Morgunblaðið - 22.08.1974, Síða 21

Morgunblaðið - 22.08.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 21 fclk í fréttum Leidtogar á floti Sundæði virðist vera að grípa um sig meðal vestrænna stjórnmálaleiðtoga og má þar senilega greina áhrif frá hinum mikla sund spretti Mao formanns í menningarbyltingunni fyrri. Hér á dögunum birtum við mynd af Jerry Ford Banda- ríkjaforseta í kröftugu skrið- sundi og hún hafði varla birzt fyrr en vió fengum þessa mynd senda. Þar' er Valery Giscard d’Estaing að svamla bringu- sund á einkabaðströnd sinni á Rívierunni. Sundfræðingar geta svo kannski lesið út úr sundtökum ofangreindra stjórnmálaleiðtoga einhver stjórnmálasöguleg einkenni þessara tveggja þjóða og í ljósi þess geta svo heimamenn leikið sér að því að íhuga, hvaða sund- aðferð hæfi íslenzkum stjórn- málaleiðtogum — baksund, marvaðinn eða kannski hunda- sund? Útvarp Reyhfavih 0 FIMMTUDAGUR 22. ágúst. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00, 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir heldur áfram lestri þýðingar sinnar á sögunni „Malena byrjar f skóla“ eftir Maritu Lindquast (6). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Jón Jónsson forstöðumaður Haf- rannsóknarstofnunarinnar ræðir um samskipti tslendinga við alþjóðlegar stofnanir. (áður útvarpað f marz). Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafnið kl. 11.00 (endurtek- inn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 A frfvaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Sfðdegissagan: „Katrfn Tómasdótt- ir“ eftir Rósu Þorsteinsdóttur. Höfund- ur les (15). 15.00 Miðdegistónleikar Pablo Casals leikur Svítu nr. 1 fyrir selló án undirleiks eftir Bach. VV'alter Klien leikur Pfanósónötu f B-dúr (k281) eftir Mozart. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð- urfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.40 Frá Egyptalandi Rannveig Tómasdóttir byrjar að lesa úr bók sínni „Lönd f Ijósaskiptum“. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag flytur þáttinn. 19.40 A fimmtudagskvöldi Vilmundur Gylfason sér um þáttinn. 20.20 „Grjótkast“, smásaga eftir Gunnar Guðmundsson fyrrverandi skólastj. Þorleifur Hauksson les. 21.10 Frá tónlistarhátfðinni f Bergen f maf s.I. Itzhak Perlman og Vladimir Ashken- azy leika saman á fiðlu og pfanó Sónötu f c-moll op. 30 nr. 2 eftir Beethoven. 21.35 Leikrit: „Leonida kynnist bylting- unni“ eftir Ion Caragiali Aður útvarpað f sept. 1959. Þýðandi: Halldór Stefánsson. Leikstjóri: Gfsli Halldórsson. Persónur og leikendur: Leonida.......Þorsteinn ö Stephensen Efimitsa............Nína Sveinsdóttir Safta ..............Helga Vlatýsdóttir 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sólnætur“ eftir Sill- anpaá Andrés Kristjánsson fslenzkaði. Bald- ur Pálmason les. 22.35 Manstu eftir þessu Tónlistarþáttur f umsjá Guðmundar Jónssonar pfanóieikara. 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. Lennon leitar kjörfor- eldra John Lennon bítill stendur í ströngu þessa dagana. ,,Mér finnst Ameríka vera föðurland mitt. Þar vil ég helzt búa það sem eftir er ævinnar," segir hann, en á því hafa reynzt ýms- ir vankantar. Hann hefur búið f Banda- ríkjunum síðustu tvö árin, en nú getur svo farið, að honum verði vísað úr landi þar eð hann hefur ekki fengið atvinnuleyfi þar vestra og dvalarleyfi hans er í þann mund að renna út. Jón á þess vegna aðeins tvo valkosti: Annaðhvort verður hann að kvænast bandariskri stúlku ellegar einhver góð- Franska sambandið Fyrir allmörgum árum komst í Bandaríkjunum upp um mikið eiturlyfjasmygl, sem átti rætur sínar I Frakklandi. Höfuðpaur- inn á bak við uppljóstran þessa máls var Eddie nokkur Doyle lögregluforingi og varð hann síðan aðalhetjann f Öskars verðlaunamyndinni The French Connection, sem frum- sýnd var fyrir einum fjórum árum og enn hefur ekki sézt hér. Nú er verið að gera fram- hald af French Connection í Frakklandi og aftur er það Gene Hackman, sem leikur Eddie Doyle, enda þótt sú