Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1974 Yfirburðasigur Valsmanna og ágæt knattspyrna þeirra VALSMENN unnu mikinn yfir- burðarsigur í leik sínum gegn Haukum í 16 liða úrslitum bikar- keppninnar f fyrrakvöld. Leikur- inn fór fram á Kaplakrika í Hafnarfirði og fengu Haukarnir ekki mikinn stuðning frá áhorfendum. Þeir fáu Hafnfirð- ingar, sem á leikinn komu, létu lítið til sín heyra, einkum þegar leið á leikinn, enda sennilega allt Sanngjarn sigur Víkinga EKKI tókst Víkingum að sigra Akureyringa, er liðin mættust á Laugardalsvellinum síðastliðinn laugardag. Annað varð hins vegar uppi á teningnum, er þessi sömu lið léku I bikarkeppninni á heima- velli ÍBA í fyrrakvöld. Þá sigruðu Víkingjar og bikarmeistararnir frá 1972 halda þvf enn velli í bikarkeppninni, þótt staða þeirra í 1. deildinni sé allt annað en glæsileg. Víkingar léku undan vindi í fyrri hálfleiknum í fyrrakvöld og sókn þeirra var þung allan leik- inn. Eins og svo oft áður gekk Víkingunum þó illa að finna leið- ina f netmöskva andstæðinga sinna. Reyndar áttu þeir ekki skot að marki Norðanmanna fyrr en á 15. mínútu, en Samúel varði skot Gunnars Arnar. Eftir að hafa losað skyndilega um sókn Víkinga á 43. mínútu leiksir.s sótti Kári Árnason upp kantinn og gaf fyrir markið. Víkingarnir töldu, að knötturinn hefði farið aftur fyrir og gerðu ekki tilraun til að ná honum. Það gerði hins vegar Gunnar Blöndal og skallaði örugg- lega í netið. Mark Siglfirðingsins var hið eina f fyrri hálfleik. í síðari hálfleiknum töldu Norðanmenn sér sigurinn vísan með mark yfir og vindinn með sér. Víkingar voru þó greinilega ekki á sömu skoðun. Þrátt fyrir laglegt samspil Akureyringa á miðjunni höfðu Víkingarnir sem fyrr undirtökin í leiknum. Strax á 4. mínútunni skoraði Kári Kaaber mark úr þvögu með öruggu skoti. Gunnar Blöndal hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð og kom liði sfnu yfir á 7. mínútu hálfleiksins eftir að hafa komizt einn inn fyrir og leikið á Diðrik í markinu. I fyrri leik Víkings og IBA í 1. deild skoraði Kári Kaaber 2 mörk og þann sama leik lék Kári í leikn- um í fyrrakvöld. Virðist Kári hafa gott lag á að skora gegn ÍBA. Á 26. mínútu hálfleiksins skoraði Kári gott mark og jafnaði á ný. Heiðurinn af því marki átti Þór- hallur Jónasson. Hann lék upp að endamörkum, sendi knöttinn vel fyrir markið og Kári tók knöttinn niður í rólegheitum og kvittaði. Sfðasta mark leiksins og jafn- framt sigurmark Víkinga gerði unglingalandsliðsmaðurinn Óskar Tómasson á 32. mínútu. Eins og við fyrsta mark Víkinga náði Óskar knettinum f þvögu og skor- aði. Sigur Víkinga var sanngjarn og ef til vill lyftir hann liðinu upp úr þeim öldudal, sem það hefur verið f að undanförnu. Beztu menn liðsins voru Þórhallur, Kári, Magnús og Óskar. Af Akur- eyringunum bar mest á þeim Blöndal og Austfjörð, en einnig átti Kári góða spretti. annað en gaman að vera Hauka- maður og sjá þá leikna svo sundur og saman eins og f þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var tiltölu- lega jafn. Valsmenn voru reyndar alltaf sterkari aðilinn, en Haukarnir börðust af eldmóði og tókst nokkrum sinnum að skapa sér tækifæri uppi við mark Vals- manna, en Sigurður Haraldsson stóð fyrir sínu og hélt markinu hreinu f hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 2:0 fyrir Val og voru það þeir Helgi Benediktsson og Alexander