Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGUST 1974 23 Minning: Ingvar Júlíus Ingvars- son frá Desjamýri fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu heila þökk fyrir allt. Eva Valgeirsdóttir. Arsæll V. Sveinbjörnsson lézt á hjartadeild Landspítalans 26. júlf s.l. Ársæll var fæddur 16.9 1910 að Eiði í Garði. Að því leyti var Arsæll ólfkur flestum öðrum mönnum, að I lifanda Iffi hlaut hann gott umtal samferðamanna sinna, en ekki aðeins á kveðjustund. Ársæll Sveinbjörnsson er mér ekki bara tengdafaðir, hann er góður drengur og allra bezti mað- ur, sem ég hef kynnzt í lffinu. I 20 ár hefur hann staðið við hlið mér og fjölskyldu minnar. Mjög ungur að árum fór Ársæll að vinna fyrir sér. Vinna var snar þáttur f lffi hans, skyldurækni og heiðarleiki voru honum f blóð borin. Arsæll stundaði alla al- menna vinnu til sjós og lands. Hann var á ýmsum bátum, er reru frá Sandgerði. Hann vann þó lengst af við múrverk og þótti þar frábær fagmaður. Seinustu árin vann hann við vélgæzlustörf á Keflavíkurflugvelli. Við sem þekktum Ársæl hljót- um að drúpa höfði, þegar hugur- inn reikar aftur í tfmann. Hann vissi hvert stefndi. Margt sem hann sagði og gerði seinustu vikurnar sannar það. Líf hans var að fjara út. Ársæll var dulur og flíkaði ekki tilfinningum sfnum. Börn sóttu mikið til hans, bæði barnabörn hans og önnur. Þau geyma minninguna um hann. Ef lífsskoðun og hugsanagang- ur Ársæls fengi að rfkja á heimili mfnu og öðrum heimilum tengd- um honum, þá eru þau heimili hólpin. Ég trúi að tengdamóðir mín fái æðri styrk til þess að sætta sig við orðinn hlut. Henni og öllum öðrum ættingjum votta ég mfna dýpstu samúð. Arsæll ræktaði Guð f sjálfum sér. Góður drengur er kvaddur. Fátækleg orð á kveðjustund. Þessi orð Steingríms eiga bezt við, er þessi sómamaður er kvaddur: Trúðu á tvennt f heimi, Tign sem æðsta ber, Guð f alheimsgeymi, Guðí sjálfum þér. Magnús Th. Magnússon. F. 11. 6. 1920. S. 3. 7.1974. „Frændi þinn er dáinn!“ Þessi orð voru eins og reiðar- slag. Atti ég að trúa þvf, að Ingi frændi minn, sem skrapp á Egils- staði rétt fyrir hádegið, kæmi ekki aftur til okkar? Að vísu yrði hann hjá okkur áfram, en ekki á sama hátt og áður. Nú myndi hann ekki framar stinga brjóst- sykursmola að litlu barni, sem hafði orðið ósátt við tilveruna, eða skemmta fólki með sinni frábæru frásganargáfu, sem gat fengið alla til að gleyma stund og stað. Nú þurfti hann ekki framar að hafa áhyggjur af sveitarmálum, sem hann bar alltaf fyrir brjósti. Þetta og margt fleira flaug mér í hug, þegar ég frétti þessi tiðindi, sem ekki voru aðeins óbærilega sorgleg fyrir nánustu vini og ætt- ingja, heldur einnig fyrir alla þá, er þekktu þennan mikilhæfa mann. Ingvar föðurbróðir minn var fæddur 11. júní 1920, sonur prest- hjónanna á Desjarmýri, sr. Vig- fúsar Ingvars Sigurðssonar, Jóns- sonar frá Kolsholti f Flóa, og Ing- unnar Ingvarsdóttur, Nikulás- sonar prests að Gaulverjabæ í Flóa og síðar að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Hann var elztur þriggja systkina, sem upp komust, en hin eru: Guðrún, búsett f Hafnarfirði, gift Viktori Þor- valdssyni frá Svalvogum í Dýra- firði, og Sigmar bóndi á Desjar- mýri, kvæntur Sesselju Jóns- dóttur frá Gunnhildargerði í Hróarstungu. Einnig ólst upp með þeim systkinunum Sófus Bender, sem nú er bifreiðarstjóri i Reykjavík og ávallt hefir verið sem elskulegur bróðir þeirra. Snemma hefur Ingvar öðlazt sterka ábyrgðartilfinningu, þvf hann mun ekki hafa verið nema á 16. ári, þegar hann tók við fjár- geymslu. Búskapurinn hvfldi að verulegu leyti á herðum hans, enda hefur búskapur, og þá sér- staklega sauðfjárrækt, verið honum mjög hugstæð. Aðeins að undanteknum þeim tveimur árum, sem hann stundaði nám við Eiðaskóla, hefur hann verið