Morgunblaðið - 15.08.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.08.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGUST 1974 Ungir íslendingar á norrænni tónlistarhátíð DAGANA 30.6. — 6.7. var haldin samnorræn tónlistarhátíð í Piteá I N-Svíþjóð á vegum Ung Nordisk Musikfest, en svo nefnast samtök tónlistarfólks undir þrítugu á Norðurlöndunum fimm. í ár voru tslendingar í fyrsta sinn virkir þátttakendur I félags- skapnum, sem hefur það markmið annars vegar að flytja verk ungra Mannár í iðnaði nær tvöfölduð- ust 1950-1970 AF 1997 iðnfyrirtækjum, sem starfrækt voru á Islandi 1969, höfðu aðeins 49 yfir 40 starfs- menn I vinnu, eða 2,5% af heildarfjölda iðnfyrirtækja. 72% fslenzkra iðnfyrirtækja 1969 höfðu hins vegar aðeins 5 starfs- menn eða færri. I Noregi á árinu 1967 höfðu 46,3% iðnfyrirtækja 5 menn eða færri í vinnu, en 7,9% iðnfyrirtækja þar I landi höfðu yfir 50 menn starfandi. Þessar tölur eru birtar í ritinu „Opinberar aðgerðir og atvinnu- lífið 1950—70“, sem nýkomið er út á vegum samtaka iðnrekenda og iðnaðarmanna og Hagvangur hf. hefur unnið. Þar kemur einnig fram, að mannár í öðrum iðnaði en fiskiðn- aði voru 7855 árið 1950 en 14154 1970. Vísitala atvinnumagns í iðnaði, sem var 100 árið 1950, var 167 árið 1967, en hæst var hún 1966 eða 168,9. Hluti vinnuafis í iðnaði af heildarmannafla jökst frá 1950—70 úr 13,3% í 16,4%, en þetta hlutfall var hæst 1964 eða 17,7%. norrænna tónskálda og gefa þeim þannig tækifæri til að heyra verk sín 1 flutningi og endurspegla um leið þá tónsmíðaiöju, sem ung tón- skáld stunda á Norðurlöndum, en hins vegar hefur félagsskapurinn það markmið að auka samskipti hvers kyns ungs norræns tón- listarfólks. Þetta er gert með árlegum hátíðarhöldum 1 formi tónleika, fyrirlestra og samræðuhópa. Á hátíðinni í ár voru haldnir 6 tón- leikar, tvennir hljómsveitartón- leikar og fernir kammertónleikar. Hljómsveitin var skipuð um 100 manns, sem flestir eru nemendur í hljóðfæraleik á einhverju Norðurlandanna. Stjórnendur hennar voru Svíarnir Per Lyng og Siegfried Naumann. Kórar þeirra Bo Johansson frá Sviþjóð og Arnulv Hegstad frá Noregi sungu undir þeirra stjórn. Fjöldi einsöngvara kom einnig fram. Þá fengu elektrónisk tónlist og „musique concréte" sinn skerf og sömuleiðis popp og jazz. Fyrirlestrar voru haldnir daglega og voru fyrirlesarar þrír Svíar: Jan Ling, sem talaði um hlutverk tónskáldsins i þjóðfélag- inu gegn um aldirnar, Per- Gunnar Alldahl, sem talaði um „improvisasjón“ i tónsmíðatækni og Sune Smedeby, sem talaði um hóp-,,improvisasjón“. Alls tóku um 250 manns þátt i hátíðinni, en héðan frá íslandi fóru 17 manns, og voru þar af 13 virkir þátttakendur. Sjö þeirra voru tónskáld, Áskell Másson, sem átti Silju, verk fyrir slag- verk; Bergljót Jónsdóttir, sem átti Pentu, verk fyrir blandaðan kór; Jónas Tómasson, sem átti Cantötu II, verk fyrir einsöng og 5 hljóð- færaleikara; Karólína Eiríks- dóttir, sem átti Helix, verk fyrir 7 einsöngvara; Snorri S. Birgisson, sem átti Andlegar Vibrationir, verk fyrir flautu og píanó; Þor- steinn Hannesson, sem átti Demo- kratiskt verk fyrir generator og trompet og Þorsteinn Hauksson, sem átti „Humma?" verk fyrir 2 sópran- og 1 bassasöngvara. Sex hljóðfæraleikarar fóru; Ágústa Jónsdóttir fiðluleikari, Dóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Guðrún S. Birgisdóttir flautu- leikari, Hlff Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari, Öskar Ingólfsson klari- nettleikari og Sigríður Vilhjálms- dóttir óbóleikari. Samtök þessi hafa starfað frá 1946. Er einungis nokkurra manna nefnd í hverju landi, sem sér um móttöku verka til flutn- ings á hátíðunum. Sfðan eru verkin afhent þarlendri dóm- nefnd, sem sker úr hver séu flutn- ingsverð. Nefndirnar sjá svo um að fá flytjendur að verkunum. Þeir eru gjarnan valdir af öðru þjóðerni en höfundur. Störf nefndarmanna og þeirra hljóðfæraleikara, sem þær fá til liðs, eru öll unnin endurgjalds- laust, en Menningarsjóður Norðurlandanna styrkir hátíðar- höldin. Sakir mikils ferðakostn- aðar fyrir íslenzku þátttakend- urna hafa ýmsir íslenzkir aðilar styrkt þá og má nefna borgar- stjórn, menntamálaráðuneyti, menntamálaráðherra og STEF. Einnig hafa nefndarmenn efnt til happdrættis. Hátíðin er haldin árlega eins og fyrr segir og skiptast löndin á að sjá um hana. Næsta hátíð verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 23.2 — 2.3 1975. (Frá UNM-nefndinni á Islandi), Leiðrétting I FRÉTT um eyðileggingu lista- verka í búi Storrs í Mbl. s.l. föstu- dag urðu þau mistök, að nafn Pauls Gaimards misritaðist. Þá sagði ennfremur, að Gaimard hefði gert myndirnar, en það er ekki rétt, þær eru gerðar af lista- manninum Auguste Mayer, sem var í leiðangri Gaimards. Af gefnu tilefni neyðumst vér nú til að fylgja fast eftir 50% fyrirframgreiðslu á allri inn- römmun. Ásbrú Njá/sgötu, Innrömmum Árna ytri Njarðvík Innrömmun Eddu Borg Hafnarfirði Innrömmunin Garðastræti Rammaiðjan Oðinsgötu. Utsala — Utsala Mikil verölækkun. GLUGGINN, Laugavegi 49. Chevrolet Pick-up Til sölu '73 módel. Lítið ekinn. Sérlega góður og fallegur bíll. Sími 34033. Bútasala Gluggatjaldadeild Últímu, II. hæð, Kjörgarði. Höfum fyrirliggjandi Fiat 125 P fólksbifreiðar til afgreiðslu strax. Gott verð, góðir greiðsluskilmálar. Davíð Sigurðsson hf., Fiat-einkaumboö á Islandi, Síöumúla 35. ÚTSALA — ÚTSALA Urval af peysum á alla íjölskylduna. Einnig garn, bútar og ýmiss annar fatnaður. Hefst í dag fimmtudaginn 15. ágúst. Anna Þórðardóttir li. f., Skeifan 6, vesturdyr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.