Jóhannesson, sem mörkin skor- uðu. Alexander kom svo mikið við sögu í seinni hálfleiknum og skor- aði fljótlega tvö mörk. Eftir þau var sem allur móður væri af Haukum runninn og stundum voru þeir hreinustu áhorfendur. Atli Eðvaldsson skoraði fimmta markið um miðjan hálfleikinn, Jóhannes og bróðir hans bættu því sjötta við, Ingi Björn breytti stöðunni í 7:0 og Hörður skoraði svo áttunda og jafnframt sfðasta mark Valsmanna. Lokaorðið í leiknum áttu Haukarnir, var það Arnór Guðmundsson, sem mark þeirra gerði með fallegu skoti af fremur stuttu færi. Valsliðið lék mjög vel f þessum leik, og er það greinilega að springa út eins og blóm á vordegi. Allir leikmennirnir eru virkir og Bikarkeppni BIKARKEPPNI FRl í 1. deild fer fram á Laugardalsvellinum dag- ana 17. og 18. ágúst n.k. Eftir- taldir aðilar skipa 1. deildina að þessu sinni: Ármann, IR, KR. UMSK, HSK og HSÞ. Þeim tilmælum er beint til félaga og sambanda, sem þátttökurétt eiga, að þau tilkynni nöfn keppenda í sfðasta lagi 12. ágúst n.k. í póst- hólf 1099. (Frétt frá FRl). umfram allt hugsa Valsmennirnir um það, sem þeir eru að gera. Alexander var skæðasti framlfnu- maðurinn, hefur hann tekið næst- um ótrúlegum framförum í sumar. Þá átti Atli Eðvaldsson prýðilegan leik svo og þeir Jóhannes Eðvaldsson og Hörður Hilmarsson. Haukarnir náðu aldrei upp þeirri baráttugleði og dugnaði, sem öðru fremur hefur fært lið- inu mörg stig f 2. deildarkeppn- inni í sumar og gert það svo skemmtilegt. Má vera, að þeir hafi frá upphafi borið of mikla virðingu fyrir andstæðingum sínum, en slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. — stjl. Guðgeir Leifsson, bezti maður Framara f leiknum f fyrrakvöld, kom- inn f dauðafæri. Asgeir Ólafsson, sá sterkasti f Fylkisliðinu, fylgist með. (ljósm. RAX). Bikarmeistarar Fram hófu vörnina með 4:0 sigri gegn liði Fylkis Fimmtarþraut KEPPNI í einni grein í meistara- móti Islands í frjálsum fþróttum er ólokið. Er það i fimmtarþraut kvenna. Hefur verið ákveðið, að sú keppni fari fram á Laugardals- vellinum miðvikudaginn 7. ágúst og á að hefjast kl. 16.30. I rauninni var aldrei spurning um, hvort liðið myndi sigra, bik- armeistarar Fram eða þriðju deildar lið Fylkis. Meistararnir voru greinilega sterkari aðilinn og hófu vörn sfna f bikarkeppn- inni með öruggum 4:0 sigri. Því er þó ekki að neita, að Fylkisliðið sýndi á köflum ágæt tilþrif í leiknum og víst er, að liðið lofar góðu. Það voru þeir Kristinn Jörunds- son og Guðgeir Leifsson, sem áttu heiðurinn af sigri Fram í þessum leik. Kristinn gerði þrjú mörk og Guðgeir var potturinn og pannan f leik liðsins. Fyrsta mark leiksins gerði Marteinn Geirsson úr víta- spyrnu, hafði hann spyrnt að marki Fylkis, en um leið stjakað illilega við markverði liðsins. Ekkert var dæmt fyrr en varnar- maður Fylkis stöðvaði knöttinn með hendi á marklfnunni, þá var dæmd vftaspyrna og Marteinn skoraði auðveldlega. Þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins skoraði Kristinn Jör- undsson mark eftir skemmtilegan undirbúning þeirra Rúnars Gfsla- sonar og Eggerts Steingrímsson- ar. Höfðu þeir leikið vörn Fylkis sundur og saman og þurfti Krist- inn ekki annað en renna knettin- um inn fyrir marklfnuna. I fyrri hálfleiknum átti Guðgeir Leifsson þó bezta tækifærið, er hann stóð feti frá marklínu, óvaldaöur með knöttinn á tánum. En Guðgeir hegðaði sér eins og félagar hans