Morgunblaðið - 15.08.1974, Page 2

Morgunblaðið - 15.08.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 Rannsóknir fyrir fiskiðnað hefjast á ísafirði í vetur Norður-frsku börnin ásamt fararstjðrum og framkvæmdastjóra Hjálparstofnunarinnar. 21 barn frá Norður- írlandi til dvalar hér Akveðið hefur verið að koma upp útibúi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Isafirði og undir- búningur á lokastigi, að þvi er dr. Björn Dagbjartsson, forstöðumað- ur stofnunarinnar tjáði Mbl. Standa vonir til, að hægt verði að byrja í vetur. Húsnæði er fyrir hendi í húsi Vestra h.f. við Suður- götu, en eftir að innrétta það og tæki hafa verið pöntuð. Sam- kvæmt nýjum lögum frá 1973 er stofnuninni gert að leita sam- starfs við fiskiðnað, matvæla- framleiðendur og sveitarfélög um að starfrækja rannsóknastofur ut- an Reykjavikur, og skulu þessir aðilar leggja fram helming kostn- aðar, en rannsóknastofurnar skulu veita fiskiðnaði og öðrum matvælaiðnaði á svæðinu þjón- ustu með rannsóknum, gæðaeftir- liti og leiðbeiningum samkvæmt gjaldskrá. Björn sagði, að orðið hefði að samkomulagi, að Isafjarðarkaup- staður sæi um innréttingu á hús- næðinu, en stofnunin um tæki, og Varð • bráðkvaddur ÞAÐ ER nú upplýst, að ungi maðurinn, sem féll fram af svöl- um á hóteli á Mallorka um sl. helgi, lézt ekki af völdum fallsins. Læknisrannsókn leiddi í ljós, að hann hafði orðið bráðkvaddur á svölunum, áður en hann féíl. Hann hét Þorsteinn Ingólfsson, 25 ára, kennari, og átti heima i Reykjavik. Héraðsmót á Akranesi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur héraðsmót á Akranesi (Hótel Akranesi) næstkomandi sunnudag kl. 21.00. Alþingis- mennirnir Jón Árnason og Ellert B. Schram munu flytja ávörp. Hljómsveit Ölafs Gauks, Svala Nielsen, Svanhildur og Jörundur Guðmundsson munu annast fjöl- breytt skemmtiatriði. Að mótinu loknu verður stiginn dans fram eftir nóttu. IÐNAÐARRÁÐHERRA, Magnús Kjartansson, mælti fyrir frum- varpi um breytingu á orkulögum i neðri deild Alþingis f gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvf, að jarðhitasvæði skuli skiptast í háhitasvæði og lághitasvæði og rfkið hafa allan rétt til umráða hagnýtingar jarðhita á háhita- svæðum og uppleystra efna og gastegunda, sem háhitavatni og gufu fylgja, þó með nokkrum takmörkunum. Iðnaðarráðherra gat þess, að frumvarp þetta hefði verið flutt á síðasta þingi, en ekki hlotió fullnaðarafgreiðslu. Meirihluti iðnaðarnefndar hefði þá mælt með samþykkt þess með nokkrum breytingum. Breytingartillögur nefndarinnar sem og breyt- ingartillaga Gils Guðmundssonar alþingismanns, er miðaði að þvi að tryggja frekar rétt sveitar- félaga í þessu efni, hefðu verið teknar inn í frumvarpið í núverandi mynd þess. Ráðherra sagði það sitt álit, að orkan í iðrum jarðar væri sam- eign allra landsmanna og hana bæri að nýta í almenningsþágu. Frumvarpið hefði verið borið undir lagadeild Háskóla Islands og hefði það verið álit deildarinnar, að frumvarpið bryti ekki í bága við eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar. dæmið síðan gert upp þegar séð yrði hver stofnkostnaðurinn yrði. En á fjárlögum voru veittar 2,5 milljónir kr. I þessu skyni. Sagði Björn, að farið yrði hægt af stað og þessi upphæð látin duga. En vonir standa til að á næstu fjár- lögum fáist álíka upphæð með verðlagsbótum og að þá verði hægt að byrja á öðru útibúi fyrir Austfirði, líklega í Neskaupstað. Fyrir Norðurland hefur Fjórð- ungssamband Norðurlands svo stungið upp á, að slík rannsókna- stofnun verði í framtíðinni á Siglufirði. En Suðurlandi þjónar rannsóknastofnunin í Reykjavik. Og í Vestmannaeyjum hafa fisk- vinnslufyrirtækin rekið rann- sóknastofnun fyrir fiskiðnaðinn sem sjálfseignastofnun síðan 1962, aðeins styrkt af ríkinu með launum forstöðumanns. Og mun hugmyndin að þessum útibúum þaðan komin. — Á Isafirði höfum við hugsað okkur að verði til að byrja með nokkuð góð aðstaða til efnafræði- legra mælinga, en gerladeild verður ekki þar að svo stöddu, sagði Björn. Þetta útibú á að þjóna öllum Vestfjörðum. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins á að reka útibúið, en ætlazt er til þess, að gjald sé tekið 'fyrir efnafræði- lega þjónustu og komi upp í hluta af kostnaði. Hins vegar segja Vestfirðingar með réttu, að þeir greiði í sínum útflutningsgjöldum árlega fé, sem ætlað er til rann- sóknaþjónustu fyrir fiskiðnaðinn, en sem þeir fái ekki notið sam- bærilega við höfuðborgarsvæðið. Einn efnafræðingur verður fyrst um sinn starfandi á rann- sóknastofunni á ísafirði og sagði Björn, að þeir hefðu i það starf í huga mann sem er Isfirðingur. Yrði þarna ráðinn fastur for- stöðumaður, en að sjálfsögðu væri nauðsynlegt að fá aðstoð með ýmsar sérstakar rannsóknir frá stofnuninni í Reykjavik og sér- fræðingar yrðu tíðir gestir til að standa fyrir tilraunum sem fram fara á slíkum stöðum. Otibúin yrðu þjónustustöðvar og að auki væri oft betra að stunda ýmsar framleiðslutilraunir þarna við ströndina, en undirstöðutilraunir yrðu áfram á Rannsóknastofnun- inni í Reykjavík. Ingólfur Jónsson alþingis- maður sagði, að iðnaðarnefnd hefði ekki orðið sammála um af- stöðu til frumvarps þessa á síðasta þingi. Hefði minnihlutinn lagt til, að því yrði vísað til ríkis- stjórnarinnar til nánari athug- unar og skyldi endurskoðun þess framkvæmd í samráði við Stéttar- Framhald á bls. 16 FRUMVARP til laga um verðjöfn- unargjald af raforku var til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Gerir frumvarpið ráð fyrir 13% verðjöfnunargjaldi á raf- orku á siðasta stigi viðskipta, sölu- verð til notenda. Verðjöfnunar- gjaldið rennur til Orkusjóðs „til að bæta fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins skv nánari ákvörðun stjórnar Orkusjóðs og ráðherra orkumála". Ennfremur gerir frumvarpið ráð fyrir því að veita RARIK eftirgjöf á bráðabirgða- lánum ríkissjóðs að fjárhæð 147 milljónir króna og að ríkissjóði sé heimilt að endurgreiða bráða- birgðalán Seðlabanka Islands, sem veitt var ríkissjóði í nafni Rafmagnsveitna ríkisins árið HÓPUR norður-irskra barna kom til landsins I gær á vegum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og ým- issa sjálfboðaliða fyrir austan Fjall. Börnin eru 21 að tölu, á aldrinum 12—14 ára og öll frá Londonderry og nágrenni. Þau eru ýmist kaþólsk eða mótmæl- endatrúar. Með þeim komu tveir frskir fararstjórar. Irsku börnin munu dveljast hér til 26. ágúst. Fyrst í stað munu þau búa í Hlíðardalsskóla en siðan búa á einkaheimilum i Hveragerði. Þetta er þriðja sumarið, sem Hjálparstofnunin R ANN SOKN ASTOFNUN land- búnaðarins keypti sl. vor Möðru- velli I Hörgárdal og er að flytja þangað Tilraunastöðina á Akur- eyri. Er áformað að losa sig í framhaldi af því við Gróðrastöð- ina á Akureyri. Að Möðruvöllum á að flytja sem mest af starfsemi landbúnaðarrannsókna á Norður- landi og leiðbeiningaþjónustuna í Eyjafirði. Einnig er áformað að koma þar upp 100 kúa tilrauna- fjósi og er verið að teikna það. Mbl. fékk þessar upplýsingar hjá dr. Birni Sigurbjörnssyni, for- stöðumanni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sem var á förum 1973, að fjárhæð 130 milljónir króna. Magnús Kjartansson orkumála- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu. Ráðherra sagði m.a., að slíkt verðjöfnunargjald, bundið við fasta upphæð, 35 mkr., hefði kom- ið til árið 1965 og verið hækkað i 70 mkr. árið 1969. Þetta rekstrar- framlag til Rafmangsveitna ríkis- ins hefði síðan farið ört lækkandi að verðgildi i verðbólgunni og því þætti rétt að