mynd viljuð bandarísk f jölskylda geri hann að kjörbarni sínu. Fyrri kosturinn er næsta óað- gengilegur fyrir herra Jón. Hann hefur ekki minnsta áhuga á því að segja skilið við einkaritara sinn May Ping og ástkonu sina allt frá því að hann og Yoko Ono hin japanska slitu samvistir á sinum tíma. Þess vegna beinist allur áhugi Jóns að útvegun heppi- legra kjörforeldra og er enginn skortur á tilboðum, að hans sögn. Aðallega eru þó auð- ugar konur, sem vilja ganga bítlinum í móðurstað, en samt sem áður telur Jón sig enn ekki hafa rekizt á nægilega lystugt tilboð, er sæmir verðandi for- eldrum hans. eigi enga stoð i raunveruleik- anum. I sama mund og taka hennar stendur yfir hefur komizt upp um annað stórsmygl eiturlyfja til Bandaríkjanna, sem jafnvel slær út fyrra smyglið. Er hér um að ræða heróín, að verðmæti um 112 milljónir dala. Á myndinni sést, hvar yfirmenn eiturlyfja- deildar bandarísku alríkis- lögreglunnar tilkynna um smyglið og fyrir framan þá má sjá sekkina með heróíninu. Nú er aðeins að vita, hvort þessi fundur verður kveikjan að þriðju myndinni um franska sambandið. Á shfánum FÖSTUDAGUR 23. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veóur og auglýsingar 20.30 Kapp með forsjá Breskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Samarnir við ströndina Finnsk fræðslumynd um Sama f nyrstu héröðum Skandinavfu og Finnlands. Þýðandi Málfrfður Kristjánsdóttir. (Nordvision — Finnska sjönvarpið) 21.40 Iþróttir Meðal annars myndir frá knattspyrnu- leikjum innanlands. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákv. LAUGARDAGUR 24. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili * Breskur gamanmyndaflokkur. Upton tæmist arfur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.5Ö Borgir Kanadfskur fræðslumyndaflokkur, byggður á bókum eftir Lewis Mumford um borgir og borgarlff. 4. þáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 21.20 Makleg málagjöld (Death of a Scoundrel) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1956. Leikstjóri Charles Martin. Aðalhlutverk George Sanders, Zsa Zsa Gabor og Yvonne de Carlo. Þýðandi Bríet Héðinsdóttir. Myndin lýsir ferli manns, sem flyst búferlum frá Evrópu til New York, til þess að öðlast þar fé og frama. Hann gerist brátt athafnasamur á verðbréfa- markaðnum, og er ekki alltaf vandur að meðulum. 23.25 Dagskrárlok fclk f [ fiflmifluiii * Malena fer í skóla Um þessar mundir les Svala Valdimarsdóttir söguna „Mal- ena fer f skóla“ eftir Maritu Lindquist f Morgunstund barn- anna. Við höfðum samband við Svölu og spurðum hana lftils- háttar um söguna o.fl. Áður hefur Svala lesið sög- una um „Malenu og litla bróður", en þar greindi frá þvf, er telpan eignaðist bróður. Lýst var viðbrögðum hennar við þeirri Iffsreynslu, sem er raunar merkur atburður f lffi flestra barna. Fyrstu kynni barna af skólanum eru ekki sfður reynsla, sem hefur á þau áhrif, og f sögunum um Malenu er þessu lýst á nærfærinn og eðlilegan hátt. Svala sagði, að sér fyndist aðalkosturinn við þessar sögur einmiti vera sá, hve eðlilegar þær væru og blátt áfram. Hún sagðist vita til þess, að a.m.k. tvær bækur um Malenu litlu væru komnar út f Svíþjóð og sagðist hún búast við að þýða þær einnig til lestrar f útvarpi. Svala stundar nám við Háskólann f fslenzku og sögu, en hefur unnið f dagskrárdeild útvarpsins í afleysingum í sumar. Hún sagðist hafa mjög gaman af að þýða þessar sögur, enda þótt það væri erfitt í byrjun. Sig langaði til að gera vel, en væri ekki viss um hvernig til tækist. Okkar mat er það, að hér sé um prýðilegt barnaefni að ræða, enda þýðingin og flutningurinn í góðum höndum. Sagan hefur vissulega boðskap, eins og allar góðar sögur. Boðskapurinn virðist fyrst og fremst f þvf fólginn að sýna, hvernig vandamálin eru óhjákvæmileg, jafnvel fyrir lftil börn, hvernig brugðizt er við þeim og sfðast en ekki sfzt er sagan lærdómsrík fyrir full- orðna og eykur þeim skilning á viðhorfum barnanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.