í Víkingi, er hann lék með þeim, beið of lengi, knötturinn var hirt- ur af tám hans og tækifærið tór í súginn. I síðari hálfleiknum bætti Guð- geir þó um betur, hann bjó til tvö mörk, þó að Kristinn ætti heiður- inn af því að koma knettinum yfir marklfnuna í bæði skiptin. Mörk- in komu með svipuðum hætti rétt eftir hálfleikinn miðjan. Guðgeir einlék upp kantinn í bæði skiptin og sendi síðan fyrir á Kristin, var fyrra markið einkum stórglæsi- legt hjá Guðgeiri. Auk þeirra Kristins og Guð- geirs átti Sigurbergur einnig góð- an dag f liði Fram. Flestir leikmenn Fylkis eiga hrós skilið fyrir baráttu sína og dugnað, þótt þeir næðu ekki að skora gegn ofureflinu. Þeir voru með í leiknum allan tfmann og sýndu góða tilburði. Beztu menn liðsins voru Asgeir ólafsson, dug- legur leikmaður með góða knatt- meðferð, og Einar Ágústsson, klettur í vörninni. áij. Akuinesinguni engin gríð gefin af haráttuglöðu liði Ólafsvíkinga VlKINGARNIR frá Ólafsvík Akurnesingar byrjuðu vel í sér, náði Birgir honum og sendi ekki með, en í hans stað lék Árni stóðu sig með miklum sóma gegn hinum fræknu köppum frá Akra- nesi í 16 liða úrslitum bikar- keppni KSl í leik í Ólafsvík á miðvikudaginn. Það fór að vísu ekki á milli mála, hvort liðið er sterkara, en það, sem Víkingana vantaði á knatttækni og annað slíkt, sem knattspyrnu má prýða, unnu þeir upp með dugnaði og baráttugleði, þannig að útlitið var um tíma í síðari hálfleik á þann veg, að allt eins gat orðið um framlengingu að ræða. Gylfi Þ. Gfslason fyrrum ungl- ingalandsliðsmaður og leikmaður með Selfossi, en nú þjálfari Vík- ings og leikmaður stjórnaði liði sínu með miklum glæsibrag. leiknum, ekki voru liðnar nema 5 mfn., þegar þeir höfðu skorað tvisvar. Matthfas skoraði strax á 3ju mín. og Jón Alfreðsson bætti öðru við á 5. mín. Eftir þetta varð leikurinn nokk- uð þófkenndur án þess að nokkuð markvert gerðist. Lauk fyrri hálf- leik án þess að fleiri mörk væru skoruð. Byrjun fyrri hálfleiks var nokk- uð þófkennd, en á 70. min. skoraði Birgir Þorsteinsson fyrir Víking. Víkingar höfðu sótt mjög stift og þurfti Davíð oft að taka á sfnum stóra til að bjarga en hann stóð sig mjög vel í þessum leik. I þetta sinn missti hann þó knöttinn frá hann í mark Akurnesinga með öruggu skoti við gífurleg fagnað- arlæti hinna fjölmörgu áhorf- enda. 10. mín. síðar tryggði Teitur Þórðarson sigurinn með skalla- marki eftir hornspyrnu, en þá var Birgir markvörður Víkinganna víðsfjarri eftir gjörsamlega mis- heppnað úthlaup. Annars átti hann mjög góðan leik og bjargaði oft glæsilega. Var hann ásamt Gylfa Þ. Gfslasyni bezti maður liðsins. Akurnesingar mættu með sitt sterkasta lið til þessa leiks nema hvað Haraldur Sturlaugsson var Sveinsson og stóð sig vel. Hætt er við, að Akurnesingar hafi ekki lagt í neina tvísýnu í þessum leik og því ekki leikið á „fullu". Þeir eiga erfiða leiki eftir í deildinni, þar sem segja má, að þeir séu búnir að ná taki á öðru handfangi Islandsbikarsins og mikið í húfi að ná taki á hinu líka. Þetta er ekki sagt Ólafsvíkur-Víkingum til hnjóðs, þvf þeir stóðu sig með hinni mestu prýði og mun betur en þeir jafnvel sjálfir þorðu að vona. Þeir hafa nú unnið sinn riðil f 3. deildarkeppninni og munu brátt mæta til úrslita- keppninnar í Reykjavík og verður gaman að sjá, hvernig þeim geng- ur í þeirri baráttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.