Morgunblaðið - 02.08.1974, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.08.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974 17 Sýninga- annáll Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Trérista: John Savio □ Þýðing og hlutverk dag- blaða. □ Kjartan Guðjónsson: Norræna húsið. □ Björg Þorsteins- dóttir: Norræna húsið. □ Samavika: Norræna húsið. □ Eyjólfur Einarsson: Galerie SÚM. □ Dorothy Iannone: Galerie StJM. Það hefur dregizt að geta nokk- urra sýninga, sem voru haldnar í apríl—maí, meðan stóð á verkfalli prentara. Ástæðan er miklar ann- ir við skriftir á þessu tímabili auk áhugaleysis við að gera slíkum hlutum skil, á meðan dagblöð voru uppfull af kosningaskrifum. Á þessum tíma var einmitt tölu- verð döngun í listalífinu og sýn- ingar þesslegar, að þær eiga ekki skilið það illa hlutskipti að vera algjörlega hjúpaðar þögninni. Ég vil því geta þeirra að nokkru og um leið blanda mér lítillega í óopinbera rökræðu um þýðingu dagblaða fyrir listviðburði, en þar virðast menn ekki á eitt sáttir. Ótvírætt mikilvægi dagblaða fyrir myndlistarsýningar má gleggst marka af því að yfirleitt fyllast listamennirnir skelfingu við tilhugsunina eina um slikan möguleika og dæmi eru til að eig- endur sýningarsala erlendis hafi frestað sýningum i slíkum tilvik- um, og mæli ég hér samkvæmt eigin reynslu. En einstaklingar, sem hafa fest sér sýningarrými með löngum fyrirvara, eiga undantekningar lítið óhægt með frestun sýninga, því að slíkt þýðir endurnýjaðan biðtíma og því gild- ir hér framslátturinn: „í listum liggur engin leið til baka“. Lista- mennirnir verða þannig í flestum tilvikum að láta slag standa og taka á sig áhættuna, og áhættan er einkum mikil, þegar um frumraun er að ræða, nafnið óþekkt og hefur þannig takmark- að aðdráttarafl. Þeir tímar eru að mestu liðnir, er listskoðendur fylgdust af ofvæni með hverri nýrri frumraun, um það hefur sýningarflóð undangenginna ára séð. Kostnaður við eina mynd- listarsýningu er orðinn svo mikill, að lltið má útaf bregða, svo ekki verði stórtap á henni, sé hún ekki því betur auglýst, en til að auglýs- ingaáróðri sé komið við þarf að sjálfsögðu dagblöð öðru fremur. Sjónvarpið bætir að nokkru upp blöðin en þó hvergi nærri nóg, t.d. gat það að engu síðasta dags stór- merkrar sýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur, sem þó var upplagt, þar sem sýningin stóð alltof stutt og hefði því verið um sjálfsagða þjónustu við almenn- ing að ræða, en aðsóknin hafði verið frekar dræm og er vlst, að margur missti af þessari sýningu fyrir vikið. Greinargóðar fréttir um mynd- listarsýningu I dagblöðum borgar- innar geta skipt sköpum um að- sóknina og er vald blaðanna því mikið og ábyrgð þeirra ekki minni. Þannig hafa ágætar sýn- ingar goldið þess, að þröngt hefur verið um rúm á síðum blaðanna einhverra hluta vegna og slakar sýningar hafa notið þess, að skort- ur hefur verið á efni, og á slfku getur hinn almenni lesandi að sjálfsögðu ekki áttað sig, — en það gefur einmitt auga leið, að fréttir um sýningar mega ekki vera undirorpnar slíkum né öðr- um duttlungum og þarf því að koma fastara og ábyrgðarmeira snið á almennar fréttaskýringar fjölmiðla I þessum efnum. Það þykir t.d. ekki fráleitt að senda íþróttafréttaritara á blaðamanna- fund vegna gildrar myndlistar- sýningar, enda hefur slfkt komið fyrir, en það mundi vissulega þykja fráleitt að senda menning- arskribent á íþróttamót!! Um gildi fyrir gang sýninga má að nokkru marka af aukinni að- sókn á sýningar, eftir að hún birt- ist, og eru um það mörg dæmi og langar mig að herma frá einu: Myndlistarmaður nokkur hafði setið á sýningu sinni I á aðra viku fyrir tómum sölum og nær án sölu mynda, og nú var síðasta helgin framundan