Morgunblaðið - 15.08.1974, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGUST 1974
För Þórs til
Útgaröa-Loka
Snorra Edda,
Gylfaginning
svo.“ Þá taka þeir aftur annað skeið, og þá er Hugi
kemur til skeiðsenda og hann snýst aftur, þá var
langt kólfskot til Þjálfa. Þá mælti Útgarða-Loki:
„Vel þykir mér Þjálfi renna skeiðið, en eigi trúi ég
honum nú, að hann vinni leikinn, en nú mun reyna,
er þeir renna hið þriðja skeiðið.“ Þá taka þeir enn
skeió. En er Hugi er kominn til skeiðsenda og snýst
aftur, er Þjálfi eigi kominn á mitt skeið. Þá segja
allir, að reynt sé um þennan leik. Þá spyr Útgarða-
Loki Þór, hvaða íþróttir það muni vera, er hann
muni vilja birta fyrir þeim, svo miklar sögur sem
menn hafi gert um stórvirki hans. Þá mælti Þór, að
helst vilji hann það til taka, að þreyta drykkju við
1B£E-
ÞETTA er skotbakki, sem strákarnir bjuggu til.
Þeir náðu í 6 tómar dósir, máluðu tölustafi á hverja
þeirra, settu þær upp á kassann og síðan hófst
stigakeppni í að skjóta dósirnar niður. Stigafjöld-
inn fer eftir því, hvaða tölur eru á dósunum — sá
vinnur, sem flest hefur stigin að sjálfsögðu.
einhvern mann. Útgarða-Loki segir, að það megi vel
vera, gengur inn í höllina og kallar á skutilsvein
sinn, biður, að hann taki vítishorn það, er hirðmenn
séu vanir að drekka af. Því næst kemur fram skutil-
sveinn með hornið og fær Þór í hönd. Þá mælti
Útgarða-Loki: „Af horni þessu þykir þá vel drukkið,
ef í einum drykk gengur af, en sumir drekka af í
tveimur drykkjum, en enginn er svo lítill drykkju-
maður, að eigi gangi af í þremur.“ Þór lítur á hornið
og sýnist ekki mikið, og er þó heldur langt, en hann
er mjög þyrstur og tekur að drekka og svelgur
allstórum og hyggur, að eigi skuli hann þurfa að lúta
oftar í hornið. En er hann þraut erindið og hann laut
úr horninu og sér, hvað leið drykknum, líst honum
svo sem alllítill munur muni vera, að nú sé lægra í
horninu en áður. Þá mælti Útgarða-Loki: „Vel er
drukkið og þó eigi mikið; eigi mundi ég trúa, ef
mér væri frá sagt, að Ása-Þór mundi eigi meiri drykk
drekka, en þó veit ég, að þú munt vilja drekka af i
öðrum drykk.“ Þór svarar engu, setur hornið á
munn sér og hyggur nú, að hann skuli drekka meira
drykk, og þreytir drykkjuna sem honum vanst til
erindi; og enn sér hann, að stikillinn hornsins vill
ekki upp svo mjög, sem honum líkar. Og er hann tók
hornið af munni sér og sér í, líst honum nú svo, sem
minna hafi þorrið en hinu fyrra sinni. Er nú gott
beranda borð á horninu. Þá mælti Útgarða-Loki:
„Hvað er nú, Þór? Muntu nú eigi spara til eins
drykkjar meir en þér mun hagur á vera? Svo líst
mér, ef þú skalt nú drekka af horninu hinn þriðja
drykkinn, sem þessi muni mestur ætlaður. En ekki
muntu mega hér með oss heita svo mikill maður sem
æsir kalla þig, ef þú gerir eigi meira af þér um aðra
leika en mér líst, að um þennan muni vera.“ Þá varð
Þór reiður, setur hornið á munn sér og drekkur sem
ákafast hann má og þreytir sem mest drykkinn. En
er hann sá í hornið, þá hafði nú helst nokkur munur
á fengist. Þá býður hann upp hornið og vill eigi
drekka meira. Þá mælti Útgarða-Loki: „Auðsætt er
nú, að máttur þinn er ekki svo mikill, sem vér
hugðum, en viltu freista um fleiri leika? Sjá má nú,
að ekki nýtir þú hér af.“ Þór svarar: „Freista má ég
ANNA FRÁ STÓRUBORG — saga frá sextándu öld
„Þá má ég vonandi hjálpa þér af baki.“
„Ég þakka fyrir,“ mælti Anna og þáði hjálpina.
„Og hvert er erindið?“
„Kaupa af þér Hvamm,“ mælti Anna brosandi.
„Ekki er það lengi gert,“ mælti Sigvaldi með uppgerðar-
alvöru.
„Ég hafði þarna kaupvott með mér, ef ganga skyldi sam-
an með okkur. Hinn kaupvottinn átt þú auðvitað að leggja
til.“
„Einhver ráð verða með það.“
Fylgdarmaður önnu og vinnumenn Sigvalda litu hvorir á
aðra. Þeir trúðu þessu.
„Er ]>á ekki be/t, að við komum inn í bæinn til að koma
okkur saman um jarðakaupin?" mælti Sigvaldi með sömu
blessaðri hægðinni og áður.
„Ekki inn i bæ. En á einmæli vildi ég gjarnan fá þig.“
„Jæja, þá skulum við koma héma upp að brekkurótun-
um. Gerir það nokkuð til, þó að hamrabúarnir heyri til
f>kkar?“
„Nei, tröllin eru trygg og okkur vinveitt, nábúum sinum.“
„Ojæja, stundum.“
TTppi við brekkuræturnar settust þau niður.
„Það er vandamál og trúnaðarmál, sem ég hefi að tala
um við þig,“ mælti Anna.
„Mig grunaði, að svo væri.“
Anna horfði fast á hann. Henni fannst sauðarsvipurinn
hverfa alltaf meira og meira, en undir „blíðalogninu“ birtast
djúp spaklegrar hugsunar og öruggrar einlægni.
„Ég þarf að leita ráða og ásjár til þín.“
„Það er mér óvæntur heiður. Það gera ekki margir, sem
betur fer. Þeir treysta ekki „bliðalogninu“! Hætt er líka við,
að ráðin mundu fljótt þrjóta og ásjáin verða lítils virði, ef
margir þyrftu á slíku að halda.“
„Því betur, sem færri leggja sporin heim til þín í slík-
um erindum. Þú veizt, að ég hirði ekki um troðna vegi.“
Sigvaldi þagði um stund og hugsaði.
„Það er um Hjalta, sem þú vilt tala við mig,“ mælti hann.
„Já, það er um Hjalta.“
„Mig grunaði það undireins."
„Sérðu nokkur sköpuð ráð?“
Sigvaldi þagði lengi og var hugsi.
„Ég veit ekki,“ mælti hann loks. „Ég hefi lítið um þetta
hugsað.“
„En þó ofurlitið?“ Anna fór að verða forvitin.
„Já, ofurlítið. Ég vissi, að þú mundir koma.
„Hvernig vissirðu það?“
„Ég veit það ekki. Það var eins og mér væri sagt það.“
eftir
Jón
Trausta