Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974* y/*K Fyrsta bréfið Smásögur eftir Rudyard Kipling Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir það er vegna þess, að hákarlstönnin rann til og börkurinn er of lítill. Ég veit, að þú sækir þetta spjót og því teikna ég mynd af mér til að útskýra þetta fyrir þér. Hárið á mér stendur ekki út í allar áttir eins og ég teiknaði það, en svoleiðis finnst mér auðveldara að teikna hár. Nú teikna ég þig. Mér lízt ljómandi vel á þig, en ég get ekki haft þig fallegan á myndinni, svo að þú mátt ekki móðgast. Ertu móðgaður?" Aðkomumaðurinn (og hann var af Téwaráættinni) brosti og hugsaði: „Mikill bardagi hlýtur að geisa einhvers staðar og þetta furðulega barn, sem tók töfrahákarlstönnina mína, en tútnar hvorki út né springur, er að segja mér að sækja alla menn höfðingjans mikla honum til aðstoðar. Hann er mikill höfðingi, því að ella hefði hann litið við mér.“ „Sjáðu," sagði Taffí og teiknaði frekar hratt og hirðuleysislega, „nú er ég búin að teikna þig og ég set spjótið hans pabba í höndina á þér, svo að þú gleymir því ekki. Nú ætla ég að sýna þér, hvar mamma á heima. Þú gengur áfram unz þú kemur að tveim trjám (þetta eru trén) og svo ferðu yfir hæð (þetta er hæðin),og þá kemurðu að bjóramýrinni og þar er krökkt af bjórum. Ég hef ekki teiknað bjórana á myndina, því að ég kann ekki að teikna bjóra, en ég teiknaði á þeim kollana og meira sérðu ekki, þegar þú ferð yfir mýrina. Gættu þín nú og reyndu að sökkva ekki! Hellirinn okkar er handan við bjóra- mýrina. Hann er ekki jafnstór og hæðin, en ég get ekki teiknað neitt agnarlítið. Þetta er hún mamma í hellismunanum. Hún er falleg. Hún er myndarleg- asta mamma i heimi, en hún verður ekki móðguð, þó að hún sjái, hvað ég hef gert hana ljóta. Hún verður hrifin af því, hvað ég teikna vel. Svona svo að þú gleymir ekki spjótinu hans pabba teiknaði ég það fyrir utan hellinn, en það er nú inni I honum. Sýndu mömmu bara myndina og hún lætur þig fá það. Ég lét hana fórna höndum, því að ég veit, að hún verður yfir sig hrifin af að sjá þig. Er þetta ekki falleg mynd? Skilurðu hana eða þarf ég að útskýra hana betur?“ Aðkomumaðurinn (og hann var af Téwaraætt- inni) leit á myndina og kinkaði ákaft kolli. Hann sagði við sjálfan sig, „Ef ég sæki ekki allan ættbálk höfðingjans mikla til að hjálpa honum, drepa óvinir hans hann með spjótum sínum. Nú skil ég, hvers vegna þessi mikli höfðingi lætur sem hann sjái mig ekki! Hann óttaðist, að óvinir sínir lægju I launsátri milli runnanna og sæju hann fara með skilaboð frá mér. Þess vegna snéri hann við mér baki og lét þetta gáfaða og undursamlega barn teikna þessa voða- mynd til að sýna mér í hvílíkum erfiðleikum hann ætti. Nú fer ég og sæki ættbálkinn honum til aðstoð- ar.“ Hann spurði ekki Taffl til vegar heldur þaut út I buskann eins og elding með birkibörkinn I hendinni og Taffí settist ánægð niður. „Hvað varstu að gera, Taffí?“ spurði Tegúmaí. Hann var búinn að gera við spjótið og veifaði því til og frá. „Dálítið furðulegt, elsku pabbi,“ sagði Taffí. „Ef þú spyrð mig einskis færðu að vita það seinna og þá verðurðu hissa. Þú veizt ekki, hvað þú verður undr- andi, pabbi! Lofaðu mér að verða undrandi.“ „Þá það,“ sagði Tegúmaí og hélt áfram að veiða. Aðkomumaðurinn — vissuð þið, að hann var Téwara? — hraðaði sér af stað með myndina og hljóp við fót fáeinar mílur, unz hann hitti Téshúmaí Téwindrów af einskærri tilviljun. Hún stóð fyrir framan hellinn sinn og var að tala við aðrar forsögu- DRATTHAGIBLYANTURINN ANNA FRÁ STÓRUBORG saoa frá sextándu öld Hjalti varð rórri við þetta, eins og bam, sem eitthvert leyndarmál hefir komizt upp fyrir, en fær blíðuatlot í stað- inn fyrir ávíturnar eða hláturinn, sem það átti von á. „Haltu áfram, vinur minn. Hvað á að verða í hinum reit- unum?“ „í reitinn vinstra megin hafði ég hugsað mér að setja eir- orminn, sem hengdur var upp á eyðimörkinni." „Það líkar mér vel. Eirormurinn er tákn vonarinnar, tákn fyrirheitisins. „Konunnar sæði skal sundurmola höggorms- ins höfuð.“ Svoleiðis minnir mig fyrirheitið hljóði. En konunnar hlutdeild í lífinu og arfur hennar til næstu kyn- slóðar er kœrleikurinn. Og það er kærleikurinn, sem á endan- um sundurmolar höggormsins höfuð. — En hvað á að vera í þriðja reitnum?“ „Ég veit það ekki enn þá.“ „Má ég nú ekki kjósa mér mynd í þriðja reitinn?" „Jú, elskan mín. Kjóstu þér mynd.“ „Ég kýs mér þá Simeon í musterinu, þar sem hann heldur á Jesúbarninu og María stendur hjá honum.“ „Hvers vegna kýstu það?“ „Hann segir við Maríu: Sverð mun sál þína gegnum þrengjast.“ Þau þögnuðu bæði. Anna horfði á sofandi bamið í fangi sínu, og tárin komu fram í augun á henni. Svo bætti hún við: „Kærleikurinn sigrar ekki heiminn, nema brjósti því, sem hann ól, blæði tii ólífis.“ Hjalti lagði frá sér fjölina, kraup niður við hlið önnu og faðmaði hana að sér. „Það gengur eitthvað að þér, elskan mín!“ Anna tók vel blíðu hans og svaraði glaðlega: „Nei, það gengur ekkert að mér. Við lifum í gleði og friði, — kannske helzt til mikilli gleði og miklum friði. En seinna koma stormarnir og harðviðrin. Ég er sterk og hraust; ég er fær um að þola dálítið. Og ég sleppi þér ekki, því að ég elska þig svo heitt." 2. HEIMSÓKN BRÓÐURINS Auðvitað hafði það borizt Páli sýslumanni á Hlíðarenda til eyrna, hvað gerðist á Stóruborg. fftcðimofgufilfaffinu — Ég held, að aldrei verði veiðihundur úr Snata... — Heldurðu að þú lendir ekki I einhverju klandri við flugumferðarstjórn- ina, Óskar...? — Það er sagt, að lofts- lagið hérna sé sérlega upplífgandi... — Já, já marama, nú get- ur ekki verið langt þang- að til Júlíus kemur með bensín...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.