Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1974
1H
Þegar pabbi fór í siglinguna
Eftir Jan
Hakanson
Allt gekk vel í byrjun. Með sameinuðu átaki okkar
við efri endann tókst okkur að halda bekknum á
sæmilega hægri ferð. En skyndilega fór hraðinn að
aukast ískyggilega. Pabbi missti fótanna og fór að
ranna og það var eins og gamli bekkurinn hefði allt í
einu öðlazt nýtt líf. Hann skoppaði léttilega niður
hrattann oe dró okkur strákana hjálparvana á eftir
sér þangað til hraðinn var orðinn svo
mikill, að við neyddumst til að sleppa takinu.
Við horfðum á það eins og í óþægilegum
draumi, hvernig pabbi þeyttist aftur fyrir sig yfir
bekkbríkina og lenti endilangur á dýnunni og „trylli-
tækið“ hentist á ofsahraða fram hjá stöðinni út á
ísinn og hafnaði f rennunni úti í miðri ánni með
þungu skvampi og gusugangi.
Pabbi þeyttist aftur fyrir sig, yfir bekkbríkina og
lenti endilangur á dýnunni.
Faðir okkar var kominn á flot!
Við Eiríkur litum hvor á annan og rákum upp
þvílíkt skaðræðisvein, að það hlýtur að hafa heyrzt
langar leiðir.
Bekkurinn hafði að vísu fengið á sig töluverða
slagsíðu um leið og hann lenti í vatninu, en rétti sig
nú af og fór að haga sér eins og traustu skipi sæmdi.
Straumurinn tók hann og hann sigldi tígulega til
suðurs. Það sáum við síðast til pabba áður en hann
hvarf okkur sjónum á beygjunni í ánni, að hann sat
flötum beinum á bekknum og kallaði fyrirskipanir,
sem við heyrðum þó ekki hverjar voru, og þar sem
hann gegndi bæði hlutverki skipstjóra og áhafnar
var enginn til að framkvæma þessar skipanir.
Við Eiríkur áttuðum okkur brátt og hlupum grenj-
andi eins og ljón upp eftir til Andersons til að fá
hjálp. Þegar ósköpin dundu yfir var Magda stödd úti
á svölunum heima og var að viðra sængurföt. Sval-
irnar sneru út að ánni svo þaðan var prýðilegt útsýni
og auðvelt að fylgjast með öllum farartækjum, sem
þar fóru um.
Magda stóð einmitt með reiddan „bankarann“ og
bjóst til að keyra hann í rúmdýnu af miklu afli,
þegar hún sá út undan sér, hvar eitthvert furðuverk
kom siglandi úti í straumnum. Hún stirðnaði í þess-
um stellingum af undrun, þegar hún sá hvers kyns
var, og það var því engu líkara en hún væri að heilsa
pabba á þennan virðulega hátt um leið og hann,
baðandi út öllum öngum, sigldi fram hjá á farkosti
sínum.
En undrun Mögdu stóð ekki lengi. Bæði var hún
vön ýmsum furðulegum uppátækjum pabba og einn-
ig þannig gerð, að hún lét ekki hvað sem var koma
sér úr jafnvægi. Henni fannst þó skylda sín að
tilkynna mömmu þær breytingar, sem væntanlegar
væru með tilliti til næstu máltiðar.
DRATTHAGI BLYANTURINN
ANNA FRA STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD
eftir
Jón
Trausta
Sigvaldi las sig þá einnig upp bergið, og þegar hann var
kominn upp i hellinn, kallaði hann til önnu.
Anna studdi sig þá við handfestina og las sig upp til
þeirra.
Hún stóð lengi hljóð af undrun og litaðist um. Hér var
henni allt svo undarlega nýtt, að hún þurfti tíma til að átta
sig á því. Það lá við, að hana svimaði að líta yfir sléttlendið
úr þessari hæð, en fögur var útsýnin suður yfir engjar og
sanda, fjörur og ósa, út á sjóinn og Vestmannaeyjar. Mikill
og fagur sólskinssvipur var yfir þessari miklu víðáttu.
Hellirinn var ekki stór um sig, tveir eða þrír faðmar á
vídd, og ekki hærri en svo, að seilast mátti upp í hvelfing-
una. En hann var dásamlegt náttúrusmíði. Blágrýtisveggim-
ir voru sem höggnir af manna höndum. Gólfið var hált og
slétt, og hallaði því ofurlítið fram. Á því voru upphleyptar
rósir, sem náttúran hafði af blindri hlýðni við einhverja duttl-
unga sína grafið þar. Innst í hellinum öðrum megin var skot,
sem ágætlega var fallið fyrir svefnklefa.1)
Ekki var mörgum blöðum um það að fletta, hversu gott
vigi væri þama. En Anna var jafnframt að hugsa um annað.
Iívernig gæti be/.t farið um Hjalta í þessu fylgsni? Hvernig
yrði hann varinn kulda og á livern hátt yrði honum gerð
vistin þægilegust?
Það leyndi sér ekki, að tjalda mátti með vaðmálum um
þveran hellinn. Mátti þá hafa ljós innan við tjaldið, svo að
ekki sæist það neðan af veginum. Og húðfatið mátti gera svo
hlýtt, að engan sakaði kuldinn.
Að öllu þessu íhuguðu gat hún ekki kosið Hjalta betra
fylgsni.
4. OTVÖRÐUR
Þegar þau Sigvaldi og Anna riðu frá Fit, mæltist Anna til,
að hann riði enn með sér bæjarleið.
í) Fitjarhellir, sem nú er nefndur Paradisarhellir, er uppi í berg-
inu skanunt frá Fit, líklega um 70—80 m yfir sjó. Líklega hefir þar
einhvem tíma runnið á fram úr berginu (slíkar ár renna á nokkrum
stöðum fram úr bergi undir Eyjafjöllum), en vatnsæðin stiflazt við
jarðrask og vatnið náð framrás annars staðar. Hellisgólfið virðist fágað
af rennandi vatni, sem seinna hefir unnið þar á nokkrum eitlum í
hellunni, svo að þeir eru nú sem upphleyptar rósir. Ur berginu neðan
undir hefir fossinn sópað öllu lausagrjóti, svo að þar er hver nibba föst.
Urðin undir berginu er gróin upp fyrir löngu.
— Ertu að segja, að 1
maður megi ekki bregða
sér frá, svo að strák-
urinn sé rokinn í
stúdentspróf og
háskóla????
— Heyrirðu Emil?? —
þeir eru að spila lagið
okkar...
— Þér munuð fara í sjó-
ferð á næstunni...
— Og þú manst, að ég
veðjaði á K.R. í getraun-
inni...