Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. AGUST 1974 21 Bragi Ásgeirsson: Mér hafa borizt í hendur nokkrar úrklippur um íslenzka sýningu í sýningarsal, er nefn- ist Galerie Plaisiren og er i beinum tenglum við HSsselby- höll, samnorrænt menningar- setur í Vailingby í nágrenni Stokkhólms. Upprunalega og mörg undan- farin ár voru samnorrænar sýn- ingar f sjálfum sölum hallarinn- ar, en þeir þóttu ekki henta vel, ábúðamiklir gluggar voru of margir og á milli þeirra á veggj- um skrautlegir lampar og myndir gjarnan hengdar þar fyrir ofan og neðan eða i tvö- faldri röð á hinum fáu auðu veggjum. Fyrirhugað var að reisa sérstakan sýningarsal I nágrenni hallarinnar, en horfið frá því vegna kostnaðar og aðr- ir möguleikar athugaðir. Datt þá einhverjum i hug að inn- rétta gamla heyhlöðu og fjós í tengslum við höllina og breyta i sýningarsal og eftir að fundur hafði verið haldinn með fulltrú- um stjórna myndlistarfélaga Norðurlanda og þeir samþykkt hugmyndina einróma var hafizt handa og var fyrrnefndur sýn- ingarsalur árangurinn. Eftir að hafa blaðað i úrklipp- unum um sýninguna er nefnd- ist „Islandsk máleri" þótti mér gild ástæða til að geta hennar að nokkru, því að ennþá hefur svo ég viti ekkert birzt í íslenzk- um dagblöðum og erlendar um- sagnir um íslenzkar sýningar eru að jafnaði fróðlegar. Fimm málarar tóku þátt i sýningunni með 10—16 málverk hver, svo að allgott yfirlit mun hafa feng- izt yfir vinnubrögð þeirra. Mál- Einar G. Baldvinsson. Gunnar örn Gunnarsson. Sigrlður Björnsdóttir. Lof- sam- legir dómar Valtýr Pétursson. Jóhannes Jóhannesson. ararnir voru: Einar Baldvins- son, Sigríður Björnsdóttir, Gunnar örn Gunnarsson, Jó- hannes Jóhannesson og Valtýr Pétursson. Það, sem ég tók fyrst eftir, var, að sýningarinn- ar var getið samtímis helztu viðburðum á sviði myndlistar í Stokkhólmi á sama tima, t.d. um leið og getið var merkrar sýningar á Moderna Museet. Is- lenzku sýningarinnar var ávallt getið fyrst og mestu rými eytt til hennar og segir það talsvert. Sýningarinnar er alls staðar getið með vinsemd og hún sögð gefa athyglisverða mynd af ís- lenzkri myndlistarstarfsemi, siðan eru allir myndlistarmenn- irnir taldir upp og sérkenni þeirra tíunduð I stuttu máli, en þar semallirþessir myndlistar menn eru vel þekktir hér heima er óþarfi að fara nánar út I það. Dómarnir eru algjör- lega lausir við yfirlæti og tvi- ræðar athugasemdir, en nokk- uð ber á fáfræði og velþekktur listdómari við Svenska Dag- bladet, Beate Sydhoff að nafni, kvartar undan þvi að þekkja allt of lítið til íslenzkrar myndlistar til þess að geta dæmt um, í hve rikum mæli sýningin túlki Is- lenzkan myndlistarvettvang. Þetta er mjög heiðarleg og athyglisverð yfirlýsing og mjög til umhugsunar, því að hún er gott dæmi þeirrar fáfræði um islenzka myndlist, sem ríkir meðal norrænna frænda vorra og maður verður allsstaðar var við á ferðum sínum. Hér getum við sjálfum oss um kennt, því að við höfum ekki gefið þeim tækifæri til að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir á islenzkri myndlist, en ávallt kynnt þeim þá hlið, er við sjálfir, eða takmarkaður hópur, viljum Framhald á bls. 18 Sigurveig Olafsdóttir frá Flatey — áttrœð HUN fæddist í Sýrnesi í Aðaldal 12. júlí 1894, en allir kenna hana við Flatey og Skjálfanda og hafa gert í 56 ár. Nálægt 1930 steig ég í fyrsta skipti fæti á Flatey. Sigurður búnaðarmálastjóri fékk föður minn til að fara með sér út í Ey og „flytja fyrirlestur um eitthvað". Sjálfur fór hann þangað til þess að fræða bændur og búalið um búskap. Þess háttar fyrirlestra- starfsemi kallaðist námskeið og voru alltíð um þessar mundir. Oftast voru tveir búlærðir á hverju og stóðu sum I stærri byggðarlögum allt að viku og voru vel sótt. Flateyjarhreppi gat búnaðarmálastjórinn þó ekki offrað nema einum degi löngum og einum lærðum manni til að tala. En sá var þó ekki tekinn af lakari endanum. Þeir fóru út á