Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974 '
Íjl ////.iv
'AiAjm
22*0*22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
LOFTLEIÐIR
ILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
/p* BÍLALEIGAN
^EYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIOIXIŒGJR
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
c
Tilboð
AKIÐ NÝJA
HRINGVEGINN
Á SÉRSTÖKU
AFSLÁTTARVERÐI
SHODR
ICI6AH
I CAR RENTAL ■■
| AUÐBREKKU 44, KÓPAV. |
4® 4-2600
Bílaleiga
GAB HENTAL
Sendum
41660-42902
Til sölu
vegna flutninga
sófasett, sófaborð, sjónvarp, ís-
skápur, eldhúsborð og stólar,
pottar og fleiri eldhúsáhöld, ket-
ill, hárþurrka, krullujárn, strau-
járn, strauborð, tvær kommóður,
barnarúm og fleira.
Faxabraut 1. niðri, Keflavik.
Enn í sjálfheldu
Eftir alþingiskosningarnar
var ijóst, að Alþýðuflokkurinn
væri f sjálfheldu, er erfitt yrði
að losna úr. Og ekki virðist
vandi fiokksins hafa minnkað
nú mánuði eftir kosningar.
Þátttaka Alþýðuflokksins f við-
ræðum fjögurra flokka um
endurreisn vinstri stjðrnar-
innar virðist enn ætla að auka á
vanda fiokksins.
1 fyrsta lagi er ijðst, að Al-
þýðuflokkurinn er að reyna að
endurlffga rfkisstjðrn, sem
hefur þveröfuga stefnu við
hann f varnar- og öryggis-
máium landsins. Og f öðru lagi
virðist Alþýðuflokkurinn
leggja rfka áherziu á samstarf
við launþegasamtökin eins og
nú standa sakir. En það var
einmitt Olafur Jöhannesson,
sem vék forseta Alþýðusam-
bandsins úr vinstri stjðrninni
sl. vor, þeirri stjðrn, er Alþýðu-
flokkurinn vill nú endurreisa.
t forystugrein Alþýðu-
blaðsins sl. þriðjudag segir
um þetta efni: „Undir sliK
um kringumstæðum hljðta
flokkar eins og Alþýðuflokkur-
inn, sem teljast málsvarar
launafólksins f landinu, að
leggja megináherzlu á það,
samstaða fáist um aðgerðir f
efnahagsmálum, sem f fyrsta
lagi bægja frá þeirri hættu, er
við launþegunum blasir, f öðru
lagi tryggja fulla atvinnu og
atvinnuöryggi, f þriðja lagi
verða gerðar f nánu samstarfi
við launþegasamtökin og f
fjðrða lagi tryggja hag þeirra,
sem minnst mega sfn f þjðð-
félaginu."
Athyglisvert er, að Alþýðu-
flokkurinn ætlar sér að ná
þessum markmiðum með sam-
starfi við þá flokka, er stððu að
fráfarandi rfkisstjðrn. Enginn
hefur þð jafn afdráttarlaust
hafnað samstarfi við verkalýðs-
hreyfinguna og iaunþegasam-
tökin og forsætisráðherra
þeirrar rfkisstjðrnar, sem Al-
þýðuflokkurinn vill nú endur-
reisa. 1 raun réttri rak Ólafur
Jðhannesson forseta Alþýðu-
sambandsins úr rfkisstjðrninni
si. vor, þegar hann setti fram
kröfu um aukið samstarf við
launþegasamtökin f sambandi
við Iausn efnahagsöngþveitis-
ins.
Fram sókn arhy gg j a
í varnarmálum
Varnarmálin hafa verið
ásteytingarsteinn f þeim
umræðum, sem að undanförnu
hafa farið fram um stjðrnar-
myndun undir forsæti Olafs Jð-
hannessonar. Hann hefur
lýst yfir þvf, að ðljðst sé með
öllu, hvort takast megi að jafna
þann ágreining, sem rfkir á
milli Alþýðuflokksins og AI-
þýðubandalagsíns f þeim efn-
um.
Tfminn freistar þess f for-
ystugrein f gær að sætta hin
gagnstæðu sjðnarmið með þvf
að ieggja í fyrsta lagi áherzlu á,
að hér eigi ekki að vera varnar-
lið á friðartfmum og f öðru
lagi, að samkomulag stjðrn-
arflokkanna frá þvf f marz
sé einvörðungu drög að um-
ræðugrundvelli, en ekki
úrslitakostir. Þannig er sagt
við Alþýðubandalagið, að
varnarliðið fari vissulega og
landið verði án undanbragða
eert varnarlaust. Við Alþýðu-
flokkinn er á hinn bðginn sagt
að hér sé ekki um neins konar
úrslitakosti að ræða, ekki einu
sinni ákveðinn umræðugrund-
völl heldur saklaus drög að um-
ræðugrundvelli, er alls ekki
tákni, að varnir verði af-
numdar. Og skýrt er gefið til
kynna, að þar megi margs kyns
breytingar á gera.
