Morgunblaðið - 22.08.1974, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.08.1974, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 Fa JJ Ití I.MIIUW 'AiAjm 22*0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOIXIŒŒn utvarp og stereo CaSETTUTÆKI HOPFERÐA- BÍLAR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 Ferðabílar hf. Bílaleiga S-81260. 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbilar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjórn). r Tilboé AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI Shodr IEICAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. 4-2600 ■4 Hjartans þakkir til barna, tengda- barna og barnabarna og allra vina sem glöddu okkur á 65 og 70 ára afmæli okkar. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður Eyjólfsdóttir, Sturlaugur G uðnason. Viðurkenna vandann Ljóst er, að ný rfkisstjórn fær erfið verkefni við að glfma. Enginn rfkisstjðrn hefur skilið við þjððarbúið f jafn miklum ðlestri sem vinstri stjðrnin. Östjórn og ringulreið á öllum sviðum hefur leitt til mestu ððaverðbðlgu og hallareksturs þjóðarbúsins, sem um getur. Vfst er, að deilur og sffellt strfð stjðrnarflokkanna fráfarandi sfn á milli hefur að nokkru leyti verið orsök ráðdeildar- leysisins, sem þjóðin hefur nú að súpa seyðið af. Aðeins traust rfkisstjórn og heilsteypt sam starf þeirra, sem að henni standa, getur greitt úr þvf öng- þveiti, er við blasir. Fyrir kosningar lögðu tals- menn fráfarandi stjórnar- flokka mikla áherzlu á, að at- vinna væri mikil f landinu. Stjörnarandstaðan benti hins vegar á, að samdráttur og at- vinnuleysi væri á næsta leiti vegna fyrirhyggjuleysis rfkis- stjðrnarinnar. Þetta var kallað bölsýni. Tfminn, málgagn Framsóknarflokksins, virðist á hinn bóginn hafa áttað sig á þvf nú eftir kosningarnar, að f óefni er komið. 1 forystugrein Tfmans f gær segir formaður þingflokks framsðknarmanna: „Það er öllum ljðst, eins og áður segir, að þjóðinni er nú mikill vandi á höndumfefna hagsmálum, og framundan bíð- ur ekkert annað en atvinnu- leysi og ððaverðbðlga, ef ekki verður reynt að reisa rönd við þvf.“ Þð að útlitið sé vissulega dökkt, er ástæða til þess að fagna þvf, að forystumenn Framsöknarflokksins skuli gera sér grein fyrir, að við lok vinstri stjðrnar blasi ekkert annað við en atvinnuleysi og ððaverðbólga. Það er fyrsta skrefið til þess að unnt sé að leysa vandann, að menn geri sér grein fyrir f hverju hann er fölginn. Ekki liður í heildarráðstöfunum Mikilvægt er, að við úrlausn ringulreiðarinnar f efnahags- málum verði búið svo um hnút- ana, að nauðsynlegar aðgerðir komi ekki þungt niður á þeim, sem verst eru settir f þjððfélag- inu. Sú ákvörðun rfkisstjörnar- innar að hækka búvöruverðer ekki liður f þeim heildarráð- stöfunum, sem gera þarf á næstunni til þess að ræða at- riði, sem vinstri stjðrnin hefur f lengstu lög skotið sér undan að taka afstöðu til, enda klofn- aði hún f þrennt, þegar málið var loks tekið til afgreiðslu. Hins vcgar var það ábyrg af- staða Sjálfstæðisflokksins, að standa gegn auknum niður- greiðslum úr rfkissjðði vegna fyrirhugaðrar hækkunar á búvöruverði. Niðurgreiðslur úr rfkissjðði eru nú alltof miklar og ðráð að auka þær á sama tfma og verið er að undirbúa heildrráðstafanir f efnahags- málum. Ringulreið Með hverjum deginum sem Ifður kemur æ skýrar f ljós, hversu hrikaleg vandamál nú er við að glfma. Upplýst hefur verið, að