Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGUST 1974 ÍMTWTTIR M0RM6W Víkingur meistari í 2. flokki VlKINGUR tryggði sér Islands- meistaratitilinn I 2. flokki með sigri yfir Val á þriðjudagskvöldið á Melavellinum. Vfkingar byrj- uðu leikinn vel og snemma I fyrri hálfleik skoraði Haraldur Har- aldsson með föstu skoti eftir skemmtilega sóknarlotu. Þannig var staðan f hálfleik, en f sfðari hálfleik bætti fyrirliðinn, Gunn- laugur Kristinsson, öðru marki við. Seint f leiknum skoraði svo Grfmur Sæmundsen fyrir Val, þannig að Ieiknum lauk með öruggum sigri Vfkings 2—1 og var liðið vel að þeim sigri komið þvf það var sterkari aðilinn. Það voru 16 félög, sem sendu flokka til keppni í landsmóti 2. flokks, og var þeim skipt í þrjá riðla. Valur vann A-riðilinn, Vík- ingur B-riðilinn og Haukar frá Hafnarfirði unnu C-riðilinn. Þessi þrjú félög léku síðan til úrslita og vann Víkingur Hauka með 1—0 og Valur vann Hauka með 3—0. Og eins og áður segir sigruðu Vík- ingar svo Val með 2—1 og tryggðu sér þar meistaratitilinn. Að leik loknum afhenti Ellert Schram formaður KSl fyrirliða Víkings bikar þann, sem keppt var um, svo og hverjum leikmanni verð- launapening. — Þessir strákar eiga eftir að færa okkur fleiri sigra, sagði einn af forráðamönnum Vikings, sem var að vonum ánægður, því það eru ár og dagar síðan Víkingar hafa borið sigur úr býtum í lands- móti 2. flokks. — Það kemur sfðar í ljós hvort hann reynist sann- spár, en ef litið er á liðið, er ekki ólíklegt, að svo verði, að þessir piltar eigi eftir að færa félagi sínu fleiri sigra. Þeir unnu Reykjavíkurmótið með „fullu húsi“ og gerðu aðeins eitt jafn- tefli í Islandsmótinu. I liðinu eru nokkrir leikmenn, sem hafa getið sér gott orð í unglingalandsliðinu óg einn hefur leikið með A-lands- liðinu, Oskar Tómasson, og lék hann m.a. deginum áður gegn Finnum. Þannig, að ef rétt er á málum haldið og piltarnir halda saman og æfa vel er óhætt að spá þeim frama á ókomnum árum. I liði Vals eru einnig nokkrir leikmenn, sem hafa getið sér orð og má þar nefna þá Atla Eðvalds- son, Grím Sæmui.dsen og Guð- mund Þorbjörnssoi., sem allir hafa leikið með 1. deildar liði félags síns, að ógleymdum ungl- ingalandsliðs markverðinum, Ölafi Magnússyni. Þá má geta þess, að Kristinn Björnsson, sem er fastur maður í 1. deildar liðinu og hefur auk þess leikið með A- landsliðinu, var ekki með að þessu sinni vegna meiðsla. Þannig að Valur ætti ekki að þurfa að kvíða framtíðinni, þrátt fyrir tapið að þessu sinni. íslandsmeistarar Vfkings f 2. flokki. ásamt þjáfara sfnum, Pétri Bjarnasyní. Nýttum vel æfingarnar — ÞAÐ TÖKST, sagði fyrirliði Vfkings, Gunnlaugur Krist- finnsson, og var að vonum ánægður með sigurinn. Við höf- um ekki æft vel f sumar, en æfingarnar hafa verið vel nýtt- ar. Og við höfum ekki tapað leik það sem af er f sumar. Við unnum Reykjavíkurmótið með „fullu húsi stiga“, en við gerðum eitt jafntefli f Islands- mótinu, en það var gegn Breiðabliki. Þá vorum við 2—0 undir þegar 10 mín. voru eftir af leiknum, en þá skoruðum við mark og svo annað rétt fyrir leikslok. Eg held, að það hafi verið slakasti leikurinn okkar f sumar, sagði Gunnlaugur, en bætti við, að þeir ætluðu að gera enn bctur og vinna að lokum haustmótið. Auk mfn eru fjórir leikmenn f liðinu, sem hafa leikið með 1. deildar liði Vfkings f sumar, en það eru þeir Gunnar Örn, Öskar Tómasson, Róbert og Ragnar Gfslason. Að lokum óskuðum við Gunn- laugi og félögum hans til ham- ingju með sigurinn og ekki má gleyma þjálfaranum, Pétri Bjarnasyni, fyrir hans þátt f þessum sigri. Gunnlaugur Kristfinnsson, fyrirliði Vfkings. Körfuknattleikur ISLANDSMÖTIÐ f körfuknatt- leik 1975 hefst f október. Þátt- tökutilkynningar skulu hafa borizt til mótanefndar KKl, póst- hólf 864, fyrir 10. september ásamt fullri greiðslu þátttöku- gjalds. (Frá mótanefnd KKl). IKI Aðalfundur Iþróttakennara- félags Islands 1974 verður hald- inn miðvikudaginn 4. september n.k. f Glæsibæ og hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins verður sam- kvæmt lögum félagsins. Úrslitaleikur 2. deildar Þróttur og FH leika 1 kvöld I kvöld fer fram á Þróttarvellin- um við Sæviðarsund mikilvægur leikur f 2. deildar keppni íslands- mótsins í knattspyrnu. Þar mæt- ast þá Þróttur og FH-liðin tvö, sem skera sig nokkuð úr i barátt- unni um fyrstu deildar sætið, og úrslitin í leiknum í kvöld geta verið afgerandi um hvort liðanna hreppir hið eftirsóknarverða hnoss. Staða liðanna er þannig þegar tveimur umferðum er ólokið: FH Þróttur 12 9 3 0 12 7 5 0 34:4 22:9 21 19 Svo sem af framansögðu má sjá hefur hvorugt liðið tapað leik í 2. deildar keppninni í sumar. Þrótt- ur tapaði reyndar útileik sfnum við Breiðablik í Kópavogi, en vann þann leik á kæru — einn leikmanna Breiðabliks reyndist ólöglegur með liðinu. 