og fyrirsjáanlegt fjár- hagslegt tap á fyrirtækinu. Þá birtast samdægurs mjög lofsam- legir dómar um sýninguna I tveim dagblaðanna (Mbl. og Vísi) og skipti þá engum togum, að stöðug- ur straumur var á sýninguna, til loka, og gott ef henni var ekki framlengt fyrir utan það, að veru- legur skriður komst á sölu mynda. Auðvitað verður sýning ekkert betri að gæðum, þótt aðsókn og sala myndlistarverka aukist, en fleiri komast I samband við þessi atriði mannlifsins, og listamenn þurfa að lifa likt og annað fólk. Aðeins Morgunblaðið virðist sjá sér fært að veita myndlistarmönn- um slíkan stuðning, svo nokkur reisn sé að, þvl að sannleikurinn er sá, að sú þóknun, sem önnur blöð bjóða fyrir slíka þjónustu er fáranlega lág. Kannski finnst þeim óvinsældirnar næg þóknun (!), en flestir vita hve starf list- gagnrýnenda er vanmetið I þessu landi. Ekki vantar þó, að blöðin hafi nægt fé til að borga fyrir stórum fáfengilegra efni og sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun- um, — minna lesið. Ég fjölyrði ekki meira um þessi mál að sinni, en vettvangurinn er opinn til um- ræðu, og sný mér nú að aðalmark- miði þessa pistils. Kjartan Guðjónsson var einn af aðalfrumkvöðlum Septembersýn- inganna svonefndu og skeleggur málsvari og áróðursmaður þeirra og nýlista og þvl er það dálítið undarlegt, að hann hefur sjálfur verið þeirra hógværastur um um- svif á sýningarvettvangi og veit ég ekki með öllu, hvað veldur, en brauðstritið og eðli þess hefur sjálfsagt haft sitt að segja. Aug- lýsingateikning hérlendis hefur hingað til verið lélegt eldsneyti fyrir skapandi umsvif á sviði frjálsrar myndlistar að ekki sé meira sagt. Það eru fá ár, síðan Kjartan hætti að mestu afskiptum af auglýsingum, og það er einmitt á þessu tímabili, sem hann hefur tekið til við pentskúfinn af endur- nýjuðum þrótti, og allt virðist stefna I þá átt, að hér sé um var anlega stefnu að ræða. Er Kjart- an opnaði sýningu sína I marzlok sl., voru tólf ár liðin frá síðustu sýningu hans, en hann hafði þó á því tímabili tekið þátt I nokkrum samsýningum heima og erlendis og m.a. teiknað eina myndaröð við fornsögu, sem athygli vakti, „Haraldar saga harðráða“, og birtist hún I Þjóðviljanum. Sýningin I Norræna húsinu var mikil uppreisn fyrir Kjartan, og hann er meiri myndlistarmaður I augum margra á eftir, og það verða gerðar drjúgar kröfur til hans um átök á þessum vettvangi I framtíðinni. Sjálfur hygg ég, að með líku áframhaldi verði ekki mjög langt I nýja sýningu frá hans hendi. Það var einhver sterkur karl- mannlegur svipur yfir sýning- unni I Norræna húsinu einkum I olíumálverkunum, sem sum hver voru mjög lifandi og „organísk", en á stundum virkuðu þó formin nokkuð hlaðin og liturinn full hvellur. Gvass og túskmyndirnar voru mýkri og margslungnari I útfærslu, og sumar þeirra mynda með þvi athyglisverðasta á sýn- ingunni og þær olíumyndir, sem voru einna keimlíkastar slíkum myndum I útfærslu þóttu mér einna eftirtektarverðastar og persónulegastar og hér slegið á nýja strengi I list Kjartans Guðjónssonar. Björg Þorsteinsdóttir staðfesti með sýningu sinni I Norræna hús- inu, að hún er á góðri leið með að skipa sér á bekk með dugmestu listakonum þjóðarinnar, sem miklar vonir eru bundnar við I framtíðinni. Björg hefur alger- lega helgað sig myndlistinni hin síðari ár og tekið stórstígum fram- förum einkum hvað meðferð lita og forma áhrærir. Áður vann hún nær eingöngu I grafík og þá aðal- lega kopargrafík og á þeim vett- vangi hafði hún náð langt, eink- um á tæknilega sviðinu I sam- ræmi við þá skólun, er hún hafði notið hér heima og erlendis (Stuttgart, París). Björg hefur víða sýnt grafískar myndir sínar og hlotið viðurkenningar og verð- laun á gildum sýningum, en þó er ekki