sveitarfélögin skorti 1000 milljðnir krðna til þess að endar nái saman á þessu ári. Tekjustofnar þeirra eru ákveðnir fyrirfram, en verð- bðlgan hefur farið svo langt fram úr þvf, sem sjá mátti fyr- ir, að f hreint óefni er komið. Þá hefur komið fram, að fyr- irsjáanlegt tap frystihúsanna á ársgrundvelli er nú 1500 milljónir krðna. Verðlagsþrð- unin innanlands á verulegan þátt f þessu ófremdarástandi. f ljðs hefur komið, að mjög hef- ur kreppt að byggingavöruvið- skiptum. Tekið hefur verið fyr- ir lánsviðskipti af þessum sök- um, sem öhjákvæmilega hlýtur að leiða til samdráttar f bygg- ingariðnaði. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það ðfremdarástand, sem nú rfkir. Miklu máli skiptir að ekki dragist öllu lengur að mynda nýja rfkisstjðrn, sem getur tekið þessi vandamál föstum tökum. Bréf: Fötluðu börnin og Kjarvalshúsið Mikið er þetta vanhugsuð klausa og eftir því ósmekkleg hjá Braga Ásgeirssyni í Morgun- blaðinu siðastliðinn laugardag, þar sem hann spyr með þjósti i frétt blaðsins um Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi og fjölfötluðu börn- in,„hvort islenskir myndlistar- menn hafi minni rétt heldur en fötluð börn". Svarið er auðvitað að hafi þeir það ekki, þá ættu þeir að hafa það. jslenskir myndlistarmenn eiga að vera fullfærir um að sjá um sig sjáfir, en það geta fötluð börn aftur á móti ekki og þaðan af síður þau fjölfötluðu. Bragi segir ennfremur af þvi tilefni, að nú virðist hafa komið til tals að lána þetta margumtalaða vanhirta hús til afnota fyrir fjöl- fötluð börn: „. . . tel ég þetta vera grófa móðgun við okkur að ákveða afnot af húsinu án nokkurs samráðs við islenska myndlistarmenn, og ég vil líta á það sem móðgun við minningu Jóhannesar Kjarvals að nota hús- næðið til annarra afnota en sem að sjónmenntun lýtur." Ekki vantar nú finu orðin: „sjón- menntun", hvorki meira né minnal En ég er samt alls ekki viss um, að Kjarval hefði skrifað undir þessa fullyrðingu starfsbróður sins; hann var nefnilega umfram allt mannlegur. Bragi Ásgeirsson mætti lika reyna að setja sig i fótspor þeirra foreldra, sem eiga fjölfötluð börn. Og áður en blöðin taka að sér að flytja svona fleipur eins og Morgunblaðið hafði eftir Braga á laugardag, þá mættu þau lika að ósekju velta þvi fyrir sér, hvernig svona þokkalegar kveðjur orka á aðstandendur fyrrnefndra barna. Gísli J. Ástþórsson. LÍF í GEYSI GEYSIR hefur verið með líflegasta móti í sumar og síðustu dagana má segja, að hann hafi gosið eitthvað á hverjum degi, að sögn Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Sigurður taldi, að veðráttan í sumar ætti sinn þátt i því hversu virkur þessi frægasti hver veraldar hefur verið i sumar. Hann gýs nú iðulega af sjálfsdáðum og getur þá gosstrókurinn komizt upp i allt að 30 metra. Einnig hefur honum verið hjálpað nokkrum sinnum með þvi að setja sápu i hann og getur strókurinn þá orðið um 50 metrar Töluverður fjöldi ferðamanna hefur orðið vitni að þessum gosum Geysis i sumar, en þegar hann bregzt kemur Strokkur til skjalanna og fæstir fara þvi vonsviknir úr garði. 