Framsðknarflokkurinn virð-
ist þvf vera reiðubúinn til
þess að halda áfram sama sjðn-
leiknum f varnar- og öryggis-
málum og undanfarin þrjú ár.
Einn daginn fer varnarliðið,
annan daginn fer það ekki og
loks er það bæði látið fara og
vera um kyrrt. Alþýðubanda-
lagið hefur samþykkt þessar
sjðnhverfingar f þeirri trú, að
þeir næðu sfnu fram um sfðir.
Nú er spurningin sú, hvort Al-
þýðuflokkurinn bftur á agnið.
Frá Ferðafélagi íslands:
Ferðir um verzlunarmannahelgina
Senn fer að líða aó frfdegi
verzlunarmanna, en talið er, að
um þá helgi séu fleiri Islend-
ingar á ferð um landið en
nokkurn annan tíma á árinu.
Aukin bílaeign síðustu árin
hefur orðið þess valdandi, að æ
fleiri geta ráðið ferðum sínum
sjálfir. En samt er þó fjöldi
manns, sem enn kýs að ferðast í
vel skipulögðum hópferðum,
enda losna þeir þá við ýmsar
þær áhyggjur og umstang, sem
fylgir ferðalögum á misjafnlega
velútbúnum farartækjum.
Eins og undanfarin ár skipu-
leggur Ferðafélag íslands nú
ferðir til ýmissa fagurra og vin-
sælla staða um verzlunar-
mannahelgina. Á suma þessara
staða hefur verið farið árum
saman um þessa helgi, jafnan
með stóra hópa ferðamanna.
Alls verða farnar 9 ferðir á
vegum félagsins nú og verða
þær kynntar frekar hér á eftir:
Fyrst skal néfna Þórsmörk,
en sá staður er óefað langvin
sælasti ferðamannastaðurinn á
öræfum landsins um þessar
mundir. Þangað verða farnar
tvær ferðir. Fyrri ferðin verður
farin kl. 20 föstudagskvöldið 2.
ágúst. Þeir, sem fara með þeirri
ferð koma heim frá Þórsmörk
um hádegi á mánudag. Síðari
ferðin verður farin kl. 14.
laugardaginn 3. ágúst, og verð-
ur komið heim á mánudags-
kvöld. Gisting í skála og öll að-
staða önnur, sem félagið veitir í
Þórsmörk er innifalin í gjaldi.
Leiðsögumenn verða með hópn-
um, og munu þeir, eins og venja
er til, skipuleggja göngu- og
skoðunarferðir um Mörkina,
meðan á dvölinni þar stendur.
Föstudagskvöldið 2. ágúst kl.
20. verður farið i Landmanna-
laugar og Eldgjá. Gist verður í
skála félagsins í Laugum, en
ekið þaðan í Eldgjá. Land-
mannalaugar er óþarft að
kynna frekar, náttúrufegurðin
þar og sérkennilegt landslag er
öllum kunnugt, og förin í Eld-
gjá verður öllum ógleymanleg,
er þangað fara. Laugagestirnir
mega ekki gleyma sundfötun-
um sfnum, því það eykur á
ánægju ferðarinnar að fá sér
sundsprett í Laugalæknum.
Komið til baka á mánudag.
Sama kvöld kl. 20. heldur
fjórði hópurinn af stað til
Skaftafells. Þar verður tjöldum
slegið upp og gist í þeim, meðan
staðið verður þar við. Ætlunin
er að ferðast eingöngu um þjóð-
garðinn og um Morsárdalinn,
enda leyfir tíminn ekki meira.
Um verzlunarmannahelgina í
fyrra var farið austur á
Skeiðarársand. Nú er Skeiðará
ekki lengur til fyrirstöðu og
öllum greið leið í Skaftafell,
sem kunnugt er. Komið til baka
á mánudag.
Fimmta ferðin verður einnig
hafin þetta sama kvöld kl. 20.
Liggur leiðin til Veiðivatna og
gist þar í skála Ferðafélagsins.
Þaðan verður ekið til Jökul-
heima og gengið að Heljargjá,
þar norður af. Einnig verðúr
ekið og gengið um Veiðivatna-
hraunið og vatnasvæðið, sem er
æði fagurt og fjölbreytt. Ur
þessum fornu eldstöðvum kom
Þjórsárhraunið mikla, stærsta
hraun Islands, og rann þaðan
alla leið til sjávar, þar sem nú
er ströndin milli Þjórsár og
ölfusár. Komið til baka á mánu-
dag.
Klukkan 8 laugardags-
morguninn 3. ágúst, verður
haldið af stað til Snæfellsness
og f Breiðafjarðareyjar. Þann
dag verður ekið út fyrir Snæ-
fellsjökul eða til Stykkishólms.