sam- fleytt við búskap, fyrst f félagi við föður sinn og sfðar einngig bróður sinn. Arið 1944 kvæntist Ingvar Helgu Björnsdóttur frá Hnefils- dal, hinni mestu ágætiskonu, er reyndist honum traustur lífsföru- nautur. Þau áttu 7 gáfuð og mjög mannvænleg börn, sem eru nú uppkomin, nema eitt sem er innan fermingaraldurs. Þegar afi og amma fluttust burtu 1961, bjuggu bræðurnir saman í tvíbýli. Þannig var það fyrst, þegar ég man eftir mér, og alltaf sfðan. öll þessi ár, sem bræðurnir hafa starfað saman, hefur aldrei borið skugga á, enda voru þeir svo samrýmdir og samhentir um alla hluti, að eftirtektarvert var. Frændi minn var skapmikill, en hafði fullkomna stjórn á skapi sinu. Hann vildi öllum vel og reyndi að gera gott úr öllu, en lét ekki á sig ganga, þegar hann vildi halda máli sfnu eða skoðunum fram og þá ekki síður, ef það var eitthvað, sem snerti sveitarmál. Ef eitthvað bjátaði á eða erfið- leikar steðjuðu að, var hann alltaf rólegur og æðrulaus og tók með fullkominni stillingu og skyn- semi. Ég minnist frænda míns sér- staklega fyrir það, hve góður hann var mér, þegar ég var barn og var leið út af einhverju. Þá kom hann undantekningarlaust upp stigann, tók mig f fangið og bar mig niður. Svo gaf hann mér brjóstsykursmola og sagði: „Nú er allt gott, er það ekki?“ Þannig kom hann fram við öll börn. Ef Ingi gat ekki huggað, þá gat það einginn. Ingi var oddviti frá árinu 1958 og sýslunefndarmaður sfðan 1962, auk þess sem hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðar- stöfum. Hvenær munum við Borg- firðingar meta starf hans til fulls, allar þær stundir sem hann hefur fórnað frá búskapnum í þágu sveitarinnar? Mögum sinnum á dag var hann kallaður inn i sfma þegar hann var við vinnu sína úti, en aldrei sá ég hann taka því öðruvisi en með jafnaðargeði. Frændi minn var ljóðelskur og kunni fjöldann allan af ljóðum og löngum kvæðum, sem hann fór oft með fyrir okkur krakkana. Hann elskaði alla fegurð og ég sá hann oft standa úti og virða fjöllin fyrir sér, enda er leit að fegurra útsýni en héðan blasir við. Það er ekki ofsögum sagt, að hann hafi verið góður eigin- maður, faðir, sonur og bróðir, og ég bið Guð að gera eiginkonu hans, börnum, aldraðri móður og öðrum aðstandendum sorgina og söknuðinn léttbæran. Framhald á bls. 18 Höfum tekið að okkur söluumboð fyrir hin viðurkenndu vestur-þýzku eldhústæki frá GAGGENAU. Öll tækin eru ætluð til inn- byggingar i eldhúsinnréttingar. Ofnar, hellur, djúpsteikingarpottar og kolagrill. Allir ofnar eru sjálfshreinsandi. Litiö i gluggann um helgina 1 Vörumarkaðurinn hf. A ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVÍK, I HÖGGDEYFAÚRVAL KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSPRESSUR SPINDILKÚLUR STÝRISENDAR VIFTUREIMAR KVEIKJUHLUTIR FLESTÍ RAFKERFIÐ HELLA aðalluktir, lukta- gler luktaspeglar og margs konar rafmagnsvörur BOSCH luktiro.fi. S.E.V. MARCHALL luktir CIBIE luktir BÍLAPERUR allar gerðir RAFMAGNSVÍR FLAUTUR 6 — 24 volt ÞURRKUMÓTOR 6 —24 volt ÞURKUBLÖÐ ÞURRKUARMAR BREMSUBORÐAR BREMSUKLOSSAR ÚTVARPSSTENGUR HÁTALARAR SPEGLAR I úrvali MOTTUR HJÓLKOPPAR FELGUHRINGIR AURHLÍFAR DEKKJAHRINGIR MÆLAR alls konar ÞÉTTIGÚMMI OG LÍM HOSUR HOSUKLEMMUR EIRRÖR 1/8" — 1/2" RÚÐUSPRAUTUR FELGULYKLAR LOFTPUMPUR KAPPAR í DEKK SÆTAÁKLÆÐI STÝRISHLÍFAR KRÓMILISTAR BENSÍNLOK FARANGURSGRINDUR SEGULBÖND ÞVOTTAKÚSTAR BARNAÖRYGGISSTÓLAR BARNABÍLBELTI BÍLBELTI HNAKKAPÚÐAR ÖSKUBAKKAR HLEÐSLUTÆKI MÆLITÆKI f. rafgeyma SWEBA ssnskir úrvals raf geymar. ISOPON og P-38 beztu viðgerða- og fylliefnin PLASTI-KOTE spray lökkin til blettunar o.fl. TALÍUR f. gegnum gang- andi vír 1.5 og 3 t. Athugið allt úrvalið (^^(naust h.t Bolholti 4. Sími: 85185 Skeifunni 5 Sími: 34995 — 86150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.