7<^>* F Haflidi Jónssov GA TANOKKAR Eins og kunnugt er fékk Reykjavik kaupstaðarréttindi 18. ágúst árið 1786 og er það síðan talinn afmælisdagur höfuðborgarinnar. Sú skemmti- lega venja er komin á, að minnast þessa dags á ári hverju með þeim hætti, að borgaryfir- völd heiðra þá aðila, sem veru- legt framtak hafa sýnt í því að fegra og prýða umhverfi sitt. Að þessu sinni eru það fyrst og fremst íbúar, er heima eiga við Hvassaleiti, sem fá þann vitnis- burð að skara fram úr f snyrti- Iegri umhirðu, nosturssemi og smekkvísi f ræktun lóðanna kringum heimili sfn. Til þess að heil íbúðargatá, þar sem e.t.v. eru hundruð húsráðenda, geti fengið þann lofsverða vitnis- burð, að gatan þeirra sé metin — fegurst gatna — í borginni, þá segir það sig sjálft, að í þeirri ágætu götu býr samvalið augnaðar- og fyrirmyndarfólk. Og sem betur fer eru þær götur að verða margar f Reykjavík, sem skipað geta þetta öndvegi. Merki fegrunarnefndar held- ur áfram að vaka yfir þeim göt- um, sem hlotið hafa út- nefningu, og fær trúfega að gera það áfram svo lengi, sem þær halda hreinleika sínum og fegurð. Með því er vandlega fylgst, og ef það kæmi einhvern vordag í ljós, að afturför hefði orðið, kæmu fyrst aðvörunar- skeyti frá borgareftirlitinu, en ef úrbætur yrðu ekki á þvf sem miður færi gæti ein vanhirt lóð orðið til þess, að græna merki fegrunarnefndar yrði fjarlægt. Til þess hefur ennþá ekki þurft að koma og eftirtaldar götur skarta ár eftir ár mjög fagur- lega og bera Fegrunarmerkið með miklum sóma þ.e.: Safa- mýri, Sporðagrunnur, Selvogs- grunnur, Brekkugerði, Eini- melur og nú Hvassaleiti. Það fylgir þvf nokkur ábyrgð að búa í fallegri götu, sem hlot- ið hefur vegsemd og virðingu. Ef að líkum lætur leggja marg- falt fleiri en ella leið sína um viðkomandi götur til að njóta ánægjunnar með þeim, sem þar hafa lagt á sig erfiðið. Verkin lofa meistarann, segir einhversstaðar og meistararnir eru sjaldan mótfallnir að deila verkum sfnum með þeim, er vilja njóta. Á þann veg blómstrar fagurt mannlíf. Gott samfélag. Þannig hefur orðið til kveikja að „grænu bylting- unni“, sem okkar ungi og starfsglaði borgarstjóri hefur nú hrundið af stað. Og þrátt fyrir miklar viðsjár í efnahags- málum, sem nú blasa við öllum, hvar f flokki, sem þeir standa, jafnt til vinstri og hægri, þá hefur hin græna byltingar- áætlun borgarstjórans staðist fram til þessa. Allt bendir til, að þetta sumar verði mesta ræktunarár í sögu borgarinnar, og öll hin mörgu gróðursvæði eru nú farin að nálgast þriðja hundrað hektara f flatarmáli. Það kostar gífurlega umhirðu, ef vel á að vera, og er vaxandi áhyggjuefni. Hvernig væri í þvi sambandi, að hugleiða þann möguleika, að lóðareigendur léttu undir með borginni, og tækju upp þann góða sið, sem víða þekkist í erlendum borg- um, að gæta í fyrsta Iagi eftir því, að vel sé gengið um þá reiti, sem borgin hefur lagt i að rækta í götunni okkar, og nú eftir að allar akbrautir og gang- stéttar hafa verið gerðar af varanlegu efni, hváð munaði það fyrir húsráðendur að halda hreinu fyrir framan hjá sér. Eins og nú er, þá vekur það oft furðu, hvað margir láta sig muna um að fara með arfa- sköfu og fjarlægja illgresi, er vex utan lóðarmarka. Verk, sem tæki óvíða meiri tóm- stundir’ frá mönnum, en sem svarði hálfri stund í mánuði, og þá miðað við hvert hús. Fyrir vinnuhópa borgarinnar, er þetta verk nær óleysanlegt, svo lag sé á. Að þessu og ýmsu fleiru mættum við vissulega huga í alvöru, ef við ætlum okkur þann metnað að búa í fallegri og vel hirtri götu. ÍÍliiviUiiiiitÚiiiiÚHí'íú,ítÚfrÚili44Í4ÍÍÚúiNÍifrtfíífírrHiiiiliSiIiíi1iíiii...*.1iínv 4 miit ■ * ■ ■•■■» ■*•«■■'■**«■'■■■*«'«•«»«■•■ ■■■■■ ■« ■ « •«•« ■ ■«*■»■*'»•'■*•*»*»'|

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.