Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST 1974 23 Minnincj: Armann Guðmundsson byggingarmeistari F. 1. janúar 1905. D. 16. ágúst 1974. Ármann Guðmundsson fæddist á bænum Kúldalsá í innri Akra- neshreppi, móðir Ármanns var Valgerður Jónsdóttir og faðir hans Guðmundur Brynjólfsson. Barn að aldri missti Ármann móður sína og 13 ára hóf hann sjósókn á bátum og togurum. Þegar Armann var 26 ára hóf hann nám í húsasmíði hjá þekkt- um húsasmið, Þorláki Ofeigssyni, og hjá honum lauk hann meistara- prófi í húsasmíði með mjög góð- um vitnisburði. Eftir námið starf- aði hann hjá lærimeistara sínum um nokkurra ára bil. Að standa á eigin fótum og bera ábyrgð á framkvæmdum hjá meistara sinum á þessum árum og leysa þau af hendi með viður- kenningu um frábæra vandvirkni og snyrtimennsku gerði honum kleift að hefja sjálfstæðan at- vinnurekstur, sem entist honum til æviloka. Árið 1926, 13. nóvem- ber, gekk Ármann að eiga Ástu Bjarnadóttur frá Gerði I Akranes- hreppi. Þau hjónin eignuðust sex börn, en eitt dó í æsku. Börnin eru Valgerður, Halldóra Guðborg, Anna Guðný, Guðmundur Sigur- jón og Armann Örn. Einnig eiga þau 14 barnabörn og tvö barna- barnabörn. Þegar andlátsfregnin barst á öldum ljósvakans grúfði myrkur og kyrrð yfir Reykjavík — fregn barst um, að dauðinn hefði sigrað í baráttu, sem háð var af hinum látna úti á reginhafi, þrátt fyrir allt sem í mannlegu valdi stóð til hjálpar. Snögglega var bundinn endi á sjóferð, sem hófst 12. þ.m. þegar siglt var með Akraborginni til Akraness, en þessi sutta sjóferð til að ná m.s. Lagarfoss var mjög táknræn. Ferðin um sundin rifjuðu upp svo margar endurminningar um Til sölu Fiat 130 automatic árg. 1972. Lúxus bíll í sérflokki. Gott verö góöir greiðsluskilmálar. Davíð Sigurðsson h.f., * Fiat - einkaumboð á Islandi Síðumúla 35. Símar,38845 og 38888. Til sölu hjá Sjóferðafélagi Akureyrar, nokkrar Flipper Jollur á mjög hagstæðu verði. Kr. 98.000 — og 103.000-. (Nú-verð í smásölu ca. 140.000-.). Upplýsingarveittarísíma 96-12239, milli kl. 12 —13 og 19—20. ferðir unglingsáranna og fyrir stafni voru æskustöðvar Armanns og Astu, en fyrir skuti blöstu við himinhvolfinu stórbyggingar á Reykjavíkursvæðinu, sem Ár- mann hafði reist og verið húsa- míðameistari við. Það voru ekki margir húsasmiðir, sem höfðu reist jafn margar stórbyggingar sem Ármann og byggingarfélag, sem hann stofnsetti og nefndi Ár- mannsfell h/f, og sem hann stjórnaði ásamt sonum sínum Guðmundi húsasmíðameistara og Ármanni Erni viðskiptafræðingi og fleiri aðilum með miklum myndar- og glæsibrag. Er ég rifja upp kynnin við Ár- mann, koma mér fyrst í hug fyrstu orð hans við mig: „Komdu sæll og ver þú velkominn á mitt heimili, það gleður mig að kynn- ast þér.“ Þessi orð hljómuðu hlý- lega og komu beint frá hjartanu. Þetta var þegar ég steig fyrst fæti á heimili Ármanns og Ástu á Grettisgötu 56. Þessi fölskvalausu orð mun ég varðveita um hinn ágæta tengdaföður, sem ég mat einna mest allra manna, er ég hefi kynnst. Ef ég mætti við hann mæla á þessari stundu, myndi ég spyrja hann álits á híbýlum þess sem skóp himin og jörð, því fljótur mun hann verða að átta sig með hinn hæðsta höfuðsmið himins og jarðar því vart mun sá dagur hafa liðið, að hann fletti ekki bók bók- anna þrátt fyrir önn dagsins og því munu hin nýju híbýli ekki vera honum ókunn eða framandi og þeir meistararnir munu skilja hvor annan því ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. Hinni hjartahlýju tengdamóður minni, mágkonum og mágum, vil ég á þessari stundu votta samúð mína, og bið ég Guð að styrkja ykkur í sárum söknuði. Hermann Bridde. G1 asgow-London tvisvar í viku British Airways flýgur nú bæöi á mióvikudögum og sunnudögum frá Keflavík til Glasgow og London - og áfram til yfir 200 staöa i 88 löndum. Brottfarartími kl. 16.05 frá Keflavík, kl. 11.35 frá London. Flogiö meö hinum þægilegu Trident 2 þotum i samvinnu viö Flugfélag íslands og Loftleiöir. Kveðja: Guðmundur Kristjáns- son kaupmaður Það kom mér mjög á óvart, er ég frétti andlát vinar míns Guð- mundar Kristjánssonar kaup- manns. Mér var kunnugt um það eins og mörgum öðrum vinum hans, að hann gekk ekki heill til skógar. Við vinir hans bjuggumst samt við því, að hann næði sæmi- legri heilsu og ætti eftir að dvelja meðal okkar mörg ókomin ár. Ég get ekki látið hjá líða að þakka honum af heilum hug tryggð hans og vináttu í tugi ára. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt til baka yfir liðin ár og hver myndin af ann- arri birtist. Skýrastar eru mynd irnar um starf hans og fórnfýsi fyrir okkar gamla góða félag, Víking. Þeir eru ekki margir félagarnir, sem hafa lagt annað eins af mörkum. Öll sú fyrir höfn, vinna og fjármagn, sem hann lét félagi okkar í té. svo að árangur mætti nást, verður seint fullþakkað. Mér cr sérlcga minmsstætt, er við fengum okkar^gamla góða þjálf- ara Buchlo, til starfa hjá félaginu strax eftir strfðið. Þá voru allar aðstæður mjög erfiðar. Kjör manna í Þýzkalandi voru mjög þröng og húsnæðisskortur mikill hér heima. Ekki hefði þetta lánast ef ekki hefði notið Guðmundar við. Öll framkoma hans og hjálp- semi hans við Buchlo-hjónin og börn þeirra sýndi hvern mann hann hafði að geyma. Þau hjónin höfðu oft orð á þessu við mig og kom þá ávallt í ljós hve mikils þau mátu Guðmund. — Hans verður sárt saknað. Að sjálfsögðu átti hann sæti f stjórn Víkings í fjölda ára svo og i fullrúaráði þess bæði sem stjórn- armaður og formaður. Víkingar sýndu honum margvíslegan sóma fyrir unnin störf og sæmdu hann gullmerki félagsins ásamt ýmsum öðrum viðurkenningum. En Guð- mundur hlaut líka fleira, góða og gáfaða konu, sem reyndist honum framúrskarandi lífsförunautur. Á ég margar hugljúfar endurminn- ingar frá heimsóknum á heimili þeirra hjóna og fimm mannvæn- legra barna þeirra. Að lokum bið ég Guð að blessa elskulegan vin minn, konu hans, börn, aldraðan föður og aðra ættingja. Haukur Öskarsson. British airways Now worldwide you 11 be in good hands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.