Þar verður gist inni, en
morguninn eftir verður haldið
af stað með flóabátnum Baldri
til Flateyjar og verður sunnu-
deginum eytt á siglingu um
Breiðafjörð. Gist verður aftur f
Stykkishólmi næstu nótt og
haldið heim á mánudag.
Sama morgun kl. 8, verður
lagt af stað f Hvftárness,
Kerlingarfjalla og Hveravalla,
eða á Kjöl sem oft er sagt, þeg-
ar átt er við fyrrnefnda staði.
Skálar eru á öllum þessum stöð-
um og verður gist í þeim. Þeir,
sem lítið hafa ferðazt um
óbyggðir Islands, fá glögga
vitneskju um helztu sérkenni
landsins, ef þeir fara á Kjöl.
Þar getur að lfta úfin hraun,
bullandi leirhveri, gjósandi
vatnshveri, skriðjökla og sí-
breytileg litabrigði Kerlingar-
fjalla. Að margra dómi er
fegursta stað Islands á öræfum
að finna í Hvítárnesi við
Hvítárvatn.
Þótt margir ferðist um þessa
helgi, munu samt fleiri sitja
heima vegna ýmissa orsaka.
Tvær gönguferðir eru á dag-
skrá fyrir þetta fólk. Sú fyrri
verður farin á sunnudaginn 4.
ágúst. Hefst hún kl. 13. frá BSl.
Verður gengið á Borgarhöla en
þeir eru á Mosfellsheiðinni
austur af Grimmansfelli, rétt
við gamla Þingvallaveginn.
Mosfellsheiði er ævaforn gos-
dyngja og mun hraunið hafa
runnið frá Borgarhólum. Þeir
eru í 410 m hæð.
Hin gönguferðin verður farin
á mánudag 5. ágúst og verður
haldið frá BSl. kl. 13. þann dag.
Gengið verður um Bláfjöll
Framhald á bls. 18
spurt og svarad
I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hnngið i síma 10100 kl.
10—11 frá mánudegi til
föstudags og biðjið um Les-
endaþjónustu Morgunblaðs-
□ Félagið ísland-
Færeyjar:
Helgi Pálmarsson, Bólstaða-
hlíð 48, spyr:
„A sfðastliðnu ári var stofnað
hér félagið Island-Færeyjar.
Síðan hefur ekkert heyrzt frá
þessu félagi og enginn aðal-
fundur verið haldinn. Er búið
að leggja félagið niður?
Arni Johnsen formaður
félagsins Island-Færeyjar
svarar:
„Félggið Island-Færeyjar
hefur á einu ári frá stofnun
þess tekið á móti mörgum hóp-
um frá Færeyjum, skipulagt og
greitt fyrir ferðum þeirra og
verkefnum, ennfremur unnið
að færeyskum sýningum og
kynningu á færeysku efni auk
þess að kynna íslenzkt efni í
Færeyjúm. Má þar nefna, að
félagið sendi Kjarvalssýningu á
menntunarvikuna í Þórshöfn
og hafði forgöngu um, að
íslenzkur balletthópur fór á þá
hátfð, en þessi tvö íslenzku
atriði vöktu hvað mesta athygli
Faereyinga af öllum norrænu
dagskráratriðunum. Þá hefur
félagið m.a. unnið að stofnun
gagnkvæms félags í Færeyjum
og er það nú nýstofnað og heitir
félagið Færeyjar-Island. Fyrir
forgöngu þess gefa Færeyingar
Islendingum nú áttæring í til-
efni 1100 ára búsetuafmælis.
Nýjasta verkefni félagsins
Island-Færeyjar var að greiða
fyrir færeyskum stúdentum,
sem hingað koma til íslenzku-
náms í ágústmánuði, og ýmis-
legt er á döfinni hjá félaginu,
Iistsýningar og önnur samskipti
á menningarlegum grundvelli.
Stjórn félagsins hefur ekki
blásið starfsemi sína mikið upp,
því að eðlilegast er, að í þessu
sambandi fái að þróast sam-
starf á milli félaganna í
Færeyjum og á Islandi. Nú er
það samstarf hafið og góðs að
vænta. Ráðgert hafði verið að
fara í hópferð til Færeyja 1
sumar, en fallið frá því vegna
þess að ekki var búið að stofna
félagið í Færeyjum. Er byrjað
að undirbúa hópferð næsta vor
til Færeyja.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í haust. Áætlað hafði
verið að halda hann í vor, en af
eðlilegum ástæðum verður
hann haldinn í haust og þá
greint frá þeim ástæðum. Ég vil
svo nota tækifærið til að hvetja
þá, sem eiga eftir að greiða
ársgjöld, að gera það sem fyrst,
því að það kostar ekki bara
vinnu að gera flesta hluti nú til
dags, það kostar einnig
peninga.
Við í stjórn félagsins Island-
Færeyjar höfum lagt mikið upp
úr því að tala ekki aðeins mikið,
heldur láta framkvæmdir
fylgja máli með raunhæfum
árangri."