlumennirnir vildu
fresta aðgerðum.
Að síðustu hafði Mbl. saihband
við Sigurjón Helgason, talsmann
gæzlumannanna. Hann sagði, að
rúmlega 20 gæzlumenn hefðu
mætt til fundar f gær, þar sem
ákvörðun var tekin um að gera
f jármálaráðuneytinu tilboð. Varð-
ist Sigurjón allra frétta um efni
tilboðsins.
Þess skal getið að lokum, að
heilbrigðisráðuneytið ákvað í
fyrradag, að notfæra sér ákvæði í
lögum um réttindi og skyldur op-
inberra starfsmanna og fram-
lengja uppsagnarfrest fastráð-
inna starfsmanna um þrjá mánuði
og lausráðinna um þann tima,
sem þeir voru ráðnir, þegar þeir
hófu starf. Þessa ákvörðun höfðu
gæzlumennirnir að engu og gengu
frá vinnu klukkan 12 í fyr'rinótt.
— Grikkland
Framhald af bls. 1
úttekt úr bönkum, sem fyrirskip-
uð var, er styrjöld við Tyrki virt-
ist yfirvofandi. Stjórnmálafrétta-
ritarar segja, að ástandið í Grikk-
landi sé nú óðum að komast í
eðlilegt horf, eins og það var fyfir
byltinguna 1967.
r
— Alyktun
Framhald af bls. 2
kjarasamningum nema með sam-
þykki þeirra heildarsamtaka
vinnumarkaðarins, sem á þeim
bera ábyrgð.
3. Að verkalýðssamtökunum
beri nú að berjast af alefli gegn
öllum hugsanlegum tilraunum
stjórnvalda og atvinnurekenda til
að skerða laun eða kjör láglauna-
fólks til lengri eða skemmri tíma.
4. Að ástand húsnæðismála
krefjist nú sérstakra aðgerða til
kjarajöfnunar. Að þar komi sterk-
lega til álita, að húsnæðiskostn-
aður láglaunafólks verði léttur
með skattalagabreytingum og
með því að komið verði á kerfi
húsnæðisbóta til þeirra, sem
greiða óhæfilega mikinn hluta
launa sinna í húsaleigu eða af-
borganir og vexti af húsnæðis-
iánum.
Þá telur miðstjórn nauðsynlegt,
að sett verði í samráði við verka-
Iýðssamtökin ný heildarlöggjöf
um félagslegar íbúðarbyggingar í
samræmi víð yfirlýsingar frá-
farandi rfkisstjórnar um hús-
næðismál, er gefin var í sambandi
við kjarasamningana í febrúar sl.
5. Að miðstjórnin er þeirrar
skoðunar, að nú sé brýn nauðsyn
á að afnema hin vélrænu tengsl
búvöruverðs og kaupbreytinga
láglaunafólks.
6. Að miðstjórnin telur, að við
ríkjandi'aðstæður hnfgi sterk rök
að því, að áhrif verkalýðssamtak-
anna á meðferð efnahagsmála
verði efld með því m.a. að þau fái
aðild að stjórn Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins, stjórn Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins og að
hugsanlegri stjórn Þjóðhagsstofn-
unar.
Miðstjórn Alþýðusambandsins
lýsir yfir vilja sínum til þess að
taka upp viðræður og samráð við
samtök atvinnurekenda, stjórn-
völd og stjórnmálaflokka um
leiðir til að leysa farsællega þau
vandamál, sem óhæfileg verð-
bólguþróun og versnandi við-
skiptakjör hafa skapað og mundu
ef ekki er að gert ógna þeim lífs-
kjörum, sem vinnustéttirnar hafa
áunnið sér á síðari árum. En jafn-
framt leggur hún þunga áherzlu á
framangreind meginsjónarmið
sín og önnur þau atriði, sem máli
skipta til verndar efnalegum og
félagslegum réttindum verkalýðs-
stéttarinnar."
— Tvö myndverk
Framhald af bls. 2
veizlu fyrir hönd Reykvfkinga og
annarra landsmanna.
Kl. 16.00 hefst höggmyndasýn-
ing, sem Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík gengst fyrir með stuðn-
ingi Reykjavíkurborgar. Verða
þar sýnd verk 18 listamanna. Sýn-
ingin mun standa til 30. sept. Þá
verður afhjúpuð brjóstmynd af
Tómasi Guðmundssyni skáldi.
Myndina hefur Sigurjón Ölafsson
gert.
Borgarstjóri flytur ávarp og þá
verður fluttur kvæðaflokkur um
Austurstræti eftir Tómas. Flytj-
endur verða Kristinn Hallsson,
Ölafur Vignir Albertsson og Sig-
fús Halldórsson.
— FerðiTFÍ
Framhald af bls. 4 , -
sunnan Jósefsdals, á austur-
brún þeirra og að Leiti, sem er
þar fyrir austan.