hægt að segja, að hún sé verulega þekkt nafn meðal list- skoðenda hér heima, enda galt sýning hennar þess svo mjög, að einsdæmi má telja um jafn athyglisverða frumraun I þessari borg hin síðari ár. Að sjálfsögðu galt hún þess mjög, að dagblöðin komu ekki út, en einnig var tím- inn óheppilegur, auk þess sem sýningin stóð alltof stutt (5 daga). Form málverka Bjargar voru nokkuð einhæf og það var líkast þvl, sem hún gæfi sig ekki alla I þeim, vinnubrögðin oftlega nokkuð hikandi, en hins vegar voru myndir hennar undir gleri stórum fjölþættari I formi, vel unnar, geðþekkar og I alla staði hinar nútlmalegustu. Ég tel einsýnt, að Björg stefni að þvl að setja upp aðra sýningu innan tíðar. Á Samavikunni I Norræna hús- inu voru m.a. myndlistaverk eftir 5 listamenn, sem skiptust I grafík, teikningar, vatnslitamyndir auk ýmissa muna I tré og horn, ásamt eftirprentunum. Myndlist Sama er eins og að líkum lætur fremur frumstæð, en um leið mjög at- hyglisverð á köflum líkt og slík list sem er sprottin af eðlislægum náttúrulegum tjáningarhvötum. Hafði ég mikla ánægju af að virða fyrir mér myndirnar á sýning- unni, einnig margt af listiðnaðin- um og hefði viljað óska, að um yfirgripsmeiri sýningu Sama- myndlistar hefði verið að ræða, þvi að þetta er I annað skipti, sem Norræna húsið gefur okkur tæki- færi til að skyggnast inn I mynd- heim Sama á frekar ófullkominn hátt. Það væri svo sem ég hefi áður sagt heillandi verkefni, að rita og skilgreina list Sama i ljósi yfirgripsmikillrar sýningar I söl- um Norræna hússins, þar sem list- iðnaður og lífshættir gætu undir- strikað hina myndrænu tjáningu, en ekki öfugt. Eyjólfur Einarsson hélt sína fjórðu sýningu I höfuðborginni I Galerie SUM I aprfl s.l. en hann sýndi einmitt á sama stað fyrir nákvæmlega þrem árum, og þá komst ég m.a. svo að orði um þá sýningu hans I listdómi hér i blað- inu: „En hér hefur Eyjólfur Ein- arsson sýnt á sér óvænta hlið sem maður hélt, að hann ætti ekki til, og hann hefur sjálfur með þessari sýningu sinni tekið sér fyrir hendur verkefni til úr- vinnslu, sem gerir meiri kröfur I framhaldinu en áður. Við skulum vera bjartsýnir á framhaldið, því að betri árangur en séð verður á sýningunni virðist vera innan seilingar". Það er skemmst frá að segja, að þessi siðasta sýning Eyjófs er langsamlega sú athyglis- verðasta sem frá honum hefur komið, formin hreinni, ákveðnari og skilmerkilegar unnin, auk þess sem hann fylgir þeim eftir með þroskaðari litabeitingu en fyrr. Fram koma meiri átök við hina óliku eðlisþætti málverksins, myndheimurinn er magnaðari og getur stundum minnt á vissa teg- und af surrealisma. Ástæða er til að samgleðjast Eyjólfi með áfang- ann og vlst er, að hann getur náð ennþá lengra með markvissum vinnubrögðum. Dorothy Iannone, virðist vera vel náttúraður kvenmaður af myndum þeim að dæma, er voru á sérstakri kynningu á verkum hennar I Galerie SÚM. Mynd- heimur hennar byggist aðallega á nöktum pörum, þar sem fjölþætt atriði eðlunar er síður en svo f jar- læg útópia. Þó er naumast hægt að halda þvf fram, að kynferðis- legir þankar hennar séu klám, frekar furðuleg erótísk sjálfs- krufning, sem virkar einungis eggjandiááhorfandann viðfyrstu kynni en sem hálfgert frumstætt óeðli I lengdina. Nöfn myndanna eru aftur á mót notaleg og full fyrirheita t.d.: „Næsta mikla andartakið", — „Næsta stóra augnablikið I sögunni er okkar“. Að þessu „innihaldi" slepptu, voru ýmsar myndanna vel útfærð- ar og áhugaverðar frá fagurfræði- legu sjónarmið og framtakið með þvi betra I þeirri viðleytni SÚM, „að kynna íslendingum mark- verða hluti I erlendri myndlist, — og var notið, I þessu tilviki, styrks frá menntamálaráðuneytinu“... Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.