vélbáti frá Húsa- vfk ræðumennirnir og slóst ég með í förina af forvitni. Þá voru Flateyingar um 130 og að minnsta kosti 40 bjuggu á Dalnum hinum megin við sundið á 5 eða 6 bæjum. Sjálfsagt hefur Sigurður talað mjög búfræðilega, af áhuga og eldmóði um blómlegan búskap bæði í eyjum og meginlandi. En ræða Guðmundar var í öðrum dúr og létu þó allir vel yfir. Og enn er sem ég sjái ritara námskeiðsins, Grím Sigurðsson á Jökulsá, fyrir enda á löngu borði og skrifa af kappi inn í bók það helzta, sem sagt var og fram fór á þessari samkomu. Og þegar öll ræðuhöld voru afstaðin las hann bókun sína, er sýndi skarpa eftirtekt og fimlegt orðalag. Og um leið og alltaf lá það í loftinu, að Flatey- ingar töldu þá Sigurð og Guð- mund mikla aufúsugesti. Svo fjölmennt var á þessari samkomu, að fullt var út úr dyr- um og held ég helzt, að allir hafi komið úr hreppnum, sem vettl- ingi gátu valdið. En þótt Flat- eyingar hlustuðu vel þá hlustaði ég, aukagaurinn, harla laust. Skömmu áður var ég búinn að vera á bændanámskeiði f landi og læra þar, að því er mér fannst, alla læranlega búfræði. Svo var annað: Ein af heimasætum eyjar- innar hafði yfirmáta mikið aðdráttarafl, sem á mig tók stór- um svo ég hætti að heyra og sjá bæði Sigurð og föður minn og slíkt hið sama Grfm við skrif- borðið. Loks hittumst við af til- viljum fyrir utan veggoggengum eitthvað út á ey, ekki þó langt. Á því blessaða aprílkvöldi ullu há- vellur í smávægilegu tilhugalífi vestur á sundi og kollur og blikar úuðu austur með fjörum. Krían var þó ókomin og átti ófloginn ógnarlangan veg frá annarri hlið á hnettinum. Þótt vorið væri að koma svona úr hverri átt fór ekk- ert mikið milli okkar, mér og meyjarinnar, sem í frásögur sé færandi eða gaman að dylja, og er ég að skammast mín fyrir það enn þann dag i dag. Og liðu svo ár, eitthvað um 30. Þá brá ég mér út aftur með báts- ferð, sem ég hitti á af tilviljun. Prestur Húsvíkinga og Flat- eyinga, séra Ingólfur Guðmunds- son, var að fara til embættisverka á annexíunni. Nú var þarna komin logandi lagleg kirkja, öll gerð af Flateyingum sjálfum. En heimamönnum hafði fækkað á aldarþriðjungi um nærri því 4/5 millum þessara ferða minna um Flóann og einhver undarlegheit breytt mér líka. Engin heimasæta tók mig nú öðrum eins heljar- tökum og forðum. Minnsta kosti ekki svo, að ég gengi á kvenna- fund út úr guðshúsi frá séra Ingólfi. Samt sátu elskulegar stúlkur á kirkjubekkjum. En sá, sem var þrítugur 30 árum áður, mátti varla við því að fara að leggja verulegan hug á þær svona alveg upp úr þurru. En allt í einu stend ég mig að þvi að vera f arinn að gefa einni af ömmum þeirra hýrt auga undir alvarlegri predik- un, frátekinni konu og harðgiftri, sem sat að auki við hlið bónda sins. Svona breytast tímarnir og mennirnir með. Ekki var ég samt manngleggri en svo, að ég kæmi fyrir mig nafni hennar í fyrstu. En á öllu fann ég, að hún bar stóra persónu. Undir niðri hafði ég af því eitthvert veður, að í þessari ey ætti ég eina stór- frænku af Sílalækjarætt. Skyldi hún nú vera komin þarna? hugsaði ég þegar tíðum var lokið og ég kominn út á græna grund á kirkjuhólnum. Um leið er hún einnig þar komin og heilsar mér með þessum orðum: Sæll frændi minn og velkominn til Flateyjar. Svo bað hún mig að koma heim með sér og þiggja hressingu eftir sjóferð og bekkjarsetu undir orði séra Ingólfs. Um ekkert var framar að villast. Þetta var Sigur- veig af Sflalækjarættinni eins og ég. Um leið var eins og allur ís hefði brotnað og bráðnað milli mín og Flateyinga. Allir vildu þeir helzt af öllu gestinn heim með sér hafa eins og sjálfan prest- inn. En Sigurveig frænka var ekkert á því að láta gripinn ganga sér úr greipum. Hún og hennar maður, Her- mann Jónsson landbóndi og út- vegsbóndi, bjuggu í litlu og lag- legu húsi, sem þau höfðu sjálf byggt fyrir eitthvað 30, 40 árum. Það var kallað Bjarg. Þar var með þeim í húsi dóttir þeirra Hildur og 3 börn