Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23, AGUST 1974
15
Nýfasistar hóta
að myrða Rumor
Róm, 22. ágúst. NTB Reuter.
SAMTÖK hryðjuverkamanna, er
fylgja nýfasistum að málum,
„Ordine Nuovo“, hótuðu f dag að
myrða Mariano Rumor forsætis-
ráðherra.
f stuttri tilkynningu, sem var
send fréttastofunni Ansa, segir,
að þetta hafi verðið ákveðið á
sfðasta fundi samtakanna.
lestarárásinni geti leitt í ljós, að á
bak við það hafi staðið net öfga-
sinnaðra hægrimanna í ýmsum
Evrópulöndum.
Italska lögreglan rannsakar nú
samband, sem getur verið milli
ítalskra hægrisinna og hægri-
sinna i Grikklandi, Spáni og
Portúgal.
„Það er nauðsynlegt að myrða
saklaust fólk til þess að skapa
glundroða og kollvarpa hinni lýð-
ræðislegu stjórn,“ segir i yfirlýs-
ingu „Ordine Nuovo“.
Jafnframt herma góðar
heimildir í dag, að rannsóknin ð
Athyglin beinist að „topp-
fundi“, sem talið er, að nýfasistar
hafi haldið fyrir skömmu í
Múnchen og þar sem verið geti, að
árásin á ítölsku hraðlestina og
fleiri álika árásir hafi verið
ákveðnar.
Mexico fylgjandi
einhliða útf ærslu
Gerald Ford Bandaríkjaforseti kom til Chicago s.l. mánudag til ræðuhalda, og
var honum vel fagnað er hann ók um stræti borgarinnar.
Caracas 22. ágúst.
Frá fréttamanni Mbl.
Margréti R. Bjarnason:
„STJÓRN Mexico er því viðbúin
að færa einhfiða út auðlindalög-
Kastrup er
„hættulegur
flugvöllur”
Kaupmannahöfn,
22. ágúst. NTB.
UNNIÐ er að endurbót-
um á öryggisráðstöfun-
um á Kastrupflugvelli að
því er danskir talsmaður
sagði I dag.
Hann sagði þetta
vegna þess, að bandarísk
loftferðayfirvöld gagn-
rýna ónógar öryggisráð-
stafanir á Kastrup og sjö
öðrum alþjóðlegum flug-
völlum í skýrslu, sem
birtist i Washington
Post.
Talsmaðurinn sagði,
að skýrslan væri þriggja
mánaða gömul og því
væri ósanngjarnt að
finna Kastrup allt til for-
áttu.
í skýrslunni segir, að
hryðjuverkamenn eigi
auðvelt með að athafna
sig á Kastrup og hinum
flugvöllunum, sem eru
nefndir. Þeir eru Heath-
row, Róm, Beirút,
Brússel, Buenos Aires,
Bangkok og Nýja Delhi.
sögu landsins ef ekki næst sam-
komulag á hafréttarráðstefnu
Samcinuðu þjóðanna," sagði for-
maður mexíkönsku sendinefnd-
arinnar á ráðstefnunni, Jorge
Castöeda, sendiherra lands síns
hjá Sameinuðu þjóðunum f Genf,
í örstuttu samtali við íslenzku
fréttamennina hér f Caracas.
Hann sagðist telja 200 mílna
auðlindalögsögu eina hugsan-
lega samkomulagsgrundvöllinn.
Mexico hefði lengi verið fylgjandi
þeirri hugmynd enda þótt þar
hefði ekki verið ákveðin stærri
lögsaga en 12 mílur.
„Ef við getum ekki sætzt á þetta
meginatriði tel ég ráðstefnuna al-
gerlega misheppnaða,“ sagði
Castaöeda. Hann bætti því við, að
hann væri bjartsýnn um árangur,
því að margar þjóðir, sem hefðu
verið algerlega á móti þessum
hugmyndum, hefðu smám saman
verið að skipta um skoðun.
Eitt af meginvandamálum
Mexikana eru túnfiskveiðarnar.