Þatttaka f ferðum Fefða-
félags íslands um verzlungr—
mannahelgina hefur farið vax-
andi ár frá ári. Sl. verzluriar-
mannahelgi tóku alls 514
manns,þátt í þeim ferðum. Lík-
ur benda til, að fjölmennt verði
í þessar ferðir í ár, og er fólk
sem fiefur i hyggju að taka þátt
í þeim nú, hvatt til þess að
tryggja sér miða í tíma. Kunn-
ugir lgiðsögumenn verða með
hverjum hópi.
— Minning
Frambald af bls. 23
Ég kveð svo elsku frændi minn,
sem ekki var aðeins frændi,
heldur einnig minn annar faðir
með þessum ljóðlínum.
Aldrei er svo bjart yfir
öðlingsmanni
að ekki geti syrt eins
sviplega og nú
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni
að eigigeti birt fyrir eilífa trú.
Anna Sigmarsdóttir.
— Alþýðuflokkur
Framhald af bls. 32
8) Loks leggur. Alþýðuflokkur-
inn til, að gefin verði almenn yfir-
lýsing um, að varnarliðið dvelji
ekki lengur á Islandi en brýna
nauðsyn krefur.
Þetta eru tillögur þær, sem
Benedikt Gröndal fulltrúi
Alþýðuflokksins í undirnefnd
þeirri, sem fjallar um varnar-
málin, hefur lagt fram.
— Lagt af stað
Framhald af bls. 32
ar mannskapinn út í Ingólfshöfða
Birgir Isleifur Gunnarssoi
borgarstjóri mælti nokkur orð, áð
ur en fyrsti hlauparinn hljóp a
stað með kyndilinn. Sagði Birgii
ísleifur, að Reykvíkingum hefð
fundizt vel við hæfi að minnas
fyrsta Iandnámsmarinsins og
fyrsta íbúa Reykjavíkur með þv
að hlauparar með logandi kyndi.
færu sömu leið og Ingólfur Arnar
son forðum í leit að öndvegissúl
um sínum.
Fyrstu sprettina hlupu félagai
úr Ungmennafélaginu Ulfljóti
og Ari Magnússon fór fyrsta
sprettinn eins og áður sagði. Ari
er formaður Ungmennafélags Ör-
æfinga og sagði, áður en hann
lagði af stað, að þessi ferð ætti
örugglega eftir að verða sér eftir-
minnileg, sem og öðrum hlaupur-
um, sem hlypu með kyndilinn.
—Boðhlaupið er mjög táknrænt
fyrir þau tímamót, sem við minn-
umst nú og þjóðhátíðarhaldið í
heild, sagði Ari.
Til sölu
traktorsgrafa af gerðinni Massey Ferguson árg.
1967. Upplýsingar í síma 41834 eftir kl. 5 í
dag og næstu daga.
Herbergi óskast
Iðnnemi óskar eftir herbergi, helzt í Vesturbæn-
um. Algjör reglusemi og góð umgengni.
Upplýsingar í síma 32214 eftir kl. 7 á kvöldin.
bU'UIKI NAK , melka j
Herrahúsiö Aðalstræti4, Herrabúðin viö Lækjartorg
i,,M
Reykjavík
Þjóðhátíð
1974
hefur Þjóðhátíðarnefnd Reykja-
vlkur 1974 látið gera þessa
minjagripi:
Minnispening um landnám Ing-
ólfs Arnarsonar. 70 mm I þver-
mál Afhentur I gjafaöskju
Upplag:
Silfur, 1000 stk. kr. 10.000./-
pr stk
Bronz, 4000 stk kr. 3.000./-
pr.stk
Teiknaðuraf Halldóri Péturssyni.
Framleiddur af Is-spor h.f
Reykjavik.
Útsölustaðir:
Skrifstofa Þjóðhátíðarnefndar
Reykjavlkur, Hafnarbúðum.
Landsbanki íslands,
Frlmerkjamiðstöðin, Skólavörðu-
stlg
Veggskjöld úr postulíni framl.
hjá Bing & Gröndahl. I Kaup-
mannahöfn I aðeins 4000 ein-
tökum
Teiknaður af Halldóri Péturssyni.
Útsölustaðir:
Thorvaldsenbasar, Austurstræti
Rammagerðin, Hafnarstræti
Raflux, Austurstræti
ísl. Heimilisiðnaður, Hafnarstr
Frimerkjamiðstöðin, Skólavörðu-
stíg
Æskan, Laugavegi
Domus, Laugavegi
Gjafabúðin, Vesturveri
Geir Zoéga, Vesturgötu
Rammagerðin, Austurstræti
Bristol, Bankastræti
Isl. Heimilisiðnaður, Laufásvegi
Mál & Menning, Laugavegi
Liverpool, Laugavegi
S í S , Austurstræti
Rósin, Glæsibæ
I tilefni 1100
ára byggðar
í Reykjavík