binda það nú við ákveðna prósentutölu af seldri raforku. Ráðherra gat þess og, að áætlaður rekstrarhalli fyrirtækis- ins á yfirstandandi ári hefði verið 272 mkr., en endurskoðun áætlun- ar í mafmánuði sl. hefði leitt í ljós, að hallinn myndi verða 349 bíður norður-írskum börnum hingað til dvalar til hvíldar frá átökum og hermdarverkum, sem heita mega daglegt brauð i heima- högum þeirra. Hefur orðið mjög SALTFISKFRAMLEIÐSLAN I sumar hefur verið meiri en um norður, þar sem halda á stjórnar- fund rannsóknastofnunarinnar á föstudag, til að ræða um starfsem- ina á Möðruvöllum. Stjórnina skipa: Bjarni Arason, ráðunautur í Borgarfirði, stjórnarformaður, Ásgeir Bjarnason, alþingismaður og Jóhannes Sigvaldason, for- stöðumaður rannsóknanna á Norðurlandi. Tilraunastjóri á Möðruvöllum er Bjarni Guðleifs- son. Möðruvellir í Hörgárdal eru ríkisjörð og er er helmingur hennar kirkjujörð. En Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hefur keypt hús og annað af bónd- anum Eggert Davíðssyni. mkr. Ráðherra sagði, að þessi til- högun hefði óveruleg áhrif á vísi- tölu, þótt söluverð raforku hækk- aði sem gjaldi þessu næmi skv. lögunum. Ingólfur Jónsson Alþingismað- ur minnti á, að frumvarp þetta hefði verið flutt í aprilmánuði sl., vísað til iðnaðarnefndar, en ekki fengið afgreiðslu þar. Hann gat þess og, að umsagnir um frum- varpið, sem borizt hefðu, væru mjög neikvæðar. Hann benti á tvö atriði, sem íhuga þyrfti í meðferð málsins. Hið fyrra væri, að skv. frum- varpinu myndu þær rafveitur, sem hæsta hefðu gjaldskrá, og því þeir neytendur, er keyptu raf- Framhald á bls. 16 góð reynsla af dvöl norður-írsku barnanna hér á landi og er jafn- vel í ráði að auka þennan þátt í starfi Hjálparstofnunarinnar á næsta sumri. langt árabil, og þar af leiðandi eru nú til nokkrar birgðir af salt- fiski f landinu. Að sögn Tómasar Þorvaldssonar, stjórnarformanns Sölusambands fsl. fiskfram- leiðenda, er nú ætlunin að fara að huga að sölu á þessum fiski. 1 þvf sambandi sagði Tómas, að ekki væri búizt við þvf, að saltfisk- verðið hækkaði frekar úr þvf sem komið væri, jafnvel mætti gera ráð fyrir, að það sigi eitthvað. Hann kvað þó enga svartsýni rfkjandi I bækistöðvum fiskfram- leiðenda hvað verðlagsmál salt- fisksins snerti. Vertíðarframleiðslan á saltfiski í vetur varð samtals um 32 þúsund tonn og reyndist heldur meiri en fyrst var gefið upp í vor. Framhald á bls. 16 r Ovænt úrslit FJORIR leikir voru I bikar- keppni Knattspyrnusambands Is- lands f gærkvöldi. Óvæntustu úr- slitin urðu tvfmælalaust f Vest- mannaeyjum, þar sem annarrar deildar lið Völsunga frá Húsavfk sigraði heimamenn með 2 mörk- um gegn engu, og er þar með komið f undanúrslit. A Akranesi sigruðu heima- menn bikarmeistara Fram frá í fyrra með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Teitur Þórðarson bæði mörkin. A Laugardalsvelli sigraði Víkingur KR með 3 mörk- um gegn 2 eftir framlengingu. Eftir venjulegan leiktfma var staðan 1—1. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk Vfkings en var sfðan vikið af leikvelli er 2 mfnút- ur voru eftir. Kári Kaaber gerði þriðja mark Vfkings en þeir Ottó Guðmundsson og Ólafur Lárusson mörk KR. Valsmenn sigruðu Keflvfkinga á útivelli með 3—1. Eftir venjulegan leiktfma var staðan 1—1 og skoraði Steinar Jóhannsson fyrst fyrir Keflvfk- inga úr vfti, en Aiexander jafnaði fyrir Val skömmu fyrir Ieikslok. 1 framlengingunni skoruðu svo Helgi Benediktsson og Atli Eð- valdsson og tryggðu Val öruggan sigur. Framhald á bls. 16 Hagnýting jarðhita Verðjöfnunargjald af raforku Flytja tilraunastöðina á Akureyri að Möðruvöllum Verður miðstöð landbúnaðar- rannsókna á Norðurlandi Mikil sumarfram- leiðsla á saltfiski

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.