Nú er í gildi santningur, að því er
Castaöeda sagði, milli Bandaríkj-
anna, Mexico, Costa Rica, Japan,
Panama og Frakklands um þessar
veiðar, en hann sagði, að grund-
vallarágreiningur væri milli ríkj-
anna og stæði til að endurskoða
samninginn. „Við bíðum aðeins
með það þar til úrslit ráðstefn-
unnar eru ráðin,“ sagði hann.
Múta Arabar
Portúgölum?
Washington
22. ágúst — Reuter.
BANDARlKIN hafa fengið
leynilegar upplýsingar um
að ríkisstjórnir Arabaríkja
bjóði nú Portúgal óþekkta
fjárupphæð fyrir að neita
Bandaríkjunum um her-
stöðvar á Azor-eyjum, að
því er bandaríska utan-
ríkisráðuneytið skýrði frá í
dag. Ekki gaf ráðuneytið
neinar frekari upplýsingar
um mál þetta, en fregnir
herma, að umrædd upphæð
nemi 400 milljónum doll-
ara. Sagði talsmaður utan-
ríkisráðuneytisins, að beð-
ið væri frekari upplýsinga
frá sendiráðinu í Lissabon.
Portúgalsstjórn vísaði
þessu á bug i kvöld.
Norsk nefnd vill
skjóta útfærslu
Osló, 22. ágúst. NTB.
NORÐMENN munu hagnast
mikið á útfærslu landhelginnar
og fiskveiðihagsmunir þeirra
mæla með skjótri útfærslu henn-
ar segir í bráðabrigðaskýslu
norsku fiskveiðinefndarinnar.
En f skýrslunni er á það lögð
áherzla, að við ftarlega athugun
nefndarinnar hafi aðeins verið
tekið mið af fiskveiðihagsmunum
og í sambandi við hugsanlega út-
færslu verði einnig að hafa hlið-
sjón af utanrfkismálum, öryggis-
málum og viðskiptamálum.
Nefndin telur, að knýjandi
nauðsyn á eftirliti með veiðum á
nokkrum mikilvægum fisk-
tegundum og hætta á auknum
ágangi á fiskimiðum við Noreg,
þar sem veiðar færist þangað frá
öðrum miðum, mæli með skjótri
útfærslu landhelginnar.
Viðræður við önnur ríki um
undanþágur til veiða í stækkaðri
landhelgi eru nauðsynlegar, segir
nefndin, og Norðmenn verða að
tryggja fiskveiðihagsmuni sína i
miðum við önnur lönd af land-
helgi þeirra verður stækkuð. Bent
er á, að þessir hagsmunir séu
mjög ólíkir, en hægt verði að
semja um hólfafyrirkomulag,
tegundir veiðarfæra, fjarlægð
veiðiskipa frá landi, árstíða-
bundnar veiðar, kvótafyrirkomu-
lag og eftirlit með veiðum innan
stækkaðrar landhelgi.
Kissinger í
haustreisu
Washington,
22. ágúst. Reuter.
HENRY Kissinger utanríkisráð-
herra ráðgerir ferðalög til Sovét-
ríkjanna, Pakistans, Indlands,
Bangladesh, Miðausturlanda og
Italíu síðari hluta októbermán-
aðar.
Enginn ákveðinn tími hefur
verið ákveðinn, en dr. Kissinger
hefur hug á að ávarpa matvæla-
ráðstefnuna, sem hefst i Róm 5.
nóvember.
Dræmar undirtektir
á „Vér morðingjar”
Kaupmannahöfn 22. ágúst.
Frá fréttaritara Mbl.
Jörgen Harboe:
SJONVARPSGAGNRYNENDUR
í Danmörku veittu leikriti Guð-
mundar Kambans „Vér morð-
ingjar" ekki jákvæðar móttökur
þegar það var sýnt nýlega f sjón-
varpinu f uppfærslu fslenzka
sjónvarpsins.
„Hjónabandsdrama Kambans
lifði ekki þessi 50 ár af,“ sagði
Þjóðnýting ekki
takmark Palme
Stokkhólmi, 22. ágúst. NTB.
ENGAR þjóðnýtingaráætlanir er
að finna f tillögum um nýja
stcfnu sænskra sósfaldemókrata
og þar er f engu breytt út af fyrri
stefnu þcirra.