hennar, Ingunn og Hulda, elskulegar stúlkur millum fermingar og tvitugs, Emilsdætur og bróðir þeirra yngri, er byrjaði sjósókn með afa sfnum á 9. eða 10. ári. Þeim starfa hélt hann síðan meðan hann var í einni og gat honum sinnt vegna náms í skól- um. Nú rétt sem ég rifja þetta upp eru blöð og útvarp að segja frá því, að þessi piltur, er gerðist sjósóknari 10 ára eða yngri, hafi hlotið verðlaun f tvennu eða þrennu lagi fyrir afburða frammi- stöðu í einum af skólum höfuð- borgarinnar. Uppalendur hans, móðirin, afinn og amman mega hugga sig við það, að ekki er að sjá að sjómennskan í barnæsku hafi dregið úr honum duginn. Hann heitir Unnsteinn Emilsson. Annars má það einnig í minnum hafa, að úr hópi æskunnar í Flatey og á Flateyjardal hafa margir fleiri reynzt betur en vel, þegar út í alvöru lifsins kom. Allra þeirra uppeldi var með svip- uðum hætti. Frá Bjargi og öðrum Flateyjar- bæjum var sóttur sjór og aftur sjór, samhliða þó fjárbúskap. Féð var ferjað vestur yfir sund á vorin eftir rúning og aftur út I Ey fyrir vetur. Ekki aðeins að drengir og eldri karlar reru. Kvenfólkið fór líka á flot, þegar þurfa þótti og það komst út úr bæ. Hildur á Bjargi reri t.d. með föður sínum stöðugt í nokkur ár. Þetta útvegs- fólk eyjarinnar gerði líka að afla sínum og saltaði fiskinn. Undir borðum þama á Bjargi og af viðtali við húsráðendur öðlaðist ég þó nokkuð skarpan skilning á því, að mikið má sín heilnæmt loft og náttúrleg fæða, hófleg áreynsla á bæði ytri mann og þann innri, tnóti ómennsku og vanburðum í sjúkdómafullum heimi. Ekki sízt þegar þar á ofan bætast beztu samskipti millum allra nágranna. Lengi inun ég því minnast orða Sigurveigar, er við kvöddumst á Bjargshlaði: Hér í Flatey er gott að vera, bara að ekki væri þessi fækkun í byggðar- laginu. Hingað kom ég ung og var ekki sterk til heilsunnar stundum framan af. En andrúmsloftið og margt og margt annað hér í þessari ey hefur haft blessunar- rík áhrif á mig. Hefði ég aldrei hingað lent er ég viss um, að ég væri komin undir græna torfu fyrir löngu. Enginn veit nema sá, sem i þeim eldi stendur, hvað það er að búa í byggðarlagi, sem taldi um 170 kringum 1940, en aðeins um 40 liðugum 20 árum seinna. I þess konar straumfalli er ekki gott að standa, kljúfa strauminn eða snúa við. Mestu hreystimenni Flat-. eyjar sögðu þó um þessar mundir, eins og t.d. Hermann á Bjargi: Hingað og ekki lengra. Hingað og aldrei lengra. Með þeim er þannig hugsuðu, töluðu og vonuðu, fannst mér ég eygja von um, að enn mætti bjarga byggð eyjar- innar með hafnargerð á elleftu stundu. Höfnin kom. En hún kom of seint, einum áratug of seint. Heyrzt hefur, að einhver hafi talið eftir 6—7 millj., sem i höfn- ina fóru. En ég held, að margur milljarðurinn úr þjóðarbúi okkar Islendinga hafi gengið til gildis- minni hluta, sem minni eru en núllið. Þó vil ég ekki reikna neinum til syndar að sjá eftir þessu, en segi bara eins og presturinn vitri, er sagði við stúlkuna ófríðu, er hélt sig allra kvenna fríðasta: Það er engin synd að missýnast, barnið mitt. Sá dagur getur komið, að Flateyjar- höfn komi til endurmats og mann- virðinga umfram það, sem nú er. Ung að árum giftist Sigurveig Hermanni Jónssyni, sem var árinu yngri en hún. Áður höfðu þau bæði átt heima um skeið f Fnjóskadal og nærsveitum. Vigslan fór fram í Hálskirkju 6. maí 1917. Sama vor fluttust þau til Flateyjar. Eyjan var þá í miklu áliti sem bjargræðisstaður um- fram flest önnur byggðarlög í grendinni og Hermann atorku- mikill og sálarhraustur. Ekki fengu þau þó neina af bújörðum eyjarinnar til ábúðar, en lóð fljót- lega og smáblett til ræktunar. Þarna bjuggu þau síðan yfir 50 ár og veit enginn til, að þau hafi látið deigan siga. Sigurveig var lærð ljósmóðir, þegar hún fluttist til Eyjar og þjónaði Flatey, Flateyjardal og Fjörðum. Þegar þau nöfn koma á blað erum við strax farin að hugsa um Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.