1 fyrri leik Þróttar og FH, sem fram fór í Hafnarfirði, varð jafn- tefli 0:0, og að margra dómi eru liðin nokkuð áþekk að getu. Ut- koma FH-liðsins hefur þó verið betri í sumar, og markatala liðs- ins sérstaklega glæsileg. Sigri FH 1 leiknum í kvöld hef- ur liðið tryggt sér sigur í 2. deild- ar keppninni, en verði hins vegar jafntefli á Þróttur enn möguleika og sigri Þróttur standa liðin jöfn að stigum og er þá allt útlit fyrir aukaleik, þar sem sennilegt verð- ur að teljast, að FH vinni Isafjörð I síðasta leik sfnum og Þróttur vinni Selfoss. Leikurinn á Þróttarvellinum hefst kl. 19.00, og ef að lfkum lætur verður þar margt áhorf- enda til þess að hvetja sína menn í þessum mikilvæga leik. Með í öllum Evrópumótum næsta sumar ISLENZKA frjáliþróttasam- bandið hefur ákveðið að senda þátttakendur á Evrópumeist- aramótin í frjálsum íþróttum, sem fram fara næsta sumar. Munu karlarnir keppa í Lissa- bon 14. og 15. júní og stúlkurn- ar sömu daga í borginni Osijek í Júgóslavfu. Island mun einn- ig eiga keppendur f Evrópu- meistaramótinu í fjölþrautum og verða í þeim riðli, sem keppir í Barcelona á Spáni helgina 19. og 20. júní næsta sumar. Verður bæði um stúlk- ur í fimmtarþraut og pilta í tugþraut að ræða í þátttöku íslands. Haukarnir sigruðu UBK EINN leikur fór fram f 2. deildar keppni íslandsmótsins 1 knatt- spyrnu f fyrrakvöld. Haukar og Breiðablik léku þá á Kaplakrika- vellinum f Hafnarfirði og fóru leikar svo, að Haukarnir sigruðu f leiknum með tveimur mörkum gegn einu og hafa þeir þar með náð þriðja sætinu 1 deildinni, — eru næstir á eftir Þrótti og FH. Leikurinn í fyrrakvöld var á köflum þokkalega leikinn, sér- staklega af Haukunum, sem eru greinilega að ná upp góðu liði, — liði, sem líklegt er að blanda sér enn meira í baráttuna í deildinni næsta sumar en það gerði f sumar. Haukarnir sóttu meira í leiknum, og skoruðu þegar á 10. mínútu. Það mark gerði Stein- grímur Hálfdanarson með skoti af nokkru færi. Hafði markvörður Breiðabliks hendur á knettinum en missti hann síðan í markið. Skömmu fyrir lok fyrri hálf- leiksins jafnaði svo Breiðablik. Markið gerði Hinrik Þórhallsson með skoti af stuttu færi, en varnarmenn Haukanna voru illa á verði er þetta mark kom. Sigurmark leiksins skoraði svo hinn marksækni Loftur Eyjólfs- son um miðjan seinni hálfleik, er hann fékk góða sendingu frá Steingrfmi Hálfdanarsyni. Var þetta ellefta markið, sem Loftur skorar í 2. deildar keppninni í sumar. íþróttakennaraþing Aður auglýst íþróttakennaraþing 1974 verður haldið dagana 3.—6. september n.k. í Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands og hefst kl. 15.30 þriðjudaginn 3. september. A þinginu verða flutt erindi um skólaíþróttir, m.a. um álags- og afkastagetu barna og unglinga, samkennslu pilta og stúlkna, leiðir til að örva íþróttaiðkun skólanemenda, hreyfieiginleika Ifkamans og þroskun þeirra, heildar- og hlutakennslu í fþróttum, aðstöðu til líkams- uppeldis f skólum, uppeldislegar og kennslufræðilegar ályktanir af aldurseiginleikum f skólafþróttum, heilsuvernd í skólum, próf, mæl- ingar og fl. Aðalfyrirlesari á þinginu verður próf. dr. Heinz Báskau, forstöðu- maður íþróttavísindadeildar háskólans í Rostock. Nýskipaður skóla- yfirlæknir, örn Bjarnason, mun flytja erindi á þinginu. Drengja- og unglinga- keppni á Hvaleyri Um næstu helgi átti að fara fram Dunlop-unglingakeppnin, sem árlega er háð á Hvaleyrar- velli f ágústmánuði. Þetta er opin keppni, en nú vill svo til, að um næstu helgi fer einnig fram BEA- keppnin f Leiru og má búast við að margir unglinganna vilji taka þátt f henni. Vegna þess hefur verið ákveðið, að drengja- og unglingakeppnin fari ekki fram um helgina, heldur fimmtudag- inn og föstudaginn 29. og 30 ágúst. Hefst keppnin kl. 5.30 báða dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.