Þeir vilja 30 stunda vinnuviku
og frf tvo daga vikunnar en þetta
er kallað „langtfma markmið".
Stofnun lýðveldis er einnig sögð-
framtfðartakmark.
Olof Palme forsætisráðherra er
formaður svokallaðrar stefnu-
nefndar. Hann sagði í dag, að
þjóðnýtingu yrði að vega og meta
f hverju máli fyrir sig. „Þjóð-
nýting er ekkert hugsjónalegt
markmið í sjálfu sér,“ sagði hann.
„Afnám konungdæmis á sér
enga forsendu í almenningsálit-
inu og við höfum alltaf talið, að
við mikilvægari hluti sé að fást,“
sagði Palme ennfremur.
Palme spáði auknum afskiptum
ríkisvaldsins í orkumálum til þess
að tryggja hráefnabirgðir, full-
nægjandi oliuhreinsunaraðstöðu
og réttlátara dreifingarfyrir-
komulag.
Hann gaf einnig i skyn, að svo
gæti farið, að tryggingarfélög
yrðu þjóðnýtt ef tilhneiging til að
sameina tryggingarfélög leiddi til
einokunar.
Nefndin segir, að miðað við
veiði síðari ára virðist Norðmenn
hafa langtum meiri hag af veiðum
á þeim hluta Norðursjávar, sem
heyrir til Bretlandi, og vestur af
Skotlandi og Hjaltlandi en Bretar
hafi af veiðum á þeim hluta
Norðursjávar, sem heyrir til
Noregi, en hins vegar hafi Bretar
verulegan hag af veiðum við
Norður-Noreg.
Danir virðast hafa meiri hag af
veiðum á norska svæðinu á
Norðursjó en Norðmenn á því
danska, en Danir hafa lítinn hag
af veiðum við Norður-Noreg og
Norðmenn mikinn af veiðum við
Grænland og Færeyjar.
Rússar virðast hafa töluverðan
hag af veiðum við Norður-Noreg,
talsvet meiri en Norðmenn hafa
af veiðum á Barentshafi.
Nefndin telur, að um ofveiði sé
að ræða á nokkrum mikilvægum
fisktegundum eða hættu á ofveiði
og við útfærslu landhelginnar sé
mikilvægt að tryggja öruggt eftir-
lit til þess að treysta lífsafkomu-
grundvöll ibúa strandhéraða.
Framhald á bls. 18
einn af þekktustu gagnrýnend-
unum, Svend Kragh-Jacobsen, í
Berlingske Tidinde. Segir Jacob-
sen, að verkið hafi kafnað í nokkr-
um atriðum, sem voru ósannfær-
andi. „Þessi hálfa öld, sem liðin
er frá frumsýningunni, hefur gert
samtöl og leiksögu rykfallin,“
segir hann.
Henrik Moe segir í Kristeligt
Dagblad, að íslenzka sjónvarps-
uppfærslan hafi gert verkið
gamaldags og úrelt. „Leikararnir
gengu til verks með yfirveguðum
ákafa. Árangurinn varð hefð-
bundið dagstofudrama, þar sem
maður einfaldlega trúði ekki öllu
masinu um mikla fátækt, óham-
ingju og ást til dauðans."
Barnsrán
endaði
með morði
Eindhoven, 22.
ágúst, NTB.
FIMM ára gömul stúlka,
sem var rænt í Eind-
hoven í Hollandi á
þriðjudaginn, fannst
myrt í nótt.
Tveir menn hafa verið
handteknir vegna máls-
ins. Faðir stúlkunnar
hafði fallizt á að greiða
100.000 gyllini í lausnar-
gjald (um 3,7 milljónir
ísl. króna).
Stúlkan, Caroline
Pessers, var numin á
brott þegar hún var að
leika sér hjá heimili sínu
í þorpinu Aalst skammt
frá Eindhoven.
Maður, sem sagði ekki
til nafns, hringdi í for-
eldrana og lögregluna og
krafðist lausnargjalds
fyrir stúlkuna.
Faðir stúlkunnar.
Willem Pessers, er for-
stjóri við Hofnar-vindla-
verksmiðjuna.